Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Mikilvægar breytingar Með samkomulagi því, sem gert var innan ríkis- stjómarinnar í síðustu viku um miklar tollalækkanir, breyting- ar á vörugjaldi og afnám undanþága vegna söluskatts, hefur verið stigið mikilvægt skref til brejdinga á tekjuöfl- unarkerfí ríkisins. Tollabreyt- ingamar þýða, að hæstu tollar lækka úr 80% í 30%. Þetta þýðir, að ríkið hættir að ákveða með tollum hvemig almenning- ur hagar neyzlu sinni. Jafn- framt uppfyllum við að langmestu eða öllu leyti samn- ingsbundnar skyldur okkar við samtök á borð við EFTA, EB og Gatt. Þessi mikla tollalækk- un leiðir einnig til þess, að auðveldara verður að bera saman verð á íslandi og erlend- is. Innflytjendur geta ekki með sama hætti og áður skotið sér á bak við skattheimtu ríkisins og það kemur betur í ljós en áður, hvemig þeir standa sig í innkaupum og verðsam- keppni. Söluskattur verður óbreytt- ur en undanþágur felldar niður að mestu leyti. Þetta þýðir, að grandvöllur hefur verið lagður að því að virðisaukaskattur taki gildi að ári. Jafnframt verður auðveldara um vik að fylgjast með því, að söluskattur skili sér í ríkissjóð og enda- lausar beiðnir um undanþágur frá söluskatti, sem hvílt hafa á bæði atvinnurekstri og opin- beram aðilum heyra fortíðinni til. Jafnframt hefur ríkisstjóm- in ákveðið að auka niður- greiðslur á landbúnaðarvöram og koma þannig í veg fyrir, að þessar almennu neyzluvörar hækki óhóflega í verði. Vöragjaldakerfíð verður ein- faldað mjög, þannig að í stað fjögurra mismunandi vöra- gjalda kemur eitt vöragjald, sem leggst á ákveðna vöra- flokka. Sjálfsagt mun nokkur tími líða þar til áhrif þessarar kerf- isbreytingar koma að fullu í ljós. Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, sagði á blaða- mannafundi í síðustu viku, að þetta væra veigamestu breyt- ingar, sem gerðar hefðu verið á skattakerfínu í áratugi ásamt staðgreiðslukerfínu. Jón Bald- vin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, telur, að verzlunin muni færast inn í iandið og „Glas- gow-ferðir“ leggjast niður. Hins vegar hafa sumir tals- menn verkalýðshreyfíngarinn- ar lýst þeirri skoðun sinni, að þessi kerfísbreyting sé fremur í hag hinum efnameiri, en þeim, sem við lakari kjör búa. Þeir rökstyðja það með því, að sumar tegundir af matvöram muni hækka í verði en verð- lækkun komi á neyzluvöram, sem aðrir veiti sér fremur. Nú er það svo, að mikil brejding hefur orðið á neyzluvenjum fólks. Með batnandi lífskjöram gengur minni hluti tekna til þess að greiða beinan matar- kostnað en annars konar útgjöld koma til sögunnar. Það má því færa rök að því, að þessi kerfísbreyting geri ein- mitt hinum efnaminni kleift að veita sér ýmislegt, sem hingað til hefur fyrst og fremst verið á færi þeirra, sem við betri kjör búa. Þeir efnaminni hafa t.d. ekki getað veitt sér þann munað að fara til Glasgow einu sinni á ári en skv. jrfirlýsingum ráðherra á Glasgow-verðlag að vera komið hér innan tíðar. Það er auðvitað sérstakt fagnaðarefni, að nú hefur verið hreinsað rækilega til í tolla- kerfínu. Það hefur þróazt smátt og smátt í óskapnað, sem hefur byggzt á geðþótta ráðamanna hverju sinni. Það er auðvitað óeðlilegt með öllu, að þjóðin hafí áram saman getað komizt að betri kjöram erlendis en hér á landi í kaup- um á margvíslegum vamingi. Brejrtingarnar á tollakerfinu auðvelda okkur einnig sam- starf við aðila á borð við EB. Virðisaukaskattur hefur mjög verið til umræðu undanfarin ár en menn hafa lengi haft áhyggjur af áhrifum