Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég undirrituð á litla Meyju sem erfædd 26.08.1976 kl. 19.07 í R. Mig langar að biðja þig að skoða stjömumar hennar þegar hún kom í þennan heim. Hvemig get ég best hlúð að eiginleikum hennar og yfirunnið veikleika og einnig hvemig starf og tóm- stundargaman hentar henni best? Með fyrirfram þökk. Tviburi." Svar Dóttir þín-hefur Sól, Tungl og Venus í Meyju, Merkúr og Mars í samstöðu í Vog og em allar þessar plánetur í 8. húsi. Bogmaður er síðan á Miðhimni og Rísingu. 8. hús Plánetumar eru táknrænar fyrir orkusviði (hugarorka, tilfinningaorka), merkin segja til um það hvemig ork- an er og húsin til um það hvar best er að nýta orkuna, á hvaða sviði mannlífs- ins.Dóttir þín hefur margar plánetur í 8. húsi sem aftur hefur með náið samstarf að gera, annað hvort sálrænt samstarf eða Qárhagslegt. Það táknar að fólk sem hefur margar plánetur í 8. húsi vinnur oftast nær í nánum tengslum við annað fólk og oftar en ekki við viðskipti og einhvers konar íjármála- sýslu. Verslun og viðskipti Þar sem dóttir þín er Meyja í grunneðli sínu, er jarð- bundin og raunsæ og þarf að fást við hagnýt störf sem gefa ákveðið öryggi, tel ég líklegt að í hennar tilviki beinist þetta að verslun og viðskiptum. Það kemur þó einnig til greina að athuga félagsráðgjöf og skyld störf sem tengjast hagnýtri sálar- fræði. Upplýsingamiðlun Mars og Merkúr saman í Vog tákna að hún hefur kraft- mikla og athafnasama hugs- un og ríka þörf fyrir að tjá sig við fólk. \ Fjölbreytileiki Bogmaðurinn táknar síðan að hún hefur þörf fyrir hreyf- ingu og fjölbreytileika. Hún verður leið þegar hún er far- in að-kunna á viðfangsefni s(n og þarf sífellt að víkka sjóndeildarhring sinn. Ferðalög Ef Meyjan er tengd við Vog og Bogmann fáum við síðan raunsæja, jarðbundna, fé- lagslynda og fjölhæfa mann- eskju. Hún gæti því átt eftir að starfa að flölbreytilegum félags- og viðskiptamálum og fást við störf sem einnig tengjast ferðalögum. Kyrr- staða á illa við sem og lang- varandi binding á einu sviði. Veikleikinn er sá að fara úr einu í annað. Ég myndi því‘ reyna að hvetja hana til að (júka verkum áður en hún byijar á nýjum. Án þess þó að þvinga hana. Því einhæfni á illa við. „Það er allt ( lagi að þú skiptir um góða mín, bara ef þú lýkur hinu fyrst." Tungumál Ég myndi hvetja hana til að fá tjölbreytilega hreyfingu, stunda fþróttir o.þ.h. Tóm- stundamál verða að vera fjöl- breytileg. Hún er manneslga sem vill vfkka sjóndeildar- hring sinn. Þv! fyrr sem hún kynnist sem flestu því betra. Það er yfirleitt svo að fólk sem er fætt í breytilegu merkjunum róast með aldrin- um. Tungumálanám hentar henni örugglega vel og því er ágætt að halda henni við efnið á þeim sviðum, svona í rólegheitunum. GARPUR GRETTIR ! í 5TUHP0M HBF BG A 1 | TlLFIHNlHGUMNl AÐ FÓLK 1 ! se AP hubia'a i/ie> 1 1 /MflWN / J ENBGSE6I .LOFU/VtW"" 1 jpBIAt HL/B67AJ jj \ % MÍ í ^ í V íf*RJC-j , ADO.'iJrV' C MI& M Kíiri JP JÍ 1' y H-i# FERDINAND SMAFOLK Heyrðu, stóri bróðir. 50MEONE FROM THE BASEBALL MA6AZINE JUST CALLEP.. REALLV? PO YOU THINK THEV UJANT ] AN interView? Það var einhver að hringja Var það? Heldurðu að þeir Nei, þeir sögðu að áskrift- frá íþróttablaðinu ... hafi viljað fá viðtal? in væri útrunnin ... SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Saint John í Kanada, sem nú stendur yfir, kom þessi staða upp í skák búlgarska alþjóðameistarans Toshkov, sem hafði hvítt og átti leik, og Schwartzman, Kanada. 28. Dxf5! - Hxf5, 29. Hxe7 - Da4 (Eftir 29. - H5f7 lendir svartur í töpuðu endatafli, en nú nær hvítur að búa til svikamyllu.) 30. Hxg7+ - Kh8, 31. Hxc7+ - He5 (Svartur tapar drottningunni eftir 31. - Kg8, 32. Hg7+ - Kh8, 33. Ha7+) 32. Hxe5 - dxe5, 33. Bxe5+ - Hf6, 34. Bxf6+ og svartur gafst upp fáum leikjum síðar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er ekki auðvelt að finna bestu vömina í spilinu hér að neðan. Vestur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ ÁK42 ♦ K10962 ♦ ÁK9 ♦ 3 Norður ♦ 983 TÁD ♦ DG103 ♦ DG64 Austur ♦ 7 ♦ 843 ♦ 86542 ♦ 10872 Suður ♦ DG1065 ♦ G75 ♦ 7 ♦ ÁK95 Vestur Norður Austur Stíður 1 hjarta Dobl Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Dobl vesturs er skiljanlegt, þótt hann geti vissulega ekki búist við að fá tvo slagi á tígul. Hann lagði niður tigulás og spil- aði svo þrisvar trompi til að koma í veg fyrir hjartatrompun í blindum. Ekki fráleit áætlun, en dugði þó ekki til. Sagnhafi tók eitt tromp til viðbótar, svinaði hjartadrottn- ingu og spilaði laufunum: Norður Vestur ♦ - ¥Á ♦ DG ♦ d Austur ♦ - ♦ - ¥ K10 ¥ 8 ♦ Á9 ♦ 86 ♦ - ♦ 10 Suður ♦ G ♦ G7 ♦ - ♦ 9 í þessari stöðu var laufi spilað á drottninguna. Það er sama hverju vestur fleygir, hann gefur alltaf tíunda slaginn. Tromp- þvingun. Besta vömin er að skipta yfir í hjarta í öðrum slag og dúkka svo spaða einu sinni, ef sagn- hafi fer sjálfur ( trompið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.