Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 28 B ffclk í fréttum ELIZABETH TAYLOR Með tvo í takinu og heimsótt hana tvisvar. Elizabeth átti endasleppt ástarævintýri með George Hamilton á síðasta ári en hún rak hann á dyr með skömm þegar hún komst að því að hann átti í sambandi við aðra konu á sama tíma. Malcolm gerði hosur sínar grænar fyrir henni snemm- sumars og er talið að völd hans og auður eigi hvað mestan þátt í að- dráttarafli hans á Elizabethu. Sjálf segir hún að hann sé fyndinn, fág- aður og gáfaður, George sé aftur á móti kynþokkafullur, myndarleg- ur og afar spennandi. „Að fylgjast með þeim keppa um athygli mína er eins og að horfa á hvolpa slást,“ segir Elizabeth og hefur gaman af. Þegar leið að jólum æstist leikur- inn heldur, og á aðfangadagskvöld hrósaði George sigri. Dís drauma hans hafði valið hann til taka upp jólagjafimar með. En fyrir Malcolm er ekki öll nótt úti enn, því sam- kvæmt öruggum heimildum mun hann verða þess heiðurs aðnjótandi að eyða gamlárskvöldi með henni og verða fyrstur til að óska Eliza- bethu farsæls komandi árs. Keppi- nautamir geta síðan eytt öllu næsta ári í að metast um hvort sé merki- legra, að rífa upp jólapakka eða skjóta upp flugeldum. Elízabeth heldur fast í þá George og Malcolm. HERTOGAHJÓNIN AF WINDSOR Ástarsaga aldarinnar færð í sj ónvarpsbúning jt Astarsaga hinna látnu heiðurshjóna, Wallis Simpson og Játvarðs VIII er mönnum enn umtalsefni og hefur oftlega verið nefnd „ástarsaga aldarinnar". Eins og kunn- ? ugt er afsalaði Játvarður sér bresku krúnunni til að mega giftast hinni fráskildu Wallis Simpson og tók sér nafn- bótina hertoginn af Windsor. Nú stendur til að gera sjónvarpsmynd um ævi og ástir þeirra hjóna en ekki er langt um liðið síðan hertogafrúin lést, aldin og einmana. Eiginmaður hennar hafði þá safnast til feðra sinna fyrir nokkru. Þau Jane Seymour og Anthony Andrews sem munu fara með hlutverk þeirra og ku þau vera skýjum ofar með hlutverkin. Það er enda ekki á hverjum degi sem þvílík hlutverk rekur á fjörur leikara. Ef vel er að gáð má sjá nokkum svip með þeim hertogahjónum annarsvega og Jane og Anthony hins vegar. Svei mér þá, ekki get ég valið á milli þeirra," gæti hún Eliza- beth Taylor verið að hugsa á þessari mynd og ekki að ósekju. Þeir Mal- colm „ríki“ Forbes og George „fagri“ Hamilton eiga til samans hug hennar allan en hvorugan tekur hún framyfir hinn. Þeir hafa báðir elt hana á röndum í vetur. Síðan hún hóf að leika í „Hinum unga Toscanini" hafa þeir hringt daglega Madonna ásamt Juliosi Carlosi á kvöldróli um New York borg. POPPSTJÖRNUR Madonna með nýjan mann ó að aðeins sér liðinn réttur mánuður sfðan Madonna sagði skilið við Sean sinn Penn, sér hún greinilega litla ástæðu til að leggj- ast í sorg og sút yfir hátíðamar. Hún hefur leitað sér félagsskapar hjá góðhjörtuðum mönnum sem hafa tekið hana upp á arma sér. Sá fyrsti var lítt frábrugðinn for- vera sínum Sean, skapmaður mikill og hrekkjusvfn. Hann heitir Simon -Fellowes, 27 ára söngvari hljóm- sveitarinnar Interferons. Simon hefur, sem áður segir, mikið skap og var nýlega rekinn úr einkaskóla þeim sem hann stundaði nám í. Var ástæðan árátta hans til að skeyta skapi sínu á bólstruðum húsgögnum skólans. Hann komst einnig í hend- ur löggjafans í Lundúnaborg þegar hann hafði sent nokkrum alsaklaus- um íbúum póstkort þar sem stóð að þeir hefðu Qóra daga til að yfir- gefa borgina. Póstkortin sagði hann auglýsingabrellu til að seija nýjustu plötu hljómsveitar sinnar sem ber heitið „Komdu þér burt frá Lundún- um“. Þetta líkaði Madonnu ekki svo hún yfirgaf unga manninn og hefur æ oftar sést í fylgd með listmuna- salanum Julios Carlos. Sá mun vera yfírvegaður og vel siðaður og því góð tilbreyting fyrir Madonnu. Kevin ásamt mótleikkonu sinni i „Öll sund lok- uð“, Sean Young. Kona hans var lítt hrifin af samleik þeirra. HVÍTA TJALDIÐ Kevin Kostner mættur til leiks Fyrir örfáum mánuðum vissu afar fáir deili á Kevin Kostner en nú er hann vel kunnur Öllum þeim sem sækja kvikmyndahús. Myndirnar „Hinir vammlausu" og „Öll sund lokuð" hafa aukið hróður hang og er hann orðinn eitt aðalkyn- táknið í Hollywood. „Það er ein- göngu vegna þess að ég er hvítur og 1,80 m á hæð,“ segir hann hóg- vær. Honum hefur verið líkt við goð eins og Gary Cooper, Cary Grant og Clark Gable en þykir ákaflega lítið til um. Hann hefur satt að segja gert sitthvað til að halda aftur að frægðinni en á nú ekki lengur neinnar undankomu auðið. Hann hefur neitað aðalhlutverkum í fjöl- mörgum myndum, meðal annars aðalhlutverkinu f „Banvænt að- dráttarafl" sem sýnd hefur verið við metaðsókn vestanhafs. Skýring- una á því segir Kevin einfaldlega þá, að konu sinni sé svo illa við að hann leiki í ástaratriðum að hann reyni að hlífa henni við þeim. „Cindy, kona mfn, þolir ekki að vita af mér leikandi í þessum atriðum. Allt umtal fólks um mig hefur líka slæm áhrif á hana og það hefur Kevin horfir raunamæddur til bandarisks kvik- myndaiðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.