Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
Sjómaður frá Eyrarbakka spurði
mig hvað þessi nýja sögn eiginlega
þýddi, sagðist ekki skilja hana.
Ég sagði sem var, að ég skildi
hana ekki heldur.
Ég spurði síðan cand. mag. Ólaf
Briem menntaskólakennara á Laug-
arvatni, hvað sögnin að hanna þýddi.
Draugurinn var þá nývakinn upp.
Magisterinn sagðist ekki skilja þessa
nýju sögn, aldrei hafa heyrt hana
fyrr. Síðan eru nú liðin mörg ár.
Þessi enski draugur hefur magnast
mjög ár frá ári, svo að ekki verði
prjónaðir vettlingar án aðstoðar hans.
Nú eru vettlingarnir hannaðir.
Fyrst kom þessi Stígvéla-Brokkur
inn í stofur úr útvarpi og blöðum,
en kemur nú ljóslifandi bæði á nótt
og degi út úr sjónvarpi, útvarpi og
blöðum.
í stuttri blaðagrein sá ég nýlega
að sögnin að hanna kom að minnsta
kosti tíu sinnum fyrir.
Kvenmannsnafnið Hanna hefur
verið gjört að sögn. Þetta er nú fóðr-
að með orðinu handíð og hannyrðir
og lýsingarorðinu hannar, sem þýðir
duglegur, listfengur. I samsetning-
unni sjónhannur þýðir það sjónskarp-
ur, mjög skyggn. Kemur fyrir í
fornsögum.
í Völuspá heitir einn dvergurinn
Hannarr. Af dverganöfnum er oft
dregið nafn á hinu fullkomnasta
handbragði, t.d. þegar mikill smiður
er kallaður völundur. Einhversstaðar
stendur um hannyrðastúlku að hún
var hönnust mær.
Nýlega spurði ég málfræðing, hvað
þessi sögn að hanna ætti eiginlega
að þýða. Hann sagðí, að það væri
líklegast þýðing á ensku sögninni to
design, að gjöra áætlun um verk,
gjöra frumdrög að verki, sem nafn-
orð, munstur, snið, gerð, teikning.
Þetta er nú svipað eins og ég hef
helst haldið að sögnin að hanna eigi
að tákna t.d. að hugsa upp eðá upp-
hugsa eitthvað, en einnig fram-
kvæmd. Það er ekki íslensk hugsun
að taka þurfi fram, ef menn yrkja
eða teikna, að verkið verði fyrst til
í huga mannsins. íslendingum hefur
fundist það svo sjálfsagt að hugur
mannsins fyndi upp, eða hugsaði
verkið fyrst, ef frumsmíði er, eða
frumgerð, og hugur fylgdi síðan hönd
við framkvæmd verksins.
Sögnin að hanna er með öllu
ógagnsætt orð, enda virðist það geta
náð yfir nokkuð margt í munni þeirra,
sem nota það. Því betra orð er það
sjálfsagt eftir enskri fyrirmynd. Það
er einskonar enskur skipstjórasvipur
tekinn við stýrinu á íslenskri hugsun.
Ég hefi búið til aðra sögn, sem
hægt er að hafa til skiptis við sögn-
ina að hanna, ef það þykir ekki óprýði
á íslensku máli nú orðið, að staglast
ekki alltaf á sama orðinu.
Mín sögn er mynduð af kven-
mannsnafninu Hildur. Hildur þýðir
bardagi.
Það má kalla bardaga, baráttu eða
strið, að teikna skip og smíða, ellegar
að hugsa upp hústeikningu og byggja
hús. Mér finnst þau verk ekkert
skyldari hannyrðum heldur en bar-
áttu.
Hvernig verður sögn dregin af
kvenmannsnafninu Hildur?
Það er sögnin að hilda. Eins og
Hanna, verður sögnin að hanna.
Þá segjum við, að hilda húsið, að
hilda skipið, hilda brúna, að hilda
vettlinga, að hilda kjóla.
Sá sem hildar, getur þá kallast
hilduður, eða það, sem liðlegra væri
hildir.
