Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 38

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 LEIÐTOGAFUNDURINN I WASHINGTON Viðræður Reagans og Gorbatsjovs hefjast í Washington: Búist við samkomulagi um fækkun langdrægra vopna Washington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. BANDARÍSKIR sérfrœðingar og stjórnmálaskýrendur telja líklegt að leiðtogar risaveldanna, þeir Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti nái bráðabirgðasamkomulagi um að stefna að helmings fækkun langdrægra kjamorkueldflauga á fundum þeirra, sem hefjast í dag hér í Washington. Samningur um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkuflauga á landi verður undirritaður siðdegis í dag en samningamenn risaveldanna i Genf luku við gerð hans á laugardag. Ronald Reagan á í útistöðum við ihaldssama þingmenn Repúblikanaflokksins, sem lagst hafa gegn samningnum um meðaldrægu flaugarnar. Nái leiðtogamir vemlegum árangri i viðræðum um fækkun langdrægra kjamorkuvopna er talið að andstaða ihaldsmanna við samninginn um meðaldrægu flaugamar muni fara harðnandi, sem kann að tefja fyrir staðfestingu hans. Max Kampelman, aðalsamninga- ríkjaþings, sem lögum samkvæmt maður Bandaríkjastjómar í Genf, sagði í viðtali á sunnudag að hann teldi hugsanlegt að unnt yrði að ganga frá samkomulagi um helm- ings fækkun langdrægra kjarnorku- flauga í mars eða apríl á næsta ári. „Ég tel að líkumar séu góðar," sagði Kampelman orðrétt. Líklegt er talið að þeir Reagan og Gorbatsjov verði ásáttir um að fela samningammön- um í Genf að vinna að drögum þess háttar sáttmála og að þessi verði helsta niðurstaða fundarins í Was- hington. Geimvarnaáætlunin Varðandi deilu risaveldanna um geimvamaráætlun Bandaríkja- stjómar er talið líklegt að samkomu- lag náist um að virða hefðbundna túlkun ABM-sáttmálans um tak- markanir gagneldflaugakerfa í átta til tíu ár. Þessi túlkun samningsins tekur fyrir tilraunir með vopn í geimnum. Bandaríkjamenn segjast vera reiðubúnir til að virða þessa túlkun hans í sjö ár en Sovétmenn vilja að þeir skuldbindi sig til að fara í öllu eftir ákvæðum hans í tíu ár. Ólíklegt má telja að þessi ágrein- ingur komi í veg fyrir árangursríkar viðræður. Svo virðist sem Sovétmenn hafi breytt um afstöðu til geimvamará- ætlunarinnar, ekki síst eftir að Gorbatsjov lýsti því yfir í sjónvarps- viðtali á dögunum, að Sovétmenn ynnu einnig að slíkum rannsóknum. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi á sunnudag, að í raun væri enginn ágreiningur um geimvamir. Sovétmenn teldu áætlun Bandaríkjastjómar óframkvæman- lega, en þeir hefðu hins vegar af því áhyggjur að tilraunir og rann- sóknir á þessu sviði gætu leitt til þess að enn ógnvænlegri vopn en nú þekkjast yrðu þróuð og smíðuð. Ihaldsmenn óánægðir með tilslakanir Reagans Bandarískir íhaldsmenn telja að Reagan forseti hafi í raun kveðið upp dauðaóm yfir geimvamaráætl- uninni. Hann sé reiðubúinn til að virða hina þröngu túlkun ABM- sáttmálans, sem tekur fyrir beinar tilraunir með geimvopn. Hins vegar séu tilraunir nauðsynlegar til að ganga úr skugga um að áætlunin sé í rauninni framkvæmanleg. Þarna sé því augljóslega um mótsögn að ræða, sem forsetinn hafi ekki gert sér grein fyrir. Margir íhaldsmenn hafa lýst því yfír í viðtölum að þeir hafi verulegar áhyggjur af viðræðum forsetans við Gorbatsjov. Þá hafa ummæli Reagans í sjón- varpsviðtali á fimmtudag vakið ákafa reiði meðal hinna íhalds- samarí flokksbræðra forsetans. Þar sagði Reagan að andstæðingar sam- komulagsins um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga hefðu ekki kynnt sér sáttmálann og bætti við að svo virtist sem „ákveðn- ir menn“ teldu að stríð milli stórveld- anna væri „óhjákvæmilegt". Telja stjórnmálaskýrendur að þessi um- mæli verði síst til að flýta fyrir staðfestingu öldungadeildar Banda- þarf að leggja blessun sína yfir sátt- malann. Hefur forsetinn mátt þola gífuryrði og skammir vegna þessara ummæla og hafa flokksbræður hans aldrei gagnrýnt