Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
23
Umdeildur maður
viðurkenndur höfundur
öfundur bókarinnar
Heiður í húfi (A matter
of Honour) Jeffrey
Archer er löngu heims-
frægur fyrir bækur sínar. Fyrsta bók
hans, Not A Penny More, Not A
Penny Less, komst strax á lista
yfir mest seldu bækurnar og þar
hafa allar aðrar bækur hans kom-
ist þegar eftir útgáfuna og verið
þar í efsta sæti í lengri eða
skemmri tíma.
Jeffrey Archer er maður sem
löngum hefur verið töluvert
umdeildur, en óneitanlega
mikið í sviðsljósinu. Hann var
aðeins 29 ára þegar hann var
í fyrsta sinn kosinn á breska
þingið, einn yngsti maðurinn
sem þar hefur setið. Hann
varð síðan að segja af sér vegna gjaldþrotamáls, en fyrir nokkrum
árum skaut honum upp aftur í breska stjórnmálalífinu og varð þá
varaformaður breska Ihaldsflokksins. í desember 1986 lenti hann
aftur í hneykslismáli er vændiskona hélt því fram, að hann hefði
átt vingott við sig og reyndi að beita hann fjárkúgun. Varð Arc-
her þá að nýju að segja af sér þingmennsku. Hann fór í mál við
blöð sem fjallað höfðu mikið um málið og leiddi rannsókn í Ijós,
að Archer var saklaus af öllum ávirðingum og fékk hann dæmd-
ar miklar skaðabætur.
En þótt Jeffrey Archer hafi lent í ýmsu hefur hann alltaf átt
gífurlegum vinsældum að fagna sem rithöfundur. Hann kann
þá list að segja sögu flestum öðrum betur. Frásagnir hans
eru trúverðugar. Hann sækir gjarnan efni í samtímann og
lætur frægar persónur koma við sögu. Hann nær að magna
spennu án þess að yfirkeyra nokkru sinni. Hann hrífur
lesandann með sér inn í sögusviðið og heldur honum
hugföngnum. Sagt er að erfitt sé að leggja frá sér bók
eftir Jeffrey Archer fyrr en hún er fulllesin.
Spielberg kvikmyndar
HEIÐUR í HÚFI
Gerðarhafa verið kvikmyndireða sjónvarpsmyndaflokkar eftir flestum
bókum JeffreyArcher, og munu flestir íslendingar t.d. kannast við mynd-
ina „ Kane og Abel".
Nú er hafinn undirbúningur að gerð kvikmyndar eftir sögunni Heiður i
húfi. Hinn heimsfrægi kvikmyndaframleiðandi Steven Spielberg hefurkeypt
réttinn. JeffreyArcher segir, að það sé ekki tilviljun að Spielberg sóttist
eftirað gera myndeftir HEIÐUR í HÚFI. „ Við erum báðir sagnamenn, “
segirhann.
innaftyiaðveras
Útál?m^0vetao,«nne,nhver
3'anda XamhSnunv á annað borö^M
• °ar en einu srnn, hanP . þegara,
ii. Hvem.91099^,3 .s 9er. 9*™ En nú
Þ«ieW6^nsen. 9hebresk svo
virkUega oroim
iröardóttur sem birtist í
Söguþráður í HEIÐUR í HÚFI
Adam Scott fær í hendur gulnað umslag, þegar erfðarskrá föður
hans er lesin upp. í kjölfar þess gerast ótrúlegir atburðir. Það
hafði alla tíð hvílt skuggi yfir starfsferli föður hans í hernum, en
enginn vissi hver raunveruleg ástæða þess var. Þegar Adam Scott
kemst á snoðir um leyndarmál föður sins er eins og sprengju
hafi verið kastað. Leynimakkið, tilfinningahitinn og ágirndin eiga
rætur allt frá Þýskalandi stríðsáranna og austur til Rússlands.
Scott finnur verðlausan íkon í bankahólfi í Sviss og íkoninn er lyk-
illinn að leyniskjali, sem gæti haft áhrif á sambúð austurs og
vesturs. Aðeins örfáir vita um tilvist þessa skjals, en þeir eru all-
ir reiðubúnir að fórna hverju sem er til að koma höndum yfir það
- jafnvel fremja morð. Þegar ástkonu Scotts er rænt hefst flótti
hans yfir Evrópu og á flóttanum verður hann að berjast fyrir lífi
sínu, bæði við KGB-menn, CIA-menn og eigin landa. Sú barátta
er spennuþrungin og margt kemur á óvart.
Frjálst framtak