Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Ást er... ... að eiga hvort annað. TM R«g. U.S. Pat. Ott.-all rights reserved •1984 Los Angetes Times Syndicate Með morgiinkaffínu Allt ætlaði vitlaust að verða í vinnunni þegar ég lagði á borðið nestistösk- una með myndinni af böngsunum. Eg hélt að þakið færi af húsinu í hlátrasköllunum. Þetta má ekki koma fyrir aftur ... HÖGNI HREKKVÍSI 0BSTA JÓLAVSlSLA SE/Yl Éö HEFVERjÞ í. ‘‘ Hættið sölu á eiturgutlinu - o g bætið engu við Til Velvakanda. Fagnaðarerindi Jóns Magnússon- ar og Geirs H. Haarde hefur nú séð dagsins ljós, og er það ófagurt á að líta, enda um það að hefja sölu bjórs á Islandi. Þessi áfengi drykk- ur mun verða til þess að eitra enn meir fyrir fólkið í landinu verði sala hans samþykkt en þegar er orðið af öllu hinu áfenginu sem selt er ábyrgðarlausum stjórnendum þjóð- arinnar, sem eiga þó af öllu hjarta að vinna að sem mestri farsæld og heilbrigði þegna þjóðar vorrar, til þess eru þeir kosnir. Væri það nú ekki dásamlegt for- dæmi fyrir aðrar þjóðir ef hér væri hvorki selt áfengi né tóbak, þá þyrfti ekki að byggja ný og stærri drykkjumannahæli — spítala og vit- firringahæli fyrir fórnardýrin sem stjómmálamennirnir ala upp á áfengi og öðrum óþverra sem þeir bjóða börnum landsins og valda slysum og hörmungum meðal fjölda fólks. Siðferðimenning og mannlíf skiptir þá víst ekki máli, heldur ágimd, hór, áfengi og glæpir í Ba- býlon nú á tímum. Vilja menn fleiri slys, bruna, þjófnaði, fjármálaspill- ingu, dmkkna byssumenn og lögleysingja, meira mannlaust hús- næði o.fl. o.fl. Ég trúi því varla að óreyndu að Jón Baldvin Hannibalsson og Þor- steinn Pálsson sem og aðrir Al- þingismenn láti þennan bjórófögnuð flæða yfir landið okkar með sínu samþykki, og þá treysti ég forseta íslands á Bessastöðum að mótmæla og skrifa alls ekki undir lög um sölu áfengs bjórs, ef svo skyldi fara að aðrir ráðamenn landsins væru svo öllum heillum horfnir og sam- þykktu sölu hans, og nú er að sjá hvort menn vilja vera upplitsdjarfir eða niðurlútir. Bindindismenn, læknar, hjúkr- unarfólk, heilbrigðisyfirvöld, þeir sem með dómsmál fara, lögreglu- menn, fangaverðir, prestar, kennar- ar, foreldrar, íþrótta- og ungmennafélög og allir sem vilja fólki vel og vinna að sem mestri heill fólksins í landinu skulum mót- mæla sölu bjórs. Það er gott að margir hafa andmælt, en ekki nógu margir. Látið heyra í ykkur, þegið ekki þegar menn með anda heims- ins ætla að hella yfir okkur eitrinu. Það eru aldrei of margir sem gjöra það sem rétt er. Kaupmennirnir sem selja eitrið geta lesið um launin sín í Biblíunni, þau eru þau verstu sem hægt er að fá. Jón Baldvin var allt í einu orðinn vinur minn í sumar, mig dreymdi að hann gaf mér 50 kindur og þakk- aði ég vel fyrir, en ef hann samþykkir sölu á bjór þá yrði hann ekki vinur minn á sama hátt og áður. Þjónn Drottins Páll postuli skrif- ar er hann átti í samræðum við Postula Jesú: „En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi er það sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður.“ (Gal. 1, 8.) Páll og hinir Postulamir boðuðu bindindi samkvæmt fagnaðarerindi Jesú. (Gal, 15, 22-23.) Þeir menn sem selja fólki mat eða drykk sem eitrar fólkið hugsa ekki langt. Gamli heimurinn var eyðilagður fyrir áhrif áfengis og spíritisma og þurfti næstum heilt ár til að skola óþverranum burt. Mörg heimsveldi hafa fallið fyrir sömu lifnaðarhætti, nú bíður okkar heims gjöreyðing, en nú dugar ekki vatn, næst er það' eldur. Vill fólk taka við orði Guðs og forða sér. Það vildi það ekki á dögum Nóa! Þér ráðamenn þjóðarinnar iðrist synda yðar og hættið sölu á eitur- gutlinu og bætið engu við, þá getið þið nefnt nafn Drottins kinnroða- laust og án þess að syndga. Vinnið að heill þjóðarinnar með Guði. Fagnaðarerindi Jesú boðar bind- indi, og þeir sem em hans em bindindismenn. Óðinn Pálsson Stóruvöllum. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milíi kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Víkverji skrifar Víkverji átti á dögunum tal við menntaðan sjúkraliða um mál- efni gamla fólksins. Þar kom í samtalinu, að sjúkraliðinn atyrti Víkveija fyrir að nota orðið gamali og sagði, að sér hefði verið kennt, að það væri Ijótt orð, sem enginn mætti Iáta sér um munn fara. Einu orðin, sem gjaldgeng væm í slíkri umræðu væm aldur og skyld orð, þar á meðal héti það öldmn, þegar aldurinn færist yfir fólk. Víkveiji mótmælti þessu harðlega á þeim forsendum, að slík útskúfun orða væri til þess eins fallin að gera málið einhæfara og endirinn yrði sá, að orðin dyttu upp fyrir og við ættum fátækara móðurmál. Viðmælandi Víkveija benti á, að þetta væri bókstaflega kennt því fólki, sem menntaði sig, og hefði sér aldrei dottið í hug að líta á það sem tilræði við móðurmálið, þótt það væri eitthvað einfaldað til dag- legs brúks. Hins vegar viðurkenndi hann við nánari umhugsun, að orð, sem þannig væri ýtt til hliðar, kæmi honum ekki í hug, þótt sérstaklega stæði á. Það hyrfi einfaldlega úr orðaforða hans. . Samtal þetta gekk miklu lengur og lögðu fleiri orð í beig. Kom þá í ljós, að margir viðstaddra könnuð- ust við það úr vinnunni, að þar hefðu orð hlotið svipuð örlög og gamall hjá þeim, sem gömlum sinna. Þessi orð hefðu hreinlega verið myrt og fallið burt úr daglegu máli. Sjálfur fékk Víkveiji á bauk- inn fyrir það, að hann og aðrir blaðamenn skrifuðu síður en svo fjölbreytt mál. Þar gengi líka margt út á einhæfnina. xxx Og þegar menn höfðu litið í eig- inn barm, þá sáu þeir slysin alls staðar. Orðfæri þeirra, sem mest væru í fjölmiðlum og töluðu til fólks væri síður en svo til fyrir- myndar. I því sambandi detta Víkveija í hug orðin úrdráttur og útdráttur. Víkveiji hefur fylgzt með viðureign þessara orða, einkum í því, sem frá stjórnvöldum og félögum kemur. Þessir aðilar senda oft frá sér skýrslur og stuttar samantektir um efni þeirra með. í huga Víkveija er útdráttur rétta orðið um slíkar ritgerðir, en hins vegar virðist orðið úrdráttur oftar notað í orásending- unum. Það orð þýðir hins vegar í huga Víkveija að draga úr ein- hveiju, til dæmis þýðingu eða merkingu þess, sem um er að ræða. Víkveija er hins vegar til efs, að það sé meining þeirra, sem orðið nota. En ef til vill á þetta merking- arleysi eftir að verða ofan á og ganga af hinu orðinu dauðu. Og getur þá leikið tveimur skjöldum með sína gömlu merkingu og aðra nýja, sem um leið er allt önnur en hin. En eftir stæði tunga með einu orðinu færra. Og þannig orð af orði. Því gerir Víkveiji þetta að um- ræðuefni í síðasta bréfi sínu á þessu ári, að honum kemur vemdun móð- urmálsins sérstaklega í hug við þau tímamót, þegar menn stíga á stokk og strengja einhvers heit. Víkveiji óskar landsmönnum öll- um gæfuríks komandi árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.