Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 39 Frekari uppræting kjarnavopna Evrópu tenefd hefbundnum vopnum Lundúnir, Reuter. JL V.^ JL Margret Thatcher og Míkhail Gorbatsjov ræða saman á Bretlandi i gær, en þar kom Gorbatsjov við á ferð sinni til Bandaríkjanna. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær Sovétleiðtogann Míkhaíl Gorbatsjov til þess að stefna að umtals- verðri fækkun á langdrægum kjarnorkuflaugum og útrýmingu efnavopna. Thatcher sagði skömmu eftir að heimsókn Gorbatsjovs var lokið að hún tengdi frekari kjarnorkuafvopnun í Evrópu við samdrátt hefðbundins herafla Varsjárbandalagsins, þar sem hann væri mun stærri en herafli Atlantshafsbandalagsins. Gorbatsjov kom við á Englandi Thatcher sagði að Bretar myndu í gærmorgun, en þaðan hélt hann ekki ræða um sjálfstæðan kjam- áfram til Washington, þar sem hann verður gestur Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, fram á fimmtu- dag. Sovétleiðtoginn gerði stuttan stans á Bretlandi, en þau Thatcher áttu saman gagnlegar viðræður á herflugvellinum, þar sem vél Gor- batsjovs lenti. orkuherafla sinn fyrr en risaveldin hefðu fækkað langdrægum kjarn- orkuvopnum sínum um 50%. „Ég sé ekki að það sé svigrúm fyrir frek- ar kjarnorkuafvopnun í Evrópu fyrr en jafnvægi er náð í hefðbundnum vígbúnaði og efnavopnum hefur verið útrýmt“, sagði Thatcher á TASS: Reuter Raísa heimsækir skólabörn Meðan eiginmaður hennar ræddi við Margaret Thatcher heimsótti frú Raísa Gorbatsjova barnaskóla í grenndinni. Þar hlýddi hún á börnin syngja jólasálm og horfði á leikrit um fæðingu frelsarans. Frú Raísa var íklædd loðkápu og var henni vel tekið af börnun- um, sem veifuðu breskum og sovéskum fánum. Hún tók tvö þeirra í faðm sér og heilsaði þeim með orðunum: „Halló, góðan dag! Það er gott að vera aftur í landi ykkar“, en túlkur sneri orðunum á ensku. Sakar USIA um ill- girnislegan áróður Moskvu, Reuter. SOVÉSKIR fréttaskýrendur réðust á sunnudag harkalega á USIA, upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Var ástæðan upplýsingapakki, sem stofnunin hefur dreift til fréttamanna i Washington í tilefni leiðtoga- fundarins, og var pakkanum meðal annars lýst þannig, að hann væri „illgirnisiegur andsovéskur grautur", sem aukin heldur væri fullur af ranghermum. „Ekkert mikilvægt augnablik f sögu Sovétríkjanna er rakið án þess að um afskræmingu sannleikans sé að ræða,“ sagði fréttastofan TASS um upplýsingapakkann. í fréttatíma sovéska ríkissjón- varpsins sagði Valentín Zorín að hinn „illgirnislegi andsovéski grautur" væri kominn frá USIA, sem hann lýsti sem áróðursmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Að sögn bresku útvarpsstöðvarinn- ar BBC, sem fyldist með útsending- unni, sagði Zorín að bandarískur almenningur biði leiðtogafundarins mep óþolinmæði og von í bijósti, reyndu „viss áhrifamikil öfl nú að eitra fyrir andrúmsloftinu á allan mögulegan hátt.“ Var gefið í skyn að upplýsingastofnunin vildi með þessu stuðla að þvf að leiðtogafundur- inn færi út um þúfur. Samkvæmt TASS var upplýsinga- pakkinn fullur af „endurteknum og útslitnum uppspuna um brot á lýð- ræðinu, mannréttindum og samning- um við önnur ríki.“ Sjá einnig nánari fréttir af leiðtoga- fundinum á miðopnu. Reuter blaðamannafundi. Gorbatsjov er fyrsti Sovétleið- toginn sem heimsækir Breta frá því að Níkíta Khrústsjov kom til Bret- lands árið 1956. Eftir viðræður þeirra Thatchers var haldinn stuttur blaðamannafundur og lýstu bæði yfír ánægju sinrii með viðræðurnar. Sagðist Gorbatsjov vonast til þess að leiðtogafundurinn í Washington myndi „hjálpa okkur fram veginn . . . við uppbyggingu al- þjóðlegra samskipta með betri og ýtarlegri samvinnu og gagnkvæm- um skilningi.“ Thatcher sagði að framfarir á tveiniur sviðum gætu stuðlað að því að samkomulag tækist um helm- ingsfækkun langdrægra kjamorku- vopna. Annars vegar þyrftu Sovétftienn og Bandaríkjamenn að koma sér saman um sameiginlega tímaáætlun um rannsóknir á geim- vamaáætlunum sínum og hins vegar þyrftu bæði ríkin að fara að ákvæðum gagnflaugasáttmáisans frá 1972. Forsætisráðherrann kom þessari tillögu bréflega á framfæri við Reagan í síðustu viku. Thatcher sagðist hafa gert Sov- étleiðtoganum það fyllilega ljóst að kjamorkuherafli Breta væri ekki til umræðu fyrr en risaveldin hefðu skorið langdrægar flaugar sínar niður um meira en 50%. Sagði hún að kjamorkuvopn Breta væm ætluð hugsanlegum óvini til lokafælingar ef allt annað biygðist. Kjamorku- heraflinn væri eins lítill og hann frekast gæti orðið og því ekki hægt að minnka hann. Thatcher sagðist vona að leið- togafundurinn tækist eins og best yrði á kosið og um sáttmálann um upprætingu skamm- og meðal- drægra flauga sagði hún: „Ég mun finna til sömu tilfinningar og Reag- an forseti og Gorbatsjov á morgun þegar sáttmálin verður undirritaður — að einhveiju hafi verið áorkað." AUGLYSING Gísli Thoroddsen, matreiðslumaður Óðinsvéa, við hið gimilega jólahlaðborð. „Danskar“ jólakræs- ingar í Oðinsvéum Undanfarin 7 ár hefur veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg hoðið uppá jólahlað- borð eins og best gerist hjá frændum okkar Dönum í tilefni jólanna. Þar finnast alls kyns gómsætar kræsingar, sem einkenna hinn sérstæða og góða matarsmekk Dana. Máþar m.a. nefna: Svínasteik, kjötbollur, marinerað svínakjöt, lifrarkæfu, svínasteik m/eplum, spægipylsu, svínarúllupylsu, svínasultu, grísaskanka, marineraða síld, steikta síld, vínsíld, brúnkál o.fl. í hádeginu alla daga til jóla verður jólahlað- borðið framreitt í veitingasal Óðinsvéa. Vissara að tryggja sér borð í tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.