Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 44

Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Minning: Garðar Sigfússon bifreiðastjóri Fæddur 6. apríl 1924 Dáinn 15. febrúar 1988 í dag er til grafar borinn Garðar Sigfússon bifreiðastjóri, vinur minn og samstarfsmaður hjá Strætis- vögnum Kópavogs um margra ára skeið. Garðar var aðeins 63 ára þegar hann lést og hafði ætíð verið í fullu starfí. Kom því fregnin um andlát hans mjög á óvart þó að kunnugir vissu að hann gekk ekki lengur heill til skógar. Garðar Sigfússon var fæddur 6. apríl 1924 að Stóruhvalsá í Hrúta- fírði. Hann var 8. í röðinni af 14 systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gróa Guðmundsdótt- ir og Sigfús Sigfússon bóndi að Stóruhvalsá. Ungur að árum var Garðar látinn í fóstur til hjónanna Ólafíu Sæ- mundsdóttur og Eíðs Jónssonar á Kjörseyri við HrútaQörð og ólst hann upp hjá þeim hjónum að Kjörs- eyri og á Brandagili. Ungur vandist hann öllum störfum við landbúnað og sjóróðra. Sautján ára gamall fór hann svo með eldri bróður sínum Steingrími til Patreksfjarðar og stundaði hann sjómennsku þaðan og frá fleiri stöðum á Vestfjörðum um nokkurt skeið. Rúmlega tvítug- ur að aldri flutti hann svo til Reykjavíkur eins og fleiri ungir menn af landsbyggðinni á þeim árum. Fyrstu tvö árin vann hann við landbúnaðarstörf að Bessastöð- um en fór síðan að stunda akstur leigubíla og strætisvagna og var mjög farsæll og vel látinn í því starfí. Næst tók Garðar við starfí iögregluþjóns hér í Kópavogi og síðar var hann starfsmaður við raf- virkjanir á hálendinu. Nýlega var hann svo tekinn við starfí húsvarð- ar í ijölbýlishúsi að Espigerði 2. Garðar Sigfússon var traustvekj- andi maður í allri framkomu, skýr í hugsun og yfírvegaður í málflutn- ingi. Á uppvaxtarárum Garðars var þröngbýli mikið og fátækt í sveitum landsins. Framhaldsnám að loknum bamaskóla var aðeins fjarlægur draumur hjá ungu fólki frá stórum ijölskyldum. Strax um fermingar- aldur fóru unglingamir í fullt starf við búskapinn eða aðra vinnu hvar sem hana var að fá. Það fór því eftir upplagi og áhuga hvers einstaklings hvemig til tókst um öflun almennrar menntunar sem nú stendur öllum opin. Garðar Sigfússon settist aldrei á skólabekk eftir að hann lauk námi t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, EINVARÐUR HALLVARÐSSON fyrrverandl starfsmannastjóri, Melhaga 8, Reykjavik, lést 22. febrúar sl. Vlgdfs Jóhannsdóttir, Hallvarður Einvarðsson, Erla Magnúsdóttir, Jóhann Einvarðsson, Guðný Gunnarsdóttir, Sigrföur Einvarðsdóttir, Gunnar Björn Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELIMAR TÓMASSON frá Skammadal, til heimilis f Hamraborg 32, Kópavogi, lóst í Landakotsspítala þann 19. þ.m. Hann verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á að láta líknar- stofnanir njóta þess. Guðbjörg Pálsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, HERMANN BÆRINGSSON yfirvélstjórl, Barmahlfð 51, Reykjavík, lést í Landakotsspítala að kveldi mánudagsins 22. febrúar. Ragna Eirfksdóttir. t Móðir mín, - KRISTJANA G. FANNBERG, lést mánudaginn 22. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Eyþór Fannberg. t Dóttir okkar og systir, " SIGRfÐUR INGIBJÖRG INGIBERGSDÓTTiR KVIST, andaðist í sjúkrahúsi í Danmörku þann 20. