Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 7 ítalska fatafellan llona Staller, sem betur er þekkt undir nafninu Cicciolína, beitti sem sjá má nýstárlegum aðferðum í kosningabaráttu sinni á Ítalíu í ár. En tll hvaða embættis bauð hún sig fram? a) Embættís eftirlitsmanns mjólkurbúa I Pó-dal. b) Nýstofnaðs embættis umboðsmanns kvenna í Páfagarði. c) Embættis safnstjóra í Museum Mammeata í Róm. d) Þingmannsembættis í löggjafarsamkundu ítala. Þekkt poppstjama fékk leyfí yfírvalda til að halda tónleika í Sovétríkjunum í júli. í fréttum sagði að goðið hefði „tryllt sovéskan æskulýð". Þetta átrúnaðargoð ungmenna austan járntjaldsins heitir: a) Billy Joel. b) Bruce Sringsteen. c) Gaui. d) Levent Sinirlioglu. Sjálfsmynd eftir al- ræmdan mann, sem ungan dreymdi drauma um að gerast listmálari en gerðist síðar handgenginn hinum myrku öflum, kom í leitimar í júlímánuði. Mynd- ina málaði: a) Dr. Josef Göbbels. b) Moammar Gaddafi. c) Adolf Hitler. d) Prinz Heinrich von Thurn und Taxishohenlohe. í Búdapest í Ungverja- landi var reist stytta til minningar um merkan mann. Hún var af: a) Imre Nagy. b) Raoul Wallenberg. c) Ferenc Puskas. d) Janos Kadar. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð, spurði í október hvort ráðherra dómsmála hefði dvalist á tunglinu. Tilefnið var að sænski dómsmálaráðherrann: a) hélt þvi fram að Bandaríkja- menn rækju stórfellda njósna- starfsemi á tunglinu. b) vUdi banna þekkta sænska barnagælu um karlinn í tungl- inu vegna þess að hún ætti sér ekki stoð í raunveruleikanum og stuðlaði að ranghugmyndum baraa. c) kom af fjöllum þegar hann var spurður um hvers vegna allt hefði verið gert til að auð- velda sænska stórnjósnaranum Stig Bergling flóttann. d) lagði til að þa'r yrði stofnuð nýlenda fyrir sænska alnæmis- sjúklinga, en á tunglinu yrðu þeir öðram örugglega ekki hin- um skattpínda meðalsvía til tjóns. Þessi ummæli voru nú í haust’höfð eftir Mel- inu Mercouri menningarmálaráð- herra Grikklands: „Þótt ótryggðin búi í blóðinu metur hann konu sína mest allra og hverfur ávallt til hennar aftur“. Tilefni þessara orða var að: a) Andreas Papandreou forsæt- isráðherra hafði átt vingott við flugfreyju nokkra og sjón- varpsstjörnu. b) fjölþjóðleg könnun hafði leitt í lós að grískir karlmenn væra allra karla ótrygglyndastir. c) eiginmaður hennar, Marius Mercouri, hafði sést í fylgd með ungri þokkadís á diskótekinu Spörtu í miðborg Aþenu. d) grískur kynatferlisfræðing- ur hélt því fram að grískir karlmenn hneigðust enn sem fyrr til kynvillu Kínverjar beittu í októ- ber nýstárlegum að- ferðum við að kveða niður andóf tíbetskra munka. a) Þeir sögðu að Konfúsíus hefði á sínum tíma sagt svo fyrir að Kínveijar ættu tilka.ll til hæstu hæða. b) Skipulögð vora svokölluð „endurhæfingarnámskeið“ fyr- ir munkana þar sem þeim var sagt að samskipti Kina og Tíbet hefðu verið vinsamleg öldum saman. c) Munkunum var tjáð að Dalai Lama hefði afneitað Búdda og snúist til fylgis við Nýalssinna. d) Földum hátölurum var komið fyrir í Búddalíkneski og látið svo líta út sem Búdda væri hlið- hoilur Kinveijum. Utanríkisráðherrar 16 Atlantshafsbanda- lagsríkja útnefndu í desember næsta framkvæmdastjóra banda- lagsins. Útnefndur var: a) Káre Willoch. b) Carrington lávarður. c) Dag Tangen. d) Manfred Wörner. Bandarískum bfladellu- mönnum gafst í desember kærkomið tækifæri til að kynnast bíl sem ritstjóri bfla- blaðsins Car and Driver lýsir svo: „Þessi bifreið er ekki flutt út og það er engin eftirspum eftir henni. Við vitum lítið meira en að hún er ekki mjög góð.