Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 72

Morgunblaðið - 08.12.1987, Side 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 Kveðjuorð: Pálmi Sveinsson Fæddur 24. október 1921 Dáinn 16. nóvember 1987 Eitt af því sem við veitum sér- staklega athygli, sem orðnir erum gamlir, er hvað viðhorf okkar til áranna hefur breyst. Nú finnst okk- ur árin líða svo fljótt. Þetta er undireins búið. Þetta er eins og eitt örvarflug. Hver getur ekki tekið undir með Einari Benediktssyni og sagt: „Mér gleymast árin mín tug eftir tug. mér tíminn finnst horfinn sem örfarflug, og allt sem ein augnablikssaga. Fimmtíu og þrjú ár er ekki lang- ur tími, en það er þó ekki skammur tími af hinni stuttu mannsævi. En það er þó einmitt árið 1934 fyrir 53 árum sem hefur orðið mér sér- staklega minnisstætt. Þá fluttist ég til Bolungavíkur. Ég var ráðinn þar sem bamakennari. Þessi vetur var mér um margt sérstæður og erfið- ur. Skömmu fyrir áramótin veiktist skólastjórinn, Sveinn Halldórsson, sá mikilhæfi og duglegi kennari. Við hin erfíðustu skilyrði. Ég var öllum ókunnur, lífsviðhorfi fólks, atvinnuháttum og venjum. Ég átti að kenna allmikið í bekk 14 ára bama. Þetta var lífsglaður og ærslamikill hópur og fór allmik- ið fyrir honum. Þó nú séu liðin 53 ár síðan finnst mér afar stutt er ég lít til baka. Já eitt örvarflug. Ég held ég muni enn allvel þessa nemendur mína. Ég held ég muni enn í hvaða röð þau sátu á gömlu tréstólunum. Þrír af þessum nemendum mínum eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Sá sem síðast kvaddi var Pálmi Sveinsson, vélstjóri, sonur Sveins Halldórssonar og Guðrúnar Pálmadóttur. Pálmi varð mér snemma minnissstæður og eftir- tektarverður. Hann var glæsilegur ungur pilt- ur, sérstaklega fallegur. Hann var lífsglaður, kátur og fjörið gneist- andi — allfyrirferðarmikill, en aldrei stóð hann fyrir neinu sem miður fór. Hið mannlega var ríkjandi þátt- ur í fari hans, sem aldrei yfirgaf hann. Of náin kynni við Bakkus bar skugga á líf hans allt frá unga aldri. Gerði hann þó oft virðingar- Ujt; t $9 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL BJARNASON, Tjarnarbóli 14, sem andaðist 30. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 8. desember kl. 13.30. Geirlaug Karlsdóttir, Guðjón B. Karlsson, Dagný Karlsdóttir, Auðunn Karlsson, Sigurður Karlsson, Anna Karlsdóttir, Anna Guðjónsdóttir, Hörður Sófusson, Erling Bang, Fríður Jónsdóttir, Hallfriður Jónsdóttir, Erlendur Erlendsson og barnabörn t Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, BERGSTEINN GUÐJÓNSSON bifreiðarstjóri, Bústaðavegi 77, lést í Borgarspítlanum 4. desember. Hilmar Bergsteinsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Guðbjörg Guðnadóttir, Dagmar Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þorbjörg Ingólfsdóttir, Óskar Grímsson, t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN RAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. desember. GuðmundurS. Másson, Árni Steinsson, Jónína M. Árnadóttir, Theodór Þór Steinsson, Zelda Steinsson, barnabörn. t Faðir okkar, GUÐJON JONSSON, Bragagötu 16, Reykjavik, lést aðfaranótt sunnudagsins 6. desember. Kristin Guðjónsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Jón Adólf Guðjónsson. t Faðir okkar. INGVAR KRISTJANSSON, Meðalholti 3, lést á heimili sínu laugardaginn 5. desember. Björg Ingvarsdóttir, Gunnlaugur Þ. Ingvarsson. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hluttekningu og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SIGRIÐAR PÉTURSDÓTTUR, Gilsbakkavegi 1a, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, Ásta Sigvaldadóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Sigvaldi Sigurðsson, Karólina Kristinsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Inga Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARKÚSÍNA ÁSLAUG MARKÚSDÓTTIR frá Patreksfirði, andaðist í Landkotsspitala föstudaginn 4. desember. Arnheiður Guðfinnsdóttir, Páll Guðfinnsson, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR, Valhöll, Vestmannaeyjum. Sigmar Magnússon, Kristín Magnúsdóttir, Jónína Magnúsdóttir, Bjarney Magnúsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Hávarður Sigurðsson Dóra Bergs Sigmundsdóttir, Einar Jónsson, Rúnar Þórisson, Hörður Baldvinsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS MAGNÚSSONAR, Tunguvegi 3, Hafnarfirði. Krabbameinsfélag íslands mun njóta andvirðis þakkarkorta. Kristín Þorleifsdóttir, Bjarni Hauksson, Gyða Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Þráinn Hauksson, Hulda Hauksdóttir og fjölskyldur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug á einn eða annan hátt vegna andláts og útfarar mannsins mín, bróður, mágs, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLMA SVEINSSONAR frá Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á 13-D hand- lækningadeild Landspítalans, fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Magnúsdóttir, Kristin Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson, Guðrún Konný Pálmadóttir, Þorvaldur Pálmason, Kánráð Breiðfjörð Pálmason, Halldór Bjarni Pálmason, Sveinn Grétar Pálmason, Þorsteinn Guðmundsson, Emil Guðmundsson, Hulda Guðjónsdóttir, Jón Markússon, Sign'ður Einarsdóttir, Marín Sigurgeirsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Þórunn Ósk Astþórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför, HELGA VIGFÚSSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Jónma Aldís Þórðardóttir, Helga Kristin Hjörvar, Gísli Jón Helgason, Úlfur Hjörvar, Sigrún Helgadóttir, Martin Sischka, Vigfús Helgason, Geirlaug Guðmundsdóttir, Magnús Helgason, Sesselja K. Helgadóttir, Jóhanna B. Helgadóttir, Liv Holtan, Ómar Einarsson, Björn Sigurðsson, Steinunn Helgadóttir, Óskar H. Helgason, Magnús Pétursson, Friðmundur H. Helgason, Sigri'ður R. Helgadóttir, Jón L. Helgason, Sigurður Antonsson, Selma Haraldsdóttir, Grétar Zophaníasson, Þórunn Á. Haraldsdóttir, Guðri'ður Vigfúsdóttir, Helgi B. Maronsson, barnabörn og aðrir vandamenn. verðar tilraunir til að losna við þann fylgifélaga. Þrátt fyrir þetta skilaði hann góðu dagsverki. Oll sín störf vann hann af sérstakri trúmennsku. Hann var afburða verkmaður að hverju sem hann gekk. Hann var í eðli sínu vel greindur og átti létt með að læra. En hugur hans hneigðist ekki til bóklærdóms. Sjó- mennskan heillaði hann. Engan mann hef ég hitt, sem ekki var vel við hann Pálma. Það fer ekki hjá því að við sem leggjum fyrir okkur að kenna ungl- ingum veltum því stundum fyrir okkur hvað verða muni úr þessum eða hinum. Ég var ekki í neinum vafa um að Pálmi yrði dugnaðar- maður og ég taldi hann viðkvæman drengskaparmann. A síðari árum hitti ég Pálma all- oft og röbbuðum við þá saman stund og stund er tækifæri gafst. En þá var samtalsefnið breytt, þá fann ég að hann velti mjög fyrir sér lífínu og tilverunni og hugsaði hvers vegna margt hefði farið öðru vísi en hann hugði. Hann var orðinn hugsandi maður. Víkin kæra, æsku- stöðvamar, voru honum kært umræðuefni. Sannast þar hið forn- kveðna, „römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til“. Síðustu árin átti Pálmi við mikla vanheilsu að stríða. Sýndi hann þá sem endra- nær mikinn kjark og stillingu. Um fjölskyldu Pálma verður ekki rætt hér enda þeim málum ókunnur og því hafa verið gerð skil af öðmm. Penna er hér stungið niður til að minnast eins af fyrstu nemendum mínum sem mér fannst sérstæður og var hlýtt til. Ég bið honum allr- ar blessunar. Aðstandendum votta ég samúð mína. Ágúst Vigfússon Leiðrétting í minningargrein, sl. laugardag, um mætan góðvin, Hermann Ágústsson, Reyðarfírði, slæddist meinlegt orðabrengl í vísu eftir hann. Rétt er hún að sjálfsögðu þannig: Oft þó finni orðum stað er ég sjaldan níðinn. Ég er heldur ekki að yrkja fyrir lýðinn, Hlutaðeigendur em beðnir afsök- unar á þessari óskiljanlegu slysni. Helgi Seljan rBknnélaR m Blómmtofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.