Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 B 15 tilgangi að auka fjölbreytni í at- vinnulífí og bæta mannlífíð á sem flestan hátt. Undirbúningur er haf- inn að stofnun fjárfestingafélags fyrir Austurland og ungt fólk er að stofna ný fyrirtæki ýmist í fram- leiðslu eða þjónustu. Eitt af því sem eykur íbúum landsbyggðarinnar bjartsýni eru úrbætur í samgöngumálum. Nú eru fí-amkvæmdir hafnar við nýjan flugvöll á Egilsstöðum sem þjóna mun öllu Austurlandi norðanverðu og skapa möguleika á beinu flugi frá Egilsstöðum til annarra landa. Vegakerfíð tekur sífelldum fram- förum og stutt er í að við getum ekið á bundnu slitlagi alla leið til höfuðborgarinnar en þangað þurf- um við sem búum úti á landi óneitanlega margt að sækja bæði í verslun og þjónustu. Veðráttan hefur leikið við okkur allt þetta ár. Síðasti vetur var ákaf- lega snjóléttur og vorið hlýtt og þó sumarið væri undir meðallagi hvað sól og hita varðar var haustið gott og veturinn ekki byijaður ennþá. Allur jarðargróður náði því góðum þroska. Heyfengur var mikill og metuppskera á komi og grænmeti og tijágróður dafnaði vel. Slíkt ár- ferði hlýtur að auka bjartsýni þeirra sem við landbúnað og ræktun fást ekki síst skógræktarmanna enda settu þeir fram hugmyndir á árinu um stórfellda ræktun nytjaskógar á Fljótsdalshéraði sem eflaust verð- ur hrint í framkvæmd á næstu árum. Það er þvi bjart yfír okkur íbúum Fljótsdalshéraðs um þessi áramót og ætti svo að vera um landsmenn alla því í heild höfum við Islendingar það ákaflega gott. Eitt af því sem kemur upp í hug- ann þegar horft er á það þjóðfélag sem við búum í er sú mikla lausung sem virðist vera farin að einkenna það og jafnvel farin að teygja anga sína inn á sjálft Alþingi. Geta menn svo velt fyrir sér hvort sú upplausn sem er í þjóðfélaginu endurspeglist í störfum Alþingis eða hvort upp- lausnin á Alþingi endurspeglist um allt þjóðfélagið. En hver sem ástæð- an er þá er ljóst að þarna verðum við íslendingar að taka okkur tak. Ástandið í alþjóðamálum er trú- lega betra nú en oft áður og vekja nýgerðir samningar um fækkun kjamorkuvopna vonir um að leið- togar stórveldanna geri sér loks grein fyrir því að ágreiningsmál má leysa án þess að þeir standi hvor andspænis öðrum gráir fyrir jámum með vopabúnað að baki sér til að drepa allt mannkynið mörgum sinnum. Við skulum því heilsa nýju ári með bros á vör og leyfa bjartsýn- inni að hafa völdin. Magnús Gíslason Magnús Gíslason, Stað, Hrútafirði: V Einmuna veðurblíða allt árið Það sem fyrst kemur i huga minn af erlendum vettvangi er fundur leiðtoga austurs og vesturs nú í desember. Við berum nú þá von í bijósti að framhald verði á frekari samningum um afvopnun stórveld- anna þannig að friður í heiminum geti orðið að veruleika. Af innlendum viðburðum eru mér efst í huga kosningamar til Al- lingis, stjómarmyndunin og allar )ær aðgerðir stjómvalda sem em nú að koma til framkvæmda. Vegna vaxandi verðbólgu og ijármagns- kostnaðar hlýtur rekstri íjölda heimila og fyrirtækja að verða stefnt í voða og þá ekki síður í dreifbýlinu. í þessu sambandi er vert að minnast þeirra, sem stunda landbúnað, eftir þær framleiðslu- takmarkanir sem settar hafa verið. Þrátt fyrir vaxandi harðæri í jjóðarbúskapnum ber að minnast einmuna veðurblíðu allt árið. Svo hefur að minnsta kosti verið hér um slóðir. Veturinn frá áramótum var snjóléttur og veður skapleg. Það voraði snemma og heyskapartíð var með besta móti og grasspretta góð. Norðan