Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
'KllSIA'
PANNA
Fyrir rafmagnshellur
„Kína“ pannan er notuð til að snöggsteikja. Snöggsteiking er
aðal eldunaraðferð í kínverskrir matargerðarlist. Pannan er
hituð með olíu t.d. soyjaolíu. Þegar pannan er orðin vel heít
er smáttskorinn maturinn settur í og snöggsteiktur með því
að snúa og velta honum hratt. Leiðbeiningar um notkun og
nokkrar uppskriftir fylgja. Þessí panna er steypt með sér-
stakri fargsteypuaðferð sem gefur bestu hugsanlegu hitaleiðni.
Þess vegna hentar hún mjög vel fyrir snöggsteikíngu á raf-
magnshellum. Kínapönnuna má nota til að djúpsteikja og
gufusjóða. Einnig til að brúna og krauma (hægsjóða). Fæst í
um 80 búsáhaldaverslunum um allt land.
Framleidd af Alpan hf., Eyrarbakka.
Heildsöludreifing Amaro-heildverslun, Akureyri s: 96-22831.
AUSTURBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1-38
Skipholt 40-50
Háahlíð
VESTURBÆR
Fornaströnd
Bauganes
Nýlendugata
Einarsnes
Stigahlíð 37-97
SELTJNES
Hrólfsskálavör
UTHVERFI
Skeifan
Kirkjuteigur
Látraströnd
MIÐBÆR
Grettisgata 37-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62
JHwjtmWtljí
Enn um arkítekta
eftirHarald
Helgason
Að undanförnu hefur talsvert
verið ritað í dagblöðum um niður-
stöður dómstóla í stefnu Arkitekta-
félags íslands gegn félagsmálaráð-
herra og þremur byggingafræðing-
um. Sem flestum er sjálfsagt
kunnugt féll dómur stefnandanum
(AÍ) að miklu leyti í óhag og hafa
menn túlkað þann dóm á ýmsan
veg. Einkum hafa byggingafræð-
ingar haldið þeirri fullyrðingu hátt
á lofti, að dómstólar hafí með þess-
um dómi viðurkennt nám í arkitekt-
úr og byggingafræðum jafngott.
Slíkt skoðun felst að sjálfsögðu
engan veginn í dómsniðurstöðum,
heldur snýst málið einvörðungu um
rétt manna til þess að skila teikn-
ingum fyrir byggingarnefndir á
landinu. Arkítektar byggðu mál-
sókn sína á málsgrein í gildandi
byggingarreglugerð, sem gefín var
út árið 1979, en þar er kveðið svo
á um að byggingarhönnuðir: arki-
tektar, verkfræðingar, tæknifræð-
ingar og byggingafræðingar hafi
rétt til þess að skila uppdráttum
fyrir bygginganefíidir hver á sínu
sviði. I regiugerðinni er ekkert
reynt að skilgreina verksvið hinna
ýmsu hönnunarstétta og því mjög
óijóst hvar skil eru á réttindum t.d.
arkitekta og verkfræðinga, þó að
nokkur efð sé komín á það að arki-
tektar sinni ekki burðarþolsteikn-
ingum og lagnamálum, og
verkfræðingar hafa látið eiga sig
að sinna aðaluppdráttum, sem sé
skipulagi bygginga og útlitshönnun.
Fram að gildistöku byggingarlag-
anna frá 1978, sem samþykkt voru
á Alþingi og framangreind bygg-
ingarreglugerð er byggð á, var
öllum hönnunarstéttunum heimilt
að skila inn teikningum fyrir hinar
ýmsu byggingarnefíidir, auk þess
sem ýmsir aðrir höfðu til þess stað-
bundin réttindí.
Einkaréttur eða frelsi
ísland hefur nokkra sérstöðu í
byggingarmálum, vegna fámennis
og dreifðrar byggðar í stóru landi.
