Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 58

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 Með morgimkaffmu Ha? Er tengdamamma komin í heimsókn? HÖGNI HREKKVÍSI „ rUöi-AHUNDUR ? Umferðarþunga frá Tjöminm TU Velvakanda. Kærar þakkir, Árni Einarsson, fyrir skrif þín um Tjömina í Reykjavík. Sannleikurinn er sá, að það hefur enginn af viðmæl- endum minum trúað því, að málið með ráðhúsið færi svona langt. Fólk hefur sagt: „Við höfum svo oft upplifað áður umræður um ný hús við og ofan í Tjöminni, sem auðvitað hafa allar dagað uppi — það verður eins með þessa." En nú er eins og við séum öll að vakna upp við vondan draum. Ráðhús á þessum stað, og sá umferðarþungi sem því fylgir og leggst á nærliggjandi götur, yrði óveijandi eyðilegging á einum sér- stæðasta stað á byggðu bóli þessa lands. Lífríki Tjamarinnar er dýr- mætt og vekur undmn að slíkt skuli þrífast í miðri höfuðborginni, en engu minna er um vert það um- hverfí sem umlykur Tjömina. Þá á ég við gamla kirkjugarðinn, Tjam- arbrekkuna með gömlu timbur- húsunum, þ.á m. ráðherrabústaður- inn, og fleiri vegleg hús á vesturbakkanum, í norðri blasa við Alþingishúsið, Dómkirkjan, Iðnó og Búnaðarfélagshúsið — á austur- bakkanum gamli barnaskólinn, Fríkirkjan, íshúsið, sem brátt verð- ur nýtt listasafn, og hið veglega hús Thors Jensen. Fyrir ofan Fríkirkjuveg liggur svo hið gróna hverfí, Þingholtin. Þetta er faðmurinn sem gefur Tjöminni líf, og hann má ekki skera frá með umferðaræðum. Miklu nær væri að draga úr allri umferð umhverfís Tjömina. Þrengja allar götur, breikka gangstéttir, planta tijám og fela bflastæði, ef þau em nauðsynleg, með mnnagróðri. Skipta um ljósastaura. í stuttu máli, gera allar götur við Tjömina að einstefnuvistgötum. Það þýðir auðvitað að þar má ekki bæta við stofnun sem krefst greiðfærra öku- leiða fyrir mikinn flölda. Eins og nú er er ástandið væg- ast sagt slæmt á þessum slóðum. Daglega verða menn vitni að rifrildi og ónotum vegfarenda, sem ekki komast leiðar sinnar, fínna ekki bflastæði, eða era króaðir inni, ein- mitt á þessum bletti, þar sem ráðgert er að reisa ráðhúsið. Gefíð þessu hverfí líf, sem því sæmir. Reisið nýjar stofnanir annars staðar, þar sem þær eiga betur heima, og geta fegrað og beinlínis hjálpað sviplitlu umhverfí. Og þar sem auðvelt er að ganga frá akst- ursleiðum og bflastæðum þannig að allir megi við una. Reynið ekki að gera öll hverfi eins, leitið að sérkennum gömlu hverfanna og reynið að undirstrika sérkennin. Annað væri skammsýni, sem komandi kynslóðir fyrirgefa ekki. Tjaraarunnandi Yíkverji skrifar Bjórsalan á Keflavíkurflugvelli var gerð að umtalsefni í þess- um dálkum síðastliðinn fímmtudag. Þar var því fagnað að afgreiðsla bjórsins er ekki í fríhöfninni sjálfri, heldur niðri á jarðhæðinni. Síðan er spurt: Hversvegna ekki að gera enn betur? Hversvegna má ekki borga bjórinn syðra en fá hann af- hentan í Reykjavík í stað þess að rogast með hann út í áætlunarbfl og síðan heim frá Loftleiðahótelinu? Kona nokkur hringdi í Víkveija vegna þessara skrifa