Þá mætti einnig mynda hluttaks-
orð af sögninni að hilda, t.d. að
verktakinn hafi hildgast andlega,
þegar verki hans er lokið Sögnin að
hilda hefur sömu kosti, eins og sögn-
in að hanna, hún er ógagnsæ og
hana má nota nákvæmlega eins og
sögnina að hanna. Sögnin að hilda
getur alltaf komið í staðinn, þar sem
notuð er sögnin að hanna.
Guðmundur Ólafsson, fyrrum
kennari að Laugarvatni, sagði einu
sinni í enskutíma að íslenska væri
miklu rökréttara mál en enska. Á
ensku segðu menn t.d. the road runs,
en það gætu Islendingar ekki sagt.
Þeir rugluðu ekki saman vagni sem
rennur eftir veginum og veginum
sjálfum. „Þess vegna,“ sagði kennar-
inn, „liggur íslenskur vegur en
vagninn rennur eftir honum."
Mér kom þetta í hug eitt sinn, er
ég heyrði fyrirlesara, sem var að lýsa
Grænlandi, segja: „Húsin renna þar
upp eftir hlíðunum.“
Það hefði komið lágur og hræðileg-
ur hlátur hjá Guðmundi Ólafssyni
kennara, ef einhver nemandi hefði
þýtt þannig enskan texta, hvað þá,
ef það hefði komið fyrir í frumsömd-
um stíl.
Mér sýnist það færast í vöxt, að
íslenska sé orðuð eftir enskri fyrir-
mynd. En sé rétt hugsað á íslensku,
þá hvorki skríður vegurinn eða renn-
ur, húsin ekki heldur, nema þá í
snjóflóði; og ré'nna þá húsin að jafn-
aði niður hallann en ekki upp.
Nú orðið má víst helst ekki tala
íslenskt orð í enskutíma. Heyrst hef-
ur a.m.k. um slíka stefnu.
Það væri þó gagnlegt að kennarar
bentu nemendum á þann mikla mis-
mun, sem er á enskri frámsetningu
og íslenskri setningamyndun.
Halldór Þorsteinsson forstöðumað-
ur Málaskóla Halldórs hefur tekið
nokkur glögg og kostuleg dæmi af
málklúðri svonefndrar Skólaþróunar-
deildar menntamálaráðuneytisins. Ég
man að mér þótti tímaritið Mál og
menning ekki fegra málið.
Einkennilegt er það, að Stranda-
pósturinn er að mínum smekk
tvímælalaust jafnbest ritað tímarit á
vorri tíð. Fáir sem í það hafa skrifað
eru skólagengnir að ráði. Hvers
vegna skrifa þeir þá liðugt mál og
rétt og hafa þó fæstir þeirra lært
málfræði? .
Svar mitt er: Þeir kunnu flestir
mikið af kvæðum og lásu Islendinga-
sögur í æsku.
Ég veit ekki hver uppvakti
Stígvéla-Brokk. En það mun þó hafa
verið háskólamaður.
Þess vegna verður einhver Sæm-
undur úr Svartaskóla að kveða
drauginn niður.
Að endingu langar mig til þess að
þakka Alexander Stefánssyni alþing-
ismanni í Ólafsvík og þeim, sem fluttu
ræður á 300 ára verslunarafmæli
Ólafsvíkur, að bæði þingmaður þeirra
Snæfellinga og aðrir ræðumenn það-
an gátu talað um að hús hefðu verið
reist og smíðaðir bátar og smíðuð
skip, án þess að hönnunardraugurinn
kæmi nokkurstaðar nálægt verkinu.
Enda sagði séra Árni Þórarinsson
að einn vinnumaður á Snæfellsnesi
hefði verið vitrari en allir háskólar,
hvað þá. þingmaður þeirra Snæfell-
inga og sjómenn og bændur byggðar-
lagsins.
Einfalt mál hefði það nú verið fyr-
ir höfund Heimskringlu, að búa til
sögnina að hanna, eftir nafninu
Hannar. Mun geymd dverganafna og
allar þeirra eigindir vera fyrir hans
tilstuðlan ennþá kunnugt oss.
Stytt gat hann mál sitt og sagt
að Ólafur konungur Tryggvason léti
þá hanna Orminn langa.
Er þessi höfuðsmiður bókmennta
vorra kaus heldur að orða svo:
„Lét hann reisa skip mikit undir
hlaðhömrum. Þorbergur skafhögg (sá
sem skefur, sléttar) hét sá maðr, er
stafnasmiðr var at skipinu, en þar
voru margir aðrir at, sumir at fella,
sumir at telgja, sumir saum at slá,
sumir at flytja viðu. Váru þar allir
hlutir vandaðir mjök.
En er þeir báru skipit borði, þá
átti Þorbergt nauðsynja örendi að
fara heim til bús síns ok dvaldisk þar
mjök lengi.
En er hann kom aftr, þá var skip-
it fullborða.
Fór konungr þegar um kveldit ok
Þorbergr með honum ok sjá þá skip-
it, hvernig orðit sé.“
Sleppi hér úr.
„Ok mælti hvern maðr, at aldri
hefði sét langskip jafn mikit eða jafn
frítt.
Fer þá konungr aftr í bæinn.
Enn morgininn eftir ferr konungr
enn til skipsins ok þeir Þorbergr.
Voru þá smiðar þar áðr komnir. Stóðu
þeir alir ok höfðust ekki at. Konungr
spurði, hví þeir færi svá.
Þeir segja, að spillt var skipinu ok
maðr myndi gengit hafa frá fram-
stafni til lyftingar ok sett í borðit
67
ofan hvert skýlihögg (eða þjalhögg)
at öðru.
Gekk konungr þá til ok sá at satt
var. Mælti þegar ok svarði um at sá
maðr skyldi deyja, ef konungr vissi,
hverr fyrir öfundar sakir hefði spillt
skipinu.
Én sá er mér kann segja skal mik-
il gæði af mér hljóta.
Þá segir Þorbergr: Ek mun kunna
segja yðr konungr, hverr þetta verk
mun gört hafa.“
Mér er eigi þess at öðrum manni
meiri ván, segir konungr, en at þér,
at verða þess víss ok kunna mér
segja.“
„Segja mun ek þér konungr, hverr
gört hefir.“
„Ek hefi gört.“
Þá svarar konungr: „Þá skaltu
bæta.“
„Þá skaltu bæta svá, at jafnvel sá
sem áðr var.“
„Þar skal líf þitt vit liggja.“
Þá gekk Þorbergr til að telgdi
borðit, svá at öll gengu úr skýlihögg-
in.
Konungr mælti þá ok allir aðrir,
at skipit væri miklu fríðara á þat
borð, er Þorbergr hafði skorit.
Bað konungr hann þá svá gera á
bæði borð ok það hann hafa mikla
þökk fyrir. Var þá Þorbergt höfuð
smiðr fýrir skipinu, þar til gjört var.“
Höfuðsmiður að Orminum langa
teiknaði ekki. Hann gjörði skýlihögg
og skar af sjónhendingu.
Allir vissu, að hugur hans var að
verki.
Ormurinn langi var aldrei hannað-
ur.
E.M. ^
I íslenskri orðabók handa skólum
og almenningi. Ritstjóri: Ámi Böðv-
arsson, Reykjavík 1963. Þar kemur
ekki fyrir sögnin að hanna. Nokkuð
fram yfir þann tíma var engin hönn-
un til á Islandi.
Höfundur er skáldkona.
COGNAC
kristalsglös
Handskorin og slétt
Frönsk, þýsk og tékknesk
— falleg glös
— mikiðúrval
niíii-
■iiusiiM
Laugavegi 15, simi 14320 - Kringlunni, simi 689955
Drrhom^Cord0n
Saniskipti foreldra og bama
-að ala upp ábyrga æsku
<á
ö
í bókinni mælir höíundurinn Dr. Thomas Gordon með aðferðum sem miða
að gagnkvæmum skilningi milli foreldra og bama og niðurstöðum sem byggjast
á sameiginlegri lausn vandamálanna. Þannig geta bömin litið á sig sem ábyrga
aðila við hiið foreldra sinna.
Aðferðir Thomasar Gordons em heimsþekktar, bókin hefur verið þýdd á
fjölmörg tungumál og hvarvetna orðið metsölubók. WMlLfaó k
\góð bó