Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
Rebekka Guðmunds-
dóttír — Minning
Fædd6. maí 1911
Dáin 18. október 1987
Mennimir álykta, en Guð einn
ræður. Fyrir það megum við vera
þakklát. Það var bjartur október-
morgunn eins og hann best getur
orðið. Rebekka, tengdamóðir mín,
kom á laugardegi í heimsókn og
hugðist dvelja hjá dóttur sinni og
fjölskyldu hennar í mánaðartíma,
eins og hún hafði gert mörg undan-
farin haust. Á sunnudagskvöldi
eftir þennan sólskinsdag og glað-
værar umræður vildi hún ganga
óvenju snemma til náða, sagðist
vera þreytt í höfði. Látlu síðar kall-
aði hún til dóttur sinnar og bað
hana að finna sig. Örstuttu síðar
kom ég inn til þeirra. Mæðgumar
sátu saman á rúminu, dóttirin hélt
utan um móður sína, strauk vang-
ann og spurði hvort henni liði illa.
„Nei,“ var svarið, „mér líður vel,“
og bros lék um varimar. Örfáum
mínutum síðar var hún látin. Þann-
ig sátu mæðgumar þegar læknirinn
kom. Þá var allt um garð gengið.
Þetta var mikil lífsreynsla, sem
mun seint úr minni líða. En þessi
dauðdagi átti við þessa höfðinglegu
konu. Það var birta yfir, ef hægt
er að tala um slíkt, þegar dauðinn
er annars vegar.
Rebekka var fasdd 6. maí 1911
að Sólvangi í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur
Bjamason frá Tjamarhúsum á Sel-
tjamamesi og Ingibjörg Ólafsdóttir
frá Landamótum í Seyðisfirði.
Fárra vikna gömul fór hún með
foreldrum sínum til Seyðisijarðar,
en þar bjuggu þau öll sín búskapar-
ár. Bam að aldri fór Rebekka til
Vestmannaeyja, til ömmu sinnar
sem einnig hét Rebekka, og dvald-
ist hjá henni í nokkur ár.
Þegar Rebekka var orðin upp-
komin stúlka fór hún til Akureyrar
í atvinnuleit. Þar kynntist hún
Brynjólfí Eiríkssyni, sem síðar varð
maður hennar, en þau gengu í
hjónaband 1932. Þau eignuðust
tvær dætur, Ólöfu, konu þess er
þessar línur ritar, og Ragnheiði sem
er gift Engilbert Engilbertssyni
skipstjóra. Rebekka og Brynjólfur
slitu samvistir, en hann lést 1972.
Sambýlismaður Rebekku varð síðar
Jóhann Þorsteinsson málarameist-
ari. Sambúð þeirra var farsæl í þijá
áratugi, eða þar til hann lést 1979.
Jóhann var traustur og góður
drengur. Þau eignuðust eina dótt-
ur, sem fæddist andvana.
Rebekka var mikil höfðingskona,
heilsteypt og greind. Eins og áður
er getið dvaldist hún á Heiði hjá
okkur hjónunum nokkum tíma á
hveiju hausti. Svo var líka fyrir
tveimur ámm. Þá var móðir mín
einnig hér með henni. Sá tími var
lærdómsríkur. Þær vom báðar Ijár-
sjóðir af fróðleik. Móðir mín var þá
hress og kát, og það vom þær báð-
ar. Þær vom ljóðelskar, þó sér í
lagi móðir mín. Þær rifluðu upp
ógrynni af vísum, fóm með sálma,
dáðust að textanum og laginu og
sungu saman hvem sálminn á fæt-
ur öðmm. Allt var þetta svo
fádæma skemmtilegt að ógleyman-
legt er. Slíkar konur sem þessar
em persónur sem hver og einn get-
ur verið stoltur af.
Ég bar alla tíð virðingu fyrir
Rebekku, glæsileik hennar og allri
persónu. Já, enginn veit sína ævi
fyrr en öll er. Það er merkilegt að
fyrir átta ámm dvaldist móðir Reb-
ekku, Ingibjörg, hér sem oftar á
Heiði. Einmitt í október að kveldi
18. október varð hún helsjúk og
lést skömmu síðar. Sú kona er mér
enn í fersku minni sem virðuleg og
góð kona.
Ég minnist þessara þriggja
kvenna með mikilli þökk og virð-
ingu. Þakka fyrir að hafa fengið
að njóta leiðsagnar og gæsku
þeirra. Síðari ár bjó Rebekka í sama
húsi og Ragnheiður dóttir hennar
og tengdasonur. Hafí þau bestu
þökk fyrir umönnun Rebekku.
Þessi bjarti sunnudagur í októ-
bermánuði fannst okkur hjónunum
enda æði dimmur, en þó dimmt sé
þá er birtan sú að hafa fengið sem
fullorðinn maður að ávarpa tengda-
móður og mömmu, jú og sagt orðið
pabbi fram yfir miðjan aldur. Hugs-
um til þeirra sem fá jafnvel aldrei
að segja þau orð.
