Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 5 ! Hver er konan og hvar er myndin tekin? a. Forseti íslands á ferðalagi í Færeyjum. b. Kvennalistakona á kosningaferðalagi í Fiatey c. Sigríður Þorvaldsdóttir við kvikmyndaupptökur á Seyðisfirði. M Meirihlutaeign Sam- ■ bandsins óheppileg er haft eftir Þorsteini Pálssyni, forsæt- isráðherra, í ágústmánuði. Tilefnið var: a. kaup Sambandsins á landi í Kópavogi. b. umræða um kvótafrumvarpið á Alþingi. c. kaup á Citroen-bifreið fjár- málamálaráðherra. d. hugsanleg opnun kaffistofu í Valhöll. e. tilboð um kaup á Utvegs- bankanum. Haldin var hátíð á Akur- eyri í ágústlok. Tilefnið var: a. 125 ára afmæli Akureyrar- bæjar. b. togarinn Dagstjarnan var keyptur til bæjarins. c. Akureyringar sigruðu Reyk- víkinga í spurningakeppni. d. nýi vegurinn fyrir botni Eyja- fjarðar var opnaður. e. 100 ára afmæli Akureyrar- bæjar. Þrjú systkini á níræðis- I aldri komust í fréttirnar í september. Af hvaða tilefni? a. Þau stofnuðu popphljómsveit. b. Þau fóru heim á puttanum að loknum nikkudansleik á Egils- stöðum. c. Þau ákváðu loks að láta skíra sig. d. Þau tóku bílpróf í fyrsta sinn. Nýr forstöðumaður Listasafns íslands tók til starfa í september. Hver var það? a. Freysteinn Jóhannsson. b. Aðalsteinn Ingólfsson. c. Bera Nordal. d. Sturla Kristjánsson. j Hanastél í sovéska wmm ■ sendiráðinu vakti at- hygli manna í september. Hvað þótti fréttnæmt við það? a. Steingrímur Hermannsson hélt fyrirlestur um vinsældir og leiðtogahæfileika. b. Albert Guðmundssyni var boðið hæli sem pólitískur flótta- maður í Sovétríkjunum. Af hvaða tilefni var myndin tekin?: a. Ný skólplögn lögð í stjómarráðshúsið. b. Grafinn grunnur fyrir viðbyggingu Viðeyjarstofu. c. Mannvistarleifar frá miðöldum fundust á Bessa- stöðum. c. Sovétmenn létu boð berast um áhuga á leiðtogafundi hér á landi. d. Sovétmenn óskuðu eftir að kaupa meira af ullarvörum og síld frá Islandi. „Einn af máttarstólpum iflokksins hruninn," var haft eftir Borgaraflokksmanni í Morgunblaðinu í lok september. Hvað átti hann við? a. Hreggviður Jónsson fótbrotn- aði á skiðum. b. Asgeir Hannes Eiríksson flutti alfarinn af landi brott. c. Heildsala Alberts Guðmunds- sonar varð gjaldþrota. d. Landsfundur Borgaraflokks- ins felldi tillögu gegn fóstureyð- ingum. k Kýrin Harpa komst í A™%^fréttir um miðjan októ- ber. Hvað vann hún sér til frægðar? a. Hún var með hæstu nyt allra íslenskra kúa. b. Hún synti yfir Onundarfjörð. c. Hún eignaðist fjóra kálfa. d. Hún neitaði að éta annað en franskt fóður. MJL „Við tökum við því sem enginn annar vill,“ var fyrirsögn í Morgunblaðinu í nóvem- ber. Hvað var átt við? a. Borgaraflokkinn. b. Hjónabandsmiðlunina hf. c. Sorpeyðingarstöð Reykjavík- ur. d. Innflutt grillkol. e. Snyrtistofu i gamla miðbæn- . Farmur af málningar- ' dósum komst á síður Morgunblaðsins um miðjan nóvem- ber: Að hverju? a. I dósunum var ósýnileg máln- ing. b. I dósunum fundust farsimar, sem var smyglað til landsins. c. Tæpum 11 kílóum af hassi hafði verið sökkt í málninguna. d. Málningin var pöntuð frá Singapore og ætluð á Hótel Is- land. e. Unglingar höfðu „sniffað" málninguna upp til agna. Starfsmaður Morgun- blaðsins fékk verðlaun í samkeppni sjónvarpsstöðva í Evr- ópu fyrir drög að sjónvarpshandriti. Hver var það? a. Elín Pálmadóttir. b. Jóhanna Kristjónsdóttir. c. Matthías Johannessen. d. Björn Bjarnason. e. Vilborg Einarsdóttir. M Bílar, serrt voru fluttir ■ hingað til lands frá Nor- egi, hafa valdið miklum deilum. Hvaða bílar voru þetta? a. Sérlega vatnsþéttir plastbílar. b. Bílar, sem var fleytt frá Japan til Noregs. c. Þeir lentu í flóðum á hafnar- bakka í Noregi. d. Bílar, sem endast í mesta lagi í fjögur ár og eru ætlaðir fyrir þingmenn og ráðherra. JK Jóhanna Sigurðardóttir mÆ neitaði að sitja ríkis- stjórnarfundi í desember. Hvers vegna? a. Hún vildi knýja á um að frum- varp um húsnæðismál yrði samþykkt. b. Hún hafði ekki tíma til þess svona rétt fyrir jólin. c. Hún vildi mótmæla því að Steingrímur tróð sér alltaf í sæt- ið við hliðina á henni. d. Hún fékk aldrei að stjórna fundum, þótt hún teldi sig best til þess falln. Sjá svör við innlendri fréttagetraun á bls. 21B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.