Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 66

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Ormurinn langi var aldrei hannaður eftirRósuB. Blöndals Loksins hefur mér til hugar komið, að láta verða af því að skrifa um það orð, sem ég kalla draug upp úr öðrum draug, illa rekinn á annarlega strönd, því verr á strönd íslands. Draugurinn er enskur að uppruna. Það er til saga af enskum svip, sem kallaður var Stígvéla-Brokkur. Tildrög draugasögunnar voru þau, að enskt skip fórst með öllum mönn- um. Lík þeirra rak upp í fjöru á VestQörðum. Mannvesalingur, ef til vill á þunn- um roðskinnsskóm gerðist líkræningi. Hann hefur ef til vill forsvarað það verk fyrir sjálfum sér með því, að lifandi maður hefði meira að gera með fallegu stígvélin, sem dáni skip- stjórinn var í heldur en eigandi þeirra. Maðurinn var svo óheppinn, að reyna ekki fyrst að ná stígvéli af krepptum fæti. Honum gekk vel að ná fyrra stígvélinu, hinu náði hann aldrei. En eftir þetta mátti líkræninginn aldrei vera einn á ferð, þegar dimma tók. Þá fylgdi honum borðalagður skipstjóri með beran fót og annan fótinn í ensku leðurstígvéli. Svip enska skipstjórans kölluðu menn Stívéla-Brokk. Sagt var, að hann fylgdi á þeim dögum öllum af- komendum mannsins sem stígvélin tók. Fósturmóður mín mundi glöggt einn morgun, þegar hún var íjögra eða fimm ára bam, að hún vaknaði Rósa B. Blöndals f NNÞA GETUM VIÐ... ...afgreitt eldhúsinnréttingar og fataskápa fyrir jól. Athugið að vörugjald hækkar væntanlega um áramót. Frábær greiðslukjör. Pantið strax. 2 > | z BYGGINGAVORUR * 671100 STÓRHÖFÐA IrURC KREPIT V/SA VILDARKJÖR * 50022 LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI „Höfuðsmiður að Orm- inum langa teiknaði ekki. Hann gjörði skýli- högg og skar af sjón- hendingu. Allir vissu, að hugur hans var að verki. Ormurinn langi var aldrei hannaður.“ ein í dimmri baðstofu á skammdegis- morgni. Þá sá hún mann tylla sér á borðshom við baðstofugluggann, þannig að ber fótur hékk fram af borðröndinni, en maðurinn stóð í þann fótinn, sem var í svörtu leðurstígvéli. Eitthvað þótti baminu ískyggilegt við þessa persónu, svo að hún hrópaði í ofboði á mömmu sína, sem fljótt kom inn og mun hafa séð það sama og bamið, en sýnin hvarf um leið. Mamma mundi það alltaf, að seinna um daginn kom maður og tyllti sér nákvæmlega eins á borðs- homið og stóð í annan fótinn, eins og svipurinn sem hún sá um morgun- inn. Mun móðir hennar hafa séð það líka. Og sagði henni síðar, að þessi svipur, sem hún sá, hefði verið Stígvéla-Brokkur. Og maðurinn, sem kom sama dag, var einn af afkomend- um mannsins, sem Stígvéla-Brokkur fylgdi. Stígvéla-Brokkur var talinn á fyrri tíð mjög skæður draugur, sást jafn- vel í björtu. Hin svokallaða sögn að hanna er af ensku bergi brotin að hugsuninni til og hefur á sér einkenni meirihátt- ar drauga, sem magnast eftir því, sem fleiri menn taka mark á þeim. Þessi enski . Stígvéla-Brokkur, sögnin að hanna, fór hægt, fyrst; aðeins einn og einn maður þóttist skilja þessa nýju sögn. Þegar ég heyrði hana fyrst, þá sagði ég, myndun þessa sagnorðs þverbrýtur öll lögmál íslenskrar tungu. Seinna sagði sonur minn mér, að Sigfús Halldórs frá Höfnum, hefði sagt við sig nákvæmlega sömu orðin um þessa nýju sögn „að hanna". Það þótti mér vænt um. Ég sagði þau af máltilfinningu, Sigfús bæði af þekkingu og mál-til- finningu. nældur ÞJÓNUSTA Hljóð- snældur AB Útgáfunýjung. Sjálfshjálp, barnaefni og viðskiptaefni á hljóðsnældum. 5 Dr. EiríkurÖm Amarsonfermeðslökunarefni. Sex íslenskir afar: Eiríkur Hreinn Leiðbeiningar og fjögurra vikna slökunardag- Finnbogason. Gunnlaugur Þórðarson, bók fylgja. Ólafur Skúlason, Róbert Arnfinnsson, Valur Amþórsson og Þórarinn Guðnason fara með uppáhalds söguna sína. Bjami Sigtryggsson viðskiptafræðingur tók saman efni um viðsldpti. Þessi snælda er fyrir alla þá sem hafa áhuga á viðskiptum, ekki síst stjómendur í þjónustufyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.