Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 20

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Umskipti án breytinga Bækur Björn Bjarnason Perestrojka. Höfundur: Mikhaíl Gorbatsjov. Útgefandi: Iðunn. 204 bls. Reykjavík 1987. Ekki hefur farið fram hjá nein- um, sem fylgíst sæmiiega með þvf, er hæst ber í fréttum hverju sinni, að Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, hef- ur sent frá sér bók. Var hún gefm út samtímís hínn 18, nóvember 'sl. í fjölmörgum löndum, meðal annars á íslensku. Hvorkí meira né minna en 10 þýðendur iögðu hart að sér við að íslenska bókina undir rit- stjóm Heimis Pálssonar. Fullu nafni heitir bókin: Perestrojka, ný hugs- un, ný von. Vekur strax athygli, að notað er rússneska orðið per- estrojka í bókartitlinum. Hvers vegna mátti ekki nota ísienska orð- ið umskipti, sem þýðendur hafa valið, þar sem rússneska orðið er þýtt? Var það skilyrði af hálfu höf- undar að rússneska orðið væri notað? Perestrojka ásamt orðinu glasnost hafa orðíð einskonar vöru- merki fýrir þá stefnu, sem Gorb- atsjov hefur boðað frá því að hann tók við völdum aðalritara í mars 1985. Segja má að krafan um að þessi orð séu notuð um stefnu Gorb- atsjovs sé jafn klókt áróðursbragð og þaulskipulögð auglýsinga- mennska í tilefni af útgáfu bókar Gorbatsjovs. Hvað orðin þýða skipt- ir flesta frekar lítlu máii að því er virðist; perestrojka og glasnost eru orð, sem menn nota og segja: Eru þau ekki til marks um að Gorb- atsjov er að breyta sovésku þjóð- félagi? Þegar hugað er að nafní þessarar bókar á íslensku, vaknar spuming eins og þessi: Hefði verið unnt að gefa út bók á íslensku um stefnu Franklins Roosevelt, Banda- ríkjaforseta, undir heitinu New DeaP. Á liðnu sumri vakti það athygli, hve lengi Gorbatsjov var fjarverandi frá Moskvu. Hann kom hvergi fram opinberlega og í sovéskum sjón- varpsfréttatímum voru lesin frá honum bréf til hinna og þessara. Minnti sá háttur á tíma forvera hans, veikra. og aidurhniginna. Grunsemdum vegna fjarveru Gorb- atsjovs var meðal annars svarað á þann veg, að hann væri að skrifa bók. Hvort sem það er rétt eða ekki, að Gorbatsjov hafi eytt sumar- leyfi sínu í ágúst til að skrifa þá bók, sem hér er til umræðu, er víst, að hann hefur líklega ekki þurft mjög langan tíma til að taka hana saman. Mér fannst eins og ég væri að lesa 200 blaðsíðna ræðu, sem kynní að vera samín af áróðurs- mönnum og öðrum huldumönnum. Að vísu mun betur þýdda ræðu heldur en langa texta, sem stundum berast á íslensku frá Novosti, áróð- ursskrifstofu sovéska sendiráðsins í Reykjavík, og ekkí eins klisju- kennda og ræðumar eftir Brezhnev á sínum tíma. Sú saga var sögð um Brezhnev, að hann hefði eitt sinn staðið og lesið eína af ræðum slnum tvisvar yfir sömu áheyrend- um; höfundur ræðunnar hefði gleymt að taka afritið til sín! Sömu sagnameistarar í Sovétríkjunum spyrja nú: Er perestrojka og glas- nost að bera árangur? Já, er svarað, ekki í Sovétríkjunum heldur á Vest- urlöndum! Athyglisvert er, að Gorbatsjov lítur yfir forvera sína og beínt tíl Leníns sjálfs: „Lenln lifir enn í hug og hjarta milljóna manna," segir hann og skömmu síðar: „Þótt fár- sjúkur væri hafði Lenín þungar áhyggjur af þvf hvemig sósíalism- anum reiddi af. Hann skynjaði leyndar hættur sem ógnuðu hinni nýju skipan. Við hljótum líka að skilja þær áhyggjur. Hann sá að sósíalismans biðu gífurleg óleyst vandamál og hann hlaut að þurfa að stríða við margt af því sem mis- tekist hafði f byltingu borgarastétt- arinnar. Því var gripið til aðgerða sem ekki virtust samrýmast innsta eðli sósíalismans eða riðu að minnsta kosti að sumu leyti í bága við almennt viðurkenndar hug- myndir um sósíalfska þróun." Hvemig skilur sú þjóð þetta, sem í 70 ár hefur verið alin upp við óskeikulleika Leníns? Hún hlýtur að skilja hin tilvitnuðu orð á þann veg, að þótt einhveijir saki Gorb- atsjov um að ganga gegn viðteknum hugmyndum