Morgunblaðið - 24.02.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
25
Bandaríkin:
Reagan skipar nýjan
flotamálaráðherra
Washington, Reuter.
RONAJLD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, skipaði i gœr William Ball,
sem starfað hefur í utanríkisráðu-
neytinu og i öldungadeildinni, í
embætti flotamálaráðherra. Fyr-
irrennari hans, James Webb,
hafði sagt af sér embættinu eftir
að hafa gegnt þvi i tíu mánuði.
Hann var óánægður með þá
ákvörðun bandaríska varnar-
málaráðuneytisins að fresta áætl-
un um 900 skipa flota fyrir árið
1990.
Þótt talsmenn ríkisstjómarinnar
segðust harma afsögn Webbs reyndi'
enginn að telja honum hughvarf.
„Þetta er hluti starfsins," sagði tals-
maður vamarmálaráðuneytisins. „Ef
menn geta ekki stutt vamarmálaráð-
herrann ræða þeir það ekki frekar
eða hætta. Þess vegna hætti hann.“
Aðrir talsmenn stjómarinnar
sögðu að þrátt fyrir afsögn Webbs
yrðu engar breytingar gerðar á fjár-
hagsáætluninni sem Frank Carlucci,
vamarmálaráðherra, sendi Banda-
ríkjaþingi í síðustu viku. Webb hafði
birt bréf sem hann sendi Reagan
forseta, þar sem hann mótmælti
spamaðarráðstöfunum vamarmála-
ráðherrans.
Marlio Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, tilkynnti í gær
að Ronald Reagan hefði skipað Will-
iam Ball í embætti flotamálaráð-
herra. Fitzwater sagði fréttamönn-
um að Ball yrði sterkur talsmaður
sjóhersins á Bandaríkjaþingi. Emb-
ættismaður stjómarinnar sagði við
fréttamann Reuter að Ball væri í
nánum tengslum við ríkisstjómina
og Bandaríkjaþing, og ætti að geta
orðið Carlucci að miklu liði í sam-
skiptum hans við þingið.
Fitzwater sagði á fréttamanna-
fundinum að Reagan forseti tæki
spamaðarráðstafanimar nærri sér,
en þær væru þó nauðsynlegar að
hans mati.
Reuter
James Webb, fyrrum flotamála-
ráðherra.
ERLENT
Peres sagður hafa ætl-
að að þiggja mútur
Washington. Reuter.
EDWIN Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var skýrt frá þvf á
minnismiða, sem hann fékk í hendumar árið 1985, að Shimon Peres,
sem þá var forsætisráðherra ísraels, hefði samþykkt að taka við 700
milljónum dollara vegna fyrirhugaðrar lagningar olíuleiðslu frá Irak.
Átti féð að renna til ísraelskra stjómvalda og einnig í sjóði Verka-
mannaflokks Peresar.
Minnismiðinn var frá manni, sem
vann að því að kynna áætlunina um
leiðsluna, og hefur verið vitað um
tilvist hans í nokkum tíma. Það var
þó ekki fyrr en á mánudag, að lög-
fræðingar Meeses sýndu hann og
kom þá í ljós, að Peres var flæktari
í málið en áður var talið. Peres sjálf-
ur hefur þó neitað því, að honum
hafi verið boðnar mútur fyrir að sam-
þykkja olíuleiðsluna en nú hefur ver-
ið hætt við hana. Lögfræðingamir
birtu einnig bréf frá Peres til Meese
þar sem hann lýsir áhuga sínum á
olíuleiðslunni en hún átti að liggja
frá írak til jórdönsku hafnarborgar-
innar Aqaba við Rauðahaf.
Sérstakur saksóknari í Banda-
ríkjunum er nú að kanna hvort Me-
ese hafí brotið lög með því að bera
fé á útlenda embættismenn en lög-
fræðingar hans segja, að minnismið-
inn sýni, að hann hafi engan hlut
átt að máli.
Höfundur minnismiðans er fom-
vinur Meeses, E. Robert Wallach, en
hann gekk erinda svissnesks kaup-
sýslumanns, Bruce Rappaports, sem
ætlaði að leggja leiðsluna og' vildi
tryggja sér stuðning Bandaríkja-
stjómar. ísraelar áttu að fá umrædda
Qárhæð, um 70 milljónir dollara ár-
lega í tíu ár, fyrir það eitt að sprengja
ekki leiðsluna upp.
Afganistan:
Leppstjórnin ekki
fulltrúi þjóðarinnar
- segja leiðtogar frelsissveitanna
Islamabad, Pakistan. Reuter.
