Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 45

Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 45 Morgunblaðið/Björn Blöndal Unnið við lokauppsetningu hraðahindrunarinnar á Vesturgötu í Keflavík og árangur hefur ekki látið á sér standa, þvi stórlega hef- ur dregið úr umferðarhraðanum. Hraðahindranir á þijár götur í Keflavík Keflavfk. HRAÐAHINDRANIR hafa verið settar upp á tveimur stððum i Keflavík að undanfömu. Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðar- yfirlögregluþjóns hefur stórlega dregið úr umferðarhraðanum á þessum götum í kjölfar fram- kvæmdanna. Hindranimar em lagðar með múrsteini og er fyrirmyndin fengin í Kópavogi. Karl, sem á sæti í umferðamefnd, sagði ennfremur að fyrirhugað væri að setja upp þriðju hraðahindrunina á Faxabraut við Fjölbrautaskóla Suðumesja. Hraðahindranimar sem settar hafa verið upp em á Aðalgötu og Vesturgötu. Aðalgatan var tengd Reykjanesbraut í sumar og er um- ferð á þessum götum, sem báðar liggja um íbúðahverfi, mikil. Yfir þær liggja leiðir skólabama í og úr skólanum og em hindranimar jafnframt notaðar sem gangbrautir. - BB Framhaldsstofnfundur Sögufélags Ámesinga Framhaldsstofnfundur Sögu- félags Ámesinga verður haldinn að Hótel Selfossi fimmtu daginn 29. október og hefst kl. 20.30. Á síðastliðnu vori var haldinn stofnfundur Sögufélags Ámesinga að Boig f Grímsnesi og mættu þar á flórða tug manna víðsvegar að úr sýslunni. Þá var ekki gengið endanlega frá stofnun félagsins heldur ákveðið að boða til fram- haldsstofnfundar, sem verður nk. fimmtudag. Markmiðið stofnunar félagsins er að koma af stað útgáfu héraðs- sögurits Ámesinga, auk héraðssögu verður félagið vettvangur þjóðfræði og þjóðháttarannsókna. Kyrniingarfundur mál freyja í Gerðubergi MÁLFREYJUR i ITC-deildinni Melkorku halda kynningarfund í Gerðubergi miðvikudaginn 28. október kl. 20.00. Yfirskrift fundarins er „Leiðin til að vera ekkert, er að gera ekkert". Undanfarin ár hafa málfreyjur kynnt starfsemi sfna á sérstökum fundi sem haldinn er f upphafi starfsársins. Málfreyjur á Islandi em nú um 500 talsins og starfa f 23 deildum. Málfreyjudeildimar leitast við að veita þjálfun í fundar- sköpum, ræðumennsku og almenn- um félagsstörfum. Smyrill hf. flytur SMYRILL hf. hefur flutt f stærra húsnæði að BQdshöfða 18 f Reykjavík. Fyrirtækið Smyrill sem er bæði heildsölu- og smásölufyrirtæki var stofnað árið 1955 og verslar aðal- lega með varahluti og aukahluti í bíla. Smyrill hefur m.a. umboð fyr- ir Koni höggdeyfa og bílalyftur. Top-Lamp bílapemr og ljóskastara og Turbo-Wash þvottatækið. Starfsmenn fyrirtækisins em flórir. Morgunblaðið/Kjartan Á myndinni eru taldir frá vinstri: Reynir Jóhannsson, Konráð Jó- hannsson og Guðbrandur Bjarnason. Vantar teppiá stigaganginn ? yy Þegar velja skal teppi á stigahús, er ekki nóg ad teppid sé bara mjúkt og áferðarfallegt, það verður að vera hljóðeinangrandi og auðvelt í þrifum, - teppi sem er brunaþolið og teppi sem mun þola hinn ótrúlegasta yfirgang um ókomin ár. « yy Þessi teppi eru til og þú fœrð þau hjá okkur, sérhönnuð teppi á stigahús og skrifstofur.M 1 .hjá okkur nágœdin jgegrj' Teppaland * Dúkaland Grensásvegi 13 - Símar 83577 - 83430 Þegar þú biðurum ríssúkkulaði meinarðu örugglega þetta hér if $ FREYJA HF. SÆLQÆTISQERÐ. KAR8NESBRAUT 104, KOPAVOQI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.