um sósfalíska þróun, sé hann ekki á meirí villigötum en sjálfur Lenín. „Það var Lenfn sem benti á nauðsyn þess að saman færu almannaeign á framleiðslu- tækjum og persónulegir hagsmunir einstaklinga og þetta er kjami stefnu okkar, lykillinn að þeírri rót- tæku endurskipulagningu efna- hagslífsins sem við ætlum okkur að hrinda í framkvæmd," segir Gorbatsjov á einum stað og skömmu síðar: „Búa verður fyrir- tækjum skilyrði sem hvetja til samkeppni í efnahagslífinu til heilla fyrir hag neytandans og tekjur starfsmanna verður í einu og öllu að miða við þær undirtektir sem framleiðslan fær, gróðann." í bók sinni tekur Gorbatsjov af öll tvfmæli um að hann ætli af ganga gegn sósfalísmanum. Hann leggur jafnframt ríka áherslu á það, hvað eftir annað, að f Sovétríkj- unum þurfi að breyta sálarástandí manna ekki sfður en fyrirkomulagi við rekstur fyrirtækja. Gorbatsjov segist að ósk útgefenda sinna hafa bætt sýnishomum af bréfum til sín í handritið. Einn bréfritari kemst þannig að orði: „Þér hafið læknað okkur af félagslegri deyfð og sinnu- leysi og kennt okkur að trúa á eigin MIKHAÍL CORBATSJOV íferestiojka NÝHUGSUN NYMDN mátt, réttlæti og lýðræði. . .“ Ein- mítt þetta vírðist vera eitt helsta markmið með pprestrojka, að ýta við sovéskum verkalýð og reyna að koma honum upp úr stöðnuðu fari. Þegar Gorbatsjov tók við völdum blöstu við tveir kostir: áframhald- andi stöðnun og síðan afturför annars vegar og átak gegn stöðnun- inni í von um framfarir. Gorbatsjov valdi auðvítað síðari kostinn. Hann hefur sagt f mörgum orðum, hvaða leið eigi að fara að markmiðinu. Nú er þess beðið með vaxandi óþreyju að eitthvað gerist. Vest- rænar þjóðir geta ekki annað en beðið eins og aðrir; það getur ekki verið undir þeim komið, hvort Gorb- atsjov situr lengi eða stutt við völd. Því ræður sovéska kerfið, sem er andstætt öllum breytingum. í nýlegu viðtali við bandarískan sjónvarpsmann reyndi Gorbatsjov eftir bestu getu að haga seglum sínum þannig, að hann gæti bæði veríð maður breytínga og þó tals- maður óbreyttrar stjómskipunar í Sovétrfkjunum, þar sem einn flokk- ur hefur allt í hendi sér og ætlar ekki að sleppa neinu. Þessa leið reynir hann einnig að fara í bók sinni. Hann brýst aldrei út úr viðjum hins sovéska stjórnkerfis og lýsir ekki yfir neínu, sem túlka má sem breytingu á meginstefnunni. í sfðari hluta bókarinnar ræðir hann um utanríkísmál og samskíptin við aðr- ar þjóðlr. Þar segir hann meðal annars frá því, að hann hafi rætt við forsætisráðherra nokkurra Evrópuríkja, þeirra á meðal Stejngrím Hermannsson. Ég var í Moskvu þá daga, sem Steingrímur Hermannsson dvaldist þar með fylgdarliði sínu. Kvöldið áður en Steingrímur kom þangað sendi Tass-fréttastofan út þá frétt, að sovéska stjómin hefði fallið frá skilyrði sínu um að semja ekki um upprætingu á meðaldrægum eld- flaugum nema Bandaríkjamenn takmörkuðu geimvamaáætlun sína. Við heimkomuna skildist mér, að ýmsir hefðu tengt þessa yfirlýsingu komu Steingrfms til Moskvu. Kom það mér í opna skjöldu, því að ég skýrði ís'ensku sendinefndinni frá þessari tilkynningu Tass og benti henni á, að koma Steingríms kynni að vekja meiri athygli en ella fyrir bragðið. í bók sinni segir Gorb- atsjov, að viðræður hans við al- þjóðlega menntamenn á þingi í Moskvu um kjamorkulausan heim hafí haft mikil áhrif á sig. „Ég ræddi niðurstöður þingsins við fé- laga mína i framkvæmdanefnd sovéska Kommúnistaflokksins og við ákváðum að gera nýja meiri háttar tilslökun. Leysa utan af Reykjavíkurpakkanum og skilja málefni meðaldrægra flugskeyta í Evrópu frá hinum atriðunum," seg- ir Gorbatsjov og minnist ekki á Steingrím. Á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn að lokinni Moskvuför- inni sagði Steingrímur Hermanns- son frá því, að Gorbatsjov hefði sagt, þegar þeir ræddu um ferða- frelsi, að menn skyldu bara bíða og sjá, sovéskir borgarar ættu eftir NYIR LAMPAR MEÐ KÍNA