Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 41

Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 41
_________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 41 Guðbjörg Björns dóttir Minning að leggja oft nótt við dag við rækt- un og byggingar og beita hagsýni og nýtni í búskapnum efnuðust þau og gerðu Ásgarð að góðbýli. Þau eiga tvær dætur, Kolbrúnu sem er húsfreyja á Norðurreykjum í Hálsasveit og Gestrúnu sem býr á Tálknafirði. Sveinn var kappsamur og ósér- hlífinn. Hann var hreinskiptinn og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hélt þeim fram af einurð og festu. Hann tók þátt í félagsstörfum bænda í sinni heima- sveit. Var allmörg síðustu ár for- maður Veiðifélags Reykjadalsár og rækti þau störf af stakri trú- mennsku og dugnaði. Hin síðustu ár gekk Sveinn ekki heill til skóg- ar. Hann fékk aðvörun frá eigin hjarta um að nú þyrfti að rifa seglin. Hann náði sér og virtist við góða heilsu. Og er þau hjónin tóku á móti bændum úr sveitinni á aðal- fundi veiðifélagsins, sem var hald- inn í Ásgarði þremur dögum fyrir andlát Sveins, var ekki veikindi á honum að sjá. En kallið kom. Sveinn var einn af traustustu bændum í Reykholtsdal, heill og ákafur í störfum, heitur í hjarta. Hann unni sinni heimabyggð og vék ekki af hennar vettvangi. Sem einn af samferðamönnum og sveitungum vil ég færa fram þakkir fyrir vináttu og samstarf og votta frú Geirlaugu og Qölskyldunni allri innilega samúð. Bjarni Guðráðsson Hún Gugga vinkona mín, eins og við kölluðum hana hér, er dáin eða flutt yfir á annað tilverustig, eins og ég myndi kalla það. Ég var ekkert hissa þegar syst- urdóttir hennar tilkynnti mér lát hennar. Hennar ganga var orðin löng hér á jörð og minningamar komu eins og leiftur fram í huga minn. Þá minnist ég þess tíma þegar við kynntumst fyrst á St. Jósepsspítalanum í Hafnarfírði þá 15 ára gömul. Hún tók mig alveg að sér eins og ég væri hennar eigin dóttir og fannst henni að það þyrfti að passa uppá svona unglingsstelpu vestan af Snæ- fellsnesi. Ekki hafði aldursmunur- inn neitt að segja þar sem hún var svo einlæg og bamsleg í sér, en svo var hún alla tfð. Við misstum hvor af annarri í um það bil áratug. Gugga var á sama stað hjá Guðlaugi Sveins- syni, Krosseyrarvegi 3B, Hafnar- fírði, en ég á ferð og flugi, ýmist á Vífilsstöðum eða að vinna hing- að og þangað um landið. Þá var það að við hittumst aft- ur í Vesturbúð í Hafnarfírði, og upp frá því höfðum við gott sam- band, þar sem við bjuggum skammt frá hvor annarri. Hún hafði kartöflugarð hér rétt fyrir vestan mig, og man ég þegar hún kom á hveiju hausti að taka upp úr garðinum. Það var eins og nokkurs konar orlof þegar ég fór til hennar í garðinn og drakk með henni kaffi, og hún kom til mín að kvöldi og beið eftir að maður- inn minn keyrði kartöflumar hennar heim. Hún gerði ekki víðreist um dag- ana. Bara að fara suður í „Dröfn“ að kaupa sér steinolíu var heilmik- ið ferðalag. Þá þurfti að koma við á Suðurgötunni hjá Fríðu og bræðrunum, Kjartani og Helga. Fríða var systir Guðmundar, sem var giftur systur hennar, Helgu Bjömsdóttur. Ef ég ætti að lýsa Guggu, þá myndi ég segja að hún hafí verið sérstæður persónuleiki, sem setti svip á samtíð sína hér í Vestur- bænum. Hún var ákafleg greiðug svo að stappaði nærri meinlæti, og var hún alltaf að gefa öðrum, en gekk alls á mis sjálf og fannst það alveg sjálfsagt. Ég minnist þess, er ég sagði við hana einu sinni, því ert þú að þessu, og hún svaraði „má manni ekki þykja vænt um nokkra manneskju“. Það var svo mikil viska og einlægni í þessu svari að það sagði allt. Oft hef ég heyrt þessa setningu síðan og þá hefur mér verið hugsað til þessa svars. Ekki veit ég mikið um ætt Guggu, nema hún var fædd 16. apríl 1895 á Reynikeldu á Skarðs- strönd og er ein af ellefu systkin- um. Hún fór ung frá foreldrum sínum til vandalausra og ólst þar upp. Hún giftist ung, Kristmanni Sturlaugssyni, en það varaði stutt og þau slitu samvistir. Síðan var hún á ýmsum stöðum að vinna fyrir sér, m.a. var hún vinnukona á Fjósum í Dalasýslu og síðar þegar hún kom suður var hún í fískvinnu í vaski og á reitum eins og algengt var þá. Um 1930 gerð- ist hún ráðskona hjá' Guðlaugi SVeinssyni, Krosseyrarvegi 3B í Hafnarfirði, og var hjá honum marga áratugi og þar leið henni vel. Guðlaugur var hinn ágætasti maður. Árið 1972 fór hún til Reykjavík- ur að Öldugötu 8 til systurdóttur sinnar, Margrétar Kristínar Guð- mundsdóttur, og var þar þangað til hún fór á Elliheimilið Grund. Oft minntist hún á Hafnarfjörð og litla húsið á hólnum við Kross- eyrarveg og sólarlagsins fagra við bláan sæ. Ég bið guð að blessa skyldfólk hennar, systkinin frá Reynikeldu, Margréti, Kristínu og Bjöm, sem henni þótti svo vænt um, og Guð- bjöm litla Birgisson og Guðmund Bryde. Matthildur Matthíasdóttir rf/f-tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. TVC - eitt það besta. Láttu það ekki vanta. \ ■ . EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 MICROSOFT HUGBÚNAÐUR Hlýlegra og betra Ijós i nýrri peru (rá PHILIPS ■I | I J I I miRTÆKIOG FtLAGASAMTÖK tR eÓBUR STABUR F/RIR RÁÐSTEFNUR OG FUNDAHALD KOMÍd OGNJÓW GÓm STUNÐA FYRIR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ GERUM VERÐTILBOÐ FYRIR HOPA • gSfc FiA Ferdaskrifstofa Akuœyrarhf. Ráðhústorg 3 - SlMI (96)25000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.