Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 26

Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Sovétríkin: Ný lög um geðlækn- ingar eru marklaus -segir útlægur geðlæknir Briusel, Reuter. ANATOLÍJ Kotjagín, sovéskur geðlæknir sem nú er í útlegð á Vesturlöndum, segir að ný sovésk Iög, sem yfirvöld segja að verndi þegnana fyrir misnotkun geðlækn- inga, hafi verið sett til þess að slá ryki í augu Vesturlandabúa. Koijagín, sem var í sex ár í þrælk- unarbúðum eftir að hafa mótmælt pólitískri misnotkun geðlækninga, sagði á fréttamannafundi í Brussel um helgina að sérhver Sovétmaður gæti ennþá átt á hættu að verða send- ur til meðferðar hjá geðlæknum þrátt fyrir nýju lögin. „Fjölskylda mannsins getur sagt að hann sé heilbrigður, en það er ekkert mark tekið á henni. Ef lögreglan, starfsfélagar hans eða nágrannar segja hins vegar að hann sé ekki heilbrigður þá er það nægi- legt til að hann verði sendur, án hans samþykkis, til geðlæknis," sagði Koijagín. „Nýju lögin fá fólk, sérstak- lega Vesturlandabúa, til að halda að hlutimir séu að breytast. Ég held að það sé einmitt markmið stjómvalda með setningu laganna.“ Að sögn sovéskra yfirvalda vemda lögin þegnana fyrir misbeitingu geð- lækninga og veita þeim rétt á að áfrýja úrskurði geðlækna. Sam- kvæmt nýju lögunum heyra sérstök sjúkrahús, sem hafa sjúklinga sem sekir em um „félagslega hættulegar athafnir" til meðferðar, ekki lengur undir innanríkisráðuneytið, heldur heilbrigðisráðuneytið. Að sögn Koijagíns breytir þetta engu fyrir fangana. Koijagín sagði ennfremur að mörgum hefði verið sleppt úr geð- sjúkrahúsum að undanfömu, en um 90 andófsmenn væru taldir vera þar ennþá. Hann sagði að Vesturlandabú- ar mættu alls ekki samþykkja tillögu Sovétmanna um mannréttindaráð- stefnu f Moskvu, án þess að sovésk stjómvöld leifðu að sjónvarpað yrði frá ráðstefnunni. Auk þess ættu fyrr- verandi fangar í þrælkunarbúðum að fá að taka þátt í ráðstefnunni og vestrænir fréttamenn að vera við- staddir. Þingmenn EFTA- ríkja 1 Brussel Norður-Kórea: SnjóríAþenu Snjór er að sögn sjaldgæfur S Aþenu. Heimamaður brá á leik er fyrsta snjó vetrarins festi á dögunum í hæðunum umhverfis borgina. Hann bjó til snjókarl á vélarhlíf bifreiðar sinnar og freistaði þess að aka niður í bæ án þess að karlinn bráðnaði. Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. f SfÐUSTU viku var haldinn í Brussel sameiginlegur fundur þingmanna frá aðildarríkjum EFTA-landanna og utanríkisvið- skiptanefndar Evrópuþingsins. Þetta var fyrsti fundur þessara aðila eftir að samstarfi þeirra var breytt og sérstök samstarfsnefnd Evrópuþingsins við EFTA var lögð niður og ákveðið að samstarfið yrði á milli hinna ýmsu nefnda Evrópuþingsins annars vegar og þingmannanefndar EFTA hins vegar. Af hálfu íslands sátu fund- inn Friðjón Þórðarson og Kjartan Jóhannsson. Fundirnir eru fyrir- hugaðir tvisvar á ári og sá næsti verður i nóvember i haust. Á fundinum fluttu ræður Willy De Cleroq sem fer með utanríkisviðskipti innan framkvæmdastjómar EB og Pertti Salolainen utanríkisviðskipta- ráðherra Finnlands og núverandi for- seti ráðherranefndar EFTA. Þeir Eggjasalat og reyktur silungur. Mjólkursamsalan lögðu báðir áherslu á góðan árangur þeirra funda sem nýafstaðnir eru, annars vegar EFTA-EB-fundarins í byijun mánaðarins og hins vegar leið-' togafundar EB sem greiddi götuna að sameiginlegu hagsmunamáli bandalaganna beggja, innri markaði EB. Vilja til íslands Á fundinum var rætt töluvert um mismunandi rök EFTA-landanna gegn inngöngu í EB og þá sérstak- lega hið svokallaða hlutleysi flestra þeirra. Fulltrúar EB voru fiillvissaðir um að EFTA-ríkin hefðu engan hug á „ókeypis ferð“ á kostnað skatt- greiðenda innan EB, heldur væru þau tilbúin til að taka sinn hluta af þeim kostnaði sem hlytist af samvinnunni um innri markaðinn. Á fundinum kom fram áhugi af hálfu EB-þingmannanna á því að næsti fundur yrði haldinn á Islandi. Samkvæmt heimildum fréttaritara munu nefndarmenn utanríkisvið- skiptanefndar Evrópuþingsins hafa mikinn.hug á að heimsækja ísland í vor til að endurgjalda heimsókn ut- anríkismálanefndar Alþingis til Strassborgar síðastliðið haust. Herforingjar sjá kvikmynd með játningu „Mayumi“ Panmuiyom, Norður-Kóreu. Reuter. HÁTTSETTUR foringi í herliði Sameinuðu þjóðanna sýndi