Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 42

Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 42
Sambandsmenn hljóta að vita að þeir eru velkomnir - segir Sigfús Jónsson bæjarstjóri „Ég hef ekki boðið Sambandinu formlega land undir höfuð- stöðvar sínar á Akureyri, en Sambandsmenn hljóta að vita að þeir eru velkomnir hvenær sem er,“ sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Morgunblaðið. Sigfús sagði að afkoma Akur- eyrarbæjar myndi ekkert batna við það þó fjölga myndi í bænum. „Menn eru ekkert ríkari í 20.000 manna bæ heldur en í 10.000 manna bæ og ef SÍS myndi vilja flytja höfuðstöðvar sínar norður, þýddi það aðeins útgjöld á móti. Við hér á Akureyri erum ekkert ríkari heldur en þeir á Húsavík þótt við séum fímm sinnum stærra bæjarfélag. Ég vil hinsvegar ekki bera mig saman við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem eitt atvinnusvæði er bútað niður í mörg sveitarfélög. Ef höfuðstöðv- ar SIS myndu koma norður, myndi allt starfsfólkið ef til vill flytjast norður líka og þyrfti ég þá að fara að útvega því skóla, bamaheimili, götur, slökkvilið og þar fram eftir götunum. Fólkið, sem vinnur hjá SÍS í dag, heldur hinsvegar áfram að búa á þeim stað sem það býr nú á, hvort sem höfuðstöðvar verða í Kópavogi eða í Reykjavík," sagði Sigfús. Hann sagði að rétt væri að Sambandið væri mikill lands- byggðarvinur í orði að minnsta kosti og sýndi ef til viil gott for- dæmi með því að flytja höfuð- stöðvamar norður í þar sem sífellt væri rætt um að flytja þurfí stofn- anir og fyrirtæki út á land. Það ættu að minnsta kosti að vera hæg heimatökin þar sem stjómarform- aðurinn sjálfur byggi á Akureyri. Frá slysstað Keyrt á mann á hjóli KEYRT var á fullorðinn mann á hjóli í hádeginu í gær á gatna- mótum Akurgerðis og Þing- vallastrætis er hann var á leið yfir gatnamótin. Sjáanleg meiðsl voru á höfði mannsins, en hánn var þó með meðvitund. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri til rannsóknar. Þá var ekið á kyrrstæðan bíl við Stórholt um klukkan 8.30 í gærmorgun. Ökumaðurinn reynd- ist bæði drukkinn og próflaus, en var á bíl vinar síns. Hann hafði verið sviftur ökuleyfí árið 1979, þá fyrir ölvun. Hriseyjarfeijan við nýja feijubryggju á Árskógssandi. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Árskógssandur; Ný bryggja fyrir ferjuna Sveinn Jónsson oddviti. Tiljólagjafa • Myndavélar • Myndavélatöskur • Sjónaukar ^PediGmyndir? Hafnarstræti 98 - Sími 96-23520 Vandaður karlmannafatnaður í úrvali Leggjum áherslu á góða ogöruggaþjónustu. Klæðskeraþjónusta. enrabudin Hafnarstræti 92 - Sími 96-26708 nn es SIEMENS heimilistæki Mikið úrval afsmátækjum til jólagjafa Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sími 96-27788 Ný feijubryggja fyrir Hríseyj- arfeijuna var tekin í notkun síðastliðinn laugardag á Ár- skógssandi. Jafnframt fögnuðu heimamenn og gestir lengingu hafnargarðs á Árskógssandi um nær 60 metra. Sveinn Jónsson oddviti sagði við tækifærið að undirbúningur hefði staðið yfir í um það bil ár þegar ljóst hefði verið að þingmenn og Qárveitingavaldið myndi sinna þessu brýna verkefni. Verktaki við bryggjuna var Guðlaugur Einarsson frá Fáskrúðsfirði. „Ohætt er að segja að þessi framkvæmd sé ein mesta hafnarframkvæmd landsins í ár. Kostnaður nemur um 30 millj- ónum króna. Ýmislegt er þó ógert. Eftir er að ljúka landgangi, frá- gangi og malbikun plans ofan við bryggjuna. Þá á eftir að setja upp ljósamastur til að lýsa upp svæðið og setja þarf stálþil inn á gijótgarð- inn. Heimamenn gera sér miklar vonir um fjármagn í þá framkvæmd á næsta ári,“ sagði Sveinn. Hann sagði að þessi mannvirki þýddu umbyltingu í allri aðstöðu ■ fyrir Árskógsstrendinga. Á Ár- skógssandi eru nú gerðir út fímm bátar af stærri gerðinni, eins og Sveinn orðaði það, frá 30 tonnum og upp í 180 tonn, auk sex minni báta. Samtals eru bátamir 700 brúttórúmlestir og stefnir aflaverð- mæti þeirra í 400 milljónir króna þetta árið. Hundrað þúsundasti farþeginn HUNDRAÐ þúsundasti farþegi Flugleiða á einu ári á flugleið- inni Akureyri-Reykjavík lenti á Akureyrarflugvelli síðastliðinn sunnudag. Sú heppna var Elín Sigurðardóttir sem eyddi helg- inni í Reykjavík ásamt eigin- manni sínum, Marteini Hámundarsyni. Gunnar Oddur Sigurðsson um- dæmisstjóri Flugleiða á Akureyri færði Elínu blómvönd og farseðil til Reykjavíkur og aftur til baka. Gunnar Oddur sagði í samtali við Morgunblaðið að aldrei áður hefðu náðst 100.000 farþegar áður á einu ári. í fyrra hefði verið metár, en þá komu rúmlega 95.000 farþegar á heilu ári. Hinsvegar hefði hundrað Oddviti þakkaði öllum þeim sem búnu sigldi Hríseyjarfeijan með lagt höfðu hönd á plóginn vegna gesti út í Hrísey þar sem boðið var þessara framkvæmda og að því til kvöldverðar. Morgunblaðið/GSV Gunnar Oddur Sigurðsson umdæmisstjóri Flugleiða á Akureyri fær- ir hér hundrað þúsundasta farþeganum, Elinu Sigurðardóttur, blómvönd við komuna til Akureyrar og farseðil til Reykjavíkur og aftur til baka. Vélin lenti á Akureyrarflugvelli laust fyrir klukkan 18.00 á sunnudagskvöld. þúsundasti farþeginn komið í lok annars af auknu ráðstefnuhaldi hér nóvember í ár og mætti búast við norðanlands enda hefði ráðstefnu- að minnsta kosti 10.000 farþegum aðstaða verið bætt til muna auk í viðbót í desembermánuði. Hann þess sem gistirými hefur verið auk- sagði að fjölgunin stafaði meðal ið. jnbn^nn' í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.