hríðarveður gekk hér yfír viku af októbermánuði, en það stóð stutt og var einstök veðurblíða fram undir jól. Framkvæmdir hafa ekki legið alveg niðri í héraðinu. Byggð hafa verið minkahús, stórt svínahús er í byggingu og Veitingaskálinn Brú var stækkaður á árinu með glersal. í Staðarskála hefur einnig ýmislegt verið að gerast. í haust fór m.a. fram kynning á lambakjöti sem endaði með fjölsóttu GALA-kvöldi. Bjarni Sighvatsson, Vestmannaeyjum: Jólin ekki minni kær- leikshátíð en áður Nú árið er liðið eða því sem næst og nú er blessuðum jólunum einnig að ljúka. Undirbúningur þeirra tekur mestallan desember- mánuð og víst eru margir orðnir nokkuð stressaðir seinustu daga fyrir jól. En þetta er að mörgu leyti eðlilegt, því jólaundirbúningurinn felst ekki einungis í því að kaupa jólagjafír, jólamat og jólatré. Það er nefnilega siður okkar íslendinga að miða svo margt við hátíðir. Fyrir páska, jól eða fermingar er rokið til og ýmsu komið í verk, verkum sem gjarnan má fram- kvæma milli þessara hátíða. Gjam- an er rokið til og allt málað hátt og lágt, allt gert hreint, eða skipt um eldhúsinnréttingu, baðið lagað, parkettið sett á, skipt um teppi og svo mætti lengi upp telja. Og þar sem þetta verður að vera tilbúið fyrir einhveija áðurnefnda hátíð verður álagið ofan á annan undir- búning að sjálfsögðu meira og hið margfræga stress dafnar sem aldrei fyrr. Siðustu dagana fyrir jól mátti heyra í fjölmiðlum orð eins og „hátíð kaupmanna“, „innkaupahá- tfðin mikla", ,jólin eru að týnast í auglýsingaflóðinu" og fleira í þess- um dúr. Þeir sem fínna hjá sér þörf til þess að gagnrýna jólaundir- búning og jólahald landsmanna tala stundum eins og þetta sé af hinu illa; við kaupum of mikið og séum búin að gleyma uppruna jólanna. Undirritaður er hundleiður á því að láta flölmiðla eða aðra segja sér hvemig á að halda jól. Menn skulu hafa það í huga að flestir halda jólin eins og þá langar sjálfa til og takist það er tilgangnum náð. Ef menn kaupa mikið af jólagjöfum þá er það væntanlega gert af því að þá langar til þess að gleðja aðra. Er það ekki af hinu góða? Og ef mikið er auglýst, þá er það til þess að upplýsa og þjóna fólkinu f landinu og þá ekki síst landsbyggð- arfólkinu. Gagnrýnendur bregða gjarnan upp þeirri mynd frá æsku sinni, þar sem þeir fengu eina eða tvær jólagjafír og sungu og spiluðu á spil öll jólin og fengu enga steik, Bjarni Sighvatsson bara hangikjöt. Og jólin voru svo miklu betri en núna. Vissulega er þetta góð og göfug mynd, en þetta er liðin tíð og fjarlægðin gerir fjöll- in blá. Tímamir breytast og mennimir með, á flestum sviðum. Ég fullyrði að jólin eru ekki minni kærleiks- hátíð er áður fyrr. Þau eru sjálfsagt öðru vísi, því þau hljóta að taka breytingum eins og annað hjá mannfólkinu. Mikil jólagjafainn- kaup og önnur innkaup stafa af því að við Islendingar höfum það betra, efnahagslega en áður fyrr og það er sannarlega ánægjulegt að menn skuli geta glatt sig og sína. Sá gamli siður að taka í spil er sjálf- sagt á undanhaldi og sjónvarpsgláp komið í staðinn að nokkru leyti, en þetta er tákn um breytta tíma, ekki að við séum verri en áður eða að mannkærleikurinn sé að hverfa okkur. En svo ég snúi mér að minning- um liðins árs, þá er að sjálfsögðu af nógu að taka. Tugir eða hundruð atburða, stórra og smárra, góðra og vondra, hafa orðið á þessu ári og vert væri að geta. En ekki skal þreyta menn með langri upptaln- ingu og langar mig því til þess að minnast á þijú mál, sem