Morgunblaðið - 08.12.1987, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
73
Halldór Jónsson
bóndi — Minning
Fæddur 12. desember 1919
Dáinn 27. nóvember 1987
Fáir þekkja fegurð Öxnadals til
fullnustu aðrir en þeir, sem búa þar
eða dveljast langdvölum. Ljós og
litir leika um hrikaleg fjöllin eftir
skýjafari, veðri og vindum og fáir
fá augum litið það sjónarspil allt
aðrir en þeir, sem með því fylgjast
dag hvern um langa hríð. Mest er
fegurðin um miðbik dalsins, „þar
sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“,
og Hraundrangar og Hólahyrna
kallast á um dalinn þveran. Þver-
brekkuhjúkur gnæfir í suðvestri og
Blámannshattur lokar fjallahringn-
um til norðausturs handan Eyja-
Qarðar, þótt ekki sjái á Eyjafjörðinn
sjálfan. Fjallahringurinn myndar
trausta umgjörð um byggina í daln-
um og mótar skapgerð þess fólks,
sem þar er fætt og uppalið og skap-
ar því öryggi og festu, jafnframt
því sem nálægðin við víðáttu Eyja-
Qarðar eykur því víðsýni og sjón
til margra átta. Eitt af bömum
dalsins, sem þannig hafði mótast,
var Halldór Jónsson, bóndi á Hólum
í Öxnadal, en jarðarför hans var
gerð frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 7. desember 1987. Hann lést í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 27. nóvember sl. And-
lát hans bar óvænt að garði og
reið yfir fjölskyldu, vini og vanda-
menn sem ógnþrungið og óundir-
búið högg. Eftir sitja eiginkona og
börn í hljóðri sorg og hnípnir vinir
eiga engin ráð önnur en fátækleg
huggunarorð.
Halldór Jónsson fæddist 12. des-
ember 1919 í Efstalandskoti í
Öxnadal. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og Jóhanna Sigurðardóttir,
er þar bjuggu þá og síðar á Engi-
mýri í Öxnadal. Alsystkini Halldórs
voru 5 og er eitt þeirra látið, Sigríð-
ur, sem bjó á Akureyri og lést fyrir
nokkrum árum. Gísli, bróðir Hall-
dórs, er bóndi á Engimýri í Öxnadal,
María, systir hans, býr í Reykjavík,
og Aðalheiður, tvíburasystir hans,
býr á Akureyri. Yngstur systkin-
anna er Hermann, sem búsettur er
á Akureyri. Hálfbróður áttu þau
systkinin, Jónas Jónsson í Hrauni
í Öxnadal, og var hann elstur. Svo
sem títt var um þær mundir fór
Halldór að vinna í búi foreldra sinna
með systkinum sínum svo fljótt sem
vettlingi varð valdið, en fór ungur
að heiman að vinna fyrir sér. Fyrst
fór hann að Bakka í Öxnadal, þar
sem hann dvaldi fram á unglingsár-
in, en síðan vann hann um margra
ára skeið á Þverá í Öxnadal hjá
Önnu Sigurjónsdóttur og Ármanni
Þorsteinssyni frá Bakka, en bæði
þessi heimili, á Bakka og á Þverá,
voru Halldón jafnan mjög kær. Hjá
Önnu og Ármanni á Þverá taldi
hann sér heimili alveg fram að því
er hann stofnaði sitt eigið heimili.
