Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Akranesbær gef-
ur út ársskýrslu
Akranesi.
AKRANESBÆR hefur gefið út
ársskýrslu fyrir árið 1986 og
hefur henni verið dreift til allra
bæjarbúa. Ársskýrslan er vönduð
í alla staði og er reynt að gefa
glögga mynd af rekstri bæjarfé-
ins á árinu 1986.
formála fyrir skýrslunni sem
ritaður er af fráfarandi bæjarstjóra,
Ingimundi Sigurpálssyni, kemur
fram að verið sé að leitast við að
gera bæjarbúum grein fyrir gangi
bæjarmála á árinu 1986. Árs-
skýrsla af þessu tagi gefur mynd
af meginlínum í rekstri bæjarins,
en ítarleg umQöllum um einstaka
efnisþætti hafí ekki verið við komið.
íbúafjöldi á Akranesi hefur farið
úr 2.500 manns í um 5.400 á þeim
tæpum ijörutíu og fímm árum sem
liðin eru frá því bærinn fékk kaup-
réttindi. Atvinnulífíð hefur eflst
mikið og byggist nú á traustum
grunni, bærinn er meðal stærstu
útgerðarstaða landsins. Iðnaður er
mikill og vaxandi og sama má segja
Sveinn Sævar Valsson og Birna Magnúsdottir ásamt syni þeirra
Hafþóri.
Ný bón- og þvotta-
stöð í Kópavogi
NÝLEGA var opnuð ný bón- og
þvottastöð í Kópavogi. Nefnist
hún Bónþjónustan hf. og er til
húsa að Kársnesbraut 100. Það
eru hjónin Sveinn Sævar Valsson
og Biraa Magnúsdóttir sem reka
stöðina og er þetta eina þjónusta
þessarar tegundar í Kópavogi.
Bónþjónustan hf. er opin alla
daga nema sunnudaga frá kl. 9 á
morgnanna til kl. 7 á kvöldin. Hjá
Bónþjónustunni hf. er boðið upp á
bón, þvott, djúphreinsun og há-
þrýstiþvott á öllum tegundum
fólksbíla, jeppa og sendibfla. Að
sögn eigendanna er boðið upp á
heimsendingarþjónustu þannig að
fólk þarf ekki að hreyfa sig að heim-
an til að fá vel þrifín bfl.
Frá Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gimnlaugsson
um þjónustu ýmiss konar. Skóla-
starf er öflugt og íþrótta- og
æskulýðsmál hafa jafnan skipað
verulegan sess í bæjarfélaginu. Ör
íbúafjölgun hefur mótað mjög
rekstur bæjarfélagsins hin síðari
ár, ekki sist vegna þess hve hlutur
ungs fólks er stór í íbúatölunni.
Helstu framkvæmdir á vegum bæj-
arins á undanfömum árum hafa
verið á sviði skólamála, íþrótta- og
æskulýðsmála, en jafnframt hefur
eftir föngum verið unnið að öðrum
verkefnum, meðal annars að frá-
gangi opinna svæða og lagningu
slitlags á götur og gangbrautir.
í ársskýrslunni er að fínna grein-
argerð um einstaka þætti rekstrar
og framkvæmda svo og yfírlit yfír
ráðstöfun fjármagns til hinna ýmsu
málaflokka. Árskýrslan er mynd-
skreytt og í henni eru og upplýsing-
ar um skipan einstakra nefnda á
vegum bæjarfélagsins. Þá er rakin
þróun í íbúafjölda allar götur frá
árinu 1942 þegar Akranes varð
kaupstaður svo og stutt söguágrip
staðarins.
Skýrslan er skemmtileg ný-
breytni í bæjarlífínu og vonandi
verður áframhald á útkomu henn-
ar.