Hafði Rebekka þökk fyrir gjöfina
sem hún gaf mér og samverustund-
i imar allar. Blessuð sé minning
hennar.
Sigurður Þorsteinsson
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNARGUÐMUNDSSON
frá Hofi, Dýrafirði,
lóst föstudaginn 23. október.
Hann verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju, laugardaginn 31.
október kl. 14.00.
Jón Gunnarsson,
Guðmunda S. Gunnarsdóttir,
Gunnar R. Gunnarsson,
Aðalsteinn Gunnarsson,
Björgvin H. Gunnarsson,
Marsibil G. A. Gunnarsdóttir,
Katrfn Gunnarsdóttir,
Kristján Gunnarsson,
Guðmunda Jóna Jónsdóttir,
Kristfn Þorleifsdóttir,
Ólöf S. Sylverfusdóttir,
Guðlaug Vagnsdóttir,
Borghildur H. Flórentsdóttir,
Davíð H. Kristjánsson,
Alda S. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF LYDÍA BRIDDE,
Kjalarlandi 9,
lóst 23. október.
Ólafur Ólafsson,
Þórdfs G. Bridde,
Ólafur Alexander Ólafsson, Ellen Marfa Frederiksen,
Andrós Ellert Ólafsson, Anna Margrót Halldórsdóttir,
Þórdfs Ólafsdóttlr,
Gyða Ólafsdóttir,
Dfana Ósk Ólafsdóttir.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐMUNDÍNA MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR
frá Suðureyri, Súgandafirði,
lóst föstudaginn 23. október á Hrafnistu í Reykjavík.
Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. október
kl. 10.30.
Jarösett verður frá Suöureyrarkirkju, Súgandafirði, laugardaginn
31. október kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er sérstaklega bent á Suðureyrar-
kirkju og Hrafnistu í Reykjavík.
Þórður Marfasson og börn.
Aðalheiður Ama-
dóttir — Minning
Fædd 7. janúar 1913
Dáin 20. október 1987
Mig langar til að minnast í ör-
fáum línum, og kveðja Aðalheiði
Ámadóttur, sem ég kynntist sem
bam, þegar hún ásamt eiginmanni
sínum, Ágúst Bjamasyni, flutti í
blokkina á Kaplaslq'ólsveginum, þar
sem við bjuggum fyrir.
Mig minnir að það hafí ekki tek-
ið þau og foreldra mína langan tíma
að kynnast ágætlega, en þó held
ég að vinskapurinn hafi styrkst enn
þegar flölskylda þeirra Öllu og
Gústa þurfti að flýja Vestmannaeyj-
ar veturinn 1973, og sumt fólkið
þeirra flutti á Kaplaskjólsveginn um
tfma. Að minnsta kosti horfði það
þannig við mér og systkinum
mínum sálugu, Solveigu og Þórði.
Allt í einu fylltist húsið af krökkum
á okkar aldri og við fengum að leika
okkur á ganginum eins og við vild-
um.
En þegar krakkamir fóm vom
afinn og amman áfram til staðar
og við notfærðum okkur það, enda
viðtökumar ekld letjandi.
Þó langt sé síðan við fluttum öll
af Kaplaskjólsveginum hefur mikil
vinátta haldist milli fjölskyldnanna.
Síðustu árin hitti ég öllu ekki,
en hafði stundum fregnir af þeim
Gústa gegnum síma og oft gegnum
foreldra mína. Ég man það vel þeg-
ar ég hitti öllu síðast, það var í
brúðkaupinu mínu og ég hafði gam-
an af að kynna nýorðinn eiginmann
minn, Karl Roth, fyrir þeim Gústa.
Þremur ámm síðar, daginn sem
við héldum upp á brúðkaupsaf-
mælið okkar, hvarf Alla frá okkur.
Við sjáum hana ekki framar í þessu
lífí, en minningin um góða konu
lifír.
Ég vil votta Gústa, bömum þeirra
beggja, bamabömum og öðmm
aðstandendum samúð mfna.
Lára Magnúsardóttir
í dag verður kvödd hinstu kyeðju
mín kæra vinkona Aðalheiður Áma-
dóttir.
Hún var fædd í V estmannaeyjum
7. janúar 1913. Foreldrar hennar
vom Ami Oddsson frá Oddstöðum
í Vestmannaeyjum og Sigurbjörg
Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norð-
firði. Hún átti sjö systkini og em
sex þeirra enn á lífi.
Aðalheiður heitin giftist Sigurði
Siguijónssyni ung að ámm og átti
með honum 3 böm. Þau Kára Birgi,
útgerðarmann og vélstjóra, kvænt-
ur Jónu Sigríði Kristjánsdóttur, þau
eiga 3 böm, írisi Sigurbjörgu, hús-
móður, gifta Hafsteini Agústssyni,
þau eignuðust 6 böm og Áma, en
hann fórst í slysi bam að aldri.
