Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
7
Skattkortin gefin út
með gamla persónu-
afslættinum
Fyrstu reglugerðir vegna stað-
greiðslunnar gefnar út í vikunni
Staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra mun senda skattkortin út á
næstunni. Á kortunum verður persónuafslátturinn 13.607 kr. á mán-
uði, sem er persónuafslátturinn í núgildandi staðgreiðslulögum,
framreiknaður með lánskjaravísitölu, en á Alþingi er nú breytingar-
frumvarp til afgreiðslu sem gerir ráð fyrir hærri persónuafslætti,
eða 15 þúsund krónum.
Emil Karlsson í staðgreiðslu-
deildinni segir að búið sé að und-
irbúa framkvæmd staðgreiðslunn-
ar, en beðið væri eftir afdrifum
breytingarfrumvarpsins og útgáfu
reglugerða. Snorri Ólsen í fjármála-
ráðuneytinu sagði að skattkortin
yrðu gefin út miðað við lögin eins
og þau væru nú, enda væri ekki
hægt að bíða eftir afgreiðslu breyt-
ingartillagnanna. Bjóst hann við að
skattkortin yrðu send út fljótlega.
Þegar lagabreytingin hefði átt sér
stað yrði að auglýsa breytingar á
skattkortunum.
Þegar fólk hefur fengið skatt-
kortin þarf það í sumum tilvikum
að fá þeim skipt til að hjón geti
nýtt persónuafsláttinn að fullu.
Síðan þarf að afhenda þau launa-
greiðanda og verður að gera það
upp úr miðjum desember, eða í það
minnsta tímanlega fyrir áramót, hjá
þeim launþegahópum sem fá launin
greidd fyrirfram.
Snorri sagði að gefa þyrfti út að
minnsta kosti tíu reglugerðir vegna
staðgreiðslunnar. Sumar væru til í
handriti, en reynt væri að bíða eft-
ir viðtökum lagabreytingarfrum-
varpsins í þinginu. Sagði hann að
fyrstu reglugerðimar yrði þó að
gefa út í þessari viku.
Launaþróun á 2. ársfjórðungi:
2,4% hækkun
umfram verðlag
LAUN félaga í Alþýðusambandi
íslands hækkuðu að meðaltali um
2,4% umfram verðlag á öðrum
ársfjórðungi þessa árs saman-
borið við fyrstu þijá mánuði
ársins, samkvæmt nýjum upplýs-
ingum Kjararannsóknanef ndar
ASÍ og VSÍ.
Þetta á bæði við um dagvinnulaun
með bónus og meðaltímakaup, sem
eru heildarlaun deild með unnum
vinnutímaflölda. Laun hækkuðu að
meðaltali um 7% milli 1. og 2. árs-
fjórðungs, þ.e.a.s. milli mánuðanna
janúar, febrúar og mars annars veg-
ar og apríl, maí og júni hins vegar.
Verðbólga á þessu tímabili var um
4,5%.
Fréttabréf Kjararannsóknanefnd-
ar um launaþróun félaga innan ASÍ
á 2. ársfjórðungi þessa árs er vænt-
anlegt síðar í þessari viku.
Glæsilegt úrval afnýjum
frönskum tískuskartgripum
áverðifyrirþig.
SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI—REYKJAVÍK SÍMI 689066
Við erum íD
borgarinn
í P BORGARINNAR
AUSTURSTRÆTI 22
SÍMI 45800
'Æ/ j fí >/> .1
I -