Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 59
heimabyggð í jarðeldunum árið
1973. En allt gekk vonum framar.
Hann var ekki fyrr stiginn á land
í Þorlákshöfn en Guðmundur bróðir
hans náði í hann og fór með hann
til Hveragerðis og ekki leið langur
tími þar til Finnur var orðinn verk-
stjóri hjá Rafveitu Hveragerðis.
Undu þau Anna og Finnur sér vel
á fastalandinu, en samt var sú taug
sem batt þau við Eyjamar sterk og
árið 1978 fluttu þau aftur út í Eyj-
ar og Finnur hóf að nýju störf hjá
ísfélaginu, en þar sem hann var að
verða „löggilt gamalmenni" þá fór
hann í rólegra starf en áður. Finnur
stundaði vinnu allt þar til seint á
síðasta ári.
Anna, eiginkona Finns, varð
bráðkvödd 19. janúar árið 1980 og
var það Finni þungbær missir, en
þau höfðu verið ákaflega samrýmd
og Anna búið manni sínum hlýlegt
og gott heimili. í fjóra áratugi hafði
Anna tekið á móti Finni sínum þeg-
ar löngum og erfiðum starfsdegi
lauk eða komið var í land eftir róð-
ur og af myndarskap hafði hún
annast böm og bú. Fráfall hennar
hafði miklar breytingar í för með
sér, en Finnur hefur aðlagast þess-
um breytingum á högum sínum og
nú er það yndi hans að sinna heimil-
inu og hafa þar allt bæði hlýlegt
og hreinlegt. Hann les mikið og
hefur mikið og gott samband við
böm sín og bamaböm. Finnur býr
við góða heilsu og daglega kemur
hann við í ísfélaginu og heilsar upp
á gamla vinnufélaga og fylgist með
æðaslætti atvinnulífsins.
Kynni mín af Finni hófust þegar
ég sem smástrákur hóf störf hjá
ísfélaginu. Þá var gott að leita til
Finns og þiggja hjá honum góð ráð
og hvatningu. í mörg ár vann ég á
sumrin í ísfélaginu og það var sann-
arlega gott að vera undir stjóm og
leiðsögn Sigurfinns Einarssonar.
Seinna kynntist ég syni hans, Sig-
fínni og er góð vinátta á milli okkar.
Ég og fjölskylda mín óskum Sig-
urfinni Einarssyni til hamingju með
75 árin og óskum honum alls hins
besta í framtíðinni.
Magnús Kristinsson
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987
59
• ' t.-.y ' y.,J ....' i • -V
|i;Ék '
•«; T a.Iv 1 'V;'.
a|j ILæ)
•{ p'wtú
ii
w
< i
fev.:;
S
ELKO,
igs
m
SIGURÐUR ELIASSON
OPNAR DYR
í NÝJU HÚSNÆÐI
AÐ SMIÐJUVEGI Q
\
r r
)l
$
!í(
n
SELKO
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI
SÍMI: 41380 - 41381
Með hurðum lokum við dyrum og njótum friðhelgi og einkalífs.
Með hurðum opnum við dyr og njótum samvista við aðra.
Við höfum hurðir stöðugt fyrir augunum.
Vönduð smíði, góður frágangur og fallegt útlit hafa
verið einkunnarorð Selkó frá upphafi, enda hafa inni-
hurðirnar frá Sigurði Elíassyni notið sérstaks álits um 40
ára skeið.
Komið á Smiðjuveginn og kynnið ykkur verð og gæði.
Bjóddu konunni þinni í mat
Farþegarnir eru mjög ánœgðir með matinn sem Glóðin í Keflavík
útbýr fyrir okkur. ■ Komið og bragðið á.
~h