Þau Aðalheiður og Sigurður
skildu, en árið 1944 gekk hún að
eiga Ágúst Bjamason frá Svalbarði
í Vestmannaeyjum, son Bjama
t
Móðir okkar,
JÓRUNN STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Hagamel21,
Reykjavfk,
lést í Landspítalanum laugardaginn 24. október.
Jarðarförin verður auglýst síöar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Sverrisson,
Anna Theódóra Rögnvaldsdðttir,
Ólafur Rögnvaldsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÁLMTÝR EINARSSON,
andaöist í Borgarspitalanum 19. október 1987.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Baldur Hjálmtýsson, Jóhanna Guðjónsdóttlr,
Lofthlldur Hjálmtýsdóttir, Erling Theódórsson,
Jóna G. Hjélmtýsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðja frá bamabörnum
Þú, Guð, sem stýrir stjama her
og stjómar veröldinni,
í straumi lífeins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mfnu hjarta’að hugsa gott
og hyggja að vilja þínum,
og má þú hvem þann blett í brott,
er býr í huga mínum.
Stýr minni tungu’að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
í oiðum mínum finnast.
Stýr minni hönd að gjöra gott,
að gleði’ ég öðmm veiti,
svo breytni mín þess beri vott,
að bam þitt gott ég heiti.
Stýr mínum fæti’á friðar veg
svo fótspor þín ég reki
og sátt og eining semji ég
en sundmng aldrei veki.
Stýr mínum hag til heilla mér
og hjálpar öðmm mönnum,
en helst og fremst til heiðurs þér
í heilagleika sönnum.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(Vald. Briem.)
Jónssonar og Önnu Tómasdóttur.
Ágúst átti frá fyrra hjónabandi son,
Hörð, sem nú er verkstjóri í álverk-
smiðjunni og kvæntur Margréti
Guðjónsdóttur. Milli þeirra Aðal-
heiðar hafa ávallt verið miklir
kærleikar, enda reyndist hún hon-
um sem besta móðir.
Eftirlifandi afkomendur þeirra
Aðalheiðar og Ágústs eru nú orðnir
36, en tveir hafa látið lífíð á unga
aldri.
Aðalheiður var virk í félagsmál-
um, hún starfaði í kvenfélaginu,
Oddfellow-stúku og að ýmsum
líknar- og mannúðarmálum, jafn-
framt því sem hún hélt myndarlegt
heimili að Sólvangi. Þau hjónin ráku
einnig verslun á árunum
1956—1966 að þau fluttu frá Vest-
mannaeyjum á Kambsveg í
Reykjavík.
Svo var það í júlí árið 1972 að
hringt var á dyrabjöllunni hjá mér
og fyrir utan stóð Ágúst Bjamason.
Hann bað um upplýsingar um húsið
okkar, því hann var búinn að kaupa
íbúð á 3. hæðinni. Þegar við kvödd-
umst eftir kaffisopa og upplýsingar
á báða bóga sagði Ágúst: „Þið skul-
uð bara bíða þangað til þið hittið
hana Öllu mína, þar kynnist þið
góðri konu.“
Það voru orð að sönnu og þetta
var upphafið að þeirri vináttu milli
Qölskyldnanna sem aldrei hefur
borið skugga á.
Aðalheiður Ámadóttir var glæsi-
leg kona, hávaxin, grönn og ljós
yfirlitum. Hún var glaðlynd og
skemmtileg. Þau hjónin vora ein-
staklega samrýnd og það vora
margar stundimar sem við áttum
með þeim og nutum gestrisni þeirra
og hjartahlýju. Einstakt var hve góð
þau vora við bömin okkar, aldrei
virtust þau þreyta þau.
Oftar en ekki var minnst á Vest-
mannaeyjar þegar við sátum saman
og röbbuðum og frásagnimar vora
svo lifandi og skemmtilegar að mér
finnst ég þekkja orðið til þar þó ég
hafí aldrei komið þangað.
Við bjuggum í sama húsi í 9 ár
og þó að við flyttum hvor hjónin í
sína áttina, þá héldum við áfram
að hittast og eyddum oftast saman
áramótunum þar til fyrir tveimur
áram að heilsa Öllu leyfði það ekki.
Hún lést á Vífilsstaðaspítala 20.
október síðastliðinn eftir mikil veik-
indi. Hún dáði mjög og var afar
þakklát því fólki sem annaðist hana
á sjúkrahúsinu í veikindum hennar
og veitti henni ómetanlegan stuðn-
ing.
Við hjónin viljum þakka Aðal-
heiði samfylgdina og sendum
Ágústi og allri flölskyldunni okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnheiður Þórðardóttir