Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
35
Finnland:
Vinsældir Koivisto
dvína nokkuð enn
Mánuður til f orsetakosninga
Helsinki, Reuter.
VINSÆLDIR Mauno Koivisto,
Finnlandsforseta, hafa farið
dvínandi að undanförnu, en
keppinautar hans standa hon-
um þó -enn langt að baki.
Samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un hafa vinsældir forsetans
fallið um 5% síðan í september,
en 56% sögðust nú myndu kjósa
hann. Mánuður er til forseta-
kosninga í Finnlandi.
Aðeins 13% aðspurðra sögðust
myndu lqósa helsta keppinaut
Koivisto, hinn fímmtuga forsætis-
ráðherra íhaldsmanna, Harri
Holkeri.
Nýtt kosningafyrirkomulag er
þó talið geta sett strik í reikning-
inn, því nú skulu þær fara fram
í tveimur umferðum. Kjósendur
kjósa þann, sem þeir vilja helst fá
sem forseta, en geta einnig kosið
kjörmenn, sem velja skulu forseta
fái enginn frambjóðendanna hrein-
an meirihluta.
Stjómmálaskýrendur telja
næsta víst að Koivisto sigri í fyrstu
umferð, en fái hann ekki helming
atkvæða kann hann að eiga í vand-
ræðum, því kjörmennimir munu
endurspegla styrk stjómmála-
flokkanna, en ekki einstakra
frambjóðenda. í kosningum hlýtur
flokkur Koivistos, Jafnaðar-
mannaflokkurinn, yfirleitt um
25%, íhaldsmenn um 20% og Mið-
flokkurinn einhveiju minna.
ERLENT
Mótmælaaðgerðir
danskra sjómanna:
Kröfuganga
í Kaup-
mannahöfn
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKIR sjómenn fóru í gær í
kröfugöngu frá bryggjunni við
Löngulínu að Krisljánsborgar-
höll, aðsetri danska þjóðþingsins.
Kröfum þeirra var beint gegn
sjávarútvegsráðherra íhalds-
flokksins, Lars P. Gammelgárd,
og samtökum sjómanna sjálfra.
Sjómannasamtökin hafa neitað
að standa í frekari samningaumleit-
unum til að fá kjör sjómanna bætt.
Hvetja samtökin og ráðherrann sjó-
mennina til að sigla heim til sín.
Um 100 fiskibátar og togarar liggja
við Löngulínu og í viðleguplássum
í Kaupmannahöfn, þar sem venju-
lega eru aðeins herskip og farskip.
Sjómenn ræddu um það í sínum
hópi í gær að stofna ný sjómanna-
samtök til að halda samningavið-
ræðunum áfram. Þeir telja, að ný
samtök geti neytt ráðherrann til
samninga.
Afganistan:
Mannabreyting-
ar í kjölfar skot-
árásar á þingi
Kabúl, Reuter.
NÝKJÖRINN forseti Afganistan, Najibullah, hefur kallað
saman allsheijarráð afganska demókrataflokksins. Talið er
líklegt að þar muni hann ræða hugsanlegar mannabreytingar
í æðstu stöðum. Þessi fundur kemur í kjölfar skotárásar sem
gerð var á þinginu skömmu eftir að Najibullah var kjörinn
forseti landsins.
Vopnuð átök urðu á afganska
þinginu í Kabúl á mánudag þegar
Esmat Muslim hershöfðingi skaut
á öryggisverði. Talið er að á milli
20 og 30 manns hafi fallið í átök-
unum. Á þinginu var samþykkt
ný stjórnarskrá og Najibullah var
kjörinn forseti Afganistan. Að
sögn vestrænna sendimanna í
Kabúl hefur því verið fleygt að
fundur allsheijarráðs flokksins
sem Najibullah hefur kallað saman
sé ætlað að ræða mannabreytingar
innan stjómarinnar.
Talið er líklegt að einhver muni
gjalda atviksins á mánudag og
hefur Sayed Mohammed Gulabzoi,
innanríkisráðherra, verið nefndur
í því sambandi. Talið er að hann
hafi vitað um fyrirætlanir Mu-
slims, en auk þess bar hann ábyrgð
á öryggisverði á þinginu.
philips uppÞvotta'|®1
istw*r
bers**1*
uppþvottavstUlahenni upp
Réttistaðun"" Yer sPvo Wióðlát að óhætt væri
fiölmörgum k na erU:
•TZrrsS3SSS* •*"**'•
^garueeÞvoH-ve'
tronnarsvcgor. Xi.
! VHABsnuEns-KWHGij,ísamiátQm
::vX -
VERÐUR HALDIÐ í BROADWAY
FIA/IMTUDAGSKVÖLDIÐ
3. DES. OG HEFST KL 20.30.
ÓKEYPIS AÐGANGUR Mörg skemmtiatriði og uppákomur.