Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 55 T NYTT NYTT NYTT NYTT NYTT N HVÍT-LAKKAÐAR ÞILJTJR UR ASKI BJÖRNINN hf. BORGARTÚNI 28 SÍIVU 621566 ^TDK HUÓMAR BETUR starfrækt á Suðumesjum. Vinnuhópar voru skipaðir og skil- uðu þeir ályktunum um atvinnumál, umhverfismál, ferðamál, íþrótta- og æskulýðsmál og samvinnu- og sam- einingarmál sem voru samþykktar. BB Aðalfundur sveitarfélaga á Suðurnesjum: Gjaldheimta Suðurnesja sett á laggirnar um áramót Steingrímur Hermannsson ávarpaði aðalfundinn og sagði að nú væri verið að skoða tillög- ur um fríhöfn við Keflavíkur- flugvöll. ar utanríkisráðherra. Hann skýrði fundarmönnum frá að nú væri verið að skoða tillögur Karls Steinars Guðnasonar um fríhöfn við Keflavík- urflugvöll. Þessi tillaga hefði ekki þótt vænleg fyrir ári, en nú væru aðrar aðstæður og því hefði honum þótt ástæða til að skoða þessar tillög- ur að nýju. Steingrímur skýrði heimamönnum frá að hann hefði hug á að allir olíugeymar í eigu hersins við Keflavik og Njarðvík yrðu fjar- lægðir og síðan yrði landið boðið sveitarfélögunum til afnota. Einnig talaði Steingrímur um verktakastarf- semi á Keflavikurflugvelli og sagði að erfitt yrði að færa hana frá því horfi sem hún væri í vegna sérstakra ákvæða í samningi við Bandaríkja- stjóm sem skuldbindur verktaka til að eiga á lager mikið magn af efni. Síðan talaði Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarðvík, formaður gjsddheimtuneftidar, um Gjaldheimtu Suðumesja. Sagði hann að nefndin hefði orðið sammála um að leggja til að samningurinn yrði samþykkt- ur, því með honum væri verið að leggja grundvöll að því að sveitarfé- lögin gætu haft eðlileg áhrif á meðferð innheimtu á tekjum sínum. Óhugsandi væri að fela ríkinu þessa innheimtu á þann hátt sem lögin upphaflega gerðu ráð fyrir, því slíkt gæti hæglega skaðað varanlega sjálfstæði sveitarfélaganna. Sam- þykkti fundurinn að koma Gjald- heimtu Suðumesja á fót og verður fyrirtækið staðsett í Njarðvík. Áætl- að er að starfsmenn verði 3 til að byija með, en verði fljótlega fjölgað í 5 til 6. / Meðal mála sem rædd voru var hugmynd Þróunarfélags íslands hf. við að koma á fót fj árfestingarfélög- um í öllum kjördæmum. Lárus Jónsson kynnti þessar hugmyndir og sagði að ætlunin væri að fjárfesting- arhlutafélög landshluta yrðu vænt- anlega stofnuð með 10 til 15 milljóna króna lámarkshlutafé. Sagði Lárus að sér virtist sem aðstæður á Suður- nesjum væru sérstaklega góðar til að stofna og reka fjárfestingarfélög, enda hefði hugmyndin fengið góðan hljómgrunn. Jón E. Unndórsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Suðumesja, talaði á eftir Lárusi og talaði gegn stofnun fjárfestingarfélagsins. Taldi Jón nær að styrkja Iðnþróunarfélag- ið og Fjárfestingarfélagið Athöfn sem hefðu sama markmið og væru Keflavik. SAMBAND sveitarfélaga á Suður- nesjum hélt aðalfund sinn í Keflavík um síðustu helgi. Helsta málið sem ákvörðun var tekin um á fundinum var Gjaldheimta Suð- umesja sem verður komið á laggirnar um aramótin í tengslum við staðgreiðslukerfi skatta. Sam- einingin var rædd og kom fram hjá nokkrum fulltrúum sveitarfé- laganna sjö að áhugi fyrir samein- ingu er ekki fyrir hendi, en samþykkt var að vinna áfram að málinu. Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra flutti ræðu á fundin- um og gat þess að hann hefði tekið upp að nýju tillögur Karls Steinars Guðnasonar alþingismanns um fríhafnarsvæði í nágrenni Keflavík- urflugvaliar sem gæti nú verið fysilegur kostur. Einnig kom fram hjá Steingrími að hann hefði hug á að bjóða það land til afnota sem verið hefur innan girðingar í jaðri Njarðvíkur og Keflavíkur. Guðfinnur Sigurvinsson, formaður SSS, flutti skýrslu stjómar við upp- haf fundarins. Gat hann þess að þetta ár hefði verið um margt við- burðaríkt, flestir stjómarmanna hefðu nú starfað á þessum vettvangi í fyrsta sinn. Samstarf manna hefði verið í alla staði mjög gott og ánægjulegt þar sem málefnaleg af- staða hefði ráðið. „Öll umræða og afstaða við afgreiðslu fyrirliggjandi mála hefur einkennst af þeim vilja að láta gott af sér leiða fyrir íbúa Suðurnesja," sagði Guðfinnur meðal annars um störf stjómarinnar á starfsárinu. Eftir að Eiríkur Alexanderson framkvæmdastjóri hafði skýrt árs- reikningana flutti Vilhjálmur Ketils- son, bæjarstjóri í Keflavík, skýrslu undirbúningsnefndar í sameiningar- málum. Vilhjálmur, sem er formaður nefndarinnar, sagði að sér virtist sem áhugi sveitarstjómamanna fyrir sameiningu væri mismikill. Vilhjálm- ur sagði að oft létu menn tilfínningar ráða í stað skynseminnar. Eins væm menn hræddir við að missa af ein- hveiju eða gefa öðmm of mikið af eigin gæðum. Fram kom hjá Vil- hjálmi að ágæt samvinna væri meðal Njarðvíkur og Keflavíkurbæjar á mörgum sviðum. Þetta væm þétt- býliskjamar sem væm vaxnir saman þar sem fíarlægðir væm það litlar að þær skiptu engu máli og væri sama á hvom staðinn þjónusta væri sótt. Enda virtust sumir ibúanna gera ráð fyrir að sveitarfélögin yrðu sameinuð fyrr eða síðar. Nokkrar umræður urðu um sameininguna og kom fram í máli Grindvíkinga og fulltrúa Miðneshrepps að þeir hefðu lítinn áhuga fyrir að sameina sveitar- félögin á þessu stigi og menn skyldu flýta sér hægt í þessum efnum. Hitaveita Suðumesja er það fyrir- tæki sem sveitarfélögin standa sameiginlega að. Tvö ár em nú liðin síðan hitaveitan og rafveitumar á Suðumesjum vom sameinaðar í eitt fyrirtæki. Fulltrúar fyrirtækisins fluttu erindi sem bar yfirskriftina „Sameining hitaveitunnar og raf- veitnanna“. Kom þar fram að mikill ávinningur hefði orðið við sameining- una og sagði Júlíus Jónsson, fram- kvæmdastjóri Qármálasviðs, að nú væri orkuverð á svæðinu mun lægra miðað við vísitölu, en það var fyrir sameininguna. Júlíus sagði meðal annars að sameiningin hefði að sínu mati tekist vel og flest þau markmið sem sett hefðu verið hefðu náð fram að ganga. Júlíus vildi þó vara menn við að missa ekki stjóm á markmið- um fyrirtækisins þannig að það yrði óviðráðanlegt bákn. Allt sem héti arðsemi gleymdist og fyrirtækið yrði ein allsheijar félagsmálastofnun sem allt ætti að að gera og öll vandamál að leysa. Seinhi dagur aðalfundarins hófst með ræðu Steingríms Hermannsson- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Keflavík. BUXUR ÚLPUR SKYRTUR FRAKKAR íflestum bestu herra- fatabúðum landsins. Stærft: 120x22.5 cm Verð: Krónur 950 pr. ms
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.