hans á almennt neyzluverð. Nú hefur verið höggvið á þann hnút. Þessar kerfísbreytingar era þáttur í víðtæku samkomulagi, sem tekizt hefur innan ríkis- stjómarinnar að undanfömu um afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Þess er að vænta, að sú samstaða nái einnig inn í þingflokka stjómarflokkanna. Ríkisstjómin þarf hvað úr hveiju að fá ráðrúm til þess að einbeita sér að tveimur meiriháttar vandamálum, sem framundan era, þ.e. gerð nýrra kjarasamninga og umfjöllun um gengisstefnuna. »1 LEIÐTOGAFUNDURIIMN I WASHINGTON Bætt ástand nmnnréttmdamála er forsenda traustari samskípta — segja bandarískir embættismenn Wa-shington, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunbladsins. ÞÓ SVO að athygli manna beinist einkum að viðræðum þeirra Ron- alds Reagan Bandaríkjaforsta og Mikhaíls Gorbatsjov Sovétleiðtoga um afvopnunarmál og takmörkun vígbúnaðar verða fjölmörg önnur mál á dagskrá funda þeirra í Washington. Bandarískir embætt- ismenn segjast leg^gja höfuð- áherslu á að árangur náist í viðræðum um mannréttindamál. Ágreiningurinn er hins vegar djúpstæður einkum vegna þess hve ólíkar hugmyndir risaveldin hafa um lýðréttindi og frelsi. Bandarískir embættismenn segja að leiðtogafundurinn í Washing- ton kunni að marka þáttaskil þar sem Gorbatsjov virðist reiðubúinn til að ræða ástand mannréttinda- mála af meiri hreinskilni en menn hafa átt að venjast frá hendi kom- múnistaleiðtoga. Bandaríkjamenn hafa löngum sak- að Sovétstjórnina um að hundsa grundvallarréttindi manna. Hafa ákvæði Helsinki-sáttmálans, sem Sovétmenn undirrituðu ásamt fleiri þjóðum árið 1975, einkum verið nefnd í þessu sambandi. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað hvatt Sovétmenn til að heimila and- ófsmönnum, sem þess æskja, að flytjast úr landi. Þeir hafa fordæmt Sovétmenn fyrir að aðskilja fjölskyld- ur og mótmælt harðíega þeirri meðferð sem pólitískir fangar sæta í Sovétríkjunum. Bandarískir emb- ættismenn hafa undanfamar vikur ráðfært sig við leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum vegna leiðtogafund- arins auk þess sem John Whitehead, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fór til Moskvu í síðasta mánuði til að ræða mál tilekinna andófsmanna við sovéska ráðamenn. Glæpaverk í Afganistan Á undanfömum ámm hafa fulltrú- ar Bandaríkjastjómar í vaxandi mæli beint athyglinni að vem sov- éska innrásarliðsins í Afganistan. Kveðast Bandaríkjamenn hafa fyrir því óyggjandi sannanir að hersveitir Sbvétmanna hafí gerst sekar um hina hroðalegustu stríðsglæpi til að bijóta á bak aftur baráttu afganskra frelsis- sveita. Talsmaður Bandaríkjastjóm- ar sagði á blaðamannafundi í Washington á laugardag að Banda- ríkjamenn væntu þess að Gorbatsjov væri reiðubúinn til að kalla innrásar- liðið heim frá Afganistan en bætti við að þar sem engar tímasetningar hefðu enn verið nefndar væri ráðleg- ast að gera sér engar gyllivonir. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Gorbatsjov hyggist tilkynna brott- för sovésku hersveitanna frá Afgan- istan að loknum viðræðum hans og Reagans Bandaríkjaforseta. Fulltrúar Sovétstjómarinnar hafa einnig vænt Bandaríkjamenn um mannréttindabrot. Hafa þeir for- dæmt dauðarefsingar í Bandaríkjun- um auk þess sem þeir fullyrða að tilteknir pólitískir andstæðingar bandarískra stjómalda dveljist innan fangelsismúra sökum skoðana sinna. Vitað er að Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, veittist harðlega að George Shultz, hinum bandaríska starfsbróður sínum, er