Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
Pilturogstúlka
Leikstjóri: Borgar Garðarson
Leikmynd: Öm Ingi Gíslason
Lýsing: Ingvar Björnsson
Tónlist: Jón Hlöðver Áskelsson
Frumsýning annan dag
jólakl. 17.00
2. sýning sunudaginn
27. des. kl. 20.30
3. sýningþriðjudaginn
29. dcs. kl. 20.30
4. sýning miðvikudaginn
30. des. kl. 20.30
5. sýning fimmtudaginn
7. janúar kl. 20.30
6. sýning föstudaginn
8. janúar kl. 20.30
7. sýning laugardaginn
9. janúar kl. 18.00
8. sýning sunnudaginn
10. janúar kl. 15.00
Ath. breyttan sýningartíma.
Forsala aðgöngumiða hafin.
Gjafakortift gleAur - tilvalin jólagjöf.
ÍA
MIÐASALA
SlMI
96-24073
Lgkfélag akureyrar
Jólatilboð
25 smákökur kr. 160,-
12 kókóstoppar kr. 160,-
12 makkarónukökur kr. 130,-
12 kransakökukonfekt kr. 300,-
12 jólamarengstoppar kr. 130,-
Tryggvabraut 22
Sími27099
Erumí
hjarta bæjarins
Gisting og morgunverður
Veríð velkomin
HÓTEL TJalflbot#
GEISLAGÖTU 7 - SÍMI96-22600
BIIALCICA
Reykjavik
Akureyri
Borgarnes
Blönduós
Sauðárkrókur
Siglufjörður
Húsavik
Egilsstaðir
Vopnafjörður
Höfn Hornafirði
S: 91-31815/686915
S: 96-21715/23515
S: 93-71618
S: 95-4350/4568
S: 95-5828
S: 96-71489
S: 96-41940/41594
S: 97-11550
S: 97-31145/31121
S:97-81303
interRent
Helgar-og
viðskiptaferðir til
Reykjavíkur
Ótrúlega hagstætt verð
Verðfrá kr. 6.859,-
Ferðaskrifstofa Akureyrar,
Ráðhústorgi 3, sími 25000.
Stjarnan norður eftir áramót:
Samstarf við stöðvar í
Reylqavík góð trygging
— segir Ómar Pétursson útvarps-
stjóri Hljóðbylgjunnar
Útvarpsstöðin Stjarnan hefur
væntanlega útsendingar á Akur-
eyri í byrjun janúar. Póstur og
sími vinnur nú að þvi að stækka
örbylgjunet sitt svo hægt verði að
koma fleiri sunnlenskum útvarps-
stöðvum norður, en eins og
kunnugt er hefur Bylgjan haft
útsendingar hér i nokkra mánuði.
Ólafur Hauksson útvarpsstjóri
Stjömunnar sagði að þó Póstur og
sími lyki verkinu fyrir jól yrði ekki
hægt að koma á útsendingum fyrir
hátíðir sökum annríkis. Hinsvegar
yrði farið í það strax eftir áramót
að koma Stjömuefni til Norðlend-
inga. Ólafur sagðist ekkert geta
upplýst um með hvaða hætti Stjam-
an yrði fyrir norðan, en unnið væri
nú að því að skoða ýmsa mögu leika.
„Rætt hefur verið meðal annars við
forráðamenn Hljóðbylgjunnar um
samstarf, en ekkert er frágengið í
því efni. Við erum opnir fyrir öllum
möguleikum. Við viljum gera þetta
á hagkvæman og sniðugan hátt og
vera í góðu sambandi við norðan-
menn,“ sagði útvarpsstjóri Stjöm-
unnar að lokum.
Ómar Pétursson útvarpsstjóri
Hljóðbylgjunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að hvorki væri búið
að afskrifa samstarf við stöðvar í
Reykjavík né búið að skrifa undir
samninga. Málið væri í biðstöðu.
