Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 -t Hótel Örk: Greiðslustöðv- un framlengd um tvo mánuði SKIPTARÁÐANDI í Reykjavík hefur fallist á beiðni Helga Þórs Jónssonar, eiganda Hótel Arkar í Hveragerði, um framlengingu á greiðslustöðvun um tvo mán- uði. Þriggja mánaða greiðslustöðvun hótelsins átti að renna út 2. desem- ber. Að sögn Ragnars Hall skiptar- áðanda var ákveðið, með hliðsjón af þeim gögnum sem fyrir lágu, að fallast á beiðni um framlengingu greiðslustöðvunar hótelsins. &TDK HUÓMAR BETUR NORRÆNN SEIÐUR Myndllst Bragi Ásgeirsson Það er ekki algengt, að mynd- listarmenn haldi sína fyrstu einkasýningu á sjötugasta aldurs- ári, svo sem á sér stað með málarann Louisu Matthíasdótt- ur. En á þessu er auðvitað nokkur fyrirvari, því að Louisa er vel- þekktur listamaður í Bandaríkjun- um og hefur haldið allnokkrar sýningar þar og þá einkum í New York-borg — í flestum tilvikum í sýningarsal Robert Scoelkopf. En þetta á að heita fyrsta einkasýning hennar hér heima á íslandi, en hún hefur þó áður átt allnokkrar myndir á FIM-sýningu árið 1974 og enn fleiri á sýning- unni „10 gestir Listahátíðar" árið 1984. Louisa er þannig langt frá því að vera óþekkt stærð ásamt því, að fjölmiðlar hafa gert henni vel á síðustu árum og kvikmynd hef- ur verið gerð um list hennar — að sjálfsögðu allt að verðleikum. Á Gallerí Borg, þar sem sýningin er til húsa, hanga sem sagt fram til 8. desember rúmlega þijátíu málverk og eru flest þeirra af minni gerðinni. Jafnframt sýning- unni er komin út bók á vegum Máls og menningar, sem er íslenzk útgáfa af bókinni „Small Paintings" sem út kom hjá Hud- son Hill Press í New York í fyrra. í beinum eða óbeinum tengslum við útgáfu bókarinnar í New York í fyrra var einmitt haldin sýning á smámyndum Louisu í fyrmefnd- um sýningarsal Roberts Sco- elcopf, sem ég heimsótti og Qallaði lítillega um hér í blaðinu á sínum tíma. Um margt eru þessar tvær sýn- ingar líkar, en sýningin í New York var þó öllu magnaðri og fjöl- þættari að mínu mati. Þó eru það ýmsar myndir á þessari sýningu, sem fyllilega standast samanburð um listræn tilþrif svo sem „Uppstilling með melónu" (1), „Sjálfsmynd með hatt“ (15), „Stúlka og hundur" (22), „Tvær kindur" (26), „Fugl og kind“ (29) og „Kindur" (30). Það er merkilegt, hve Louisa nær mögnuðum áhrifum í örlitlum stærðum og það með einföldum og snöggum pensilstrokum. Aðal hennar er, hve hún á létt með að laða fram magnaðar stemmning- ar, og að þrátt .fyrir að hún bersýnilega vinni mjög hratt þá er eins og hún íangi þögnina í myndefninú — núið og eilífðina. í verkum hennar er heilmikið af norrænum áhrifum, enda skó- luð í Danmörku, og þó að Louisa færi einnig f læri hjá Marcel Gromaire í París sér þess lítið stað. Frekar að hún hafi orðið fyrir áhrifum frá Munch, Karli Isakson og Edvard Weie svo og amerískri innsæisstefnu í bland. En ég held, að það sé þessi sérkennilegi norræni blær í verk- um Louisu, sem hrífi þá vestra og hafi skapað henni nafn öðru fremur. Hið alþjóðlega tungumál listarinnar er auðvitað af hinu góða, en þvf sterkar sem hin þjóð- legu einkenni skina í gegn þeim mun farsælla. Öll skólun er af hinu góða, en mikilvægast er að kunna að hagnýta sér hana á persónulegan hátt og það hefur Louisa Matthíasdóttur tvímæla- laust tekist með miklum ágætum. Hún er alþjóðlegur listamaður af djúpum íslenskum rótum. '„ftir fVir 1 ; hiftu ^í K .. cólfúnU s, 4$^ PösT “>c - Yfni sjwmsT Lækjargötu 2. Símar: 29499 og 624045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.