LEIÐTOGAR frelsissveita í Afg-
anistan lýstu því yfir í gær að
stjórn þeirra væri hinn rétti full-
trúi afgönsku þjóðarinnar í við-
ræðurp við ráðamenn í Pakistan
um brottflutning sovéska her-
liðsins frá landinu. Kváðust þeir
ekki geta fallist á að leppstjórn
Sovétmanna í Kabúl, höfuðborg
Afganistans, skrifaði undir sam-
komulag um brottflutning her-
liðsins fyrir hönd afgönsku þjóð-
arinnar.
Óbeinar viðræður um brottflutn-
ing sovéska innrásarliðsins, sem
fram fara á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, hefjast 2. mars í Genf í
Sviss. Munu fulltrúar leppstjómar-
innar í Kabúl þá setjast að samn-
ingaborðinu og ræða við fulltrúa
Pakistana um hvemig sfcanda skuli
að brottflutningnum.
Míkhafl S. Gorbatsjov Sovétleið-
togi sagði nýlega að flutningur her-
liðsins frá Afganistan gæti hafist
15. maí ef fulltrúar Afgana og
Pakistana, sem styðja skæruliða,
næðu samkomulagi um fyrirkomu-
lag brottflutningsins fyrir miðjan
mars. Pakistanar telja að ný stjóm
verði að hafa tekið við völdum í
Kabúl áður en gengið verður til
samninga.
í tilkynningu sem frelsissveitir í
Afganistan sendu frá sér í gær seg-
ir að hinir ýmsu hópar skæruliða
hafi náð §áttum um skipan bráða-
birgðastjómar f Afganistan.
Skæruliðar höfðu áður kunngert
þessi áform en í tilkynningunni frá-
f gær segir að 28 ráðherrar verði
í hinnu nýju ríkisstjóm, 14 úr sveit-
um andspymumanna, sjö úr röðum
afganskra flóttamanna auk þess
sem múhameðstrúarmenn sem búa
í Afganistan muni fá sjö ráðherra
í stjóminni.
Bandaríkin:
2 prósenta efna-
hagsvexti spáð
Washington, Reuter.
SEÐLABANKI Bandarfkjanna til-
kynnti í gær að horfur væru á að
efnahagsvöxtur Bandaríkjanna
minnkaði á þessu ári f 2,0 pró-
sent. í fyrra var vöxturinn 2,5
prósent og árið þar áður 3,8 pró-
sent.
í skýrslu Seðlabankans, sem kynnt
var á Bandaríkjaþingi, er spáð að
verðbólgan á þessu ári verði milli
3,25 til 3,75 prósent, en í fyrra var
hún 3,0 prósent. Þá er spáð að at-
vinnuleysi, sem var 5,8 prósent í
desember og janúar, verði milli 5,75
til 6,0 prósent í lok þessa árs.
Efnahagsspá bankans gerir eins
og ríkisstjóm Reagans ráð fyrir að
verg þjóðarframleiðsla aukist um 2,4
prósent. Ríkisstjómin hafði áður spáð
að verg þjóðarframleiðsla yrði 3,5
prósent, en lækkaði prósentuna
síðar, aðallega vegna hrunsins í verð-
bréfamörkuðunum í október.
EYMUNDSSON
STENDUR YFIR í VERSLUN OKKAR
í AUSTURSTRÆTI.
BÆKLJR Á GÓÐU VERÐI
Margar bókarma hafa ekki áðursést þess finna hitt og þetta fágæti sem
á bókamarkaði og innan um má auk aðeins er til í takmörkuðu upplagi.
ÞAÐ ERU NÆG BÍLASTÆÐi í GAMLA MIÐBÆNUM.
Við viljum sérstaklega benda á Bakkastæðin, sem
merkt eru inn á kortið.
Nú eiga allir bókaunnendur erindi í Austurstræti og
þeir sem ekki komast á staðinn, geta notfært sér
pöntunarþjónustu okkar.
Þetta er bókamarkaður allra landsmanna. Bókalisti
birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 19. febrúgr.
SÍMSVARI. TEKIÐ ER VIÐ PÖNTUNUM ALLAN 5ÓLARHRINGINN.
Ekkert póstkröfugjald. Pöntunarsímar: 91-18880 og 91-13522.
Símsvari eftir kl. 18 til klukkan 09 : 91-16109.
UPPGRIP PfRIR ALLA BOKAUNNENDUR
BÓKAMARKAÐURl N N I988
AUSTURSTRÆTI I8
Pöntunarsímar: 91-18880 og 91-13522.