í ýmsum nágrannalöndum, sem
flest byggja á aldagamalli bygging-
arbefð er öllum veitt heimild til
þess að gera uppdrætti af bygging-
um og taka þannig á sig ábyrgð
sem því fylgir. Að sjálfsögðu fjalla
tilskipaðar byggingarnefndir um
umsóknir á grundvelli uppdrátta
þessara og fá þær oft vandasöm
mál til umfjöllunar. Til setu í bygg-
ingamefndum veljast menn í
byggðarlaginu, sem vit hafa á
byggingarmálum og búa yfír fagur- '
fræðiiegu skjmbragði. Þetta fyrir-
komulag hefiir víða reynzt vel, en
ýmsir erfiðleikar eru á því að taka
það upp á Islandi, vegna fámennis
og yrði víðast erfitt að manna bygg-
ingameftidir, sem gera verður kröfu
til að afgreiði byggingarmál út frá
áðuigreindum forsendum. Þetta
hefur ráðamönnum byggingarmála
snemma verið hér Ijóst, og var því
ákveðið að veita faglærðum mönn-
um sérstaka beimild til þess að
leggja uppdrætti að byggingum
fyrir byggingamefnd. Smám saman
fóru byggingaryfírvöld, einkum í
höfuðborginni, að fækka þeim fag-
hópum, væntanlega til þess að
árangur í byggingarmálum yrði
betri. Stærri byggðarlög fylgdu í
kjölfarið. Þannig fengu bygginga-
meistarar ekki lengur heimild til
þess að teikna hús eftir 1937. En
hvers vegna skyldi þeim, sem tilbú-
inn er að leggja fram stórfé í
húsbyggingu, ekki vera í sjálfsvald
sett hvemig byggingu hann reisir
sér og þá hvemig byggingin lítur
út? Því er tfl að svara að það er
augljóslega ekkert einkamál ein-
stakra manna að njóta umhverfis-
ins. Byggingar era hluti af stærra
umhverfi, sem ýmsir þurfa að hafa
afskipti af. Af þeirri ástæðu er það
almennt viðurkennt að íbúar í til-
teknu byggðarlagi skulu hafa rétt
til þess að skipta sér af fyrirhuguð-
um byggingum. Til þess að koma
Haraldur Helgason
„Ljóst er, að dóms-
niðurstaðan í máli
arkitekta leiðir greini-
lega í ljós mikla veilu í
kerfinu. Ætli menn að
viðhalda þvi löggild-
ingakerf i í hönnunar-
málum, sem við höfum
búið við um langt skeið,
verður að taka á þeim
vanda, sem felst í
starfsmati.“
slíku í kring með raunhæfum hætti
era skipaðir hæfir fulltrúar í bygg-
ingamefnd til þess að fjaiia um
fyrirhugaðar breytingar á umhvef-
inu. Þessar nefndir starfa jafnan á
grandvelli samþykkts aðal- og deili-
skipulags auk landslaga um bygg-
ingamál. Akvarðanatökur
nefndanna era oft umdeildar og er
Ijóst mikilvægi þess að hæfir menn
veljist til nefndarstarfa. Takmörkun
leyfa til hönnuða með tilskylda lág-
marksmennt.un er að vissu leyti
nokkur tiygging fyrir byggðarlagið.
Fjárfesting í byggingum hefur verið
gífurlega mikil hér á landi undan-
farin ár. Þannig er ábyrgð hönnuða
gagnvart þjóðfélaginu mikil og mik-
ilvægt að vel takist til. Við eram
aðskapa umhverfi fyrir komandi
kynslóðir, sem sjálfsagt verða dóm-
harðar á gerðir okkar. Og mistökum
í byggingum er erfitt að leyna.
Verksvið hönnuða
Þegar nýja byggingaregiugerðin
gekk í gildi 1979 var það skoðun
Arkitektafélagsins að í henni hefði
verið tekið afgerandi skref í átt að
réttlátara fyrirkomulagi í hönnun-
armálum landsins. Stjóm Arki-
tektafélagsins lagði þann skilning
í orðin „hver á sínu sviði“ að með
því væri gerð sú krafa til hönnuða
að aðeins þeir, sem fengju fullnægj-
andi menntun til þess að hanna
byggingar og stjórna vinnu annarra
sérfræðinga, sem starfa í hönnun-
arhópnum, öðluðust réttindi til þess
að stunda aðaluppdráttagerð. Á
seinni hluta síðasta áratugar fór
að bera á því að afkitektanemar
tækju skipulagsfræði sem sémám
fljótlega á námsferlinum og sinntu
byggingahönnun aðeins að mjög
takmörkuðu leyti. Arkitektafélagið
taldi sig ekki geta veitt mönnum
með slíkt sémám í skipulagsfræð-
um heimild til þess að skila aðal-
teíkningum fyrir bygginganefndir á
grundvelli þessarar tulkunar á
byggingarreglugerðinni, tíl þess
hefði nám þeirra ekki fjaliað nægi-
lega mikíð um byggingahönnun.
