Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 40

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Ráðherrafundur OPEC-ríkjæ Víkja sameigin- legir hagsmun- irfyrirpólitísk- um ágreiningi? Bahrain, Reuter. TAKIST ekki að leysa ágreining milli íraka og írana um olíuverð og f ramleiðslukvóta er eins líklegt að tilraunir OPEC-rikja til að lægja öldurnar á olíumarkaði fari út um þúfur. Fundur í Vín sem hefst á morgun gæti þá ekki kom- ið í veg fyrir verðfall olíunnar, segja sérfræðingar í markaðsmálum. Meginverkefni ráðherrafundar samtaka olíuframleiðenda verður áð ákveða olíuverð næsta árs og fram- leiðslukvóta sem myndu ekki stofna verðinu í hættu. Aukin spenna í sam- skiptum stuðningsmanna Irana og íraka hefur valdið því að menn efast um að OPEC-ríki megni að útkljá langvarandi ágreiningsefni sem tengjast gagnkvæmum ásökunum um að aðildarríki standi ekki við framleiðslumörk. Aðrir telja að þeim muni takast að ýta pólitískum ágrein- ingi til hliðar eins og svo oft áður til að hindra verðfail á borð við það sem átti sér stað árið 1986. Þá féll olía í verði um 60%. Aðildarríki OPEC við Persaflóa, Saudi Arabía, Kúwait, Qatar, Sam- einuðu arabísku furstadæmin, Iran og Irak framleiða nú tvo þriðju hluta þeirrar 18,35 milljarða tunna sem OPEC-ríki framleiða á degi hveijum. Reuter Fyrirmenn 12 Evrópubandalagfsríkja safnast saman til myndatöku undir Iok misheppnaðs leiðtogafundar. í baksýn er danska þinghúsið. Leiðtogafundur EB: Við biðum ekki afhroð en vorum býsna nærrí því seg-ir Poul Schliiter forsætisráðherra Dana Reutér Ihjólför föðurms Mark litli er aðeins fjögurra mánaða gamall, en faðir hans, Jlirgen Storm, er vörubílsstjóri. f stað þess að aka Mark um í vagni lætur Jttrgen fjarstýrðan bíl draga snáðann um skemmti- garða Vestur-Berlínar. Kaupmannahöfn, Reuter. LEIÐTOGAR Evrópubanda- lagsrikja náðu ekki samkomulagi um fjármál bandalagsins á tveggja daga fundi í Kaup- mannahöfn í síðustu viku. Þeir segjast þó hafa færst nær sam- komulagi á fundinum og að þeir muni reyna að ljúka verkinu í febrúar á næsta ári. Stjómarerinörekar segja að mis- heppnaður leiðtogafundur leiði ekki nauðsynlega til þess að málefni bandalagsins séu komin í hnút. Opinberlega var sagt að ákvörðun hefði verið frestað til neyðarfundar í Briissel í febrúar. Einu áþreifan- legu niðurstöður fundarins voru tilkynning um að fundað yrði að nýju eftir tvo mánuði auk yfirlýs- ingar um samskipti austurs og vesturs, ástandið í Miðausturlönd- um og Afganistan. „í raun afgreiddum við ekki fjár- málin en okkur tókst að ákveða að segja heiminum hvernig hann eigi að haga sér,“ sagði Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra Dan- merkur og kímdi. „Við biðum ekki afhroð en vorum nærri því,“ bætti Poul Schlúter, forsætisráðherra við. „Ef fundurinn í febrúar fer út um þúfur þá verður Evrópubandalagið í hrikalega erfiðri stöðu.“ Við tólf ríkjum bandalagsins blasir 24 milljarða króna fjárlaga- halli á næsta ári. Peningar verða uppurnir í lok næsta sumars ef leið- togunum tekst ekki að komast að sainkomulagi um minni útgjöld til landbúnaðar, aukin fjárframlög að- ildarríkja og stuðning við fátækari ríki bandalagsins. Ljóst var áð morgni seinni dags leiðtogafundarins hvert stefndi. Frakkar og Vestur-Þjóðveijar höfn- uðu málamiðlunartillögu Dana um hvernig leysa mætti ágreining um niðurgreiðslur til landbúnaðar. