Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 51 næstkomandi. Niðurstaðan hjá Korchnoi var mjög viðunandi, en taflmennskan var gloppótt. Hann teflir stíft til vinnings í hverri ein- ustu skák og leggur alltof mikið á stöðurnar, fer t.d. í sókn í stöðum sem aðrir tefla til jafnteflis. Sovétmaðurinn Artur Jusupov er mikill erfíðisvinnumaður við taflborðið og teflir næstum hveija skák til þrautar. Vegna þrautseigju sinnar er hann af mörgum talinn efni í mikinn einvígisjaxl og er spáð veigengni í áskorendakeppn- inni. Árangur hans í Tilburg veldur því vonbrigðum. Svíinn Ulf Andersson var um tíma gerður útlægur frá Tilburg, ásamt þeim Kavalek og Spassky, fyrir að gera mörg jafntefli. Nú fékk hann tækifæri til að reka af sér slyðruorðið, en þótt vinningam- ir hafí orðið 6V2, er það samt ömurlegur árangur að vinna ekki eina einustu skák. Það kunna þvi að líða nokkur ár þangað til And- ersson kemst aftur í náðina hjá Interpolismönnum. Sovétmaðurinn Juri Sokolov hefur ekki borið sitt barr síðan Anatoly Karpov gersigraði hann í einvígi um hvor þeirra skyldi skora á Kasparov. Hann á sæti í næstu áskorendakeppni, en verður að taka sig mikið á, ef hann ætlar að komast hjá því að falla niður fyrir hóp öflugustu stórmeistar- anna. Það er engin meðalmennska til hjá Ljubojevic, hann er ýmist á toppnum eða botninum. Hann virð- ist ekki hafa náð sér eftir áfallið á millisvæðamótinu í Szirak, er honum tókst ekki að komast áfram. Prá Tilburg héldu þeir Timman, Nikolic, Korchnoi og Ijubojevic til Belgrad þar sem þeir tefla nú á stórmóti. Þegar þetta er ritað er Jóhann Hjartarson efstur á því móti, það bendir til þess að móts- haldaramir í Tilburg og víðar ættu að fara að hugsa sinn gang og lfta ekki aðeins á reynslu og skákstig þegar boðsbréfín eru send. Eftirfarandi skák var af mörg- um talin sú bezta á Tilburg-mótinu: Hvítt: Artur Jusupov Svart: Viktor Korchnoi Drottningarbragð 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 — d5 4. Rc3 - Be7 5. Bf4 Nokkuð einkennilegt val á af- brigði, því Korchnoi gjörþekkir það eftir tvö heimsmeistaraeinvígi við Karpov. 5. — 0-0 6. e3 — c5 7. dxc5 — Bxc5 8. Dc2 - Rc6 9. Hdl - Da5 10. a3 - Be7 11. Rd2 - e5 12. Bg5 - d4 13. Rb3 - Dd8 14. Be2 a5 15. Ra4 Hér hefur Korchnoi sjálfur jafn- an leikið 15. exd4, t.d. í einvígjum við Karpov og Hiibner, enda hefur hann svar á reiðum höndum: 15. - Rg4! 16. Bxe7 - Dxe7 17. exd4 Jusupov virðist ekki hafa mikla trú á fræðikenningum Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara, því í glænýrri útgáfu alfræðibókar- innar um skákbyijanir, D bindi, gefur Karpov upp 17. h3 — Rh6 18. exd4 — exd4 19. 0-0 — Dg5 20. f4! og hvítur stendur betur. Ég held að Korchnoi hefði svarað 17. h3 með 17. - Dh4 18. g3? - Rxe3! eða 18. 0-0 - Rf6. 17. — Dh4! 18. Bxg4 — Bxg4 19. Hd2 - exd4 20. 0-0 - Had8 21. Rac5 21. - d3! Hin fyrsta af nokkrum óþægi- legum peðsfómum. Ef 22. Hxd3? þá 22. — Bf5 og enn lúmskara er 22. Rxd3? - a4 23. Rbc5 - Rd4 24. Dxa4 — Rf3+! o.s.frv. 22. Dc3 - Be2 23. Hel - a4! 24. Rxa4 - Hfe8! 25. h3 - Re5 26. Hdxe2 Vegna hótunarinnar 26. — Rf3+ fómar Jusupov skiptamun til að bliðka goðin, en allt kemur fyrir ekki. 26. - dxe2 27. Rcl - b5! 28. Rb6 - Hdl Lokafléttan. 29. Rxe2 — Rf3+ 80. gxfS — Hxe2! og hvitur gafst upp. Morgii nhlaðið/Magnúa Gíalason Ingvar Guðmundsson matreiðslumeistari afhendir þúsundasta matar- gestinum á kynningunni körfu með ýmsu góðgæti. verður haldið i Staðarskála 31. október næstkomandi. Þar verður Ferðaskristofan Ferðabær með ferðakynningu. Hljómsveitin Upp- lyfting leikur og fleira verður til skemmtunar. Sá matargestur sem varð númer eitt þúsund á kynningunni fékk körfu með sér heim með ýmsu góð- gæti sem Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri hafði lagt til kynningar- innar, að sjálfsögðu var allt kjötmeti í körfunni afurð af lambi. Aðalvinn- ingur fyrir rétta lausn i getrauninni er farmiði til Amsterdam í Hollandi og heim aftur. Óhætt mun vera að fullyrða að kynning þessi á lambalcjötinu hefur vakið nokkra athygli, ef til vill meiri en búist var við. Það virðist vera nokkuð útbreiddur misskiln- ingur að allir veitingastaðir með- fram þjóðveginum hafi aðeins á boðstólum hamborgara og fran- skar. — mg Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA SteiDllsMuiuiur Vesturgötu 16, sími 14680. Paraline ál og stál panell. Margar gerðir. Uppsett sýn- ishorn í sýningasal okkar. Loftklæðningar frá okkur, prýða nú 19 verslanir í Kringl- unni. ÍSLENZKA VERZLUNARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bíldshöfða 16, simi 687550. VESTURÞÝSK meðölhi Álstiginn frá Zarges er al- hliöa lausn - plásslítill, iéttur og meöfærilegur en gefur næstum óendanlega mögu- leika á uppsetningu - Allt frá lítilli tröppu í góöan vinnupall. . - Frá Zarges bjóöum viö einnig ýmsar aðrar geröir stiga og vinnupalla. LEITIÐ UPPLÝSINGA. A. KARLSSON HF. HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT28-REYKJAVÍK ísköld staðreynd f rá AEG Getum boðið takmark- aðar birgðiraf kæli- skápumfrá AEG á þessu frábæra verði. Hæð 160cm. Breidd 55 cm. Kælir 198lítra Frystir 58 lítra Sjálfvirk afþýðing á kælihólfi 5 færanlegar hillur AFKÖST ENDING GÆÐI BRÆÐURNIR OKMSSONHF Lágmúli 9 >: 8760 128 Reykjavik * 91-38820 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.