Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 55

Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 55 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í „íslenskum orðskviðum" segir: „Hvör hart fellur, stendur verkjandi upp. “ En þar stendur einnig. „Hvör hann kitlar sig sjálfur, Jiann hlær þá hann vill. “ — Það er þó sannmæli. — Góðir málsverðir geta stundum forðað mönnum frá „áföllum", það er að segja gefi menn sér tíma til að njóta matarins. Góður málsverður heldur blóðsykrinum í jafn- vægi, að sagt er, en blóðsykur- inn hefur mikil áhrif á skaplyndi fólks. Þessa kenningu má prófa á heimavelli með næsta rétti; nú er það Italskur kjúklingur 1 kjúklingur 2 matsk. matarolía hveiti V2 tsk. oregano salt og pipar 1 hvítlauksrif 1 dós niðursoðnir tómatar V2 græn paprika 2 ten. kjúklingakraftur 1. Kjúklingurinn er hreinsaður, það er skolaður og þerraður og skor- inn í sundur í 8 hluta. 2. Matarolían er hituð á pönnu og er hvítlauksrifið klofið í tvennt og hitað með olíunni. 3. Hveiti er sett í plastpoka og eru kjúklingabitamnir hristir með hveitinu og þeim gefinn léttur hveiti- hjúpur. 4. Kjúklingabitamir em síðan brúnaðir í feitinni. Salt, pipar og oregano er stráð á kjötið á meðan það er að steikjast. Hvítlauksrifið er síðan fjarlægt af pönnunni og ekki notað meira. 5. Niðursoðnir tómatar ásamt vökvanum í dósinni em settir með kjúklingunum á pönnuna. Magnið þarf að vera um 2V4 bolli, bætt er við vatni ef þarf. Fínsaxaðri papriku er bætt á pönnuna ásamt tveim ten- ingum af kjúklingakrafti. 6. Kjúklingurinn er soðinn í pönn- WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Vesturgötu 16, sími 13280 Aðventukvöld í Hvalsneskirkj u unni undir loki eða í potti í 30 mínútur. Kjötinu er snúið á suðu- tíma. Lokið er síðan tekið af pönnunni og kjötið soðið áfram þar til það er vel meyrt og sósan hefur þykknað hæfilega mikið. 7. Þegar mikið er við haft er 1 boila af niðurskomum sveppum bætt við uppskriftina. Þeir em þá léttsteiktir í feitinni á eftir kjúkling- unum og er niðursoðnum tómötum síðan bætt á pönnuna. Þessi kjúklingaréttur er mjög bragðmildur. Þeir sem vilja bragð- meiri mat geta bætt V2 tsk. oreag- ano og V2 papriku við uppskriftina. ítalski kjúklingurinn er borinn fram með soðnum gijónum. Verð á kjúklingi: 1 kjúklingnr 1200 gr.......... kr. 342 1 dós tómatar ... kr. 56 1 græn paprika .... kr. 54 kr. 452 í ár em liðin 100 ár frá byggingu Hvalsneskirkju. Var þess minnst nú fyrir skömmu með hátíðarmessu og miklu samsæti í samkomuhúsinu í Sandgerði að henni lokinni. Nú á jóladag em nákvæmlega 100 ár liðin frá vígslu kirkjunnar. í tilefni afmælisins verður haldið aðventukvöld í kirkjunni sunnu- dagskvöldið þann 6. desember næstkomandi og hefst það kl. 20 og er stefnt að því að það verði árviss viðburður héðan í frá. Á aðventukvöldinu mun dr. Sig- urbjöm Einarsson biskup flytja erindi um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson. En eins og menn vita þá þjónaði Hallgrímur á Hvalsnesi sín fyrstu prestsskaparár. Hrafnhildur Guðmundsdóttir söngkona mun syngja einsöng. Verkin sem hún flytur em: „Jóla- sálmur" eftir Pál ísólfsson, „Víst ertu Jesús kóngur klár", eftir Hallgrím Pétursson og eina aríu úr jólaoratoríu eftir J.S. Bach. Kór gmnnskólans í Sandgerði og hópur einsöngsnemenda munu einnig syngja undir stjóm Margrét- ar Pálmadóttur. Verkin sem þau Hvalsneskirkja flytja em: „Englakór", sem er evr- ópskt jólalag, „Agnus dei“, eftir K. Gliick, og „Heyr himna smiður" eftir Þorkel Sigurbjömsson. Allir em velkomnir, en sóknar- böm em sérstaklega hvött til að koma og eiga saman hátíðlega stund á aðventunni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson ÞRJÁR STJÖRNUR FRÁ MITSUBISHI MITSUBISHI COLT ibooglx — Hagkvæmur í rekstri — Auðveldur í akstri METSUBISHI LANCER tsooGLX Kostaríkur bíll sem kostar lítiö Verðkr. 969.000 MITSUBISHI SAPPORO ViöhafnarbíU í sérfíokki — Tölvustýrö innsprautun (ECI) — Tölvustýrt fjöörunarkerfi (ECS) — Læsivörn á hemlum (ABS) □ Allir meö framhjóladrif. □ Allir meö aflstýri. □ Allir meö snertulausa kveikju. □ Allir meö rafstýröa útispegla. aftursæti. □ Allir meö rúllubílbelti í hverju sæti. □ Allir meö litaöar rúöur. □ Allir meö tvískipt, fellanlegt Það borgar sig að bíða Mitsubishi HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.