Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 68

Morgunblaðið - 03.12.1987, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 rokksfönn Casablancasnarl ÁRNI MATTHÍASSON S.h. draumur Ljósmynd/BS Ljósmynd/BS Dalsy Hill Puppy Farm; Jesus and Mary Chain íslands sagfii einhver. Veröldin er veimiltíta Snarlkassettan svokallaða, sem á voru lög sex hljóm- sveita, vakti verðskuldafia athygli í sumar og seldist snœldan í 500 eintökum þó ekki hafi þafi komið fram á dreifbýlislistanum í DV. Það var Erðanúmúsík sem gaf út Snarlsnælduna og á henni átti hljómsveitirnar Sog- blettir, Múzzólíní, Gult að innan, Daisy Hill Puppy Farm, Parror og S.h. draumur. Á Snarl 2, sem heitir reyndar Veröldin er veimiltíta, eru hljómsveitirnar öllu fleiri, eða fimmtán alls, tvö lög með hverri, alls 30 lög. Fimnrr hljómsveitanna sem lög eiga á Snarl 2 áttu og lög á fyrri Snarl- spólunni, Sogblettir, E-X, 16 eyrnahlífabúðir, Daisy Hill Puppy Farm, Yesminis Pestis, Óþekkt andlit, Múzzólíní, Syk- urmolarnir, Blátt áfram, Bleiku bastarnir, Qtzjí Qtzjí Qtzjí, Balli og blómálfarnir, Gult að innan, Mosi frændi, og S.h. draumur. Allt bílskúrshljómsvöitir nema Sykurmolarnirog S.h. draumur sem verður a.m.k. að telja bílskúrshljómsveitir í stærri kantinum. Að sögn prókúruhafa Erð- anúmúsík urðu þó nokkrar sveitir frá að hverfa, enda ekki rúm fyrir mikið meira en 30 lög á einni spólu. En ef miða má við viðtökur Snarl 1, má reikna með Snarl 3 stuttu eftir ára- mót, enda nóg á seyði í tónlist- arheiminum annað en það sem stórfyrirtækin sinna. Pötuf 6ð Plötuútgáfa er blómleg um þessar mundir eins og alltaf er verifi að tönnlast á og plötu- sala ekki síður. Þó er nokkuð erfitt fyrir al- menning að gera sór grein fyrir plötusölu, enda er enginn marktækur sölulisti til um þessar mundir. DV-listinn svo- kallaði er orðinn nokkurskonar dreifbýlislisti og má geta þess að aðeins eru 150 seld eintök á bak við plötuna í fyrsta sæti þessa vikuna en 120 á bak við plötuna í öðru sæti. Metsöluplatan hingað til er plata Bubba Morthens sem hef- ur þegar selst í um 9000 eintök- um. Næst á eftir kemur Bjartmar með rétt innan við 5000 plötur. Þar á eftir er Megas með á fjórða þúsund eintök, Ríó tríó með 2500, Gunnar Þórðarson með hátt í 2000, Jólagestir Björgvins með rúm 1500 eintök, Greifarnir hafa náð 1500 eintök- um, Jón Múli á þrettánda hundraðið, Grafík 1100. Aðrar plötur eru fyrir neðan þúsundið, mislangt þó. í framhaldi af þessari upp- talningu má síöan gera það sér til gamans að telja upp gullið. Samkvæmt nýju úthlutunarregl- unum á gullplötum hefði Bubbi fengið þrjár gullplötur og eina platínu, Bjartmar og Megas eina gullplötu. í kvöld heldur Smekkleysa s/m kynningar- og skemmti- kvöld í veitingahúsinu Duus f Fischerssundi, þar sem kynnt verður plötuútgáfa Smekk- leysu. Smekkleysa s/m gefur út fyrir þessi jól plötur með tveimur af efnilegri rokksveit- um ársins 1987, Sogblettum og Bleiku böstunum og því til viðbótar fá aðdáendur ómeng- aðrar rokktónlistar loks Luft- gitar Johnnys Triumphs á plast. Á kynningartónleikun- um, sem verða í Duus, koma því fram Sogblettir, Bleiku bastarnir og Johnny Triumph, og leika hljómsveitirnar fimm lög hver, en Johnny syngur tvö lög við undirleik Sykurmol- anna. Fram kemur einnig Hið afleita þríhjól. Að sögn aðstandenda skemmtikvöldsins verður fjöldi aðgöngumiöa takmarkaður. Seinni hluta sumars kom út safnsnældan Snarl, sem á