þeir funduðu í Washington Reuter Sögufræg mynd tekin utan við Höfða, þegar þeir Reagan og Gorbatsjov kvöddust við bíla sína. Svipur þeirra þótti sýna, að báðir væru vonsviknir yfir að hafa ekki náð lengra á Reykjavíkurfundinum. í septembermánuði vegna refsislög- gjafar tiltekinna fylkja í Banda- ríkjunum, sem heimilar dauðarefs- ingar ungmenna. Þá hafa Sovétmenn gagnrýnt atvinnuleysi jafnt í Banda- ríkjunum sem í Vestur-Evrópu, sem þeir telja brot á grundvallarréttind- um manna. Barátta gyðinga Undanfama daga hafa gyðingar haft í frammi mótmæli í Washington til að vekja athygli heimsbyggðarinn- ar á kjörum sovéskra gyðinga. Morris Abram, leiðtogi stærstu samtaka bandarskra gyðinga, sagði á frétta- mannafundi á dögunum að glas- nost-stefna Gorbatsjovs hefði engu breytt fyrir gyðinga í Sovétríkjunum. Sagði hann stjómvöld eystra hafa hert ýmsar reglur um brottfararleyfi gyðinga frá því Gorbatsjov komst til valda og kvaðst hafa fyrir því traust- ar heimildir að 400.000 gyðingar hafi óskað eftir leyfi til að flytjast brott frá Sovétríkjunum. Sóvéskir embættismenn segja þessa tölu frá- leita en þeir hafa enn ekki verið reiðubúnir til að skýra frá því hversu margir andófsmenn í röðum gyðinga hafí sótt um brottfararleyfí. Bandarískir embættismenn hafa lagt á það áherslu á fundum með blaðamönnum í Washington að nauð- synlegt sé að skapa aukið traust í samskiptum risaveldanna og for- senda þess að það reynist unnt sé sú að Sovétstjómin taki að virða ákvæði Helsinki-sáttmálans og al- þjóðlegar mannréttindayfírlýsingar, sem þeir hafa skuldbundið sig til að virða. Athyglin beinist að Afgan- istan og Persaflóastríðinu Washingfton, frá Ásgeirí Sverríssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR rísaveldanna, þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, munu á fundum sinum, sem hefjast í dag, ræða svæðisbundin ágreiningsefni ríkjanna auk afvopnunarmála. Hæst mun þar bera veru innrásarliðs Sovétmanna í Afganistan og ástandið á Persaflóa. í Bandaríkjunum hefur verið deilt nokkuð á þá ávörðun sljómar Reagans að binda hugs- anlega afvopnunarsáttmála ekki þvi skilyrði að Sovétmenn kalli heim hersveitir sínar frá Afganistan. Max Kampelman aðalsamninga- maður Bandaríkjastjómar í viðræð- um risaveldanna í Genf, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að markmið Bandaríkjastjomar vær það að fínna lausn á svæðisbundnum ágreiningsefnum ríkjanna sem sæmdi „siðuðum mönnum". Því væri bæði sjálfsagt og eðlilegt að nýta þau tækifæri sem gæfust. Gorbatsjov hefði lýst yfír því að til greina kæmi að kalla heim innrásarliðið, sem dval- ist hefur í landinu í átta ár og telur um 115.000 menn. Hins vegar hefði hann enn ekki skýrt frá ákveðnum áætlunum í þessu sambandi. Sagði Kampelman Bandaríkjamenn líta svo á að orð væru eitt og efndir annað og enn hefðu Sovétmenn ekki gefíð til kynna á skýran og óyggjandi hátt hvort og hvenær Rauði herinn yrði kallaður heim frá Afganistan. Kampelman sagði það óhugsandi að binda samkomulag um uppræt- ingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga, sem áformað er að leiðtogamir undirriti í dag, þriðju- dag, og hugsanlegan sáttmála um helmingsfækkun langdrægra kjam- orkuflauga því skilyrði að Sovétmenn hyrfu frá Afganistan. Afvopnunar- samkomlagið væri sögulegur ávinn- ingur sem þjónaði hagsmunum stórveldanna beggja og þegar slík tækifæri gæfust bæri að nýta þau. Michael Armacost aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna lagðj á það áherslu á fundi með blaða- mönnum