SKERMUM... HÖFÐABAKKA 9. SlMI 685411 LAUGAVEGI 40 REYKJAVÍK SÍM116468 að njóta þessa frelsis jafnvel um- fram Bandaríkjamenn. Hvergi minnist Gorbatsjov á neitt í þessa veru í bók sinni. Þegar þeir kaflar bókarinnar, sem §alla um utanríkismál eru lesn- ir, verður erfiðara en áður að átta sig á því, hvaða erindi Steingrímur - Hermannsson, utanríkisráðherra, taldi sig eiga á blaðamannafund í tilefni útkomu hennar. Að öðrum þræði er Gorbatsjov að bera sig upp undan því, að ýmsum þykir nóg um hemaðarmátt Sovétríkjanna og telja, að ætlunin sé að beita honum til að auka yfirráð þeirra og styrkja áhrifamátt valdhafanna í Kreml. Hann kvartar undan „óvinaímynd- inni". Á hinn bóginn leggur hann ríka áherslu á mikilvægi sovéska hersins og kjamorkuheraflans og að Sovétríkin séu veldi á borð við Bandaríkin; við Bándaríkjamenn ætli Sovétmenn að ræða um framtíð mannkyns. Til Evrópu lítur hann ofan af stalli sínum eins og til fólks- in í Sovétríkjunum og vill þó láta svo lítið að tala fyrir munn Evrópu eins og sovéska almúgans. Hann segist hafa komist að þeirri niður- stöðu, að Evrópa sé sameiginlegt heimili okkar. Og lýsir því með þess- um yfirlætisfulla hætti, hvemig hann uppgötvaði þessi sanníndi: „Eftir að hafa vanið mig við nýj- ar horfur í stjórnmálum gat ég ekki lengur samþykkt á gamla mátann hinn marglita pólitíska upp- drátt af Evrópu sem líkist helst bútasaumsteppi. Sú álfa hefur feng- ið meira en sinn skammt af stríði og tárum. Hún hefur fengið nóg. Þegar ég renndi sjónum yfir þetta langþjáða land og íhugaði hinar sameiginlegu rætur evrópskrar menningar, sem er svo fjölbreytt en í grundvallaratriðum þó ein og söm, skynjaði ég af vaxandi skarp- skyggni hve glima hemaðarblok- kanna er tilbúin og stundleg, hversu úrelt járntjaldið er. Svona hef ég líklega fengið hugmyndina um sam- eiginlegt evrópskt heimili og á réttu augnabliki varð þetta orðtak til af sjálfu sér á tungu minni." Svona skrifa ekki aðrir um sjálfa sig en menn, sem eru sannfærðir um, að þeir hafi sögulegu hlutverki að gegna. Athyglisvert er, að þama notar höfundur orðið ,jámtjald“, sem Sovótmenn hafa talið til marks um ofstæki andstæðinga sinna á Vesturlöndum. Á hinn bóginn forð- ast Gorbatsjov að nefna smánar- múrinn í Berlín, sem er áþreifanleg- asta dæmið í Evrópu um uppgjöf kommúnismans gagnvart fijálsræði og velmegun Vesturlanda. Oftar en einu sinni ber hann sig upp undan þeim orðum Ronalds Reagan, að Sovétríkin séu „keisaradæmi hins illa“ og segir meðal annars á einum stað: „Ég játa opinskátt að það sem við vitum um Bandaríki Norður- Ameríku styrkir ekki sannleiksgildi hugmyndarinnar um dýrlega höll á hæðarbrún. Ég get fullyrt jafnhik- laust að við lftum ekki á Bandaríkin sem „keisaradæmí hins illa“. Gorbatsjov skilgreinir sjálfan sig sem arftaka Leníns. Á sinn hátt boðar hann byltingu heima fyrir og vill leggja sig fram um að ná vin- sældum utan Sovétríkjanna. Hann er einhver mesta áróðurssprengja, sem kastað hefur verið frá Kreml síðan Khrústsjov leið. Við eigum enn eftir að sjá áhrifin. Bókin Per- estrojka er eitt brot þessarar sprengju. Bægslagangurinn í kring- um útgáfuna sýnir vel, að Sovét- menn kunna að spila á vestrænt auglýsingakerfi og höfða til hé- gómagimdar margra andspænis hinu dularfulla valdi innan Kremlar- múra. Heimi Pálssy'ni hefur farið rit- stjóm á þýðingu þessarar bókar vel úr hendi. Þess sjást ekki merkl, að það verk sé unnið af tíu mönnum. I flestu get ég sætt mig orðaval; þó hallast ég að því að pólítburo sé kallað stjómmálaráð á íslensku en ekki forsætisnefnd. Á einum stað stendur: „Hér var ekki lagður meg- inþungi á fækkun kjamavopna eins og í Salt I og Salt II samningunum heldur á hraða útrýmingu þessara vopna.“ Hér hlýtur að vera um misskilning í þýðingu að ræða. í Salt-samningunum var samið um takmörkun vígbúnaðar en ekki beina fækkun kjamorkuvopna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.