Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
Danskir
og
finnskir
jerseykjólar.
St. 34-50.
m i 7 Vi"i"iVT^
við Laugalæk, sími 33755.
SIEMENS
Siemens VS 52
Létt og lipur ryksuga!
• Með hleðsluskynjara og sjálfinndreginni snúru.
• Kraftmikil en spameytin.
• Stór rykpoki.
• 9,5 m vinnuradius. ___________
i Smith og IMorland
Nóatúni 4,
s. 28300
I sscurver
MATARÍLÁT
HÁGÆÐA-
VARA
FÆST í KAUP-
FÉLÖGUM UM
LAND ALLT
ÍSLENSKT ÞJÓÐLÍF
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Daniel Bruun: ÍSLENSKT
ÞJÓÐLÍF í ÞÚSUND ÁR. I-II.
Steindór Steindórsson þýddi.
Bókaútg. Orn og Orlygur hf.
1987.
Útgáfa þessa rits hlýtur að telj-
ast meiri háttar menningarsögu-
legur viðburður. Til verksins hefur
líka verið vandað svo sem kostur
var og fátt til sparað. Steindór
Steindórsson þýddi textann en rit-
ar auk þess langan og afar fróðleg-
an inngang um ferðir Bruuns um
landið. Þór Magnússon þjóðminja-
vörður samdi fræðilegar skýringar.
Og Ásgeir S. Bjömsson samdi
myndatextana sem eru margir og
að því skapi ýtarlegir.
Daniel Bruun byijaði sem ævin-
týramaður en endaði sem vísinda-
maður og rithöfundur. Hann hafði
víða farið, meðal annars til Afríku,
þegar hann hóf að ferðast um norð-
urslóðir, Grænland og ísland.
Upphaflega kom hann hingað til
að afla gagna vegna Grænlands-
rannsókna sem hann hafði þá
nýlega byrjað á. En með komu
sinni hingað skipti hann um verk-
efni, einbeitti sér upp frá því að
rannsóknum hér en lét Grænland
bíða, fór hér um í þrettán sumur,
rannsakaði fomleifar, kannaði hý-
býlahætti samtímans og gaf
yfirhöfuð gaum að hverju því sem
við kom íslenskri menningu fyrr
og síðar. Árangurinn varð svo
þetta mikla rit, Fortidsminder og
Nutidshjem paa Island, sem nú er
loks, góðu heilli, komið út á
íslensku.
í fyrstunni gast Bruun ekki alls
kostar að Islendingum, þótti þeir
grófir, óheflaðir, ágengir. En hann
átti eftir að skipta um skoðun.
Sjálfur var Bruun ljúfmenni, þótt
ákveðinn væri og fastur fyrir ef
því var að skipta, og ávann sér
hér almennar vinsældir. Á ferðum
sínum varð hann að hafa sam-
skipti við fjölda fólks. Gistingu var
ekki að hafa annars staðar en á
heimilum; nema á ferðunum þegar
tjöld vom höfð meðferðis. Allar
ferðir vom að sjálfsögðu famar á
hestbaki. Og hesta þurfti að útvega
hveiju sinni. Og íslenskir fylgdar-
og leiðsögumenn vom að sjálf-
sögðu með í hverri ferð. En
ferðalag um ísland var ekki í þann
tíð eintóm lystireisa. Verstu farar-
tálmamir vom auðvitað stórámar,
svo til allar óbrúaðar, svo og fáir
og stijálir hagar fyrir hesta á öræf-
um. Bruun var svo kjarkmikill og
ötull ferðamaður að undmm sætti.
Að öðmm kosti hefði hann ekki
heldur náð því markmiði sem hann
stefndi að: að rannsaka landið allt.
Þrátt fyrir margháttaða erfið-
leika — óhagstæða veðráttu í
sumum leiðangranna svo dæmi sé
tekið — virðist Daniel Bmun hafa
haft unun af þessum ferðalögum.