og sagði sínar farir ekki sléttar gegnum „kerfið" í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún hafði sum sé greitt bjórinn sinn og var með kvittun í höndunum þar um. í ati og önnum við að sækja töskur og þessháttar gleymdi hún hinsvegar að taka bjórinn sinn. Komin út f anddyri flugstöðvarinnar man hún eftir borgaðri eign sinni og hyggst sækja hana, enda með greiðsluávísun enn í höndunum. En þá var „kerfíð“ komið í essið sitt. Lok, lok og læs og allt í stáli! Eig- andi nýkeypts bjórs, sem kominn er út úr fiifliöfninni, hefur glatað eign sinni, að sögn konunnar. Mikið geta nú kerfískarlar verið liprir og elskulegir við viðskipta- menn fríhafnarinnar, enda hefur kúnninn alltaf rétt fyrir sér, eins og eitt sinn var sagt! XXX Fmmvarp að fjárlögum fyrir árið 1988 hefur farið fyrir bijóstið á ýmsum eins og fjárlög ' eiga að gera, ef einhver mergur er í þeim. Senn fer stjómarandstaðan að stíga sinn Óla Skans í fjárlaga- hlöðunni, eins og hún hefur gert í haustskuggunum um langan aldur, sama hvem veg hún er saman sett. Hætt er við popp-textinn, sem sunginn er, verði hinn sami eða keimlíkur textanum í fyrra og hitt- eðfyrra — eða fyrir tíu eða tuttugu ámm. Frumleikinn er samur við sig. Víkveiji spáir því að efnisatriði hans verði þessi: 1) Ríkisstjómin hefur skorið niður útgjöld ríkissjóðs, einkum og sér í lagi til hinna góðu og mjúku mála. Það er aðför að velferðarþjóðfélag- inu. Hún á ekki að skera niður útgjöld, heldur skatta! 2) Ríkisstjómin hefur hækkað skatta, það er tekjur ríkissjóðs, langt umfram það sem góðu hófí gegnir. Það er hábölvað. Hún á ekki að hækka skatta heldur fram- lög til hinna þörfu og mjúku mála! Stjómarandstaðan byggir síðan röksemdabrú milli þessara tveggja gagnrýnisatriða með því þriðja, sem má alls ekki missa sig, samræmis- ins vegna. 3) Ríkisstjómin rekur ríkissjóð með halla, eyðir meim en hún aflar. Það er að sjálfsögðu fyrir neðan hellur. Við krefjumst þess að ríkisbúskap- urinn sé rekinn hallalaust. Það er í anda hinnar hagsýnu húsmóður! XXX Bókaþing var haldið í vikunni að tilhlutan Bókasambands ís- lands. Þar vóm flutt mörg og sum frábær erindi. Það gekk eins og rauður þráður gegnum mál manna að bókafréttir, bókakynning og gagnrýni fjölmiðla hefðu mikil áhrif á stöðu bókarinnar á markaðinum. Ólafur Ragnarsson, bókaútgef- andi og formaður Bókasambands- ins, sagði orðrétt: „Bókakynning, umræða og gagnrýni hefur verið að mestu í hefðbundnu formi hér á landi og dagblöðin verið burðarásar þeirrar umfjöllunar. Þau hafa sinnt þessum þætti íslenzkrar menningar misvel, eins og gengur, og á Morgunblaðið það eflaust vinninginn í skipulegri gagnrýni um bækur og kynningu bóka og höfunda. Þjóðviljinn myndi sennilega fá önnur verðlaun sem bókablað ef metið væri hve vel bókamálum væri sinnt hjá dag- blöðunum." Góð bók kynnir sig að vísu alltaf sjálf. Fjölmiðlum ber þó skylda til að kynna bækur. Það er þjónusta við lesendur viðkomandi blaðs. Þjónusta við viðskiptavini er aðal góðs fjölmiðils.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.