Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 31

Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 31 Safnaðarheimili Hallgrímskirkju: Kynning á Laus- anne-hreyfingunni SÉRA Bent Reidar Eriksen, sókn- arprestur í Drammen í Noregi, kynnir Lausanne-hreyfinguna á opnum fundi i safnaðarheimili Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudag, og hefst fundurinn klukkan 20.30. Árið 1974 héldu evangelískir kristnir menn Qölmenna ráðstefnu í borginni Lausanne í Sviss. Þar var rætt um samstarf evangelískra kris- tinna manna innan ólíkra kirlqu- deilda og boðun fagnaðarerindisins með sérstöku tilliti til kristniboðs. Eftir ráðstefnuna hafa evangelískir kristnir menn haft samband sín á milli í laustengdum samtökum sem nefnd eru Lausanne-hreyfingin. Önnur kristileg ráðstefna verður haldin á næsta ári í Singapore í Asíu, þar sem reynt verður að meta hvað áunnist hefur í þessu samstarfi evangelískra manna, auk þess sem rætt verður um starfið framundan. íslendingum hefur verið boðið að senda fulltrúa til ráðstefnunnar og ákveðið hefur verið að undirbúa formlega þátttöku evangelískra manna á íslandi í Lausanne-hreyf- ingunni. Koma séra Bent Reidar Eriksen til íslands er liður í því starfí. Hann mun einnig predika við guðs- þjónustu sem hefst klukkan 11 nk. sunnudag í Hallgrímskirkju og tala á samkomu sem hefst klukkan 20.30 um kvöldið hjá KFUM á Amt- mannsstíg 2, segir í fréttatilkynn- ingu frá biskupsstofu. Ófeigur III dæmdur ónýtur tí'ygginguraðilur Ofeiir Þorlákshöfn. EFTIR að höfðu skoðað Öfeig III á strandstað í fjörunni við Ós- eyramesvita á laugardags- morgun dæmdu þeir bátinn ónýtan og sögðu björgunar- sveitarmönnum í Þorlákshöfn að þeir mættu hreinsa úr hon- um allt sem nothæft væri. Ekki hefur þó formlega verið gefið út af tryggingaraðilum að björgunarsveitarmenn megi eiga það sem úr bátnum næst. Fyrir því hefur þó myndast eins konar hefð að björgunarsveitir fái að nýta sér þá báta sem dæmdir hafa verið ónýtir á strandstað. Ófeigur III ér tryggður hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja og munu þeir að líkindum halda stjómarfund á fimmtudag og endanlega ákveða hvað gera skuli. Mjög rösklega var gengið í björgunarstörf af slysavama- mönnum og að þeirra sögn vom á milli 60 og 70 manns að störfum þegar mest var. Þess vora dæmi að menn tækju sér frí úr vinnu, sérstaklega vélstjórar og vél- smiðjumenn. Stórvirkar vinnuvélar voru not-‘ aðar, vélskófla ruddi veg að bátn- um svo að stór krani, vörabflar og lyftari kæmust að. Miklum verðmætum tókst að ná óskemmdum í land, bæði vélbún- aði, veiðarfæram og rafmagns- tækjum. • - JHS Suðurland: Skarphéðins- þing um helgina Sýnishorn af hinni nýju svörtu línu frá Gliti. Glithfá Islands- kynningu í Gautaborg Nú stendur yfir ísland- skynning á Sheraton hótelinu i Gautaborg i Sviþjóð. Á sýn- ingunni er lögð áhersla á að kynna landið, íslenskar fram- leiðsluvörur og islensk vöru- merki. Glit hf tekur þátt í þessari sýningu og kynnir þar nýja fram- leiðslulínu í svörtum tónum, eins og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þar er um að ræða gjafavöru úr steinleir sem hönn- uð er af starfsfólki Glits. Þátt- taka í þessari sýningu er fyrsti liður í kynningarstarfsemi Glits á 30 ára afmæli fyrirtækisins. Hljómsveitin E-X. Morgunblaðið/Sverrir Tónleikar í Duus Rokktónleikar verða haldnir í veitingastaðnum Duus i Fisch- erssundi fimmtudaginn 25. febr- úar. Þar koma fram hljómsveitimar E-X og Jojo. Væntanleg er plata með E-X í byijun mars og á tónleikunum kynnir hljómsveitin þá plötu og nýrra efni. Hljómsveitin Jojo kemur fram í fyrsta skipti þetta kvöld. Tónleikamir hefjast kl. 10. Selfossi. ÞING Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið helg- ina 27. og 28. febrúar í Félags- lundi í Gaulverjabæjarhreppi og hefjast þingstörf klukkan 14.00 á laugardag. Þingið sitja fulltrúar allra félaga