Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 29 BÓKAKAFFI Þorláksmessu- gaman Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannib- alsson sló á létta strengi í jólaösinni á Þorláksmessukvöld. Kom hann sér fyrir í Bókakaffi í Garðastræti 17 og áritaði „bók sína“ Fjárlagaræða Jóns Baldvins Hannib- alssonar, fjármálaráðhcrra. Þar var á ferðinni maraþonræða hans er hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrr í vetur og hefur sala á henni gengið mjög vel að sögn Einars Guðjónssonar, eins af aðstandendum Bókakaffís. Um tildrög þess að íjármálaráðhcrra árit- aði „bókina" sagði hann að ráðherra hefði þótt þessi leið tilvalin til að henda grín stjómarandstöðunnar um frumvarpið á lofti. -Morgunblaðið/Einar Falur Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson brosir í kamp- inn er hann áritar fjárlagaræðu sína í Bókakaffi. Morgunblaðið/Bjami Ólöfu afhent verðlaunin. F.v.: Hafþór Kristinsson eigandi American Style, Þorvarður Guðlaugsson, sölustjóri hjá Flugleiðum og vinningshafinn Ólöf Guðný Geirsdóttir. Jólatrésskemmtun Átthagasamtaka Héraðsbúa verður haldin laugar- daginn 2. janúar kl. 13.30-15.30 í Félagsmiðstöð- inni, Frostaskjóli 2. Hárgreiðslustofan, rakarastofan ogsnyrtistofan Hótel Sögu tilkynna: Frá 1. janúar ’88 til 8. febrúar ’88 verða stof- ur okkar lokaðar vegna gagngerðra breytinga. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun og vonumst til að sjá þig hjá okkur í glæsilegu húsnæði á nýju ári. Opnum 8. febrúar ’88. Hárgreidslustofan Hótel Sögu Rakarastofan Hótel Sögu. Snyrtistofan Hótel Sögu Vantrúaður vinningshafi ún Ólöf Guðný Geirsdóttir úr Kópavogi hlaut óvæntan jólaglaðning á Þorláksmessu þegar dregið var í ferðagetraun American Style og Flug- leiða. Upp kom hennar nafn og er vinningurinn ekki af verri endanum, hálfsmánaðar ferð með gistingu til Mayrhofen í Austurríki. Alls tóku um 5000 manns Morgunblaðið/Bjami „Hvar er hún Grýla?“ spurðu börnin Stekkjastúf. „Ja, hún er nú upp í fjöllunum að bíða eftir okkur bræðrunum," kvað sá gamli. þátt í getrauninni. Að sögn Hafþórs Kristinssonar, eiganda Amercan Style trúði Ólöf honum ekki þegar hann hringdi og sagði henni að nafn hennar hefði komið upp. Því hefði hún hringt í sig stuttu seinna til öryggis. BARNABALL A Lækjailorgi essa kátu karla rákumst við á í jólaösinni á Lækjartorgi í síðustu viku fyrir jól. Þar voru á ferð þeir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Stekkjastaur. Þeir sögðust vera mættir til að lífga upp á bæjarlífið en þeir höfðu, að því er best var séð, slegið upp bamaballi á miðju torginu. Krakkarnir hópuðust að Stekkjastaur sem var kominn með nýtt hné og dansaði að miklum móð við tónlist af barnakassettum sem Guðmundur Rúnar hefur gefið út. Yngstu borg- aramir vom að vonum ánægðir með framtakið og dönsuðu með Stekkjastaur við ýmis þekkt jólalög. Enda eins gott að grípa gæsina meðan hún gafst, því Sekkjstaur fór fyrstur bræðra sinna aftur til óbyggða. aftur vond áhrif á mig. En hún er farin að venjast tilhugsununni. Fjölmiðlar hafa farið um mig varfæmum höndum hingað til, kannski einum of. Þeir hafa fjasað um um hið fullkomna hjónaband okkar Cindyar, en það stenst ein- faldlega ekki. Við höfum átt í miklum hjónabandsörðugleikum, rétt eins og annað fólk. Eg gæti aldrei verið án hennar og bamsins okkar og við leggjum hart að okkur til að yfirstíga erfíðleikana.“ Kevin hefur megnustu fyrirlitn- ingu á kvikmyndaiðnaði Hollywood og leggur enga dul þar á, né á það að hann leiki eingöngu í þessum myndum peninganna vegna. „Ann- ars byggi ég ekki við velsæld. Ég hef engan áhuga á að leika fíla- manninn eingöngu til þess að sýna fram á að ég geti það. Ég er leik- ari og ég veit vel að ég get leikið þau hlutverk sem líkleg eru til að afla mönnum álits. En ég leik ekki til að skapa mér einhverja ímynd.“ COSPER Breiddir 6,70-8,70-12,20. Lengd frá 1Z-120 m. Breiddir 12 og 15 metrar frá 12 og uppí 120 metra. Þetta eru stálgrindarhús, klædd sérstöku níðsterku plastefni sem þolir mikil veður og eld. Það má setja húsin beint á nærri hvaða jarðveg sem er, þau eru fest með jarðspjótum. Uppsetning á meðal- húsi tekur örfáa daga. Verðið erfrá 500.000 -1.000.000 á algengustu stærðunum. Gísli Jónsson og Co hf. Sundaborg 11, sími 686644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.