Reyndar dvaldi hann einnig oft hjá
Gísla bróður sínum og María konu
hans á Engimýri, en með þeim
Halldóri og Gísla og íjölskyldu voru
miklir og nánir kærleikar. Auk
landbúnaðarstarfanna heima í daln-
um vann Halldór um skeið á
Keflavíkurflugvelli við landmæling-
ar, en þau störf opnuðu honum sýn
til nýrra átta og þjálfuðu hann í
ensku máli, sem hann áður hafði
numið í skóla. Halldór stundaði nám
í tvo vetur í Reykholtsskóla í Borg-
arfirði og síðan nam hann einn
vetur og eitt sumar á Bændaskólan-
um á Hvanneyri. Hugðist hann
halda þar áfram námi en veiktist
þá af lömunarveiki og nokknam
árum síðar veiktist hann hastarlega
af Akureyrarveikinni, sem lagðist
svo þungt á hann að honum var
vart hugað líf um nokkurra vikna
skeið. Þótt Halldór næði sér, að því
er virtist að fullu eftir þau miklu
veikindi, með elju og þrautseigju,
áttu þau þó vafalaust þátt í að
hjarta hans var ekki svo sterkt fyr-
ir sem haldið var þegar hinsta kallið
gerði sín fyrstu boð aðfaranótt
föstudagsins 27. nóvember sl.
Á árinu 1963 urðu þáttaskil í lífi
Halldórs Jónssonar. Hann hafði
endurheimt heilsu og þor og horfði
hugdjarfur til framtíðarinnar. Hann
hafði kynnst einni heimasætunni í
Ási á Þelamörk, Fjólu Rósants-
dóttur, þau felldu hugi saman og
gengu í heilagt hjónaband þann 6.
febrúar 1963. Þar var stigið mikið
gæfuspor í lífi beggja, en þau hafa
síðan búið saman í ást, vináttu og
gagnkvæmri virðingu, einstaklega
samhent í lífi og starfi. Var unun
að heyra til þeirra og sjá, þegar
þau saman sinntu búskaparverkun-
um með léttleika, glettni og góðlát-
legri kímni, en búskapurinn átti hug
þeirra og hjarta og lék þeim í hönd-
um. Halldór var einstaídega glögg-
ur sauðfjárbóndi, umgekkst bústofn
sinn af alúð og hlýju, þekkti enda
hvern einstakling sem um persónu-
legan vin eða kunningja væri að
ræða. Það má orða það svo, að
sauðféð hafi örugglega átt góða
vist hjá Halldóri í Hólum.
Þau Halldór og Fjóla hófu búskap
í Syðra-Brekkukoti í Amames-
hreppi. Árið 1969 fluttust þau að
Naustum IV við Akureyri og stund-
aði þá Halldór ýmis störf á Akur-
eyri, vt.d. byggingarrinnu, fram-
leiðslustörf í Efnaverksmiðjunni
Sjöfn, og síðast starfaði hann hjá
Verksmiðjuafgreiðslu KEA. Þann
1. júní 1978 fluttu þau að Engi-
mýri í Öxnadal, þar sem þau hófu
búskap í félagi við ættmenni Hall-
dórs þar, en 7. september 1980
fluttu þau að Hólum í Öxnadal, þar
sem Halldór bjó til æviloka og Fjóla
býr enn með börnum þeirra hjóna.
Þeim varð fjögurra bama auðið.
Daníel Jón fæddist 23. desember
1962, en andaðist af slysförum
þann 26. desember 1969, eða 7 ára
gamall. Næst elstur er Rúnar Jens,
fæddur 6. nóvember 1964. Harin
hefur sinnt ýmsum störfum heima
að búi með foreldrum sínum eða á
Akureyri, en hefur nú horfið til bús
með móður sinni eftir sviplegt and-
lát föðurins. Næst er Dóra Heiða,
fædd 10. apríl 1969, hún nemur
við Verkmenntaskólann á Akureyri,
og yngst er Dalrós Jóhanna, fædd
26. október 1972, en hún dvelur í
heimahúsum og stundar nám í
Laugalandsskóla á Þelamörk. Þeim,
sem til þekkja, ber saman um að
Daníel Jón hafí Verið efnilegur og
yndislegur drengur. Andlát hans
varð foreldmm hans mikið áfall og
þótt þau bæm harm sinn í hljóði
máttu kunnugir greina sára kviku
undir rólegu yfirborði, þegar dreng-
urinn barst í tal, og vafamál að
Halldór hafi nokkm sinni náð sér
að fullu eftir áfallið, sem hann varð
fyrir við slysið, sem leiddi drenginn
til dauða. En þeim sám tilfinningum
var aldrei flíkað. Börnin, sem eftir
lifa, em mannvænleg í besta lagi
og fylkja sér með móður sinni í
erfiðleikum líðandi stundar og á
göngunni framundan.
