Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 69

Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 69 Sérstakt jólatilboð á Dusar baðveggjum og sturtuklefum Baðveggiríýmsum litum og gerðum Sturtuklefar kr. 8.995,' umhugsun um viðhorf stjómmála- manna almennt til rannsókna og þróunarstarfsemi velti ég því fyrir mér af hverju það vanmat stafaði sem lýsir sér í lítilli umQöllun og litlum fjárveitingum. Af þeim 6 for- sætisráðherrum sem fluttu stefnu- ræður voru 5 lögfræðingar. Það er í sjálfu sér ekki saknæmt og auðvit- að sömdu þeir ekki einir stefnuyfir- lýsingu stjómar sinnar en það leiddi huga minn að því hverjir veljast til starfa á stjómmálavettvangi. Flest- ir þeir sem hafa setið og sitja á Alþingi og stjóma stefnumörkun og fjárveitingum hafa ekki unnið við rannsóknir eða þróunarstarf- semi. Þeir hafa því ekki persónulega reynslu og hafa oft takmarkaða þekkingu og skilning á eðli og þörf- um vísinda, rannsókna og þróunar- verkefna. En meginvandinn liggur ekki í þeim skilningsskorti hygg ég, held- ur miklu fremur í því að menn virðast ekki hafa skilið nægilega vel að gott menntakerfi er algjört skilyrði fyrir afkomu okkar í fram- tíðinni. Það er grundvöllurinn fyrir uppbyggingu og nýsköpun í at- vinnulífi þjóðarinnar. Gullskipið er hugvit Það er smám saman að renna upp fyrir æ fleirum að það er hægt að virkja fleira en fallvötn. Ein besta fjárfesting okkar, bæði til skemmri og lengri tíma, er í góðri almennri menntun allra lands- manna, bæði bókmennt og verk- mennt. Kínverskur spekingur sagði fyrir nærri 2500 ámm: Ef þú hugsar eitt ár fram í tímann, sáir þú komi. Ef þú hugsar 10 ár fram í tímann, gróðursetur þú tré. Ef þú hugsar 100 ár fram í tímann menntar þú fólkið. Til þess að íslendingar geti orðið gjaldgengir á vinnumarkaði fram- tíðarinnar og menningar- og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé tryggt verðum við að standa vörð um menntakerfið og bæta það með öllum ráðum. Ef við uggum ekki að okkur, gætum við sem þjóð hæglega lent í fátæktargildru í samkeppni við aðrar þjóðir um markaði og hugmyndir. Það er trú mín að gullskip íslensku þjóðarinnar sem grafið er í sandi framtíðarinnar sé hugvit. Það hefur oft verið minnst á efnahagsundrið í Japan og orsakir þess. Margir telja eina af veigamikl- um orsökum vera þá áherslu og alúð sem lögð hefur verið við menntun barna í Japan. Meðal ann- arra hafa Bandaríkjamenn undrast það hve vel japönsk böm standa sig við úrlausnir ýmissa prófa og betur en bandarísk böm. Efnahagsundrið byijar því í grunnskóla og jafnvel kannski fyrr! Það er að segja með því að leggja megináherslu á það að þroska og mennta fólk til að takast á við framtíð sem við sjáum ekki fyrir og getum tæpast spáð í. Þjóð sem á jafn fáar auðlindir og íslendingar hlýtur að þurfa að veðja á hugvit sitt ekki síður og jafnvel meira en aðrir. Það hlýtur því að skipta meg- inmáli fyrir okkur að fjárfesta í menntun. Við hljótum að taka al- varlega þá gagnrýni sem við sjálf höfum haft uppi og staðfest var og nánar skilgreind af Efnahags- og framfarastofnunin um mennta- stefnu á íslandi2. Þar er bent á margt sem betur mætti fara og annað sem þarfnast tafarlausra úrbóta ef við ætlum ekki að missa af Iestinni. Framsýnir ráð- herrar funda Framfarir í vísindum og tækni byggja á menntun. Nýjungar og tæknibreytingar sem spretta af vísinda- og tæknirannsóknum eru nú taldar meginundirstaða hag- vaxtar í iðnríkjum. Þetta kom fram á ráðherrafundi Efnahags- og fram- farastofnunarinnar sem haldinn var í París í október sl. Þar kom enn- fremur fram að vaxandi vísinda- samvinna milli þjóða brýtur niður ýmsa hefðbundna múra milli þeirra og breytir óðum alþjóðasamskipt- um. Ennfremur var þar rætt mikil- vægi þess að efla menntun og þekkingu þjóðarinnar allrar til þess að áhrifa nýrrar tækni gætti til fulls. Samverkun tækninýjunga og Sjá næstu síðu. Sérstaklega sterkir og vandaðir sturtuklefar í miklu úrvali. A.BERGMANN Stapahauni 2, Hafnarfirði, S:651550 Utsölustaðir: Vald. Poulsen, Rvik B.B. byggingavörur, Rvík Húsiö, Rvík Pensillinn, ísafiröi Byggir sf., Patreksfiröi Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Þ. Skagfjörö, Sauöárkróki KEA byggingavörur. Akureyri Skapti hf., Akureyri Kaupf. Þingeyinga, Húsavik Kaupf. Héraösbúa, Egilsstööum Kaupf. Fram. Neskaupstað Kaupf. A.-Skaftfelliiiga, Höfn Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli Kaupfélagiö Þór, Hellu GÁ Böövarsson, Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja Járn og skip, Keflavík Trésmiðjan Akur hf Akranesi. -’-m EINSTOK CREIÐSLU KJOR Innfluttir loðfeldir kosta frú 49 þús. krónum. Dæmi um greiðslutilhögun; útborgun 15 þús. og eftirstöðvar lánaðar til 6-8 mánaða. Skinnfóðraðir leðurjakkar kosta frá 38 þús. krónum. Dæmi um greiðslutilhögun; útborgun 10 þús. og eftirstöðar lánaðar til 3-6 mánaða. EGGERT feldskeri Efst á Skólavörðustígmiin, sími 11121. Greiðslukort - afborganir. ósazíslA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.