„Stjömumenn hafa rætt málið við
okkur og við vitum jafnframt um
áhuga Bylgjumanna. Bylgjan hefur
aðeins 100 watta sendi sem þeir
leigja af Pósti og síma og vilja þeir
örugglega stækka hlustunarsvæði
sitt. Við aftur á móti höfum yfir að
ráða 2,5 kWh sendi eðá 25 sinnum
öflugri sendi en sá er Bylgjan á.“
Þessi samstarfshugmynd við aðrar
stöðvar hefur verið í umræðunni frá
því Hljóðbylgjan hóf útsendingar
fyrst, að sögn Ómars, og yrði sam-
starfí að öllum líkindum þannig
háttað að sunnanmenn kæmu inn í
dreifikerfí Hljóðbylgjunnar á fyrir-
fram ákveðnum tímum eða á þeim
tímum sem Hljóðbylgjan útvarpar
ekki. „Það eru margir mjög augljósir
kostir við slíkt samstarf og vissulega
ókostir líka. Hljóðbylgjan var reynd-
ar í upphafi aðeins hugsuð sem
landshlutaútvarp og eilítil ögrun við
stöðvamar í Reykjavík. Það verður
hinsvegar að segjast eins og er að
markaðurinn og tekjumar ráða. Ljóst
er að Bylgjan og Stjaman em miklu
sterkari en við hér fyrir norðan og
ef við ætlum ekki að lenda undir í
baráttunni er slíkt samstarf góð
trygging," sagði Ómar.
Morgunblaðið/GSV
Birgir Marinósson starfsmannastjóri iðnaðardeildarinnar, Hrafn
Hauksson varaformaður Starfsmannafélags verksmiðja SÍS og Valdi-
mar Thorarensen fulltrúi Iðju ganga frá bréfum um vinnumiðlun
til starfsmanna loðbandsdeildar, þeirra er misst hafa vinnu sína hjá
ullariðnaðardeild SÍS. —_
Vinnumiðlun tekur til starfa:
Þurfum að útvega hátt
í fimmtíu ný störf
— segir Birgir Marinósson starfsmannastj óri iðnaðardeildar SÍS
VINNUMIÐLUN Alafoss hf. tók
formlega tii starfa í gær og hafa
þrír menn verið skipaðir til þess
að hafa yfirumsjón með henni.
Að sögn Birgis Marinóssonar, eins
þremenninganna, hefur tekist að
útvega tíu fyrrverandi starfs-
mönnum ullariðnaðardeildar SÍS
atvinnu á ný, en eftir er að finna
atvinnu handa hátt í fjörutíu
manns til viðbótar.
Send voru út bréf í gær til þeirra
starfsmanna sem fengu uppsagnar-
bréf í lok síðasta mánaðar. Birgir
sagði í samtali við Morgunblaðið að
alls hefði 61 manni verið sagt upp
af félagsmönnum Iðju auk 15 manna
sem starfað hefðu við verslunar- eða
verkstjórnarstörf. Sumu af þessu
fólki þyrfti ekki að útvega störf á
nýjan leik þar sem það væri komið
á ellilífeyri. í bréfí því er starfsmenn-
imir fengu í gær, undirritað af hinum
nýja forstjóra, Jóni Sigurðarsyni,
segir meðal annars: „Það liggur nú
ljóst fyrir að ekki er hægt að endur-
ráða þig hjá nýjum Álafossi hf. eftir
endurskipulagninguna 1. desember
sl., en hún fylgdi í kjölfar samruna
Álafoss hf. og ullariðnaðar Sam-
bandsins. Forráðamenn Álafoss hf.
vilja hinsvegar leggja sitt af mörkum
til að aðstoða þig við að finna þér
nýtt starf eins fljótt og kostur gefst.
Þegar hefur verið lagður grunnur
að vinnumiðlun Álafoss hf. í samráði
við viðkomandi starfsmannafélög og
launþegafélög á Akureyri og í Mos-
fellsbæ.