“ Hvaða bifreið er þetta? a) Rússnesk bifreið knúin ljós- orku. b) Zil-bifreið valdastéttarinnar í Sovétríkjunum. c) Renault James Bond. d) íslenska rafmagnsbifreiðin Rabbi. MFriðarverðlaun Nóbels voru afhent í Ósló í desember. Hver hlaut verðlaunin? a) Oscar Arias. b) Egil Aarvik. c) Olav Grimson. d) Fredrico Gonzales. Karl Bretaprins hélt því fram að ákveðinn hópur manna hefði valdið meira tjóni á svipmóti Lundúnaborgar en loftárásir Þjóðveija í stríðinu. Yfírlýsing þessi olli nokkrum úlf- þyt meðal hlutaðeigandi, en mörgum öðrum þóttu sem þar væru orð í tíma töluð. Hveija átti hann við? a) Pakistanska innflytjendur í ræstingastétt og síkka, sem gegna farmiðasölu í strætis- vögnum borgarinnar. b) Arkitekta og skipulagsfræð- inga. c) Pönkara og gamla hippa. d) Stjóramálamenn. í marsmánuði lagði heimsfræg hljómsveit upp laupana. Hún hét: a) Rolling Stones. b) Mickey and the mousetrap. c) Gorbi the globetrotter. d) Wham! Frægt málverk eftir Vincent van Gogh var selt hjá uppboðsfyrirtækinu Christie’s fyrir hálfan annan millj- arð ísl. kr. Heitir það: a) Fíflar og fjólur. b) Murur i mánaskini. c) Sólblóm. d) Góugróður í glasi. Tower-nefndin banda- ríska skilaði af sér skýrslu um vopnasölumálið og var það niðurstaðan, að það sýndi: a) „Einstaka útsjónarsemi af hálfu þjóðaröryggisráðsins." b) „Að Khomeini og klerkunum sé ekki trúandi fyrir neinu.“ c) „Eftirlitslaust stjórakerfi á villigötum.“ d) „Að ekkert sé að græða á vopnasölu." í aprfl síðastliðnum sögðu fjölmiðlar frá gullæði í Sviss þegar þar voru seldir skartgripir, sem tengdust frægu ástarævintýri. Elskendurn- ir voru: a) Tristram og ísold. b) Hertoginn og hertogaynjan af Windsor.. c) Gunnlaugur ormstunga og Helga fagra. d) Rómeó og Júlía. Fyrir skömmu var sagt frá nýrri tegund farsíma, sem seljast nú grimmt á erlendri grundu. Símar þessir þóttu furðu ódýrir, en það sem réði mestu um vinsældir þeirra var að: a) Hægt er að nota þá neðan- sjávar. b) Með símanum fylgir símsvari fyrir önnum kafna bílstjóra. c) Aftan á símtólinu er inn- rafmagnsrakvél, vasa- tölva og skjár fyrir stjörnu- speki dagsins. d) Af símanum þarf ekkert af- notagjald að greiða, þvi hann er einungis eftirlíking — ætlað- ur til þess að blekkja grunlaus augu þeirra, sem falla fyrir slíku stöðutákni. Sjá svör við erlendri fréttagetraun á bls. 21B. o/> k ■ ■ I október hrikti í undirstöðum fjármálaheimsins og tóku hlutabréf að falla í erg og gríð, en kaupa- héðnar svitnuðu. Helsta ástæðan var sögð: a) Almennt kæruleysi nýríkra „uppa“ í fjármálum. b) Óhjákvæmileg söguleg nauðsyn hruns hins kapítalíska samfélags. c) Fjárlagahall! og óhagstæður viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna. d) Albanlr settu skyndilega gífuriegt magn albanskra ríkisskuldabréfa á markað, en við það féllu öll önnur skuldabréf sem nam 1.400 vísi> tölustigum á þremur dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.