Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 ÞINGBREF Blaðkrónur fjárlaganna W ___ «.a rnl 71 ánr. - FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1967 - 288. TBL. 71. ARG. bJÓÐVIUINN Þrtðjudoour 22 ówomtw 1967 267. Wubtað 52. árQOOQur Fimmtudagur 24. desember 1987 Síðustu þingviku fyrir jól, þegar dagur var stystur, lögðu þing- menn nótt við dag í störfum sínum. Það vinnulag heldur víst áfram. Það vóru einkum þing- menn stjómarandstöðu sem vóru iðnir við kolann, það er ræðustól- inn. Ekki beinlínis til að greiða fyrir þingstörfum heldur á stund- um hið gagnstæða. Sumir virtust jafnvel hafa gleymt því gamla og góða spakmæli „að betur vinnur vit en strit". Samt höfðu þingmenn það af að ljúka þremur umræðum um fjárlög. Atkvæðagreiðslu varð hinsvegar að fresta þar til milli jóla og nýárs, með og ásamt nokkrum brýnum málum, sem sómi þingsins liggur við að af- greiða fyrir áramót. En betra er seint en ekki að ljúka skylduverk- um. I Að breytingartillögum stjómar- liða samþykktum eru fjárlagatekj- ur ríkissjóðs 1988 hvorki meira né minna en rúmir 63 milijarðar króna. Þetta em miklir fjármunir, sem sóttir eru í vasa almennings með beinum og óbeinum sköttum, eða hér um bil fjórðungur þjóðar- framleiðslunnar. Þá er skatt- heimta sveitarfélaga ótalin. Einnig „frjáls skattheimta", það er framlög fólks og fyrirtækja (happdrætti, lottó o.s.frv.) til margháttaðrar menningar-, líknar- og heilbrigðisstarfsemi. Þingmenn deila síðan ríkis- sjóðstekjunum niður á hina ýmsu rekstrar- og framkvæmdaþætti ríkisbúskaparins. Það er vanda- samt verk og umdeilt. Ekki sízt þegar ríkisstjómir setja sig í spor „hinnar hagsýnu húsmóður" og halda útgjöldum innan tekju- ramma ríkissjóðs, sem heitir að hafa jöfnuð í ríkisbúskapnum. Sumar ríkisstjómir, gjaman vin- sælar framan af, eyða hinsvegar langt umfram tekjur, hnýta framtíðinni skuldabagga, eins og dæmin sanna. Við skulum ganga út frá því, þar til annað sannast, að flestir eyðslupóstar fjárlaga séu réttlæt- anlegir. Sumir orka hinsvegar tvímælis. Einn þeirra, sem um er deilt, eru fjárlagastyrkir (af skatt- peningum aimennings) til dag- og kjördæmisblaða, sem sum hver em gefin út af stjómmálaflokk- um, hverra fulltrúar sitja á Alþingi. Var einhver að tala um hagsmunaárekstra? II Pjárlagastyrkjum til blaðanna hefur á næstliðnum ámm verið skipt milli þriggja dagblaða: Al- þýðublaðsins, Tímans og Þjóðvilj- ans, sem og þingflokka til útgáfu kjördæmablaða, samkvæmt til- lögum stjómskipaðrar nefndar. Að auki hefur fjármálaráðherra nýtt heimild í fjárlögum til að kaupa dagblöð fyrir stofnanir ríkisins og hafa sömu dagblöð, ásamt Degi á Akureyri, verið keypt með þessum hætti. Morgun- blaðið og DV hafa ekki tekið við greiðslum frá ríkinu samkvæmt þessum liðum fjárlaga undanfarin ár. í fjárlagafmmvarpi 1988, eins og það var lagt fram af ráðherra, vóm tveir útgjaldaliðir til blaða. í fyrsta lagi „til blaða að fengnum tillögum stjómskipaðrar nefnd- ar“, rúmlega 26 m. kr. Í annan stað heimild til fjármálaráðherra til að kaupa dagblöð fyrir stofnan- ir ríkisins allt að 250 eintök af hvetju blaði. Að auki var 13,5 m. kr. fjárveiting til útgáfumála, samkvæmt