Kynni okkar Halldórs Jónssonar
hófust fyrir alvöm þegar hann flutti
með fjölskyldu sína að Hólum í
Öxnadal á árinu 1980. Við höfðum
reyndar kynnst nokkuð meðan þau
bjuggu í Engimýri frá árinu 1978.
Eins hafði ég veitt athygli þessum
trausta og vandaða manni er hann
starfaði hjá KEA á ámm áður og
góður vinskapur hafði tekist með
eiginkonum okkar þegar á árinu
1969 þegar þær ólu dætur nánast
samtímis á fæðingardeildinni á
Akureyri. En náin kynni og vinátta
hófust á Hólum, þar sem við hjónin
og börn okkar dveljum gjaman',—
þegar tómstundir gefast. Kynnin
við Halldór Jónsson og fjölskyldu
hans hafa öll verið hin ánægjuleg-
ustu. Halldór verður mjög eftir-
minnilegur hveijum þeim, er honum
kynntist náið, en kannske vom þeir
ekki mjög margir, sem honum
kynntust á þann hátt, því hann var
maður dulur undir sínu rólega og
afar vinsamlega yfirborði. Hann var
einstaklega heiðarlegur og vandað-
ur, vel greindur og traustur, átti
hlýja kímnigáfu og var víðsýnn í
sinni traustu skaphöfn. Hann var-
hlýr heimilisfaðir og góður vinur
vina sinna. Við hjónin kveðjum hann
í hljóðlátri þökk og bömin okkar
senda honum vinarkveðjur á skiln-
aðarstundu, sérstaklega þau sem
utanbæjar og erlendis dveljast og
ekki geta fylgt honum síðustu spor-
in.
Þrátt fyrir blíðviðrið um þessar
mundir hafa skammdegisskuggam-
ir dökknað og dýpkað. Tóm sest
að sálinni við þungan missi. Mestur
er missir eiginkonu og bama, sem
leita sér huggunar hjá góðum Guði
og í minningunni um kæran eigin-
mann og föður. Vinir og vandamenn
leita sér huggunar í handleiðskflr
Guðs og í minningunni um góðan
dreng, sem gott var að eiga sam-
leið með. Við ferðalok Halldórs
Jónssonar má rifja upp hendinguna
úr Ferðalokum eftir Jónas
Hallgrímssonar: „Ástarstjömu/yfir
Hraundranga/skýla næturský."
Skammdegisský skýla nú ástar-
stjömunni þeirra í Hólum, en öll ský
leysir um síðir og stjömumar gefa
fyrirheit um endurfundi í fyllingu
tímans.
Innilegar samúðarkveðjur e<CU_
sendar heim í Hóla til Fjólu og
bamanna.
Valur Arnþórsson
Minning:
Karl Biamason
Karl Bjacnason andaðist að
morgni 30. nóvember sl. tæplega
74 ára að aldri.
Karl var starfsmaður Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins frá 1975
og síðar lausráðinn ráðgjafi
Byggðastofnunar í ýmsum útgerð-
ar- og fiskvinnslumálum.
Ég á von á að aðrir muni minnast
Karls og rekja hans viðburðaríka
starfsferil sem og æviferil.
Mig langar til á þessari stundu
að minnast hinna mörgu og góðu
ferða okkar um landið.
Rúmlega þijátíu ára aldursmunur
kom ekki að sök, nema þá síður
væri. Karl þekkti til á stöðunum,
hann vissi margt og mikið um út-
gerð og fískverkun og stóðust
honum fáir snúning, þó yngri væru.