á laugardag að Bandaríkja- stjóm tæki ekki beinan þátt í viðræðum um brottflutning innrásar- liðsins frá Afganistan. Beinar samningaviðræður þar að lútandi færu fram fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna milli afganskra og pakist- anskra stjómvalda í Genf. Hlutverk Bandaríkjastjómar væri að beita Sovétmenn pólitískum þiýstingi. Hins vegar líta margir íhaldssamir bandarískir stjómmálamenn svo á að ekki sé réttlætanlegt að ganga til samninga við Sovétstjómina vegna innrásarinnar í Afganistan og hafa lýst furðu sinni yfír því að bandarískir ráðamenn telji veijandi að setjast að samningaborðinu við fulltrúa ríkis, sem hundsi sjálfs- ákvörðunarrétt annarra ríkja og bijóti gegn grundvallarréttindum eigin þegna og annarra þjóða. Persaflóastríðið Fullvíst er talið að ástandið á Persaflóa og stríð írana og íraka verði tekið til umræðu á fundum leið- toganna. Bandaríkjamenn hyggjast þiýsta á sovésku fulltrúana um að styðja tillögu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, um bann við vopnasölu til íran. Bandaríkjamenn telja þetta einu færu leiðina til að koma á friði við Persaflóa og líta einnig svo á að á þennan hátt megi renna stoðum undir viðleitni Sameinuðu þjóðanna til að miðla málum í deilu ríkjanna. Fimm ríki eiga fastafulltrúa í Ör- yggisráðinu og hafa Bretar lýst sig samþykka vopnasölubanninu. Kínveijar og Frakkar hafa gefíð til kynna að þeir muni einnig gera það. Sovétmenn geta hins vegar beitt neitunarvaldi. Þeir telja að Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hafí enn ekki kannað möguleikana á að koma á vopnahléi til hlítar. Bandarískir stjómmálaskýrendur telja litlar líkur á því að Sovétmenn fallist á tillögu um vopnasölubann. Bent hefur verið á að Sovétmenn telji sig geta hagnast á deilu írana og Bandaríkjamanna þar sem þeim sé umhugað um að treysta ítök sín a þessum slóðum.' Persaflóaríkin, sem flest hver styðja íraka og hafa fordæmt írani fyrir að neita að virða vopnahlésáskorun Sameinuðu þjóð- anna, hafí orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að Bandaíkjamönnum hafí ekki tekist að koma á vopnasölu- banni. Þolinmæði ríkjanna sé á þrotum og það kunni að gagnast Sovétmönnum. Sovétmönnum hefur þegar tekist að treysta stjómmála- samband sitt við nokkur Persaf- lóaríki en í gegnum tíðina hafa ríki þessi einkum átt samskjpti við Breta og Bandaríkjamenn. Með því að treysta samskiptin við arabaríkin vonast Sovétmenn einnig til að geta átt þátt í viðræðum um leiðir il að binda enda á átök ísraela og palestínuaraba. Líklegt er að þeir Réagan og Gorbatsjov ræði einnig deilu þessa en talsmenn stjórnarinnar hafa sagt á blaðamannafundum að þeir búist ekki við því að neinar ákvarðanir verði teknar um fyrir- hugaða ráðstefnu um leiðir til að stöðva átök hinna fjölmörgu stríðandi fylkinga í þessum heims- hluta. Fastlega er búist við því að önnur svæðisbundin ágreiningsefni verði nefnd í viðræðum leiðtoganna en ólíklegt er talið að markverðar niður- stöður fáist í þeim. Frá mótmælum gyðinga í Washington á sunnudaginn. Tvö hundruð þúsund manns komu þar rnman til að árétta kröfuna um frelsi fyrir gyðinga til að ferðast frá Sovétríkjunum. Gorbatsjov: Veittu þjóð minni frelsi! stóð á flestum borðanna. Friðsamleg og áhrifarík mótmælí Washington, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÞVÍ verður ekki lýst með orðum, hvernig andrúmsloftið var hér í Washington frá miðjum degi á sunnudag til kvölds. Um tvö hundr- uð þúsund gyðingar og aðrir sem beijast fyrir frelsi