Þar með fann hann þrótti sínum
viðnám og fékk útrás fyrir ævin-
týralöngunina sem blundaði með
honum þótt árin færðust yfir. Ör-
æfakyrrðin íslenska veitti líka
heilnæma hvíld frá erli borgarlífs-
ins í heimalandinu: »Hvergi nýtur
maður slíkrar friðsældar sem er
að finna í tjaldi uppi á öræfum,
og heyrir hestana bíta úti fyrir.
Því erfiðari sem dagurinn hefur
verið, því meiri er vellíðanin eftir
að ljósið er slökkt og svefninn
færist yfir. Ef stormur rífur í tjald-
ið dúknum, þá fagnar maður því,
hversu manni líður vel.«
Daniel Bmun fékk snemma
áhuga á fornleifafræði og skýrir
Steindór Steindórsson frá hvernig
það atvikaðist. Rannsóknir hans
hér beindust líka að fornleifum
fyrst og fremst. »Með rannsóknum
sínum og könnunum hefur Daniel
Bmun bjargað ómældum fróðleik
og þekkingu um íslenska menning-
arsögu, allt frá minjum frá land-
námi og fyrstu byggð og til
hýbýlahátta fólks á 19. og 20. öld.
Hafa aðrir í rauninni ekki náð
lengra í þeim efnum,« segir Þór
Magnússon.
Athygli Bmuns var sem sagt
fyrst og síðast bundin við fornleif-
arnar. En hann jók verkefni sitt
að því leyti að rannsókn hans
beindist er fram í sótti að menn-
ingu og lífsháttum íslendinga að
fomu og nýju; rit hans varð saman-
tekt um íslenskt þjóðlíf í þúsund
ár og því hvergi ófyrirsynu að þau
orð em valin sem heiti þessarar
íslensku útgáfu. Til að mynda bar
hann saman húsagerð hér að fornu
og nýju og gerði_ nákvæma úttekt
á hýbýlaháttum íslendinga aldirn-
ar í gegnum. Fatnað athugaði hann
á sama veg. Umgengnishættir
þeir, sem hér tíðkuðust, féllu hon-
um vel, þóttu þeir frjálslegir.
Honum þykir t. í frásögur færandi
að háættuð prestsdóttir skuli sofa
í baðstofu — innan um vinnufólkið!
Sjálfstæðismál Islendinga snertu
hann á hinn bóginn lítt. Hann var
danskur í sinni og skinni og þótti
vænt um að þetta stórbrotna land
skyldi vera hluti af Danaveldi! Kom
hann því til leiðar að ísland og
Grænland vom kynnt sem slík á
heimssýningunni í París árið 1900
— heimskautalönd dönsku krún-
unnar!
Daniel Bmun var prýðilegui rit-
höfundur og afkastamikill sem
slíkur. Og síðustu ámm ævinnar
varði hann til ritstarfa mest. Hann
hafði frá mörgu að segja, svo
víðfömll sem hann var. Þó fór
ekki á milli mála að hann leit á
Islandsferðirnar sem hið merkileg-
asta í ævistarfi sínu. Vinátta hans
í garð íslendinga birtist með ýmsu
móti. Til dæmis hvatti hann landa
sína til að ferðast til íslands; og
lét þá ekki sitja við orðin tóm,
samdi jafnvel bæklinga til leið-
beiningar ferðamönnum er hingað
kynnu að koma.
Þegar Daniel Bruun hóf að ferð-
ast um landið skömmu fyrir
aldamót var venja að teiknari eða
málari fylgdi hveijum þess háttar
rannsóknarleiðangri. Ágætur lista-
maður, Johannes Klein, valdist til
að fylgja Bmun. Margar myndir
hans prýða þessa bók. Em þær
bæði vel 'gerðar og nákvæmar og
stórauka gildi ritsins.