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands var óvenju sáttfús í Kaupmannahöfn og sagði að við- ræðunum loknum að menn hefðu færst nær samkomulagi um það hvemig ætti að takmarka fram- leiðslu á þremur fjárfrekustu afurðunum, kornmetijurtaolíu og baunum. „Eg held ótvírætt að það hafi verið betra að fresta samkomu- lagi til næsta árs frekar en að beija saman lélegt samning nú,“ sagði Thatcher. FjáiTnálaráðherrann í Rúmeníu rekinn Austurríki: Vín, Reuter. ' FORSETI Rúmeníu, Nicolas Ceausescu, sem berst nú gegn versnandi efnahagsástandi og óróleika í landinu, samfara versn- andi lífskjörum, hefur vikið fjármálaráðherra landsins úr embætti. Alexandru Babe, fjármálaráð- herra, var rekin úr embætti vegna þess að hann „uppfyllti ekki þær kröfur sem embættið krefst,“ að sögn opinberu fréttastofunnar Ager- pres á laugardag. Brottrekstur ráðherrans var tilkynntur þrem dög- um eftir fyrstu opinberu staðfestingu þess að til óeirða hafi komið í síðasta mánuði í Brasov, næststærstu borg landsins. Við embætti fjármálaráðherra tek- ur Gheorghe Parashchiv fyrrum aðstoðarviðskiptaráðherra. Tuttugu ráðherrar hafa verið reknir eða hafa skipt um störf síðan í ágúst síðastlið- inn. Að sögn vestrænna sendimanna í Rúmeníu er það ein helsta aðgerð Ceausescus til að reyna að bæta efnahagsástandið að reka embættis- menn. Stöðugur skortur er á matvælum og orku í landinu vegna aðgerða forsetans til að draga úr erlendum lánum. Róm: Waldheim knúinn til að segja af sér? Páfi og æðsti biskup grísk-kaþólskra hittast Chicago, Vfnarborg, Reuter. ALÞJOÐLEG rannsóknarnefnd sem kannar fortíð Kurts Waldheim, forseta Austurríkis, hefur ný gögn undir höndum sem leitt geta til afsagnar hans segir í frétt blaðsins Chicago Sun Times á sunnudag. Fyrrum yfirmaður Waldheims og helsti aðstoðarmaður hans hafa borið vitnisburð fyrir nefndinni þess efnis að deild Waldheims hafi í stríðinu borið ábyrgð á brottflutningi þúsunda gyðinga til útrýming- arbúða nasista. Blaðið greinir frá því að Alois Mock frá hinum hægrisinnaða Þjóð- arflokki í Austurríki hafí ákveðið að flokkur sinn muni hætta stuðn- ingi við Waldheim þegar niðurstöð- ur rannsóknamefndarinnar verða gerðar opinberar á næstu mánuð- um. Helmut Zilk borgarstjóri Vínar sagði á sunnudag að vissulega yrði fyrst verða leitað til Waldheims um álit á skýrslu rannsóknamefndar- innar en ólíklegt væri að forsetinn myndi „eiga síðasta orðið“. Zilk er fyrsti frammámaður í stjómmálum Austurríkis sem gefur í skyn að Waldheim muni þurfa að segja af sér í kjölfar niðurstöðu rannsóknar nefndarinnar. Zilk sagði ekki hvernig færi ef Waldheim myndi vilja sitja áfram en gaf í skyn að ákvörðun um slíkt væri ekki einung- is undir forsetanum komin. Waldeim sagði í síðustu viku að hann liti ekki á niðurstöðu nefndar- innar sem bindandi og að hann væri ákveðinn í að sitja út kjörtíma- bilið sem er sex ára langt. Hann neitar því að hafa átt aðild að stríðsglæpum en nefndin einbeitir sér að upplýsingum um að Wald- heim hafí verið vel upplýstur um brotttflutning á gyðingum frá Grikklandi til útrýmingarbúða nas- ista. Róm, Reuter. JÓHANNES Páll páfi og æðsti biskup grísk-kaþólsku rétttrún- aðarldrkjunnar, Dimitros fyrsti, báðust fyrir í sameiningu í Róm á laugardaginn. Eftir bæna- gjörðina sagði páfi að kirkju- deildirnar væru systur sem þyrfti að sameina. Páfi sagði að „ef aðskilnaður hefði átt sér stað.í gegnum aldirnar á milli kristinna í austri og vestri þá væri í dag hjartanlegur vilji og löngun til þess að kirkjudeildimar sameinuðust." Austrænar kirkju- deildir og rómversk-kaþólskar klofnuðu árið 1054 og bannfærði hvor um sig fólk hinnar kirkjudeild- arinnar. Æðsti biskup grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur verið í fimm daga heimsókn í Vatíkan- inu. Þetta er í sjötta sinn frá því kirkjudeildirnar klofnuðu að trúar- leiðtogar þeirra hittast. Jóhannes Páll páfi og Dimitri 1. ætluðu í gær að gefa út sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir sem stuðla eiga að sameiningu kirkjudeildanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.