gyðinga í Sovétríkjunum söfnuðust saman við hlið Hvíta hússins og gengu saman í hljóðlátri mótmælagöngu niður til Lafayette Park. Fyrír framan bandaríska þinghúsið á Capitol Hill, var síðan stöðug mót- mæladagskrá frá kl. 14 til kl. 18. Fjöldi þekktra andófsmanna og bandarískra stjómmálamanna tók þátt í göngunni og fundinum á Capitol Hill. Það má raunar segja að þessi ganga og fundur hafí verið Guði eða guðunum þóknan- - leg, því veðurblíðan og fegurðin gerðu ekkert annað en undirstrika og fullkomna þær kröfur sem fram voru bomar í þessum hljóðlátu en áhrifaríku mótmælum: Gorbatsjov: Veittu þjóð minni frelsi, voru helstu áletranir á spjöldum sem þúsundir gyðinga bám. Margir ávörpuðu gyðingana sem höfðu safnast saman til þess að beijast fyrir frelsi og réttindum bræðra sinna í Sovétríkjunum. En af öllum ræðumönnum, þar með töldum forsetaframbjóðendum eins og George Bush, Robert Dole, Al- bert Gore yngri og Jack Kemp var ljóst að fjöldinn hreifst mest af boðskap þeim sem andófsmaðurinn þekkti Natan Scharansky hafði fram að færa. Scharansky, sem settist að í ísrael eftir að hann fékk að flytjast frá Sovétríkjunum í febrúarmánuði 1986 sagði að loknum fundinum í samtali við Morgunblaðið: „Það eina sem ég vona að komi út úr þessum mót- mælum og fundahöldum okkar hér, er aukið frelsi bræða minna og systra í föðurlandi okkar Sov- étríkjunum." Síðari gekk Schar- ansky á brott, vandlega gætt af sjö vopnuðum vörðum. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig,“ sagði Howard Yourw, kenn- ari við Harvard-háskóla, en hann er af sovéskum uppruna. Afi háns var sovéskur gyðingur og hét Yo- urovsky og Howard segist vera að endurgreiða forfeðrum sínum þann stóra greiða sem þeir eigi inni hjá sér með því að hafa flust frá Sov- étríkjunum um aldamótin síðustu. Morris Abram, formaður Bar- áttusamtaka fyrir réttindum gyðinga í Bandaríkjunum, var einn ræðumannanna á sunnudag og sagði hann í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að loknum fundin- um: „Ég veit ekki hversu miklum árangri við höfum náð með þessum fjöldafundi en ég veit að við höfum tekið skref í rétta átt.“ Allir við- mælendur Morgunblaðsins lögðu mikla áherslu á það í máli sínu að þeir væru ekki að mótmæla fundi Gorbatsjovs og Reagans heldur þeim brotum, sem framin væru gegn mannréttindum sovéskra gyðinga. Þeir sem blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við að fundahöldun- um loknum voru á einu máli um að einstök samstaða hefði einkennt mótmælin. Jafnframt lýstu þeir yfír ánægju sinni með það hversu friðsamleg og áhrifarík mótmælin hefðu verið og það eina sem þeir hörmuðu var fjarvera Gorbatsjovs. Lögregluforingi einn sagði að loknum fundahöldunum: „Eg vildi bara að öll mótmæli hér í Wash- ington færu fram með jafn frið- samlegum hætti og hér í dag.“ Lögregluforinginn upplýsti blaða- mann Morgunblaðsins að þeir sem að þessum mótmælum stóðu hefðu gert sér vonir um að 100.000 manns tækju þátt í þeim en laus- lega áætlað sagði hann að ekki færri en 200.000 manns hafi tekið þátt í þeim. Gyðingar hvaðanæva úr Bandaríkjunum hafa þyrpst hingað til Washington. Sem dæmi má nefna að laust upp úr hádegi á sunnudag skapaðist algjört um- ferðaröngþveiti á hraðbrautinni frá New York til Washington þar sem 500 langferðabílar með gyðinga innanborðs voru á leiðinni til Washington. Þéttriðnasta öryggisnet sögunn- ar um Gorbatsjov í Washington Washington, frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HVORKI fyrr né síðar hafa jafn víðfeðmar öryggisráðstafanir verið gerðar við heimsókn erlendra fyrirmanna eða þjóðhöfðingja til Washington og nú, er Mikhail Gorbatsjov kemur til þriggja daga fundar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Leiðtogamir munu í dag, þriðjudag, undirrita samkomulag um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkuflauga á landi. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, og sovéska öryggislögreglan, KGB, hafa unnið saman að öryggisráðstöf- unum, sem m.a. felast í því, að hundar þjálfaðir í aij þefa uppi sprengjur og sprengiefni eru notaðir til að ganga úr skugga um að ekki hafi verið komið fyrir sprengjum á þeim leiðum, er Gorbatsjov og fylgd- arlið hans fara. Sérhvert húsasund, þak og gluggi á leiðinni er skoðaður og er undir stöðugu eftirliti. Jafnvel lokin á holræsum gatna, sem Gor- batsjov og fylgdarlið hans aka um, hafa verið innsigluð. Sovéskir skrautbílar Sovéskir glæsivagnar, af þeirri tegund, sem almennt ganga undir nafninu „límos" hér í landi, sem er sfytting á orðinu „limousine", voru fluttir í sérstökum flutningavélum til Washington eins og til Reykjavíkur í fyrra og verða til afnota fyrir fylgd- arlið Gorbatsjovs. Þetta er breyting frá því er þeir Nikita Khrústsjov og Leonid Brezhnev komu í heimsókn til Washington 1969 og 1973. Þeim var ekið í opnum Lincoln-bílum. Brezhnev var einkar hrifinn af Reuter Allison Moyer, verslunarstjóri í gjafaverslun í Washington, heldur hér á skyrtubol, sem merktur er fundinum, og um hálsinn er hún með trefil með skammstöfun beggja stórþjóðanna. Mipjagripir um fundinn eru fleiri en tölum verið taldir. amerískum bílum. Fullyrt var, að Nixon forseti hefði gefíð honum amerískan glæsivagn. Frá Andrew’s-flugvelli, þar sem sovésku flugvélamar lenda, eru ekki nema 8-10 km til Hvíta hússins, þar sem fundir þeirra Reagans og Gor- batsjovs fara fram. Sovéska sendi- ráðið er þar skammt frá. Götum lokað fyrir almennri umferð Sovéska sendiráðið er við 16. stræti, milli L og M gatna, þar búa Gorbatsjov-hjónin. í næstu götu er svo Madisori-hótelið, þar sem fylgd- arlið Gorbatsjovs verður til húsa. Bæði sendiráðið og Madison-gistihú- sið eru ekki nema steinsnar frá Hvíta húsinu, en milli þessara staða er Lafayette-lystigarðurinn, þar sem mótmælendahópar láta gjaman til sín taka. Þannig safnaðist þar saman hópur gyðinga á sunnudaginn til að mótmæla mannréttindabrotum Sov- étstjómarinnar. Það em lög í Washington, að mótmæli eru ekki heimil nær erlend- um sendiráðum í borginni en 150 metrum. Meðan á heimsókn Sovét- manna stendur verður Madison- hótelið talið hluti sovéska sendiráðs- ins. Fáir sjá Gorbatsjov Það verða tiltölulega fáir, sem fác. tækifæri til að sjá Gorbatsjov í eigin persónu. Eru hér taldir með þeir 7000 blaðamenn, sem komið hafa hvaðanæva að úr heiminum til að segja frá þessum fundi. Flestir blaða- manna verða eins og almenningur, að gera sér að góðu að sjá það sem markvert er talið á sjónvarpsskján- um. Það verða litlar breytingar á dag- legu lífí borgarbúa við heimsóknina. Fyrir utan svæðið frá Hvíta húsinu að sovéska sendiráðinu er ekki hægt að sjá að neitt sérstakt sé á seyði í borginni. Washington-búar eru vanir mót- mælagöngum og fjöldafundum. Það er varla til sú stétt eða hópur manna í landinu, sem ekki hefír eftit til fund- ar f Washington til að krefjast réttar síns, eða bara til að sýna sig og sjá aðra. Það er ekki hentugri staði að finna en í borg hinna breiðu stræta og stóru og vel hirtu lystigarða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.