Karl var næmur og gerði sér vel
grein fyrir hvernig koma á fram við
fólk, enda þekkti hann ógrynni fólks
fyrir utan hina fjölmörgu tryggu
vini sem hann eignaðist um ævina.
Á ferðum okkar og annarra
starfsmanna Framkvæmdastofnun-
ar ríkisins reyndi oft á skilning og
skarpskyggni hans. í þessum ferð-
um lærði ég margt af honum um
útgerðar- og fiskvinnslumál. Hann
kom mér í skilning um hve skjótt
skipti milli hagnaðar og taps í
rekstrinum og hve vakandi menn
verða að vera yfir breytingum frá
degi til dags. Ég held líka að sjávar-
útvegsgreinin á íslandi sé hvað allra
fljótust að tileinka sér breyttar að-
stæður og nýjungar og það má
þakka mönnum eins og Karli sem
börðust fyrir nýjungum og upp-
byggingu greinarinnar.
Karl var mikill skapmaður, þó
Ijúfur væri. Ef hann var ekki á sama
máli þá gat nú stundum hvesst og
fékk ég þá að heyra hvers konar
fálki ég væri, og hvort það ætlaði
aldrei að takast að koma mér í skiln-
ing um neitt. En við náðum alltaf
skjótt saman á ný. Auk þess að
vinna saman að mörgum málum á
landsbyggðinni vorum við saman í
stjórn Norðurstjörnunnar hf. fyrir
hönd Framkvæmdasjóðs og þar var
Karl m.a. framkvæmdastjóri um
tíma, á meðan á endurskipulagningu
stóð. Síðan leiddi sú endurskipu-
lagning fyrirtækisins til þess að nú
hefur FYamkvæmdasjóði og ríkinu
tekist að selja allt sitt hlutafé í því
fyrirtæki.
Karl var bamgóður og hændi að
sér bæði sín barnabörn og önnur
börn. Ég minnist þess að hann var
alltaf einkar brosmildur þegar hann
var á leið út á flugvöll að sækja
bamabömin að vestan. Karl var oft
á ferðalögum, bæði hér innanlands
og erlendis. Hann þekkti t.d. nánast
alla flugmenn og flugafgreiðslufólk
þegar við voram á ferðalögum hér
innanlands. Oft hvarf hann, þegar
við komum í afgreiðsluna á flugvell-
inum og birtist síðan allt í einu aftur
með hattinn á hnakkanum og síga-
rettuna í hendinni og sagði okkur
samferðamönnum sínum að þetta
væri allt í lagi, veðrið væri gott og
vélin færi á réttum tíma. Karl var
ekki síður duglegur að aka um
landið og vílaði ekki fyrir sér að
skjótast þó að vetur væri.
Anna hringdi einu sinni í mig að
kvöldi dags um miðjan vetur og
spurði hvort ég vissi hvenær Karl
hefði ætlað sér að koma í borgina
úr ferð sem ég vissi að hann ætlaði
í. Ég hringdi í þá menn sem ég vissi
að hann ætlaði að heimsækja og
komst að því að vegur var lokaður
og þess vegna myndi honum seinka.
Eftir að ég var búinn að hringja í
Önnu og segja henni hvemig á sein-
kun stæði og lofa henni því að gera
nú ekki mikið úr málinu, áttaði ég
mig á hve erfltt getur verið að vera
heima með bömin og bíða eftir
manni sínum á erfiðum ferðalögum
á sjó, landi og ekki síst á lofti á
byijunartíma flugsins.
Við hjónin og bömin okkar höfum
tvisvar átt þess kost að heimsækja
Önnu og Karl í Hattardal við Álfta-
§örð. Þar var gott að koma og Karl
í essinu sínu, hvort sem hann var
við smíðar, að dytta að netum eða
skoða fuglalífið og varpið. Langri
og merkilegri ævi brautryðjanda
nýrrar tækni og vinnsluaðferða í
fískvinnslu er nú lokið.