ákvörðun þingflokka. Við þriðju umræðu fjárlaga kom fram tillaga frá formönnum þingflokka um hækkun á liðnum „sérfræðileg aðstoð við þing- flokka" úr 9,4 m. kr. í 11,4 m. kr. og hækkun á liðnum „til útg- áfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka" úr 13,5 m. kr. í 15,8 m. kr. Ennfremur tillaga frá for- mönnum þingflokka Framsóknar- flokks, Borgaraflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags um hækkun á styrk „til blaðanna" úr 26,1 m. kr. í 29,4 m. kr. III Víðast gildir hið sama um dag- blöð og aðra vöru eða þjónustu, sem lúta lögmálum framboðs og eftirspurnar. Blöð, sem almenn- ingur hefur áhuga á og kaupir, lifa og dafna. Höfði blöðin ekki til almennings, standist ekki sam- keppnina, lognast þau út af, eða styðjast við meðgjöf útgáfuaðila, oft stjórnmálaflokka. I seinni tíð hefur síðan gætt viðleitni til að koma blöðum, sem eiga í vök að verjast, á ríkisjötuna. Flestir eru sammála um að lög- gjaflnn eigi ekki setja steina í götu blaðaútgáfu með óeðlilegri skattheimtu, hvort heldur er á aðföng eða þjónustu. Það hefur hinsvegar verið og er umdeilt þeg- ar dagblöð, sem stjómmálaflokk- ar standa að, sækja fjármuni í ríkissjóð — skatta almennings — í formi styrkja, eins og hér hefur verið gert. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samtaka um Kvennalista hafa greitt slíkum fjárveitingum mótatkvæði. Þing- menn annarra flokka, þar á meðal úr Borgaraflokki, hafa hinsvegar stutt þær. IV Ríkisstyrkir til blaða eru „rétt- lættir" með því að verið sé að tfyggja tjáningarfrelsið. Þessi „réttlæting" er hinsvegar um- deild. Allir hafa rétt til að koma skoð- STEFÁN FRIÐBJARNARSON unum sínum á framfæri. Útgáfu- réttur er til staðar. Hinsvegar ekki kaupskylda almennings. Hver og einn ræður eigin kaupum á lesmáli. Svo er hinsvegar að sjá sem tilteknir stjórnmálaflokkar telji réttlætanlegt að nýta skattfé almennings til styrktar blöðum, sem þessir sömu flokkar gefa út. Það tryggja þeir með þingstyrk sínum, þrátt fyrir allt tal um að- hald í ríkisútgjöldum. Það er svo annað mál, en eftir- tektarvert, að þegar forystumenn þessara flokka þurfa að ná til al- mennings, alþjóðar, senda þeir gjarnan greinar sínar til þeirra blaða, sem hafna ríkisstyrknum. Það segir sína sögu. Það sýnir rétt mat hjá þessum forystumönn- um. Þegar á hólminn kemur viðurkenna þeir — í verki — rétt- mæti og gildi hinnar fijálsu blaðamennsku. Fjölbreytt ferðaúrval um allan beim Jeða /erðfrákr Ibein Jetersburg Cocoa Beach. 5 eða 22 dagar. ðfrákr. 34.770.- VI 45.144 eða m kr stoppi Lo lAMxlYJáv IBOIIOMvMIxDÉI SlMMlxBtt iwYork. - 1 Vörusýningar eru líka okkarsérgrein. Láttu okkur skipuleggja ferð- ina á vörusýninguna. Höfum þegar skipulagt ferðir á fjölda vörusýn- inga á næsta ári. Líttu innogfáðu nýja VÖRUSÝNINGA- BÆKLINGINN okkar. ogBandaríI AUSTURRÍKI Dalimirþrír- - Bad Klein i Lech-Kitzbuhl - Meyerhofen Verðfrákr. 21.800.- BANDARÍKIN 14dagartil Vaili Colorado 28. febrúar. Verðfrá kr. 61.822.- FRAKKLAND Avoiraz og Chamonix. 14 dagar. Verðfrá kr. 37.259.- Óskumöllum viðskiptavinumokkar gleðilegs nýs árs. FERÐA MIÐSTÖÐIIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.