Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 4

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Ragnarsbakarí: Flestir komnir til starfa aftur Ný brauð voru keyrð út 1 gærmorgun Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flestir starfsmenn Ragnarsbakarís voru komnir til starfa i gærmorg- un og þessar konur voru að forma pylsubrauð. VEÐUR Keflavík. STARFSEMIN hjá Raguarsbak- aríi var að komast í eðlilegt horf í gær og flestir starfsmenn komnir aftur til starfa. Hermann Guðmundsson, nýr fram- kvæmdastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að unnið væri af kappi við að ná til fyrrverandi viðskiptavina og ekki væri hægt að segja annað en viðtökur hefðu verið góðar, því allir sem sam- band hefði verið haft við ætluðu að halda áfram að skipta við bakariið sem verður rekið áfram undir nafninu Ragnarsbakarí. Fyrirtækið var úrskurðað gjald- þrota á miðvikudaginn og þá misstu um 50 manns vinnuna fyrirvara- laust. Á föstudagskvöld náðu Ármann Reynisson og Pétur Björnsson úr Reykjavík samningum við skiptaráðandann um kaup á I DAG kl. 12.00: / / / V / / / / / / / / Heimlld: Veðurstofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 8.12.87 YFIRLIT á hádegi i gæn Yfir Bretlandseyjum er 1029 mb hæð en á suð-vestanveröu Grænlandshafi er 990 mb lægð á hreyfingu norð-norö-austur. Hlýtt verður um allt land. SPÁ: í dag lítur úr fyrir sunnan- og suð-vestan golu eða kalda á landinu. Dálítil súld verður á Suðurlandi og á annesjum vestan- lands og framan af degi veröur rigning við norðurströndina. Á Austurlandi og í innsveitum Norðurlands verður þurrt. Hiti 5—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Á vestan- og suð-vestan- verðu fandinu verður hæg sunnan- og suö-austan átt með Iftilsháttar súld eða rigningu á annesjum, annars staðar verður hægviðri og skýjað, en að mestu úrkomulaust. Hiti 4—5 stig um sunnan- og vestanvert landið, en eitthvað svalara í öörum landshlutum. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 0 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir -(^ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. V * V Él (A Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka * / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * •> Súld / * / * Slydda / * / oo 4 Mistur Skafrenningur M Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri S alskýjað Reykjavik 7 rigning Bergen +2 léttskýjað Helsinki +10 léttskýjað Jan Mayen 2 súld Kaupmannah. +2 léttskýjað Narssarssuaq 4 rlgnlng Nuuk +6 skýjað Osló +5 léttskýjað Stokkhólmur +8 léttskýjað Þórshöfn 1 alskýjað Algarve 13 rlgnlng Amsterdam 2 léttskýjað Aþena 16 skýjað Barcelona 12 mistur Berlín 0 snjókoma Chicago vantar Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 2 hálfskýjað Glasgow 2 mistur Hamborg +1 snjóél Las Palmas 15 skýjað London 5 skýjað LosAngeies 13 rlgnlng Lúxemborg +1 anjókoma Madríd 11 akýjað Malaga 14 alskýjað Mallorca 18 úrkoma Montreal vantar NewYork 1 heiðsklrt Parfs 2 skýjað Róm 16 skýjað Vin 2 mistur Washington +1 léttskýjað Winnipeg 0 þokumóða Valencla vantar bakaríinu og voru þá strax gerðar ráðstafanir til að koma starfseminni í gang aftur. Nýju eigendumir héldu fund á laugardaginn með starfsfólkinu sem ákvað að snúa aftur til starfa, og á sunnudaginn var hafinn undirbúningur að bakstri á brauðum sem síðan voru bökuð og keyrð út í gærmorgun. Starfsfólkið fékk greidd laun um mánaðamótin með innistæðulaus- um ávísunum, en nú hafa þær fengist innleystar í Utvegsbankan- um sem gerði samkomulag við Verslunarmannafélag Suðurnesja. Þar