Við Sigríður og bömin okkar
sendum Önnu, bömum, tengdaböm-
um og bamabömum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur
öll.
Guðmundur Malmquist
Karl Bjamason er genginn fyrir
ættemisstapann. Með honum er
horfinn af sjónarsviðinu góður mað-
ur og gegn og samferðamönnum
minnisstæður fyrir margra hluta
sakir.
Karl var borinn og barnfæddur
Isfírðingur, sonur Bjarna Bjarna-
sonar, kaupmanns, og konu hans,
Auðar Jóhannesdóttur. Hann var
fæddur 13. desember 1913 og var
því tæpra sjötíu og ijögurra ára er
hann andaðist 30. nóvember sl.
Karl ólst upp á mannmörgu heim-
ili í stórum hópi systkina. Gamlir
ísfírðingar hafa sagt mér að Bjami
faðir þeirra hafí verið mikill dugnað-
arforkur og haldið börnum sínum
til vinnu frá blautu bamsbeini og
Auður kona hans góð móðir og hús-
móðir. Harðduglegri og áræðnari
maður til allra verka en Karl Bjama-
son er sjaldhittur á lífsleiðinni.
Örskömmu eftir að undirritaður tók
við framkvæmdastjórastöðu hjá
Framkvæmdastofnun ríkisins gafst
kostur á að fá Karl til starfa við
stofnunina. Það tækifæri var ekki
látið úr greipum ganga, og reyndist
hið mesta heillaspor fyrir starfsemi
Framkvæmdastofnunarinnar.
Karl hafði að vísu fjölþætta
starfsreynslu að baki, en segja mátti
að ævistarf hans hafi alla tíð með
einhveijum hætti verið nátengt fisk-
iðnaði og sjávarútvegi. Enda fóm
fáir í fötin hans Karls í þeim efnum
er snertu skipulag fiskvinnslu og
framleiðslustjórnun alla. M.a. var
hann um skeið yfirmaður fram-
leiðslu- og eftirlitsdeildar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, en á
ísafjarðaráranum hafði hann lengst
af starfað að fískiðnaði. Ýmsir nýttu
sér þekkingu Karls við skipulag og
uppbyggingu fiskvinnslustöðva og
vann hann um hríð á eigin vegum
að þeim málum.
Á þessum áram og lengi síðan
var eitt megin verkefni Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins að
aðstoða við nýsköpun í fískvinnslu
hringinn í kringum landið. í fram-
kvæmd var þá hin svonefnda
„hraðfrystihúsaáætlun". Um þá
ráðabreytni alla mætti fara mörgum
orðum, sem ekki eiga hér heima.
En við komu Karls Bjarnasonar til
starfa í stofnuninni hinn 1. júlí 1975
náðust ný og traustari tök á við-
fangsefninu. Trúmennska hans vair
mikil og áreiðanleiki öraggur og að
öllu vann hann sem hann ynni sjálf-
um sér. Karl var kominn á efri ár
er hann hóf störf í Framkvæmda-
stofnun en alltaf var hann boðinn
og búinn að leggja land undir fót,
norður, austur eða vestur um land
að sinna verkefnum, sem að köll-
uðu. Enda var Karli ekki físjað
samán, kjarkmikill og áræðinn sem
hann var. Ókvalráður var hann,
skapharður og skapheitur, en allra
manna hjálpfúsastur að leysa vanda
annarra eða rétta hönd hjálparþurfi.
Ég á þessum vini mínum skuld
að gjalda og kveð hann með sökn-
uði. Karl hafði verið sjúkur um hríð
og sýnt um skeið að hveiju stefndi.
Það þarf enginn að segja mér annað
enn að hinn einarði kjarkmaður
hafí tekið þv! með karlmennsku eins
og öðra sein að höndum hans hafði
borið.
Konu hans, Önnu Guðjónsdóttur,
bömum og öðra skylduliði, sendi ég
kveðjur mínar og minna.
Sverrir Hermannsson
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
MmomtGrmt
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður