Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 61 Þagnar- stund við Höfða Þagnarstund var haldin við Höfða á degi Sameinuðu Þjóð- anna síðastliðinn laugardag klukkan 17 og meðan á henni stóð héldust þátttakendur í hendur og mynduðu friðar- merki. Siikar þagnarstundir hafa verið haldnar á degi Sam- einuðu Þjóðanna víða um heim, en aldrei áður á íslandi. Morgunblaðið/BAR Barðstrendingafélagið í Reyk]avík: Árshátíðá ARSHÁTÍÐ Barðstrendingafé- lagsins í Reykjavík verður haldin í nýjum samkomusal í Sigtúni 3 Reykjavík laugardaginn 31. október. Vetrarstarf félagsins hófst í byrjun október og verður með svipuðu sniði og undanfarna vetur. Á árshátíðinni flytur Þóra Amf- innsdóttir hjúkrunarfræðingur frá laugardag Hlíð í Þorskafirði minni sýslunnar. Þá fer Hjörtur Már Benediktsson bóndi úr Landeyjum með gamanmál og Ingibjörg Sæmundsdóttir slær á létta strengi. Aðrar samkomur félagsins í vet- ur verða í Sigtúni 3. Fundir Kvennadeildar og Málfundadeildar verða haldnir að Hallveigarstöðum en Bridgedeildin spilar á hveiju mánudagskvöldi í Ármúla 40. Námskeið í sj álf sþekkingu NÁMSKEIÐ í sjálf sþekkingu hefst miðvikudaginn 28. október næstkomandi. Námskeiðið hefur það að markmiði að kenna þátt- takendum að þekkja tilfinningar sínar, vinna úr og veita þeim útrás, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið er fyrir fólk sem vill þekkja sig betur. Með því að stunda líkamsæfingar, anda á sérstakan hátt og veita tilfinningunum útrás öðlast þátttakandinn aukið þor til að takast á við tilfinningaleg vanda- mál sín, segir ennfremur í tilkynn- ingunni. Námskeiðið fer fram að Lauga- vegi 43 á miðvikudagskvöldum klukkan 20-23 frá 28. október til 8. desember. Leiðbeinandi er Gunn- ar Gunnarsson. (Fréttatilkynning) Framsóknarfélögin í Reykjavík: Askorun um frest- un matarskattsins ÁSKORUN um frestun álagning- ar sérstaks söluskatts á matvæli var samþykkt á aðalfundi full- Kjarvalsstaðir: Þijátíu og sex gull- smiðir sýna verk sín Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á verkum þijátíu og sex gullsmiða. Sýningin ber heit- ið „Gullsmiðir að Kjarvalsstöð- um“. Verkin á sýningunni eru unnin í hina ólíkustu málma, svo sem gull, silfur, eir, messing og jám og skreytt ýmsum tegundum eðal- steina. Þetta eru skartgripir, korpus, skúlptúrar og lágmyndir. Það er Félag fslenskra gullsmiða sem stendur fyrir sýningunni, en þetta er íjórða sýning félagsins á átta árum. Sýningin að Kjarvalsstöðum stendur til 1. nóvember og er opin alla daga kl. 14.00-22.00. trúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík um helgina. Lagt er til að tíminn verði notaður til að móta víðtækar og vandaðar hlið- arráðstafanir þvf ekki komi til greina að söluskattskerfið verði notað sem skattálagning á þá sem flesta munna hafa að fæða í stjómmálaályktun fundarins segir einnig að þótt stjómarsátt- málinn sé málamiðlun þriggja ólíkra stjómmálaflokka sé hann jafnframt stefnumark ríkisstjómarinnar. Hann verði þó lítils virði ef einstak- ir ráðherrar túlki efni og innihald hans samkvæmt þrengstu eigin skoðunum og megi þar nefna stór- felldan niðurskurð til íþróttamála sem gangi þvert á stefnu Fram- sóknarflokksins. í ályktuninni er lýst furðu á að- girðaleysi bankamálaráðherra í tvegsbankamálinu og talið ein- sýnt að selja eigi Samvinnuhreyf- ingunni bankann. Að lokum eru átalin þau vinnubrögð sem viðhöfð hafi verið af félagsmálaráðherra við undurbúning að nýju húsnæðis- málafrumvarpi, þar sem ekki hafi verið haft viðunandi samráð við aðila vinnumarkaðarins né sam- starfsfólk í ríkisstjóm. Auk þess séu veigamikil atriði í frumvarpinu óljós og illa skilgreind. OKEYPIS KYNNINGARÁSKRIFT! Ekkert heimili án Æskunnar! tilefni 90 ára afmælis Æskunn- ar bjóðum við sérstaka kynning- aráskrift: Nýjasta tbl. ásamt tveimur næstu, ókeypis! Æskan — Sfung og frfsk 10. tbl. 576 bls. á ári. * Veggmyndir af Bjarna látúnsbarka, Whitney Houston, Pétri Ormslev o.fl. * Opnuviðtöl við: ValgeirStuðmanna- foringja, Pétur Ormslev, Bjarna lá- túnsbarka, Unni Berglind Töfra- gluggastjórao.fl. * * Spennandi sögur * Ævintýri ♦ Æskupósturinn_ * Popp- þáttur * Okkar á milli * íþróttir * Teiknimyndasögur * Þrautir * Leikir * Verðlaunagetraunin * Æskan spyr * Spurningaleikur skólanna * Vlsindi * Föndur * Áhugamál mitt * Sannleiks- opnan * Efni frá lesendum * Músik- kynningar * Uppskriftir * Skop'og grln * Skák • Krossgátur * Smásagna- og tónlistargetraun Æskunnar og Rásar 2 * Llmmiðar af poppstjörnum, (þróttagörpum o.fl. * Og margt fleira * Hringið í síma 17336 eða 10248 og látið vita ef þið viljið slást í hóp 8000 áskrifenda Æskunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.