Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 33

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 33 FRAM- UM tökum á nýju flauginr.i. Hreyflar hennar eru knúnir fljótandi vetni og súrefni, tækni sem Bandaríkja- menn náðu tökum á fyrir meira en 20 árum. Sovétmenn hafa sjálfir hannað nýjan stjómbúnað fyrir flaugina og er hann tölvustýrður. Segjast þeir sjálfir fátt geta lært af Vesturlandabúum í þeim efnum. Segja má að Energiya sé ennþá óskrifað blað því flauginni mistókst að koma farmi sínum á braut í til- raunaferðinni. Sovétmenn eru hóflega bjartsýnir og Geimvísinda- stofnun Sovétríkjanna, Glavkosm- os, býst ekki við að flauginni verði aftur skotið upp á þessu ári og á næstu ámm er ekki gert ráð fyrir að flauginni verði skotið upp nema tvisvar á ári. Sovétmenn hafa og hægt á tilraunum með geimfeiju í kjölfar Challenger-slyssins. Hún er ekki lengur leyndarmál og verður henni skotið upp með Energiya- flauginni. Samkvæmt upplýsingum Glavkosmos fer geimferjan vart í jómfrúrferð sína fyrr en árið 1989. Þeir em sagðir sjá lítla þörf fyrir hana. Ein ástæða Bandaríkjamanna fyrir smíði geimfetju var að nota sömu farartækin og flaugar aftur og aftur. Sovétmenn hafa hins veg- ar kosið að fjöldaframleiða eld- flaugar og taka áhættuna þótt ein og ein klikki. Hefur það ýmsa kosti í hinni áhættusömu iðju að skjóta gervitunglum á braut um jörðu. Auk geimfeijunnar segjast Sovét- menn vera með minni „geimflugvél- ar“ í undirbúningi og er talið að hlutverk þeirra verði fyrst og fremst hemaðarlegt. Energiya eykur mögu- leika Sovétmanna Þegar Sovétmenn hafa náð full- komnum tökum á Energiya-flaug- inni mun hún opna þeim nýjar brautir í geimrannsóknum. Hún mun ekki aðeins geta flutt geim- feiju þeirra á braut, heldur má einnig nota hana til annarra verka, sem ekki verður sagt um flaugina, sem Bandaríkjamenn brúka til að skjóta sinni feiju á loft. Energiya verður það öflug að hún á að geta flutt 27 tonn af tækjum til Marz eða 100 tonn á braut um jörðu. Hún mun gegna mikilvægu hlut- verki við smíði stórrar geimstöðvar, sem talið er að Rússar hyggist taka í gagnið á næsta áratug. Þrátt fyrir að eldflaugar Rússa séu gamaldags hafa þeir meiri 500-600 milljónir rúblna (jafngildi 790-950 milljóna dollara miðað við opinbert gengi Sovétmanna). Enginn veit með vissu hversu mikil útgjöld Sovétmanna til geimvísinda eru. Bandaríkjamenn segja að það mundi kosta þá milli 30 og 35 milljarða dollara, jafnvirði 1.170-1.365 milljarða íslenzkra króna, árlega að gera það sem Rússar gerðu í geimnum. Er það um 20% hærri upphæð en Banda- ríkjamenn veija til geimvísinda. Gorbachev vill draga úr gorti Og ekkert bendir til að fjárveit- ingar til geimrannsókna minnki í tíð Mikhails Gorbachev, flokksleið- toga. Hann vill þó draga úr áherzl- unni á þjóðemisgort í kringum geimferðir en auka áherzlu á efna- hagslegt notagildi þeirra. Árangur í geimnum væri ofanígjöf fyrir önn- ur svið efnahagslífsins þar sem afköst og árangur væri enn lítill. Sovétmenn hafa notað geimrann- sóknir sínar í pólitískum tilgangi. Helztu ráðamenn þjóðarinnar hafa á ferðum sínum til annarra ríkja meðal annars getað boðist til að senda þegn úr ríki gestgjafanna á braut um jörðu. Hefur það verið gert með góðum árangri og hafa Rússar meðal annars boðist til að þjálfa kínverska geimfara. Rússar undirbjóða Vegna minnkandi tekna af olíu- sölu hafa Sovétmenn að undanfomu boðið vestrænum ríkjum að skjóta gervitunglum á loft fyrir þau. Verð- ið fyrir að skjóta meðalstórum hnetti með Próton-flaug er 25-40. milljónir dollara. Undirbjóða þeir því vestræna aðila sem taka 40-50 milljónir dollara fyrir að koma gervihnetti á braut. Hagnaður Sov- étmanna er engu að síður álitlegur því Glavkosmos, sem er tveggja ára um þessar mundir, segir það kosta 17 milljónir dollara að skjóta Pró- ton-flaug á loft. Þessu til viðbótar buðu Sovétmenn í fyrra afnot af gervihnöttum og jafnvel heilum gervihnattakerfum. Árangur hefur orðið lítill og aðeins verið samið við Indveija um að skjóta gervihnetti á braut fyrir þá. Aðalástæðan fyrir því að vestrænir aðilar hafa ekki tekið boði þeirra er bann við sölu eða flutningi vestræns hátæknibún- aðar til Sovétríkjanna. Hefur það lítt stoðað þótt Rússar hafi boðið að vestrænir tæknimenn og jafnvel vestrænir hermenn gættu hnatt- anna unz þeim væri skotið upp. (Heimild: Newsweeb) Energiya opnar Sovétmönnum nýja möguleika í geimrannsóknum. möguleika til geimrannsókna en Bandaríkjamenn. Rannsóknir þeirra eru í aðalatriðum fjórþættar; á sviði útvarpsstjömufræði, rönt- gen- og rafsegulgeislastjömufræði, rannsóknir á rafgasi sólarinnar og í segulhvolfi jarðarinnar, og rann- sóknir á Marz. Roald Sagdeyev, forstjóri Geimrannsóknárstofnunar Sovétríkjanna (ekki sama stofnunin og Glavkosmos), segir Sovétmenn nú vinna að því að efla alþjóðlegt samstarf á sviði geimrannsókna og hafi þeir boðið ýmsum ríkjum til samstarfs um rannsóknir í Mir- geimstöðinni. Áhugi á Marz Áhugi Sovétmanna á Marz er mikill enda talið vænlegast að senda geimfara þangað. Þar er ekki jafn sjóðandi heitt og á Venusi og ekki kaldara en á köldum vetramóttum I Síberíu. Á næsta ári ætla þeir að senda tvö ómönnuð geimför búin rannsóknartækjum áleiðis til Marz og hefur þeim verið gefið naftiið Phobos. Rússar segja það tæknilega gerlegt að senda menn til Marz en eru hlynntir alþjóðlegu samstarfi um ferðir þangað fremur en að ráð- ast einir í þær. Vonast þeir til að endumýjun samstarfssamnings við Bandaríkjamenn, sem þeir síðar- nefndu létu renna út 1982 í mótmælaskyni við setningu herlaga í Póllandi, leiði á endanum til sam- starfs um Marz-ferðir. Að ýmsu leyti geta Sovétmenn haft gagn af samstarfi við aðrar þjóðir. Þeim hefur til að mynda ekki tekizt að smíða dugandi hreyfla til að stýra geimfari á braut. Mótorar af því tagi em nauðsynleg- ir vegna Marz-ferða, sem tækju tvö ár fram og til baka. Þeir eru einnig eftirbátar Bandarílq'amanna á sviði flarskipta. Pjarskipti við sovézk geimför em slitrótt og gæði sjón- varpssendinga úr geimnum léleg. Einnig er talið að nokkuð vanti á að þeir hafí yfir að ráða jafn öflug- um tölvum og Bandaríkjamenn og að þá skorti ýmis rannsóknartæki til vísindalegra tilrauna í geimnum. Byggja á eigin hugviti Sovétmenn geta haldið því fram að þeir hafí byggt á eigin hugviti í geimrannsóknum og sótt minna til annarra en til dæmis flugvélaiðn- aður þeirra. Rússneskir frumheijar smíðuðu vanþróaðar eldflaugar á síðustu öld og gerðu tilraunir með tiltölulega fullkomnar flaugar á §órða áratug þessarar aldar. Nokkrir beztu eldflaugasmiðir Þjóð- veija gengu til liðs við þá 1945 og reynslan af V2-flauginni kom sér vel. Þýzkir vísindamenn gengu einnig til liðs við Bandaríkjamenn. Geimvísindaáætlun Bandaríkja- manna stóð og féll