var tónlist sex neðanjarðarsveita. í vikunni kom síðan út Snarl 2, og nú eru það fimmtán hljómsveitir sem eiga tónlist á spólunni. Síðasta fimmtudags- kvöld voru tónleikar í Casa- blanca sem kalla mætti Snarltónleika, þó ekki hafi þeir verið haldnir beint til að kynna Snarlspólu númer 2. Á tónleikunum komu fram fjórar sveitir sem allar eiga lög á snarlspólunni, Óþekkt andlit, Daisy Hill Puppy Farm, Mosi frændi og S.h. draumur. Fyrst á svið voru Óþekkt and- lit frá Akranesi. Sveitin er skipuð yngri hljóðfæraleikurum en flestar þær sem mest hefur borið á í sumar, en er samt mun þéttari og betri en margar þeirra. Þó vantar enn nokkra breidd í tónlistina. Óþekkt andlit er búin að fullmóta hinn þétta gítarhljóm sem einkennir sveit- ina og það mátti heyra að hún er að breytast, unditónninn er orðinn harðari og rokkaðri, sem lofar góðu. Á eftir Óþekktum andlitum las Baldur Kristinsson upp frums- amin Ijóð. Vísast er það lítið þekkt ytra að Ijóðalestur tengist rokktónleikum, en það á þó yfir- leitt vel við og svo var einnig þetta kvöld. Ljóð Baldurs eru með súrrealísku yfirbragði og það má heyra að hann er undir áhrifum frá T.S. Eliot og viðlíka breskum/bandarískum skáldum frá fyrri hluta sjöunda áratugar- ins. Næst á svið (sem var reyndar ekkert) var Daisy Hill Puppy Farm. Framan af mátti sjá og heyra að ekki voru sveitarmenn ýkja vel undir tónleikana búnir, enda duttu þeir úr takti í miðjum lögum og þurftu að nota þrjár atrennur til að komast af stað í einu laginu. Framlag þeirra var enda þannig að á köflum, í einu og einu lagi, var hljómsveitin framúrskarandi, en datt síðan niður í það að vera leiðinlega tilgerðarleg og þreytuleg. Meiri samæfing ætti að bæta úr því. Mosi frændi kom nú á svið með miklum fyrirgangi, enda voru sveitarmenn allir afkára- lega klæddir og málaðir. Sveitin er sett saman til höfuðs öðrum hljómsveitum og poppstjörnuí- myndinni, sem er gott mál í sjálfu sér, en betra væri ef það hefði ekki skinið í gegn að með- limir Mosa frænda vildu ekkert frekar en verða stjörnur sjálfir. Aðal sveitarinnar er að leika lög eftir íslenskar poppstjörnur og erlendar og afskræma þau. Því til viðbótar lél sveitin eitt lag sem Violent Femmes lék inn á Ljósmynd/BS Þrjú Óþekkt andlit. Ljósmynd/BS Mosi frændi; menntaskólahúmor á fyrsta stigi rotnunar. plötu og nú bar svo við að af- skræmingin var ekki viljandi, heldur vegna getuleysis sveitar- manna. í því lagi, meðal annars, mátti glöggt greina hver draum- ur Mosa frænda er: að slá í gegn. Menn brostu að sveitinni í fyrsta laginu, brosið stirðnaði í því öðru og var horfið í því þriðja. Það var því kærkomið að fá S.h. draum á sviðið. S.h. draumur hefur lengi, lengi verið í hópi bestu rokk- sveita á landinu og alla tíð farið sínar eigin leiðir. Nýlega kom frá sveitinni smáplatan Drap mann með skóflu, sem á er meistara- stykkið Helmút á mótorhjóli, og væntanleg er platan Goð. Ef marka má frammistöðu Draumsins þetta kvöld má búast við að Goð verði ein af plötum ársins. Hljómsveitin er öll fram- úrskarandi þétt og þar fremstur meðal jafningja trommuleikarinn Birgir • Baldursson, sem gefur öðrum sveitarmönnum traustan grunn. S.h. draumur er í fremstu röð fyrir lagasmíðar og afbragðs texta, sem oftar en ekki spegla mannlífið á óþægilega nær- göngulan hátt. Morgunblaðið/Sverrir Sjón eða Johnny Triumph? Smekkleysa kynnir...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.