En nú var ljósmyndatæknin
einnig komin til sögunnar og tóku
leiðangursmenn hér mikinn fjölda
mynda, þeirra á meðal Johannes
Klein sem var góður ljósmyndari.
Forráðamenn þessarar útgáfu
völdu úr safni Bmuns í Kaup-
mannahöfn. Er óhætt að segja að
mynðr þær, sem hér með birtast,
séu ómetanlegar og einstakar í
sinni röð. Em hér allt í senn:
mannamyndir, myndir af bæjum
og annars konar mannvirkjum
(sem vom að vísu frá um alda-
mót), auk mynda sem leiða í ljós
ýmsa þætti þjóðlífsins. Eigi að
nefna eitthvað af hinu síðast talda
kemur mér í hug mynd af ullarlest
sem komin er að verslunarhúsun-
um á Eyrarbakka. Ljósmyndumn-
um hefur víðar orðið starsýnt á
íslenska hestinn svo ekki sé meira
sagt. Og hafi einhver gleymt því
hvers vegna hann var nefndur
þarfasti þjónninn rifjast það ræki-
lega upp þegar riti þessu er flett.
Timbur var flutt á hestum hvað
þá annað.
Enn er hesturinn á ferð árið
1907. En þá hefur tækninni fleygt
svo fram í þessu veglausa landi
að tekið er að leggja vegaspotta
Sænginni yfir minni
Békmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Guðrún Helgadóttir.
Myndir: Sigrún Eldjám.
Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf.
Útgefandi: Iðunn.
Það er alltaf forvitnilegt að fá í
hendur nýja bók eftir Guðrúnu,
enda löngu bókelskum ljóst, að hún
er meðal okkar allra beztu höfunda,
þeirra er fyrir böm skrifa. Henni
tekst, svo ljúft og að því er virðist
átakalítið, að draga upp myndir af
lífinu, að lesandinn nauðaþekkir
þetta allt, sér sjálfan sig spranga
um sviðið á stuttbuxum eða pils-
gopa, tekur þátt í önn og leik
bamanna. Og þessi bók er engin
undantekning, hér fer Guðrún á
kostum sem fyrr.
Sviðið er lok stríðsins og telpan
Abba hin leiðir okkur um það. Enn
er stríðsgróðinn ekki búinn að trylla
þjóðina, nei, fólk lifir þröngt, og
þarf að fá nauðsynjar uppá krít.
Nábýlið gerir jú sumum lífið leitt,
forvitnar blaðurskjóður í gluggum,
og jafnvel gamall blindur karl held-
ur með nikku sína að heiman, undan
nöldri kerlingar sinnar. Sögur taka
að berast af karli og aðskota-
kvensu, svo varir ektakvinnunnar
gerast bláar og nefið rautt, er hún
heyrir rausið. Karlinn er bráð-
skemmtileg persóna, lista vel
gerður, og bænakvak hans á rúm-
stokki barnbarns, minnti mig á
orðbragð meðhjálpara hér áður fyrr,
er þeir voru truflaðir við lesturinn.
En að öllum persónunum ber þó
Abba hin, spurult, elskulegt barn,
sem barmafullt af góðvild til alls
og allra, flögrar milli fólks í grá-
mósku hversdagsins og gerir líf
þess betra og sælla. Gamlir sérvitr-
ingar rétta henni hönd, klerkur og
nunna, einmana bræður, og kaup-
maðurinn leggur sig í hættu við að
gera telpunni gott. ímyndunarafl
barnsins er mikið, og bráðsnjöll lýs-
ing á áhyggjum þess yfir þrengsl-
um, þegar telpan heyrir um
fjölgunarvon hjá móður sinni.
Já, Guðrún kann að segja sögu,
sögu um líf okkar í gæfu og synd-
um, líf sem hún dregur úr okkar
eigin börmum. Þetta er því bráð-
snjöll bók.
Guðrún Helgadóttir
Myndir Sigrúnar falla sérlega vel
að efni, eru fullar af glettni og lífi.
