Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 71

Morgunblaðið - 03.12.1987, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 71 4- VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 • FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Heilsubælið er stórkostlegt Til Velvakanda. Það er nú oft svo að þegar mað- ur opinberar nekt heimsku sinnar, með því að skrifa í blöðin, og opnar gáttina fyrir gagnrýni annara er ekki opinbera, að maður missir þá að þeirra mati ákveðin status, hversu rétt sem það nú er. En ég get ekki orða bundist og viðurkenni hér með að þátturinn um Gervaheimilið er vægast sagt stórkostlegur. Ekki bara það að maður afstress- ast, líkt og fara í badminton eða knattspymu, að njóta þessa þáttar, heídur gefur hann ómælda ánægju óg er í ofanálag hættulaus með öllu. Mér fínnst að þáttaröðina eigi að gefa út á myndbandi svo eðlilegt fólk geti skoðað það nokkrum sinn- um og er ekki í minnsta vafa að Gervaheimilið muni þá sanna gildi sitt. Þessi þáttur gefur ekkert annað en ánægju til þeirra er kunna að meta og aðrir geta þá misskilið hann eins og svo kannski ýmislegt annað. Ég leyfi mér, fýrir hönd þeirra er lifa fyrir lífið sjálft og þjást ekk- ert ægilega mikið, að þakka þeim listamönnum er standa að gerð þáttanna og vil endilega sjá þá áfram leika af fíngrum fram. Helgi Steingrímsson Ráðhús sem fyrst Til Velvakanda. Ég er 67 ára og hef alið aldur minn hér í Reykjavík og svo lengi sem ég man hefur borgarstjómin hokrað í leiguhúsnæði í apóteki, sem einhver borgarstjóri, sem fáir núlif- andi menn muna, sennilega Knud Ziemsen, hefur á sínum tíma tekið á leigu til bráðabirgða. Mikill manns- bragur er að því, að borgarstjómin undir forystu Davíðs Oddssonar skuli nú ætla að byggja ráðhús. Og mikil lifandis ósköp er ég feginn, hvað vel hefur tekizt til með að velja því stað. Tjömin á það skilið að þetta sé fyrir hana gert. Húsið er lítið og fallegt og fer vel og ekkert ráð betra var hægt að fínna til að vemda og veija Tjömina en að setja borgarstjómina sjálfa á eilifðarvakt á þessum stað. Ég hef mest unnið við húsbygging- ar um dagana og oft blöskrað seinagangur við stórbyggingar. Og engu líkara er en þetta fari versn- andi, þrátt fyrir allar tæknifram- farimar. Ég treysti því að ráðhúsið rísi hratt og það margborgar sig peningalega, þótt það kosti einhveij- ar krónur til viðbótar meðan á framkvæmdum stendur. Bjarni Steingrímsson lciU n'lsJ<>l nuincssei Sól á heimsenda Saga eftir Matthías Johannessen Enn leggur Matthías á nýjar leiðir og sendir frá sér alllanga sögu. Hvemig tekst Ijóðskáldinu upp við sagnagerð? é bók góð bók VIISTIIIIM (iLÆSILEGRA JÓLAHLABBORB? NÆSTIIÞRJÁB HELCAR Við verðum með glöðu geði við plmörgum áskorunum gesta okkar um að endurtaka jólahlaðborðið sem við buðum upp á í desember sl. og á 2. þúsund manns komu til að gæða sér á. Við byijum í kvöld til næsta sunnudags svo og helgamar 10.-14. des. og 17.-2L, öll kvöld ogeinnig í hádegi laugardaga og sunnudaga. / / HATIBARMATSEÐILL GLIÁÐ REYKT GRÍSALÆRI (m/rauðvínssósu) VILLIBRÁÐARPATÉ (m/Cumberlandsósu) PÖNNUSTEIKT HREINDÝRABUFF (m/tyttebeijasósu) POTTRÉTTUR AÐ HÆTTIHÚSSINS (m/kiyddhrísgijónum oggrófu brauði) JÓLAHANGIKJÖT (m/uppstúfi, grænum baunum og rauðkáli) FYLLTAR SKINKURÚIÍUR (m/sinnepsmauki) SVÍNARÖLLUPYLSA (m/kjöthlaupi og steiktum lauk) BLANDAÐIR SÍLDARRÉTTIR (m/rógbrauði) Karrýsíld, Creamfrechsíld, appelsínusíld, sherrysíld. BLANDAÐIR SJÁVARRÉTTIR í HVÍTVINSHLAUPI GRAFIN SMÁLÚÐA (m/sinnepssósu) REYKSOÐINN KARFI (m/piparrótarsósu) / / ANNAB HATIBARMEÐLÆTI Gratineraðar kartöflur, rauðkál, ávaxtasalat (kalt), hrásalat, kartöflusalat, brauðkörfur, heit hrísgrjón, súpupottur. EFTIRRTETrm HLADBORBSINS MOKKABÚÐINGUR HRÍSGRJÓNAMÖNDLUBÚÐINGUR SÚKKULAÐIMÚS ÁVAXTAHLAUP ÓKEYPIS FTRIR BÖRN Afi SEX ÁRA ALDRI, HÁLFTVERB FYRIR6-12 ÁRA. FYRIR ÞESSA ÓTRÚIEGC VEISLU ER GREIIT JÓLAGJAFAYER9KR. 1050, MM matarhöll fjölskyldunnar, HÚSIVERSLUNARINNAR - S. 685018 - 33272. rn ijíjIs i9 yo blöjji (_ nij^l M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.