voru flestir starfsmennirnir fé- lagar. Hermann Guðmundsson sagði áð rekin yrði hörð markaðsstefna og stefnt að enn frekari framleiðslu- aukingu. „Við teljum okkur hafa góða möguleika á að auka fram- leiðsluna um allt að helming eða jafnvel enn meir. En það eru mark- mið til lengri tíma sem kalla á enn fleira starfsfólk", sagði Hermann ennfremur. - BB Sjálfvirkur sleppibúnaður bj örgunarbáta: Siglingamálastjóri vill breyttar reglur „Siglingamálastofnun hefur til- kynnt okkur að verið sé að gera gagngerar breytingar á reglu- gerð um sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta og ef þær tillögur sem stofnunin er með á borðinu hjá sér ná fram að ganga muni sjálfvirkur sleppibúnaður af Óls- engerð ekki fullnægja þeim kröfum sem Siglingamálastofn- un gerir um slíkan búnað í öllum minni bátum,“ sagði Artúr Boga- son, formaður Sambands smá- bátaeigenda í samtali við Morgunblaðið. „Okkur hefur sem sagt verið sagt það óbeint," sagði Artúr, „að okkur sé bannað að setja Ólsenbúnaðinn um borð í báta okkar af öryggisástæðum". Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að það væri rétt að þetta mál væri í endurskoðun og umræðu hjá Siglingamálastofnun með hliðsjón af þeim slysum sem átt hefðu sér stað á undanförnum árum og búnaðurinn komið við sögu. Siglingamálastjóri sagði að málið væri nú til umræðu í sigling- aráði, en fyrir liggi ákveðnar tillög- ur sem eigi eftir að taka afstöðu til. Ef þær verði samþykktar þá fullnægi Ólsenbúnaðurinn ekki þeim kröfum sem verði gerðar. Morgunblaðið hafði samband við Karl Olsen hjá Vélsmiðju Ol Olsen, en hann vildi ekki tjá sig um málið Landhelgisgæslan: að svo stöddu, enda hefði hann ekki heyrt um endanlegar tillögur að breytingu á reglugerðinni. Umferðarnefnd Reykjavíkur: Fundur um umferðar- skipulag gamla austurbæjarins UMFERÐARNEFND Reykjavíkur gengst fyrir opnum fundi um skipulag umferðar í gamla austur- bænum í Reykjavík. Fund- urinn verður á morgun, miðvikudag, kl. 20.30 í gamla Verslunarskólanum við Grundarstíg. Guttormur Þormar verk- fræðingur kynnir tillögu sína að nýju umferðarskipulagi fyrir svæðið, sem afmarkast af Lækjargötu, Fríkirkjuvegi, Sól- eyjargötu, Hringbraut, Bar- ónsstíg, Eiríksgötu, Njarðar- götu, Skólavörðustíg og Bankastræti, en einnig Njáls- götu og nágrenni. Þyrla sótti veikan mann í Gísla Arna ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti á sunnudag veik- an sjómann um borð í nótar- skipið Gisla Árna RE sem staddur var á loðnumiðunum norður af landinu. Talið er að sjómaðurinn, sem er 25 ára gamall, hafi fengið vægt hjartaáfall og flutti þyrlan hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Beiðni um sjúkraflug barst Landhelgisgæslunni fyrir hádegið á sunnudag. Gísli Árni RE var þá staddur skammt suðaustur af Kol- beinsey, um 60 mílur norðnorð- austur af Siglufirði. Læknir var í þyrluáhöfninni og seig hann niður í skipið. Eftir að hann hafði búið sjúklinginn undir flutning voru báðir hífðir upp í þyrluna. Var lent á nýja þyrlupallinum við Fjórð- ungssjúkrahúsið um klukkan 15. Er þetta í fyrsta skipti sem lent er með sjúkling á pallinum. Flugstjóri í sjúkrafluginu var Benóný Ásgrímsson og með hon- um voru Bogi Agnarsson flugmað- ur, Sigurður Steinar Ketilsson stýrimaður og Friðrik Sigurbergs- son læknir. Sigurður Steinar sagði í samtali við Morgunblaðið að sjúkraflugið hefði gengið á allan hátt vel. Hann gat þess að áhöfn- in á Gísla Árna væri þjálfuð í samvinnu við þyrluáhöfnina eftir nám í Slysavamaskóla sjómanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.