öll varða öryggi við sjó. Ekki vegna þess að að þessi þijú mál séu endilega þau markverðustu í lífí okkar þetta árið. Sum þeirra eru jafnvel smámál í augum landans. Ég tel þó að þau skipti okkur. Eyjamenn nokkru. Hafnarstjómin hér í Eyjum ákvað i sumar, að láta koma fyrir lýsingu í alla bryggjustiga í Eyjum og má heita að þessu verki sé nú lokið. Eins og flestir við sjávarsíðuna hafa séð eru á flestúm bryggjum Qöldi af tröppum og stigum. Venju- lega eru þeir felldir inn í bárað jámið, þar sem bryggjur eru jám- klæddar, en á trébryggjum eru venjulega tréstigar. Allir gegna -þessir stigar tvíþættu hlutverki, þeir eru uppgöngustigar fyrir sjó- menn, og þá sjómenn á smábátum sérstaklega, og síðast, en ekki síst, öryggisstigar fyrir þá sem falla í sjóinn. Nú má heita ómögulegt að koma auga á þessa stiga í skamm- degismyrkrinu eða þegar veður em slæm. Lífslíkur þeirra, sem falla í hofnina við slíkar aðstæður, em því oft hverfandi komi utanaðkomandi hjálp ekki til. Enginn getur fullyrt hve margir hafa dmkknað vegna þess að engan fundu þeir stigann eftir að hafa fallið í sjóinn, en menn hafa þó leitt að því líkur, að í mörg- um tilfellum hefðu menn getað bjargað sér hefðu þeir geta synt beint að upplýstum stiga í stað þess að eyða dýrmætum kröftum í leit að uppgöngu í niðamyrkri. Hafnaryfírvöld í Vestmannaeyjum, sem fyrst allra á landinu hafa riðið á vaðið í að láta upplýsa alla btygg- justiga, eiga því heiður skilinn. Er vonandi að þetta verði öðmm hvatn- ing til þess að gera hið sama. Flotbjörgunarbúningar em nú komnir í flesta eða alla Eyjabáta. Sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum, sem alltaf hafa verið fljótir og oft fyrstir til að nýta sér nýjungar er varða öryggismál sjómanna, hafa nú sem áður bmgðið skjótt við. Ekki aðeins að flotbjörgunarbún- ingar séu komnir í flest eða öll skip, heldur er stór hópur sjómanna nú klæddur vinnubúningi, sem heldur þeim á floti falji þeir fyrir borð. Til sanns vegar má færa, að flotbún- ingar og flotvinnugallar séu einhver mesta bylting f öryggismálum sjó- manna síðan gúmbáturinn var tekinn um borð. Því miður tala dæmin, alltof mörg, og því tel ég þetta vera . með merkari málum þessa árs. Undirritaður átti þess kost fyrir skömmu að sækja fund, sem ýmsir hagsmunaaðilar tengdir sjó- mennsku og öryggismálum sjó- manna efndu til. Tilefnið var ærið. Reyndar man ég ekki eftir því lengi, að hafa orðið jafn fokreiður innra með mér sem eftir þennan fund. Og ég fylltist gremju og vorkunn vegna þeirra manna, sem vegna þröngsýni, móðgunargimi eða óskiljanlegra hagsmuna taka ákvarðanir, sem hugsanlega geta ráðið lífí eða dauða sjómanna. Stór orð, en því miður sönn. Kjami máls- ins er sá, að embættismenn hafa með reglugerðarbreytingu gert Sig- munds-búnaðinn svo gott sem gagnsláusan. A sínum tíma fann Sigmund Jó- hannsson upp útbúnað, sem kom gúmbjörgunarbáti skips (sjálfvirkt) í sjóinn á hættustund. Og það sem meira var, báturinn var blásinn sjálfvirkt upp. Sjómenn þurftu því ekki að beijast við að draga út línu björgunarbátsins til þess að blása hann upp. Þær aðstæður hafa líka skapast, að sjómenn hafa alls ekki haft neina möguleika á því að blása bátinn upp, t.d. þegar að, bát hvolf- ir skyndilega. En, því miður, embættismenn tóku sér það vald í hendur, það vald, sem fæstir vildu hafa, vald til þess að fyrirskipa að sú breyting yrði gerð á Sigmunds-búnaðinum, að hann blæs ekki upp björgunar- bátinn. Það er því nú háð tilviljun, heppni eða aðstæðum hvort sigrar, lífið eða dauðinn, farist bátur það skyndilega að sjómanninum gefíst gefíst ekki tími til þess að gera það með höndunum, sem Sigmunds- búnaðurinn gerði áður — að blása upp bátinn. Hvað fyndist til dæmis sjómönnum á farskipum ef þéim væri fyrirskipað að henda vélinni úr björgunarbátum skipa og á eftir ættu að fylgja árar, blys, matur og þess háttar? Og ástæðan væri sú, að nóg væri að báturinn flyti .