Tveir starfshópar vinnumiðlunar-
innar hafa verið skipaðir til að vinna
þetta verk, en á Akureyri eru starf-
andi: Birgir Marinósson starfs-
mannastjóri iðnaðardeildar, Hrafn
Hauksson varaformaður Starfs-
mannafélags verksmiðja Sambands-
ins og Valdimar Thorarensen fulltrúi
Iðju. í Mosfellsbæ eru Ingjaldur
Landsmenn kynni sér stefnu-
breytingu ríkisstj órnarinnar
— segir í ályktun frá ráðstefnu
Samtaka jafnréttis og félagshyggju
SAMTÖK jafnréttís og félagshyggju gengust fyrir ráðstefnu sl. laugar-
dag á Akureyri um misrétti og andbyggðastefnu. Hátt á annað hundrað
manns munu hafa sótt fundinn og meðal frummælenda voru þau Guð-
mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands,
Gunnlaugur Ólafsson bóndi á Grímsstöðum, Jóhanna Þorsteinsdóttir
kennari á Akureyri, Jónas Árnason rithöfundur í Borgarfirði, Júlíus
Sólnes alþingismaður og Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt 4. Að niðurgreiðsla á áburði verði
einróma á ráðstefnunni: „Skorað er afnumin en af því leiðir að áburðar-
á alia landsmenn að kynna sér þá
stefnubreytingu sem felst í fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnarinnar og
flármálaráðherra áréttaði í umræð-
um á Alþingi. Greiniiegt er að stefna,
aðgerðir og flárlagafrumvarp ríkis-
stjómarinnar eru í engu samræmi
við kosningaloforð stjómarflokkanna
og má í því sambandi benda á:
1. Að leggja 25% söluskatt á allar
vörur um næstu áramót sem breytt
verður í virðisaukaskatt í ársbyijun
1989, þar með taldar allar matvömr.
2. Áð lækka tolla á ýmsum inn-
fluttum vörum úr 80% í 30% án tillits
til samkeppnisaðstöðu innlendrar
framleiðslu.
3. Stefnt er að því að fella niður
allar niðurgreiðslur á innlendum bú-
vömm svo sem áður hefur komið
fram hjá fjármálaráðherra og ýmsum
öðrum fijálshyggjupostulum jafn-
framt því sem tollar eru felldir niður
á niðurgreiddum erlendum land-
búnaðarvörum.
verð hækkar um 46% sem veldur
aftur verðhækkunum á landbúnaðar-
afurðum.
5. Að fella á niður eða draga úr
framlögum til ýmissa þátta land-
búnaðarins. Tilraunastöðvar land-
búnaðarins í héruðunum verði felldar
út af fjárlögum nema ein og dregið
verulega úr leiðbeiningaþjónustu við
landbúnaðinn.
6. Að draga á úr framlögum til
Iðnlánasjóðs og greiðslur til iðnráð-
gjafar felldar niður.
7. Raunvextir á íslandi nálgast
nú heimsmet. Vextir hafa meira en
tvöfaldast á árinu enda hafa ávöxt-
unarmöguleikar fjármagnseigenda
hækkað um 60% á fímm mánaða
valdaferli ríkisstjómarinnar saman-
ber ríkisvíxlana. Grái fjármagns-
markaðurinn fær að starfa án
bindiskyldu eða raunverulegs eftir-
lits.
8. í drögum að frumvarpi um
stjóm fískveiða fyrir árið 1988 til
1991 er gert ráð fyrir svo miklum
samdrætti í afla sex til tíu tonna
báta að grundvöllurinn undir þeim
atvinnurekstri er brostinn ef frum-
varpið verður samþykkt óbreytt.
9. í fjárlagafrumvarpinu eru 250
milljónir króna ætlaðir til hafnar-
framkvæmda sem aðeins er lítill hluti
af brýnni þörf.
