Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
51
A S G EJ R i A_K O B.S_S_0_N
ILUXAIt
IJAIlikUt
.lAltllXX
UIXAItS S.UÍ.A
MMNillAWtlll
S K LG G S 1 Á
HAFNARFJARÐARJARLINN FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Sigurði skurdi
og Skúla sýslumanni
Einars saga Þorgilssonar
Ásgeir Jakobsson
Bókin er ævisaga Einars Þor-
gilssonar um leið og hún er
100 ára útgerðarsaga hans og
fyrirtækis hans. Einar hóf út-
gerð sína 1886 og var því út-
gerðin aldargömul á síðasta
ári og er elzta starfandi út-
gerðarfyrirtæki landsins. Þá er
og verzlun Einars Þorgilssonar
einnig elzta starfandi verzlun
landsins, stofnuð 1901. Einar
Þorgilsson var einn af
„feðrum HafnarOarðar,'' bæði
sem atvinnurekandi og bæjar-
fulltrúi og alþingismaður. Þá
er þessi bók jafnframt almenn
sjávarútvegssaga í 100 ár og
um það saltfisklíf, sem þjóðin
lifði á sama tíma.
Asgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafii á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurdur, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
BÆR í BYRJUN ALDAR
HAFNARíJÖRÐUR
Magnús Jónsson
Bær í byrjun aldar — Hafnar-
fjörður, sem Magnús Jónsson
minjavörður tók saman, er
yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn-
arfirði árið 1902. Getið er hvar
húsin voru staðsett í bænum,
hvort þau standa enn o.s.frv.
Síðan er getið íbúanna. Og þar
er gífurlega mikill fróðleikur
samankominn. Ljósmyndir
eru af fjölda fólks í bókinni.
Allur aðaltexti bókarinnar er
handskrifaður af Magnúsi, en
aftast í bókinni er nafnaskrá
yfir þá sem í bókinni eru
nefndir, alls 1355 nöfn.
MEÐ MÖRGU FÓLKI
Auðunn Bragi Sveinsson
Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr-
verandi kennari og skólastjóri,
hefur ritað margt sem birst
hefur í blöðum og tímaritum í
gegnum árin í Ijóðum og
lausu máli, og einnig hefur
hann ritstýrt nokkrum bók-
um. Bók sú sem hér birtist
íjallar fyrst og fremst um fólk
við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi, — frá afdal til
Austurstrætis, ef svo má að
orði komast. Með mörgu fólki
er heitið, sem höfundur hefur
valið þessu greinasafni sínu.
Mun það vera réttnefni.
ÖSPEN OG ÝLUSTRÁIÐ
Haraldur Magnússon
Haraldur Magnússon fæddist 5 %
á Árskógsströnd við Eyjafjörð
1931. Hann ólst upp íEyja-
firði og Skagafirði fram að
tvítugsaldri. Nú býr hann í
Hafnarfirði. Þetta smásagna-
safn er fyrsta bók Haraldar, en
þessar sögur og fieiri til hefur
hann skrifað í frístundum sín-
um u.ndanfarin ár. Sögurnar
eru að ýmsu.leyti óvenjulegar
og fiestar fela þær í sér boð-
skap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa.
</>
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE
Þeir sjá til þess að þú fáir
betri þjónustu
í Nyjábæ
Við í Nýjabæ höfum það að leiðarljósi í
okkar daglega starfi að vejta þér eins
góða og persónulega þjónustu og okk-
ur er unnt. Slíkt er hvati að betri þjónustu
af okkar hálfu og gerir það ánægjulegra
fyrir þig að heimsækja okkur í Nýjabæ.
Þetta gerir Nýjabæ að vinalegum bæ fyr-
ir okkur öll.
Það er jafnframt metnaður okkar að á
boðstólnum séu ávallt nýjar og góðar
vörur, unnar úr besta fáanlega hrá-
efni. Góð matvöruverslun þarf einnig að
ráða yfir fjölbreyttu vöruúrvali.
Það er starf okkar í Nýjabæ að sjá til
þess, að þessum sjálfsögðu kröfum sé
fullnægt. Við erum þarna svo þú fáir
sem bestar viðtökur þegar þú heim-
sækir Nýjabæ.
Nú höfum við stóraukið þjónustuna við
þig og opnað Litlabæ, matvöruverslun
við torgið í Nýjabæ. Litlibær er opinn öll
kvöld vikunnar til kl. 23:00. Nýibær og
Litlibær eru því til samans opnir í alls 99
klst. á viku.
Jðtf
NVI
IV1R
VÖRUHÚSIÐ EIÐ/STOfíG/