þótt ekki væri verið að auka lífslíkur með aukabúnaði. Björn Björnsson, Sauðárkróki: Samkomulag leiðtoga risa- veldanna eykur bjartsýni Margir atburðir þess árs sem nú er að líða, munu án efa lenda á spjöldum sögunnar sem merkir tímamótaviðburðir. Þessa árs mun vafalaust minnst sérstaklega fyrir einstaka árgæsku til lands og sjáv- ar. Veðurfar um allt land svo ein- staklega milt, að um vetrarsólstöð- ur hafði ekki ein einasta frostnótt komið í Reykjavík það sem af var desembermánuði, og í Skagafirði beitti bóndinn í Efra-Ási í Hjaltadal kúm sínum á grænfóður fram á aðventu. Af öðrum atburðum innan- lands eru minnisstæðastar alþingis- kosningamar síðastliðið vor og nýtt fyrirkomulag við úthlutun þing- sæta, þar sem eitt umfram atkvæði greitt einhveijum flokki á Norður- landi gat ráðið úrslitum um það hvort inni var krati á Austurlandi, kvennalistakona á Vesturlandi eða borgaraflokksmaður á Suðurlandi. Þá mörkuðu þessar kosningar tíma- mót vegna augljósra bresta í gamla flokkakerfínu og margra framboða flokka og flokksbrota. Af erlendum vettvangi mun vafalaust rísa hæst fundur leiðtoga risaveld^nna í austri og vestri, þeirra Gorbatsjovs og Reagans nú fyrripart vetrar, þar sem undirritað var í fyrsta sinn samkomulag um fækkun kjarna- Björn Björnsson vopna, en samkomulag þetta hefur aukið bjartsýni manna og von um að óteljandi yfírlýsingar og ræður séu ef til vill eitthvað meira en áróð- ur og orðin tóm. Þó logar enn ófriðarbál við Persaflóa, og enn hefur ekki verið bundinn endi á styijöld þá sem Sovétmenn reka gegn þeim Afgönum sem vilja föð- urland sitt fijálst. Ánægjulegir atburðir úr heimi íþróttanna á árinu er mikil vel- gengni íslenskra handknattleiks- manna, sem nú eru að margra dómi meðal þeirra bestu í heiminum, þá má ekki gleyma sætum sigrum knattspyrnulandsliðsins gegn gam- algrónum stórveldum á þessum vettvangi. íslenskir skákmenn hafa einnig borið hróður landsins víða og nægir þar að benda á hinn kom- unga heimsmeistara Hannes Steingrímsson. Þegar frá líður álít ég að árið 1987 verði talið gott ár, að minnsta kosti hérlendis, missi sú ríkisstjóm sem kjörin var þá, ekki niður þann árangur sem áunn- ist hefur á undanfömum árum, sérstaklega ef henni tekst að halda verðbólgu í skefjum, fullri atvinnu og friði á vinnumarkaði. Jón M. Guðmundsson Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Mosfeilsbæ: Stór tímamót þegar sveit- in varð bær Af erlendum fréttum sem ég tel einna markverðastar er fréttin um þann árangur sem losksins hefír náðst í afvopnunarmálum. Mér virð- ist svo sem Reykjavíkurfundur Reagans og Gorbatsjovs hafi verið upphafíð að því að samningar tók- ust í Washington, þeir fyrstu, um eyðingu kjamavopna. Tmman forseti batt endi á seinni heimsstyijöldina með kjama- sprengjum og öllum varð ljós hinn gífurlegi eyðingarmáttur slíkra tóla. Ætlunin var að halda formúl- unni leyndri að gerð kjamasprengju svo hún kæmist ekki í hendur yfír- gangsmanna enda síst af öllu þörf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.