framan af með Þjóðveijum, einkum Wemher von Braun. Það voru þó rússneskir vísindamenn sem hönnuðu flaugina, sem notuð var til að skjóta Spútn- ik, og síðan fyrstu geimförunum, á braut. Fremstur þeirra var Valentin Glushko og Sergei Korolev, en sá fyrmefndi hannaði eldflaugamótor, sem tók öllu fram, sem Þjóðveijar og Bandaríkjamenn höfðu smíðað. Eldflaugamar, sem þessir menn hönnuðu, verða notaðar áfram. Þær eru einfaldar og hafa reynst áreið- anlegar. Með fjöldaframleiðslu er kostnaður á flaug lítil. Þar sem endingartími gervihnatta hefur ver- ið lítill og mörg rannsóknarverkefni hafa verið í gangi samtímis hafa geimskot Sovétmanna verið mörg. Tíð geimskot og mikill fjöldi gervi- tungla hafa gefið Rússum mögu- leika á að afmarka hlutverk tunglanna, til dæmis til að fylgjast með ákveðnu landsvæði eða tiltekn- um hemaðarmannvirkjum. Á sama tíma verða Bandaríkjamenn að brúka hvert gervitungla sinna, því þau eru miklu færri (en að vísu endingarbetri), til margskonar starfa. í heild er talið að heildaraf- köst sovézkra og bandarískra gervitungla á braut um jörðu séu svipuð, þar á meðal til njósna. Á einu sviði eru Sovétmenn þó eftir- bátar Bandaríkjamanna, en það er að koma boðum áleiðis, sem er úr- slitaatriði í fjarskiptum við geimfar á braut um jörðu. Sovétmenn hafa ekki leyst þá tækniþraut nógu vel. Þeim hefur og reynst erfítt að smíða afkastamiklar sólrafhlöður. Af þeim sökum hafa þeir, einir allra, knúið gervihnetti með kjamorku. Fullkomin fjarkönnun Geimrannsóknimar hafa reynst Sovétmönnum gagnlegar því í jafn gífurlega stóru landi og Sovétríkj- unum eru fjarskipti um gervihnetti hagkvæmari en með öðru móti og auðvelt að tengja dreyfðar byggðir og fjarlæg svæði með þeim hætti. Að sögn Izvestia, málgagns ríkis- stjómarinnar, er þrisvar sinnum ódýrara og tíu sinnum fljótlegra að nota gervihnetti til að dreyfa sjón- varpsefni um landið heldur en að byggja endurvarpsstöðvar á jörðu niðri. Nicholas Johnson, vísinda- maður hjá Teledyn Brown Engine- ering í Colorad, hefur lengi fylgst náið með geimrannsóknum Sovét- manna. Að hans sögn er fjarkönn- unamet Sovétmanna þróaðra en samskonar gervihnattakerfi Vest- urlanda og tekur því fram að notagildi. Samkvæmt opinbemm sovézkum skýrslum er árlegur spamaður af notkun gervihnatta til olíu- og gasleitar, til mælinga fyrir jámbrautum á afskekktum svæð- um, vorflóðaspár og fleira um Ibúum Bessastaða- hrepps gefið land LOUISA Þórðarson sem varð átt- ræð á sunnudaginn, hefur gefið Bessastaðahreppi land sitt er Haukshús á Álftanesi standa á. í frétt frá hreppsnefnd Bessa- staðahrepps segir að Haukshús hafi um áratuga skeið verið sumarhús Louisu og eiginmanns hennar, Þórð- ar Þórðarsonar yfirlæknis, en hann lést þann 10. mars 1985. Samkvæmt gjafabréfi sem hreppsnefnd Bessa- staðahrepps hefur veitt móttöku er Haukshúsum f framtíðinni ætlað að vera dagvistarheimili fyrir böm í hreppnum. Einnig er óskað eftir því í bréfinu að fom brunnur í landi Haukshúsa verði varðveittur og saga hans könnuð. Úr hófi hréppsnefndar Bessa- staðahrepps með Louisu Þórðar- son. Sitjandi frá vinstri: Edda Ólafsdóttir hdl., lögfræðingur Louisu, Louisa, Erla Sigurjóns- dóttir. Fyrir aftan standa frá vinstri talið: Sigurður G. Thor- oddsen, Sigurður Valur Ásbjarn- arson sveitarstjóri, Einar Ólafsson oddviti og Anna Ó. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.