Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Hvers er helst að mínnast frá árinu 1987 Þegar árið er að líða í aldanna skaut iíta menn oft til baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því sem hann hefur mestu skipt á einn eða annan hátt. Tii þess að gefa nokkra mynd af því, sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins á árinu, hefur Morgrinblaðið, eins og undanfarin ár, leitað til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landið og fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt markverðast af innlendum og erlendum vettvangi og úr heimabyggð. Pistlar fréttaritaranna fara hér á eftir: Magnea Guðmunds- dóttir, Flateyri: Kvótinn hrein flótta- mannastefna Þegar líðan fer að áramótum koma upp í huga manns margar hugsanir um líðandi stund og hvað nýja árið muni bera í skauti sér. Mér eru ofarlega í huga alþingis- kosningarnar í vor, sem voru að mörgu leyti sérstakar. Allir flokk- amir tóku það upp hjá sér að nefna landsbyggðina sérstaklega. Mitt álit er að það sé að mörgu leyti paradís á jörðu, að búa úti á landi. Miðað við þau loforð sem gefin voru í kosningabaráttunni var enginn vafí á að svo myndi verða. En hvað svo? Þeir sem fylgjast með sjá að þar verður ekki mikil breyting á. Ef grannt eru skoðaðar framkvæmdir í vegamálum næstu ár sýnist mér við Vestfírðingar megum halda áfram að láta okkur dreyma. Kvóti í sjávarútvegi og landbúnaði er hrein og bein flóttamannastefna gagnvart okkur Vestfirðingum og þannig mætti lengi telja. Störf alþingismanna finnast mér einkennast af því að mest er fundað og unnið þegar kemur að sumar- og jólafríum, þá er málum hrint í gegn á örskömmum tíma. Þess á milli þrefa menn um málin fram og aftur. Spurning er hvort ekki ætti að vera meira um frí og helgi- daga. Líkist þetta háttemi stundum skemmtiþáttum, en staðurinn miður heppilegur til svoleiðis þáttagerða — þó auðvitað sé nauðsynlegt að hafa húmorinn í góðu lagi. Af erlendum vettvangi er mér ofarlega í huga það skref sem stig- ið hefur verið í afvopnunarmálum. Vonandi er að leiðtogum og for- svarsmönnum stærstu vopnabúra heims megi auðnast að halda áfram á sömu braut. Héðan úr heimabyggðinni er það merkilegt hvemig veðurguðirnir hafa leikið við okkur, það sem af er vetrar. Elstu menn og konur muna ekki svona tíð. Kannski al- mættið hafi tekið þama í taumana með bættar samgöngur. Hver veit? Ég vona að nýja árið verði okkur öllum gott og ánægjuríkt. Magnea Guðmundsdóttir Vigdís Kjartansdóttir Vigdís Kjartans- dóttir, Grenivík: Ráðning nýs sveitarstjóra eftirminnileg Þegar árið 1987 er að kveðja okkur landsmenn og árið 1988 er í þann veginn að ganga í garð kem- ur þessi spurning í huga okkar flestra: Hvemig var árið sem nú er að líða, hvað var eftirminnilegast að okkar mati? í litlu samfélagi eins og í Grýtu- bakkahreppi skeður kannski ekki svo mikið dags daglega, að okkur finnst. En ég held þegar ég lít til baka, að það sé mér eftirminnileg- ast og ég verð að segja mikið ánægjuefni fyrir okkur konur þegar Guðný Sverrisdóttir var ráðin sveit- arstjóri hér í Grýtubakkahreppi þann 1. ágúst . Það er ekki nóg með að hún sé fyrsti kvensveitar- stjóri landsins heldur er það mitt mat að hún sé hörkuduglegur