- JG
Póstur og sími:
Fallegustu frímerkin valin
í SKOÐANAKÖNNUN sem Póst-
og símamálastofnunin efndi til var
fallegasta islenska frimerkið út-
gefið 1986 valið smáörk sem gefin
var út á degi frímerkisins, 9. októ-
ber, með mynd eftir Auguste
Meyer, 20 + 10 krónur að verð-
gildi. I öðru sæti var Evrópufrí-
merki útgefið 5. maí, Jökulsárg-
ljúfur, verðgildi 12 krónur. Þriðja
fallegasta merkið yar úr sömu
útgáfu, Skaftafell í Öræfum, verð-
gildi 10 krónur. Þröstur Magnús-
son teiknaði frímerkin.
Atkvasðaseðlar könnunarinnar
voru sendir þeim sem fá tilkynningar
um nýjar útgáfur frá Frfmerkjasölu
Póst- og símamálastofnunar og
seðlar lágu einnig frammi í öllum
póstafgreiðslum landsins. Dreift var
rúmlega 30 þúsund seðlum og bár-
ust 5 þúsund til baka frá 48 löndum.
Flestir seðlar komu frá Danmörku,
929, næst flestir frá fslandi, 700,
695 frá Svíþjóð, 618 frá Vestur-
Þýskalandi, 510 frá Noregi, 329 frá
Bandaríkjunum, 207 frá Hollandi,
og færri frá öðrum löndum.
Dregið var úr öllum innsendum
seðlum. Verðlaun voru 1 fyrstadags-
umslag og 4 óstimpluð merki af
öllum útgefnum frímerkjum 1987.
25 nöfn voru dregin út og skiptust
þau milli hinna ýmsu landa. Við-
staddir útdrátt vinningshafa voru
nokkrir yfírmenn Póst- og símamála-
stofnunar og fulltrúar frá félögum
frímerkjasafnara. Ákveðið hefur ver-
ið að hafa skoðanakönnun um
frímerki útgefín 1987 með sama
sniði.
ROKKIÐÍ
HÁVEGUM
Kvlkmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjömubíó:
La Bamba ☆☆☆
Leikstjóri: Luis Valdez. Fram-
leiðendur: Taylor Hickford og
BiU Borden. Kvikmyndataka:
Adam Greenberg. Handrit: Lu-
is Valdez. Klipping: Sheldon
Kahn og Dan Brochu. Tónlist:
Carlos Santana og Mike Good-
man. Hljóðupptaka: Joel Still.
AðaUeikendur: Lou Diamond
PhiUips, Esal Morales, Rosana
de Soto, Elizabeth Pena, Dani-
eUe Von Zeraeck, Bob Keene,
Ted Quillin. Bandarísk. Col-
umbia 1987. 105 min.
Á American Pie, sögufrægri
plötu sinni, söng Don McLean um
„daginn sem tónlistin dó“. Þar
átti hann við 2. febrúar 1959,
þegar ein skærasta stjama rokks-
ins, Buddy Holly, fórst í flugslysi
og með honum The Big Bopper
og sá athyglisverði og upprenn-
andi tónlistarmaður Ritchie
Valens — sá er myndin fjallar um.
Valens verður fyrst og fremst
minnst fyrir að bijóta þykkan
ísinn, þar sem hann ótrauður og
af eindæma hugrekki hóf rokk-
tónlist eins niðurlægðasta minni-
hlutahópsins vestanhaf,
Bandaríkjamanna af mexíkönsk-
um ættum (chicanos), til vegs og
virðingar. Fólk af þessu kyni er
ekki hátt skrifað í dag, en þessir
atburðir gerðust á siðari hluta
sjötta áratugarins þegar á það var
litið nánast sem vinnudýr. Því er
sá sigur Valens, að koma þrem
af fyrstu (og síðustu) lögum
sínum — og það aðeins sautján
ára — í toppsætið, enn stórkost-
legri og einstæðari árangur.
Það er því verið að fást við
goðsögn í La Bama. Myndin skipt-
ist í tvennt, tónlist og fjöl-
skyldudrama. Heldur er dramað
klént. Vð fylgjumst með upp-
vaxtarárum Valens við kröpp kjör
farandverkamanna í Kalifomíu.