norð- ur-kóreskum herforingjum kvik- mynd í gær sem sýnir „Mayumi" (eða Kim Hyon-hui eins og hún heitir réttu nafni), norður-kór- eskan njósnara, játa að hún hafi komið sprengju fyrir í suður- kóreskri farþegaflugvél fyrr í vetur. Herforingjarnir létu sér fátt um finnast og sökuðu Suð- ur-Kóreumenn um að hafa sprengt vélina í loft upp í áróð- ursskyni. „Ég bið ykkur að segja þeim sem bera ábyrgð á drápi 115 saklausra borgara — Miðstjóm flokksins í Pyongyang — að'þeim hafí ekki tekist sú ætlan að hindra þjóðir heims í að mæta á Ólympíuleikana í Seoul,“ sagði William Pendley, Reuter bandarískur flotaforingi og yfir- maður hersveitar SÞ. Tilefni fundar hans og norður-kóresku herforingj- anna var að hinir síðamefndu höfðu kallað saman Vopnahlésráðið í bænum Panmunjom á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Norður- Kóreumenn vildu á vettvangi ráðs- ins mótmæla árlegum sameiginleg- um heræfíngum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem hefjast í næsta mánuði. En í staðinn máttu þeir hlýða á harðorðar ásakanir um að hafa staðið að baki ódæðinu er flug- vél Kóreska flugfélagsins sprakk í loft upp með öllum innanborðs þann 29. nóvember. Þessi mynd var tekin af Mayumi þegar hún kom fram í suður- kóreska sjónvarpinu og játaði sekt sína. Bretland: Verður herréttardómi hnekkt? Krafist enduruptöku með vísan í Waldheim-málið St. Andrews. Fr& Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. WILLIAM Douglas Home leik- skáld hefur farið fram á, að 44 ára gömlum herréttardómi yfir honum verði hnekkt, að því er sagði í The Sunday Ti- mes siðastliðinn sunnudag. Home neitaði að taka þátt í árás á le Havre i Frakklandi í heimsstyijöldinni. Ástæðan fyrir beiðni hans nú er mála- reksturinn út af Kurt Wald- heim. William Douglas Home er bróð- ir Home lávarðar, fyrrum forsæt- isráðherra Breta. Hann stjómaði skriðdreka á styijaldarárunum. Hinn 8. september 1944 var skrið- drekadeild hans skipað að taka þátt í árás á le Havre í Frakkl- andi, sem Þjóðveijar réðu. Hann neitaði á þeim forsendum, að of margir pbreyttir borgarar mundu falla. Neitun Home kom í framhaldi af því, að yfírmaður þýska hersins í le Havre bauðst til að koma öll- um óbreyttum borgurum úr borg- inni á þremur dögum. Bresku yfír- mennimir neituðu því og sögðu, að einungis skilyrðislaus uppgjöf Þjóðveija kæmi til greina. Þegar þýski yfírmaðurinn bað um að fá að flytja ibúana í einn hluta borg- arinnar til að forða þeim frá loft- árásum, var honum einnig neitað um það. Douglas Home segir, að þessi viðbrögð hafí kallað á mótmæli. „Það var ekkert, sem kom í veg fyrir, að allir óbreyttir borgarar gengju út úr le Havre, ekkert nema neitun okkar. Rökin voru þau, að þetta væri ekki hægt í miðri hemaðaraðgerð. Og þó var engin slík hemaðaraðgerð hafín," segþr hann. Hann segir einnig, að Þjóðveijar hafi verið gagnrýndir fyrir að taka ekkert tillit til óbreyttra borgara í hemaðarað- gerðum sínum, og á þessum tíma hafí stjómmálaleiðtogar banda- manna hvatt þýska hermenn til að óhlýðnast fýrirmælum, sem þeir teldu ekki samrýmast skyld- um sfnum. Douglas Home var ekki dreginn fyrir herrétt þegar í stað. En eft- ir að hann gerði mótmæli sín opin- ber, var hann dæmdur í eins árs fangelsisvist fyrir óhlýðni. Fordæmið frá Niimberg Home segir, að málaferlin gegn Waldheim hafí verið kveikjan að því, að hann ákvað að taka málið upp að nýju. „Ég vildi taka málið upp aftur, þegar ég heyrði rann- sóknarmennina í Waldheim- nefndinni tala um fordæmið frá Numberg-réttarhöldunum og hina löngu hefð fyrir því, að ekki ætti að refsa hermönnum fyrir að óhlýðnast tilteknum skipunum. Ég taldi, að ég hefði framið það, sem nú er nefnt stríðsglæpur, hefði ég hlýtt fyrirmælunum í le Havre," segir Douglas Home. Hann bætti því við, að öðruvísi hefði verið litið á málið, hefði hann verið Þjóðveiji. Orrustan um le Havre stóð í fimm klukkustundir. Konunglegi breski flugherinn missti engan mann í loftárásunum á borgina, en 2000 óbreyttir franskir borgar- ar létu lífíð. Nú, næstum hálfri öld eftir þessa atburði, er Douglas Home þjóðhetja í le Havre. Talsmaður vamarmálaráðu- neytisins sagði, að engin trygging væri fyrir því, að skjöl um Dou- glas Home fyndust, þótt reglan væri, að þau væru geymd í 75 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.