kven- maður sem á án efa eftir að verða Grenivík dyggur og góður fulltrúi og á örugglega eftir að stuðla að bættu atvinnu- og menningarlífi hér á staðnum. Ef ég minnist á það dapurlega sem snerti okkur hreppsbúa á árinu 1987 þá er mér efst í huga þegar eitt okkar efnilegasta ungmenni hér á Grenivík, Friðbjöm Jónsson, varð fyrir alvarlegu slysi um borð í Núpi ÞH-3 í nóvember, þar sem hann var við vinnu sína. Þama hefði vísu getað farið miklu ver, en Friðbjöm missti neðan af fæti, en mín trú er sú að þessi ungi maður eigi eftir að komast frá þessu öllu saman með þrautseigju og dugnaði. Þegar ég lít til baka varðandi mitt líf er 5. apríl mér minnisstæð- astur. Þann dag gerði ég mér enn einu sinni grein fyrir því hve bilið milli lífs og dauða getur verið lítið. Með hjálp frábærs starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og undir handleiðslu ljósmóðurinnar frá Filippseyjum, Nínu Munoq, leit sonur minn dagsins ljós. Hjá mér er hún án efa maður ársins 1987. Sigurður H. Þorsteins- son, Laugarhóli, Bjarnarfirði: Skólastefna kennara merkust Af innlendum vettvangi tel ég það merkast að samtök kennara hafa lagt fram skólastefnu. Samtök launþega hafa markað sérstefnu um hvað telja verði lágmarkskröfur til sjálfra sín svo að störf kennara geti orðið sá hyrningarsteinn íslenskri þjóðmenningu, á tímum ijölvals í öllum efnum, sem nauð- synlegur er til að þjóðinni megi famast 'vel í landinu. Vissulega er þessi stefnuskrá ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk, og mun vafalítið alltaf mega eitt- hvað að henni finna, enda á hún að verða í stöðugri framþróun með tímanum sem hún gildir fyrir, en ekki merki stöðnunar. Því verður starf kennara sífellt að endurmetast að verðleikum í samræmi við þær kröfur er til starfsins eru gerðar. Af erlendum vettvangi ber fund risaveldanna hæst og það að vopn skuli í fyrsta sinn í sögunni ekki hafa verið framleidd til að beita þeim, heldur til að verða eyðilögð án mannvíga. Af heimavelli tel ég merkast að á íslandi á 20. öld skuli hafa verið tekin ákvörðun um að loka skóla (Klúkuskóla í Bjarnafirði) sem hefði haft í för með sér fólksflótta úr sveitinni, eyðingu byggðarlags. En svo var fyrir að þakka, að æðri stjómvöld töldu hér hrapað að hlut- unum og stöðvuðu glapræðið. Þarna birtist í tveim ákvörðunar- tökum, annars vegar einhver hin megnasta skammsýni og valdníðsla, sem ég hefi orðið vitni að og hins vegar það öryggi, sem við búum þó við á íslandi tuttugustu aldarinn- ar, sem tryggir að eitt skuli yfir alla ganga og „minnihlutinn skuli ekki verða að sætta sig við að vera bara minnihluti," eins og sagt var um málið á heimavelli. Vonandi hafa menn þá framsýni að sættast á þetta og reyna ekki að höggva aftur í sama knérunn. Slíkt hefír alltaf þótt lítilmannlegt í íslenskri sögu, allt frá fornsögum. Sigurður H. Þorsteinsson Ólafur Bernódusson Ólafur Bernódusson, Skagaströnd: Stjórnmála- mennirnir ekki nógu ábyrgir Árið sem nú er nýliðið var að mörgu leyti mjög ánægjulegt fyrir okkur Skagstrendinga. Lagt var slitlag á veginn sem tengir okkur á þjóðveg númer 1 svo nú fínnst manni vegurinn hafa styst um helming. Einnig var opnað hér hót- el svo nú getum við'kinnroðalaust tekið á móti ferðamönnum, en