sambandsins úr Ámes-og Rangár- vallasýslu. Öllum er heimilt að sitja sem áheymarfulltrúar hafi þeir áhuga á að kynnast starfsemi sam- bandsins. Á laugardagskvöldið verður ár- viss kvöldvaka í tengslum við þing- ið. Þar verður íþróttamaður sam- bandsins formlega kynntur og fleiri verðlaun afhent. Bændaglíma verð- ur glímd en glímumenn Skarphéð- ins hafa skorað á úrval reykvískra glímumanna í bændaglímu. Glíma þessi er haldin í minningu Sigurðar Greipssonar. Sleifarkeppni heitir önnur keppni sem tengist þessu þinghaldi, þar keppa menn í ýmsum þrautum og á að launum gamla sleif. Kvöldvakan er einnig opin öllum. Sig. Jóns. Jassballett á Hótel íslandi ÖNNUR sýning íslenska jassbal- lettflokksins verður haldin á Hótel íslandi fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi. Núverandi þjálfari flokksins, Carl Barbee frá Banda- ríkjunum, hefur frumsamið verk- in fyrir flokkinn, en þau eru sjö talsins. Fyrsta sýning flokksins var haldin 10. desember síðastliðinn og var það þáverandi þjálfari flokksins, Evrol Puckerin frá Englandi, sem setti þá sýningu á svið. Á þessari sýningu fékk flokkurinn sína fyrstu styrktar- meðlimi, en tilgangur þessara fyrstu sýninga flokksins, sem era boðssýn- ingar, er að safna styrktarmeðlimum til að koma fótunum undir þennan nýstofnaða dansflokk. Markmið ís- Morgunblaðið/Soffla Martónsdóttir Atriði úr sýningu íslenska jassballettflokksins. lenska jassballettflokksins er að skapa dönsuram á íslandi fleiri tæki- færi til að starfa við listgrein sína. (ur fréttatilkynningu.) Höfn: Hvanney með mestanafla Höfn, Horaafirði. Fiskimjölsverksmiðja Horna- fjarðar fékk 5.314 tonn af loðnu í fyrri viku og 2.813 í síðustu viku. Mestu landaði Húnaröst, 2.797 tonnum. og Galti 2.034 tonnum, en Gisli Arni kom með mest i einni ferð, 635 tonn. Örlitið þróarrými er að losna, en Húnaröst bíður löndunar og fyllist allt þar með. Skinneyjarbátar lönduðu rúmum -v 43 tonnum hjá Skinney hf. Steinunn 17,6 tonnum, Freyr 16,2 tonnnum og Skinney 9,7 tonnum. Það var síðasta langlúralöndun Skinneyjar, sem nú er að búa sig til netaveið- anna. Að auki lönduðu Freyr og Steinunn tæpum 10 tonnum hjá KASK. Hvanney SF-51 bar mestan afla á land til KASK, eða 59,8 tonn eftir 6 sjóferðir. Alls bárast 342,8 tonn til Kaupfélagsins í vikunni úr 64 róðram 16 smærri og stærri báta. Heildarafli móttekinn í KASK er nú 1.166 tonn í 232 sjóferðum, móti, 2.331 tonn í 320 sjóferðum fyrir ári. Vísir og Haukafell lönduðu um 35 tonnum á Höfn, en báðir hafa landað talsverðu í Vestmannaeyjum af ufsa eða um 180—200 tonnum. Rúm 22 tonn af Garðey SF-22 voru seld í Englandi í fyrri viku. Verð um 80 kr./kg. - JGG , Bokmenntir og listir á Kópavogsvöku í kvöld Svava Jakobsdóttir les úr eigin verkum á Kópavogsvöku í kvöld. Á dagskrá Kópavogsvöku í kvöld er bókmennta- og listadagskrá sem verður haldin í samkomusal Félagsheimilis Kópavogs og hefst klukkan 20.30. Gestur kvöldsins verður Svava Jakobs- dóttir, sem les úr úr eigin verk- um auk þess sem sýnt verður úr leikritum hennar. Dagskráin hefst með söng Skóla- kórs Kársness. Þá verður stutt dag- skrá um verkum Svövu, meðal ann- ars „Blýhólknum" og „Lokaæfingu" og síðan tekur við ljóðadagskrá úr verkum Jóns úr Vör í umsjón Leik- félags Kópavogs. Dagskránni lýkur með því að Kristín Sædal Sig- tryggsdóttir syngur lög Þorkels Sigurbjömssonar við ljóð úr „Þorp- inu“ eftir Jón úr Vör. Á milli atriða leika Kjartan Óskarsson klarinett- leikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari. Á morgun verður jasskvöld í umsjón Jassbands Kópavogs, undir stjóm Áma Schevings og föstudag- urinn verður helgaður unglingum. Kópavogsvökunni lýkur á laugar- dag með dansleik í félagsheimilinu. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Unnið að björgun á verðmætum úr Ófeigi III á strandstað við Óseyramesvita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.