hann á svo óvæginn hátt frá því hann komst til valda. Drögin að sáttmálanum lögð á Reykjavíkur- fundinum Þó svo að samkomulagið um með- aldrægu flaugarnar taki einungis til lítils hluta kjamorkuherafla risaveld- anna er litið svo á að undirritun þess sé mjög mikilvæg. Stórveldin hafi í fyrsta skipti veitt upplýsingar um fjölda kjamorkuflauga og sam- setningu kjamorkuheraflans, sem sé ákaflega þýðingarmikið skref í átt að auknu trausti í samskiptum ríkjanna. Hin afdráttarlausu og skýru eftirlitsákvæði samningsins geti ennfremur komið að notum í frekari viðræðum um fækkun kjam- orkuvopna. Max Kampelman lagði ríka áherslu á þetta atriði á sunnu- dag og minntist sérstaklega á mikilvægi leiðtogafundarins í Reykjavík á síðasta ári. Sagði hann fjölmiðla hafa lagt rangt mat á nið- urstöður fundarins því einblínt hefði verið á ágreining leiðtoganna um geimvamaráætlunina. Hins vegar hefðu drög að sáttmálanum, sem undirritaður verður í dag, verið lögð í Reykjavík, auk þess sem leiðto- gamir hefðu orðið ásáttir um að stefna að helmingsfækkun lang- drægra kjamorkuvopna. Líklegt er að fundurinn í Washington muni að mjög mörgu leyti verða svipaður og fundurinn í Reykjavík. Leiðtogarnir' munu tæpast undirrita bráðabirgða- samkomulag um helmings fækkun langdrægra flauga heldur ná sam- komulagi um hvert beri að stefna í frekari viðræðum. Horfur í við- ræðum risaveldanna Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi fallið frá kröfum sínum um leyfilegan hámarksfjölda einstakra vopnagerða, sem kann að reynast ákaflega þýðingarmikil tilslökun. Mikill meirihluti langdrægra kjarna- odda Bandaríkjamanna. eru í kaf- bátaeldflaugum og hafa þeir reynt að þvinga Sovétmenn til að fallast á að fækkun kjarnaoddanna taki einkum til eldflauga á landi. Einung- is Í6% langdrægra kjamaodda Bandaríkjamanna eru í landflaugum og hafa þeir ekki uppi áform um að fjölga þeim. Sovétmenn njóta hins vegar yfirburða á þessu sviði og er þeim umhugað um að leyfilegur hámarksfjöldi kafbátaeldflauga verði takmarkaður. Sovétmenn hafa Iöngum lagt mesta áherslu á þróun og smíði langdrægra landeldflauga og er SS-18-flaugin, sem hægt er að flytja stað úr stað með skömmum fyrirvara, almennt talin öflugasta langdræga kjarnorkuvopnið. Samningamenn Bandaríkjastjóm- ar hafa lagt á það ríka áherslu að nauðsynlegt sé að ná samkomulagi um að hreyfanlegar langdrægar kjamorkueldflaugar verði bannaðar þar sem eftirlit með hreyfanlegum vopnum sé í raun óframkvæmanlegt. Reuter Holræsi innsigluð Vestur í Washington hafa ver- ið gerðar gífurlegar öryggis- ráðstafanir vegna leiðtoga- fundarins og ekkert látið tilviljunum eftir. Hér á mynd- innin má borgarstarfsmann rannsaka holræsi fyrir fram- an sovéska sendiráðið við 16. tröð. Að því loknu var ræsið innsiglað. Bandarískur fréttamað- ur handtekinn í Moskvu - kvikmyndaði mótmæli gyðinga New York, Reuter. BANDARÍSK stjórnvöld sögðust á sunnudag myndu leggja fram formleg mótmæli vegna hand- töku bandarísks fréttamanns í Moskvu. Fréttamaðurinn var handtekinn þegar hann fylgdist með mótrnælum gyðinga gegn stefnu Sovétríkjanna í málefnum fólks sem vill flylja úr landi. Honum var sleppt eftir stutt varðhald. Að sögn Rozanne Ridgeway, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, verður meðferð á Peter Amett, yfirmanni sjónvarpsstöðv- AP Handtaka Arnes á sunnudag. arinnar CNN í Moskvu, mótmælt og tryggt verður að honum verði sleppt úr haldi. „Við munum senda formleg mótmæli í dag og reyndar höfum við þegar brugðist við í Moskvu, til þess að tryggja að hann fái að fara frjáls ferða sinna og kæmr á hendur honum falli niður,“ sagði Ridgeway í gær í viðtali við CNN. Amett var tekinn höndum er hann og samstarfsmenn hans kvik- mynduðu mótmæli sovéskra gyð- inga á sunnudag. Mótmæli gyðinganna vom stöðvuð með því fólk í opinberri „friðargöngu" flykktist á staðinn, götum í grennd- inni var lokað og hópnum dreift. Að sögn CNN var Amett leystur úr haldi skömmu eftir handtökuna. Rússar stunda