eftir að Kántríbær lokaði gátu ferða- langar ekki fengið keyptan kaffi- sopa hvað þá annað. Ovenju mikið var byggt af íbúðarhúsnæði og sýn- ir það að unga fólkið hefur trú á staðnum og vill setjast hér að. Annars vakti sérstaka athygli mína í fréttum á árinu frammistaða stjórnmálamanna innanlands og utan. Maður hefði t.d. haldið að kostnaður við Leifsstöðina þyrfti ekki að koma stjómmálamönnum okkar svo mjög á óvart. Það er þeirra verk að fylgjast með slíkum stórframkvæmdum og afla sér upp- lýsinga um gang mála. Allir vissu að flugstöðin var mikið mannvirki og dýrt. Um hitt má svo deila hvort rétt hafi verið að fara út í þessar framkvæmdir. Annað dæmi úr stjómmálunum þar sem mér sem leikmanni sýnist að ráðherra hafí ekki þorað að taka ákvörðum sem honum ber þó að gera er í sambandi við sölu Útvegs- bankans. Ráðherra virðist ekki hafa þorað að taka ákvörðun um hveijum ætti að selja bankann svo málinu er bara skotið á frest sem mér sýn- ist þó vera versti kosturinn. Þá fínnst mér það nánast ábyrgðar- leysi hjá stjómmálaforingjum okkar hversu langan tíma tók að mynda stjóm að loknum kosningum í vor. Allir vissu að nauðsyn var á aðgerð- um í efnahagsmálum sem fyrst en stjómmálamönnunum virtist ekkert liggja á. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvort við höfum efni á stjómmálamönnum sem hóta öllu illu ef þeir fá ekki ráðherrastól, mönnum sem ganga út af fundum í fylu ef lýðræðislegar kosningar fara öðmvísi en þeir vilja eða ráð- heirum sern skrópa á ríkisstjórnar- fundum ef þeim líkar ekki afgreiðsla sinna mála. Fréttir úr erlendum stjómmála- heimi ber að sama bmnni. I Bandaríkjunum ríkir nánast suður- amerískt ástand þar sem forsetinn og varaforsetinn reyna blákalt að ljúga sig út úr vondum málum og háttsettur vestur-þýskur stjórn- málamaður fremur sjálfsmorð eftir að hafa orðið uppvís að svikum í sambandi við kosningar þar í landi. Fleiri svona dæmi sem allir kannast við mætti telja. Öll benda þau í sömu átt, sem sé að stjórnmála- menn em ekki nógu ábyrgir í gerðum sínum. Eiginhagsmunir virðast alltof oft ganga fyrir og er þá stundum gripið til ómerkilegra ráða. Við kjósendur emm heldur ekki nógu harðir að kalla stjórn- málamenn til ábyrgðar í kosning- um. Það skyldi þó aldrei vera að ítalska fatafellan, Cieciolina, væri ábyrgasti stjómmálamaðurinn. Hún virðist a.m.k. ekkert hafa að fela. Björn Sveinsson Björn Sveinsson, Fellabæ: Bjartsýnin við völd Bjartsýni er eitt af því fyrsta sem kemur í hugann þegar litið er til baka yfír árið sem nú er að ljúka. Á þessu ári vom 40 ár liðin frá því að Egilsstaðahreppur var stofnaður með lögum frá Alþingi og kauptún- inu valinn staðurá miðju Fljótsdals- héraði. Á stað þar sem sakamenn vom líflátnir á öldum áður. Það hefur áreiðanlega ríkt bjartsýni meðal fmmbyggja þessa kauptúns og bjartsýnin er enn við völd nú 40 ámm síðar þegar Egilsstaðir er orðinn bær með tæplega fjórtán- hundmð íbúa. Það sýnir aukinn íbúafjöldi og vaxandi umsvif í bygg- ingarstarfsemi. Bjartsýnin hvetur menn til að takast á við ný viðfangsefni og nú em íbúar Egilsstaða í samvinnu við nágranna sína á Seyðisfirði að leita nýrra leiða í byggðaþróun í þeim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.