Prentverk allt mjög vel unnið.
Frábær bók, sem vissulega á er-,
indi til barna, því að hún er vegvísir
frá skuggum til ljóss. Hafi útgáfan
þökk fyrir.
Steindór Steindórsson frá Hlöðuin.
hér og þar. Og hjólið er komið til
sögunnar!
Burstabæirnir gömlu eru þarna
á mörgum myndum. Vinnubrögð,
úti og inni, voru og rækilega ljós-
mynduð. Einkum hefur heyvinnan
orðið leiðangursmönnum að mynd-
efni. Búfjárhirðing innanhúss
hefur hins vegar mætt afgangi
enda erfitt í þann tíð að ljósmynda
inni í dimmum gripahúsum, auk
þess sem leiðangursmenn voru hér
á ferð á sumrin og búsmali í hög-
um.
Vaxandi sjávarútvegur og þétt-
býlisstaðir urðu leiðangursmönn-
um einnig að myndefni. Þess
háttar hefur þó síður vakið at-
hygli Bruuns enda nýrra en svo
að það þætti þá menningarsögu-
lega merkilegt til jafns verið
sveitalífið.
Mannamyndir eru þama marg-
ar, bæði af bændum og fyrirmönn-
um. Lefolii, kaupmaður á
Eyrarbakka, stendur þarna
bísperrtur en í fasi hans má lesa
heldri manna svip þann sem slíkir
komu sér upp fyrr á tímum, hátt
yfir alþýðu hafnir. Þannig gat eng-
inn íslenskur bóndi litið út, ekki
einu sinni prestur eða sýslumaður.
Á Melstað gistu leiðangursmenn í
nokkra daga. Þar rákust þeir á
kjörið mótíf: prestinn sjálfan, séra
Þorvald Bjamason. Um hann segir
í myndartexta: »Hann var at-
kvæðamestur Melstaðarklerka á
síðari öldum, búmaður góður og
hestamaður, stórorður og hrein-
skilinn, ljóngáfaður og lærður vel.«
Textahöfundi hefur ekki þótt hlýða
að bæta því við að séra Þorvaldur
var ekki heldur neinn bindindis-
maður!
Mynd er af Kristni Jónssyni,
þeim sem vann sér til frægðar að
villast úr Eyjafirði suður yfir öræf-
in þver og endilöng og alla leið
suður í Ámessýslu 1898, fótgang-
andi, nestislaus og vanbúinn til
langferðar.
Og lærdómsmaðurinn, Björn M.
Ólsen, er myndaður þar sem hann
stendur úti fyrir dyrum hjá Jónas-
sen landlækni. Öræður er svipur
hans enda var Ólsen sagður maður
dulur; og ekki allra. Útlitið ber
með sér að ekki fer þar búandmað-
ur. En ekki minnir Ólsen heldur á
Lefolii kaupmann. Manngerð hver
mótaðist af þjóðemi, stétt og stöðu.
Og einstaklingseinkennin voru þá
greinilegri en nú.
Undrun hlýtur að vekja hve
myndirnar eru flestar ljósar og
skýrar. Ljósmyndatæknin var ekki
á þessum árum komin hálfa leið á
við það sem nú er. Menn unnu það
upp með vandvirkninni.
Rit þetta er að ýmsu leyti sam-
bærilegt við íslenska sögustaði
eftir Kalund sem allt er líka komið
út á íslensku. Athuganir Bruuns
eru þó miklum mun víðtækari og
höfða í raun meira til okkar íslend-
inga. Hið mikla og fjölskrúðuga
myndefni og prýðilegur inngangur
Steindórs Steindórssonar auka svo
enn á gildi ritsins þannig að það
skírskotar í raun til hvers sem er,
alveg án hliðsjónar af áhuga á
formleifum, þjóðháttum og menn-
ingarsögu. Þetta er í einu orði sagt:
öndvegisrit.