Þessir skipulagshönnuðír hafa rétt
til þess að bera starfsheitið arki-
tekt, en félagsmálaráðherra hefur
hingað til fellt sig á rök AI sem
umsagnaraðila í málinu að ekki
skuli veita þeim heimild til þess að
leggja aðalteikningar fyrir bygg-
inganefndir Iandsins. Arkitektafé-
lagið átti von á því að ráðherra
brygðist eins við umsóknum ann-
arra með álíka eða sýnu minni
menntun á sviði byggingahönnun-
ar. Þegar vitað.var að bygginga-
fræðingar sæktu stíft að
félagsmálaráðherra að hann veitti
þeim heimild til þess að gera aðal-
teikningar, fór stjóm Arkitektafé-
lags til fundar við ráðherra til þess
að láta sjónarmið sín í ljós. Slíkt
framtak vakti að sönnu litla kátínu
hjá byggingafræðingum. Ráðherra
kvaðst í nokkram vanda, en hafði
hug á því að láta fara fram starfs-
mat, svo að hann hefði einhvem
grann til þess að styðjast við í
mati sinu á hæfni hönnuða. Litlu
seinna veitti Alexander Stefánsson
þremur byggingafræðingum um-
beðið leyfí. Þegar arkitektar inntu
hann eftir ástæðum sínum fyrir
leyfisveitingunní bar hann við
óheyrilegum þrýstingi frá bygg-
ingafræðingum — og aðstandend-
um þeirra! Stjóm Arkitektafélags-
ins taldi sig vera nauðbeygða til
þess að hnekkja þessum úrskurði
og freista þess að fá það staðfest
að skilningur arkitekta á starfssviði
hönnuða væri réttur. Að öðram
kosti væra ákvæðin um rétt hönn-
uða „hver á sínu sviði" í byggingar-
reglugerðinni 1979 markleysa.
Þetta er í raun ástæðan fyrir því
sem sumir hafa nú nefnt „ósvífna
sérhagsmunabaráttu arkítekta".
Eftir að byggingarreglugerðin
frá 1979 tók gildi hefur enginn
verkfræðingur eða tæknifræðingur
sótt um heimild til félagsmálaráð-
herra til þess að fá leyfí til þess
að skila aðalteikningum fyrir bygg-
inganefndir. Ekki skal hér dómur
lagður á það, hvort ástæðan sé sú
að þessir aðilar gera sér grein fyrir
takmörkunum sínum til alhliða
byggingahönnunar eða hvort þeir
hafa haldið að sér höndum þar til
úrslit fengjust i málaferlum Arki-
tektafélagsins. Byggingafræðingar
hafa hins vegar haldið því mjög á
lofti að aðeins væri stigsmunur á
námi í arkitektúr og byggingafræð-
um, en alls enginn grundvallarmun-
ur. Ekki er ástæða hér til þess að
eyða mörgum orðum á slíka fullyrð-
ingu, en benda má á fáeinar
staðreyndir. Byggingafræði er ung
starfsgrein á Norðuriöndum, en
virðist svo til óþekkt utan þeirrV
Langflestir byggingafræðingar,
sem starfa hér á landi, hafa hlotið
menntun sína í Danmörku, nærri
allir eftir 1965. Þar nefnist starfs-
titill þeirra „konstraktör“. Upphaf-
lega var nám þetta 2—3 ára langt,
en tekur nú orðið Qögur ár. Sam-
kvæmt lýsingu námsráðgjafa við
byggingafræðiskólann í Horsens á
Jótlandi miðar námið að því að
gera nemendur hæfa „til þess að
útfæra teikningar annarra og hafa
eftirlit á byggingarstað". Hvergi er
minnst á það að námið miði að því
að hanna byggingar að eigin frum-
kvæði, né gera nemendur færa að
bera ábyrgð á fullnaðarhönnun. í
arkitektúrskólanum í Árósum er
hyggingafræð'mgum veitt innganga
að arkitektúmámi, sem tekur að
jafnaði 5—6 ár, enda hefji þeir nám-
ið á 1. ári, nema þeir albestu. Þeim
hefur verið veitt heimild til þess að
setjast inn á annað ár skólans.
Hvers vegna skyldu menn þá halda
inn á þessa námsbraut, ef ekkert
er áunnið með því? I Danmörku er
sýnilega litið öðram augum á þessi
mál en hér á landi! Og til fróðleiks
má svo benda á það, að einn bygg-
ingafræðinganna þriggja, sem
Arkitektafélagið sá sig knúið til
þess að fara í mál við, hefur metið
stöðuna þannig, að tíma sínum
væri ekki illa varið í arkítektúrnám.
Hann mun að líkindum útskrifast
frá Kaupmannahafnarháskóla nk.
vor að loknu þriggja ára námi við
þann skóla. Kannski hann hafi eytt
þessum áram til einskis?
Áhrif dómsins
Eins og þegar hefur komið fram