10. Launamunur hefur stóraukist
og misréttið vaxið á flestum sviðum.
Ráðstefnan vill minna landsmenn á
að í stefnuyfírlýsingu ríkisstjómar-
innar er því heitið að auka jafnrétti,
iækka vexti og stefna að hóflegum
raunvöxtum. Þar er einnig talað um
að markmiðið sé að treysta starfs-
skilyrði í landbúnaði, bæta hag
bænda, bæta lífskjör og draga úr
verðbólgu. Greinilegt er að stefnan
er eitt en framkvæmdin annað.
Avinnuvegimir til lands og sjávar eru
í hættu og níðst er á láglaunafólkinu
og framleiðslustéttunum í landinu.
Gjaldþrot blasir við fyrirtækjum og
einstakiingum vegna vaxtaokurs.
Fijálshyggjan elur á misrétti og veit-
ir þeim sem hafa fjármagn og
aðstöðu aukin völd á kostnað hinna.
Nú verður hver og einn að gera það
upp við sig hvort hann vill styðja
stefnu ríkisstjómarinnar sem lýst er
hér að framan með beinum stuðningi
eða afskiptaleysi eða taka á með
þeim sem vilja vinna að jafnrétti.
Minnumst þess að sameinuð erum
við sterk og sundruð veik.“
Hannibalsson fyrrverandi forstjóri
gamla Álafoss hf., Geir Thorsteins-
son starfsmannastjóri, Þrúður
Helgadóttir formaður Starfsmanna-
félags Álafoss og Baldvin Hafsteins-
son fulltrúi Verslunarmannafélags
Reykjavíkur. Jón Sigurðarson for-
stjóri verður formaður beggja starfs-
hópanna. Ráðgjafí starfshópanna
verður Jón Hákon Magnússon, sem
var í forsvari fyrir Vinnumiðlun Haf-
skips hf., þegar 250 manns misstu
vinnuna, og aftur þegar rösklega
eitt hundrað manns misstu vinnuna
vegna samruna ísbjarnarins og BÚR
í Granda hf.“
Birgir sagði að vonir stæðu til að
búið yrði að útvega öllum þeim, sem
óskuðu, atvinnu á nýjan leik fyrir
áramót. „Við höfum þegar komið tíu
manns fyrir í öðrum deildum hins
nýja fyrirtækis og okkur sýnist örfá
störf laus í skinnaiðnaði Sambands-
ins. Þá er vitað að nokkur aukning
verður við saumaskap. Hinsvegar
standa fyrir dyrum breytingar á
skinnaiðnaðinum enda er iðnaðar-
deild Sambandsins orðin heldur lítil
nú þegar loðbandsdeildin fer í burtu.
Hægt er að reka skinnaiðnaðinn
áfram í núverandi mynd, en menn
grunar að breyta eigi rekstrarfyrir-
komulagi. Að öllum líkindum tekur
sambandsstjómin um það ákvörðun
fyrir áramót," sagði Birgir.
Róleg helgi
LÖGREGLAN á Akureyri átti
rólega daga um nýliðna helgi.
Umferð var þó nokkur á laugar-
daginn þar sem versianir voru
opnar fram til kl. 16.00 en minna
ber hinsvegar á jólasnjónum hér
norðanlands.
Að sögn lögreglunnar var einn
og einn tekin fyrir ölvun við akst-
ur, smávægilegir árekstrar komu
upp á borð lögreglunnar auk þess
sem hraðamælingar voru hafðar í
hávegum eins og endranær.
Góð aðsókn
hjá Helga
Myndlistarsýning Helga Vilberg
í Glugganum galleríi við Glerár-
götu 34 á Akureyri verður
framlengd um tvo daga vegna
góðrar aðsóknar.
Sýning Helga verður opin í dag
og á morgun, þriðjudag og miðviku-
dag, miili kiukkan 14.00 og 20.00.