sjálfir um- fangsmikla. geimvamaáætlun St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. MÍKHAÍL Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, lýsti þvi yfir i viðtali við fréttamann bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar NBC síðastliðinn þriðjudag, að Sovétmenn hefðu sjálfir stundað rannsóknir og tiiraunir í sambandi við geimvamir. Sunday Times segir siðastliðinn sunnudag, að geimvamaáætlun Sovét- manna hafi verið umfangsmeiri en almennt hafi verið talið. Um 25.000 manns vinni við rannsóknir henni tengdar og til hennar renni yfir 80 milljarðar ísl. kr. á ári. Gorbatsjov er fyrsti Sovétleið- toginn, sem viðurkennir, að rann- sóknir á geimvopnum hafí átt sér stað í Sovétríkjunum. Lengi hefur verið vitað á Vesturlöndum, að Sovétmenn ynnu að gerð geim- vopna og tilraunum með þau, en The Sunday Times segist hafa heimildir fyrir því, að þessar rann- sóknir séu mun viðameiri en almennt hafl verið ljóst. Með grein- inni er teiknuð mynd af sovéskum vamarskildi, svipuðum þeim sem stjómvöld í Bandaríkjunum hafa notað til að lýsa hugmyndinni að baki geimvamaáætluninni. Þessi mynd er tekin úr sovésku herfræð- itímariti frá árinu 1982, ári áður en Reagan Bandaríkjaforseti lýsti yfir, að hafín væri vinna við banda- rísku áætlunina. Blaðið segir, að það hafí _aldrei verið ljóst í Vestur-Evrópu og Bandarikjunum, hve umfangsmikl- ar þessar rannsóknir væru. Yfir- völd í Bandaríkjunum hafi aldrei gert eins mikið úr þeim og efni stæðu til, af ástæðum sem ekki væru Ijósar. Rannsóknimar fara fram á níu stöðum víðs vegar í Sovétríkjunum, og talið er, að yfir 10.000 vísinda- menn vinni við rannsóknir á leysi- geislavopnum. Nú þegar geta Sovétmenn skotið niður gervihnetti og geimstöðvar með eldflaugum og blindað skynjara á gervihnöttum með leysigeislum. Markmiðið með rannsóknunum er að smíða kerfi, sem getur grandað kjamorkuflaug- um, sem skotið væri að Sovétríkj- unum, með leysigeislum og gammageislum. Talið er, að-Sovétríkin hafi í lok áttunda áratugarins verið á undan Vesturlöndum í þróun geimvopna. Nú er talið, að þeir séu á svipuðu stigi og Bandaríkjamenn í geisla- vopnum. Vesturlönd standa Sov- étríkjunum mun framar í tölvubúnaði, en enn hafa ekki verið leyst ýmis þau vandkvæði, sem bandaríska geimvamaáætlunin skapar fyrir tölvur. Ef kerfið á að koma að gagni, verða þær að geta leyst nokkra milljarða af jöfnum á sekúndu til að geta brugðist hratt og rétt við áráis. Ekki er búist við, að fullbúið geimvamakerfi geti orðið nothæft á næstu 30 árum, en á miðjum næsta áratug ætti að vera hægt að taka einfaldaða útgáfu þess í notkun. Viðurkenning Gorbatsjovs á geimrannsöknum Sovétmanna kom sérffæðingum á Vesturlöndum á óvart. Talið er, að hún þjóni þvi markmiði, að nú sé hægt að semja um það í smáatriðum, hvaða rann- sóknir séu heimilar í ljósi sam- komulags stórveldanna um gagneldflaugakerfi, ABM-samn- ingsins svokallaða. En samningur um aðstöðva þróun oguppsetningu geimvopna er mikilvægur Sovét- mönnum, því að talið er, að þeir eigi erfitt með að leggja meira fé í rannsóknir á þessu sviði. Á yfir- standandi ári veittu Bandaríkja- menn um 140 milljörðum ísl. kr. til geimvarnaáætlunarinnar. Fyrir þessari frétt eru bornir heimildamenn í bandarísku leyni- þjónustunni og breska vamarmála- ráðuneytinu. í þessu samhengi er rétt að minna á tvennt. í fyrsta lagi voru ýmsar þær rannsóknir, sem Reag- an felldi undir geimvamaáætlun- ina, löngu hafnar og hefðu náð frarn að ganga, hvort sem geim- vamaáætluninni hefði verið hmnd- ið af stað eða ekki. í öðm lagi hafa sérfræðingar í varnarmálum í Bandaríkjunum ekki efast um gildi ýmissa þeirra rannsókna, sem ffam fara innan ramma áætlunar- innar, heldur fyrst og fremst um þá hugmynd forsetans, að unnt sé að gera heldan vamarskjöld gegn kjamorkuárás. Mikið af þeim rann- sóknum, sem fer fram í tengslum við geimvamaáætlunina, á sér því lengri aðdraganda en ræður forset- ans 1983.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.