Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 5 Starfsmaður fasteignasölu: Farbann framlengt þar til ákæra er birt MÁL starfsmanns fasteignasölu í Reykjavík, sem er sakaður um stórfelld brot, fjársvik, skjalafals og fjárdrátt, er nú til meðferðar hjá ríkissaksóknara, en óvist er hvenær það verður afgreitt það- an. Á þriðjudag var maðurinn úrskurðaður f áframhaldandi farbann þar til ákæra verður birt, þó ekki lengur en til 29. janúar á næsta ári. Snemma í sumar sagði Morgun- blaðið frá máli þessa manns, sem er sakaður um stórfelld brot gagn- vart tugum viðskiptavina sinna. Maðurinn var handtekinn í vor, en sleppt úr haldi aftur í lok maí. Hann var hins vegar úrskurðaður í farbann, sem rann út þann 1. desember, eða á þriðjudag. Þá var lögð fram sú krafa að honum yrði gert að sæta áframhaldandi far- banni og á þriðjudag var kveðinn upp sá úrskurður hjá sakadómi Reykjavíkur að svo skyldi vera til ákærubirtingar, þó eigi lengur en til 29. janúar á næsta ári. Morgunblaðið/Albert Kemp Bátar hafa að undanförnu komið inn á pollinn og kastad á síldartorf- ur. Síldarsöltun að ljúka á Fá- skrúðsfirði Fáskrúðsfirði. SÍLDARSÖLTUN er nú að mestu lokið hér á Fáskrúðsfirði. Heildar- söltun er um 21 þúsund tunnur. Bátar hafa að undanförau komið hér inn á pollinn og kastað á sfldartorfur og sumir fengið full- fermi. Hér hefur verið mikil veðurblfða og enn enginn snjór komið, það sem af er vetri. — Albert. Björgúlfur seldi í Hull BJÖRGÚLFUR EA frá Dalvík seldi f gær afla sinn, mest þorsk í Hull. Verð fyrir aflann var hátt. Björgúlfur EA seldi alls 131 lest að verðmæti 10,5 milljónir króna. Meðalverð var 80,36. Mest af aflan- um var þorskur en eitthvað var líka af kola. Framboð á ferskum físki í Bretlandi er nú fremur lítið, bæði héðan og öðrum löndum. Hins veg- ar eru talsverðar siglingar skipa héðan fyrirhugaðar á næstunni. Grimsby: Stafnes Ltd. hætt rekstri Bókhaid fyrir- tækisins í endurskoðun Umboðsfyrirtækið Stafnes Ltd. í Grimsby hefur nú hætt rekstri um sinn. Verið er að end- urskoða bókhald þess og framtf- ðin óljós. Fyrirtækið er í eigu íslenzkra og erlendra aðila og hefur undanfarin ár selt ferskan fisk fyrir íslenzka útflytjendur á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Auk þess hefur það verið í sölu á frystum fiskafurðum í smáum stíl og fyrirgreiðslu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki hér heima. Stafnes er eitt þriggja íslenzkra umboðsfyrirtækja á Humber-svæð- inu. Kókaínsmyglari: Gæsluvarð- hald framlengt BRASILÍSKI karlmaðurinn, sem flutti hingað til lands 450 grömm af kókafni, var f gær úrskurðað- ur f áframhaldandi gæsluvarð- hald til 1. febrúar á næsta ári. Maðurinn hefur nú setið í gæslu frá því um miðjan október, en þá voru hann og kona hans handtekin með fíkniefnið í fórum sínum, auk 780 þúsund króna i peningum. Konunni var sleppt, þar sem talið er að maðurinn hafi staðið einn að innflutningi efnisins. OTDK cXvm hreinn Mll HUÓMUR - Enn stígur Mobira skref i f ramar í farsímatækninni Með Mobira Cityman farsímanum nýtirðu tíma þinn beturog eykur athafnafrelsið svo um munar, því hann ersá minnsti, léttasti og því einn sá allra notadrýgsti fyrir athafnafólk á ferð og flugi. • í bílnum • í skjalatöskunni • Á skrifborðinu • Á vélsleðanum • í hnakktöskunni • Á bakvaktinni - Reiðubúinn að koma þér í öruggt samband. Hafðu samband við okkur eða komdu í Ármúlann og fáðu nánari upplýsingar. mm 1 1 *jt __ « rratæKmnr. Ármúla26, símar: 91 -31500-36700 108 Reykjavík Þettaer Mobiia Chyman farsíminn í fullri 1 stæid!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.