Móðir hans þreytist ekki á að drífa
strákana sína áfram og nær ár-
angri með Ritchie, en eldri
bróðumum, Bob, er lýst sem
ístöðulausum kæruleysingja sem
öfundast út af velgengni bróður
síns, en nýtur þó nokkurrar sam-
úðar áhorfenda. Inn í myndina
fléttast líflítið ástarævintýri Ha-
vens og Donnunnar frægu.
Öllu betur gengur að fanga
umhverfí og andrúms'.oft tímabils-
ins og öll tónlistaratriðin em
óaðfínnanleg, dúndrandi rokkið í
Lou Diamond í hlutverki rokk-
stjörnunnar Ritchie Valens í
La Bamba.
flutningi Los Lobos hrífur áhorf-
endur og Lou Diamond Phillips
skilar söngvaranum sprellifandi.
Hljóðupptakan og hljóðið er eins
og það best getur verið. Útkoman
er ein vandaðasta og best leikna
heimildarmynd um rokktónlist og
flutningsmenn hennar í níu ár,
en þá var einmitt brugðið á tjald-
ið hinni eftirminnilegu The Buddy
Holly Stoiy. Hlýleg tilviljun.
„Þegar tónlistin dó,“ söng McLe-
an, en myndir á borð við La
Bamba og The Buddy Holly Story
vekja hana svo sannarlega aftur
til lífsins. Og hið þrumandi, óm-
engaða rokk frumheija sjöunda
áratugarins virðist svo sannarlega
hrífa nýjar kynslóðir engu síður
en okkar sem nutum þeirra for-
réttinda að alast upp með því.
I rökkrinu birtan
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttur
Harald Skjönsberg: I det mörke
fyset
Utg. Gyldendal Norsk forlag
1987
Öystein Wsth er fæddur nokkrum
árum eftir að heimsstyijöldinni
síðari lauk. Æska hans er hin
ánægjulegasta, unz hann rekst tíu
ára gamall á bréf frá ungum gyð-
ingadreng, sem hafði verið sent úr
fangabúðum nazista. Drengurinn
Chaim, 14 ára, lýsir vítinu og Öy-
stein verður gagntekinn af þeirri
reynslu. Og fer jafnframt að gera
sér grein fyrir vonzkunni og of-
beldinu. Faðir hans hafði unnið í
norsku andspymuhreyfíngunni, og
einatt sagt drengnum sögur frá
þeim tíma. En ekkert jafnast nú
lengur á við þjáningar gyðinga-
drengsins.
Hann kjmnist ungur maður stúlk-
unni Mariu Steinberg. Faðir hennar
er tékkneskur gyðingur og móðirin
norsk. Stúlkan er sér að vísu með-
vitandi um gyðinglegan uppruna
sinn, en svo virðist sem fas og við-
mót Öysteins magni hann upp í
. henni. Samband þeirra verður erfitt
og sársaukafullt og í þeim lýsingum
tekst höfundi vel.
Að vera gyðingur nú er auðvitað
einstakt. Að bera inn á sér sektina
vegna þeirra sex milljóna sem voru
myrtir í stríðinu, sektina fyrir höfn-
un þjóðanna á gyðingum gegnum
aldimar. Og vera samtímis guðs
útvalin þjóð. Og eiga ísraelsríki, og
gera sér þó grein fyrir að gyðingar
leysa ekki sínar eigin flækjur með
stofnun þess. Hin sterka vitund
gyðingsins, ágengnin, trúin og
metnaðurinn og samt nokkuð raun-
sæi, þvflík togstreita sem þetta
hlýtur að vekja.
Harold Skjönsberg dregur upp
frábæra mynd af þessari hlið.
Ósanngimi og skilningsleysinu á
báða bóga, hræðslunni við gyðinga-
hatrið sem_ er svo gmnnt á hjá
stúlkunni. Ástin dugar ekki ef mað-
ur er giftur gyðingi. Svo ótal margt
fleira verður að koma til umfram
það sem gerist í venjulegum hjóna-
böndum. Það er höftindur að segja
með þessari sögu . Og hann gerir
það vel.