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Guðmundsdóttir, Ingiberg Sigurgeirsson, Páll Ingibergsson. í barnaskóla en hann náði ótvírætt góðum árangri í sínu sjálfsnámi. Það fékk hann staðfest þegar hann sótti námskeið lögreglumanna en þar fékk hann viðurkenningu fyrir meðferð sína á íslensku máli. Garð- ar var söngmaður góður og unn- andi tónlistar. Hann tók lengi þátt í starfí karlakóra í Reykjavík og í Samkór Kópavogs. Á aðfangadagjóla árið 1950 gift- ist Garðar Sigfússon eftirlifandi eiginkonu sinni Emilíu Böðvars- dóttur, en þau höfðu þá búið saman í Reykjavik um þriggja ára skeið. Emilía var, eins og Garðar, fædd og uppalin við Hrútaijörðinn. Hún er dóttir hjónanna Ólafar Sigurjóns- dóttur og Böðvars Eyjólfssonar sem bjuggu á Kjörseyri og síðar á Bæ í Strandasyslu. Árið 1953 fluttu þau Garðar og Emilía í Kópavog og keyptu litla íbúð að Digranesvegi 26. Þau hjón- in eignuðust 6 böm sem öll eru nú uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Auk þess tóku þau að sér vandalausa stúlku á bamsaldri og ólu hana upp sem sína dóttur. Hún hét Ragnheiður Edda Hallsdóttir. Hún lést af slysförum árið 1974. Böm þeirra Emilíu og Garðars em talin hér í aldursröð: Garðar Kári, vélstjóri við Laxárvirkjun, Ragn- heiður Ólafía, búsett í Kópavogi, Ólöf Brynja, búsett í Reykjavík, Hildur, búsett í Kópavogi, Hreimur Hreiðar, bflamálari, búsettur í Kópavogi og Kristín Sigfríður, sjúkraliði, búsett á Seltjamamesi. Garðar Sigfússon var vagnstjóri hjá Landleiðum hf. þegar það fyrir- tæki hóf morgunferðir strætis- vagna hér um hálsinn. Hann varð því fyrstur manna til að aka strætis- vögnum hér í bænum. Þegar Stræt- isvagnar Kópavogs voru stofnaðir 1. mars 1957 Var Garðar ráðinn þar vagnstjóri. Á þeim vettvangi vorum við nán- ir samstarfsmenn um 12 ára skeið. Frá þeim árum á ég honum mikið að þakka eins og fleiri samstarfs- mönnum mínum. Fyrstu árin gengu vagnstjórar í öll störf sem vinna þurfti hjá fyrirtækinu og er mér minnisstætt hvað Garðar var jafnan fús til að taka aukavaktir, jafnvel næturvaktir við að hreinsa vagn- ana. Þá voru allir starfsmennimir samstilltir um að láta fyrirtækið vinna sér fastan sess í bæjarlífinu. Á fyrstu mánuðum Strætisvagna Kópavogs lentum við Garðar í erfíðu verkefni. Kaupdeila vagnstjóra stóð yfír hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur og Landleiðum hf. Þá þurftu vagnstjórar hjá Strætisvögnum Kópavogs einnig að semja um sín laun við okkar nýja fyrirtæki sem þá var í mikilli óvissu um sinn starfsgrundvöll. Þá var Garðar full- trúi vagnstjóranna i samningunum ásamt Jóni Guðmundssyni vagn- stjóra. Þá hafnaði ég, sem forstöðumað- ur fyrirtækisins, atvinnurekenda- megin við samningaborðið og var heldur illa undir það hlutverk búinn. Deilan varð nokkuð hörð og stóðu þeir félagamir fast á kröfum sinna umbjóðenda svo sem þeim bar að gera. Ég hafði hinsvegar það hlut- verk að sanna tilverurétt fyrirtækis- ins og halda um það góðri sam- stöðu. Deilan leystist farsællega rétt áður en til verkfalls átti að koma og ég held að við höfum allir fagnað því jafn mikið. Ég mun ætíð muna þann drengskap sem- þeir félagar sýndu mér í þessari deilu. Ekkja Garðars Sigfússonar, Emilía Böðvarsdóttir, hefur mikið misst við sviplegt fráfall eigin- manns síns. Ég vona að í djúpri sorg sinni geti hún einnig litið á björtu hliðar tilverunnar. Hún er umvafín samúð og umhyggju 6 bama sinna og 18 bamabama. Slíkan auð eiga ekki allir-til að dreifa sárum söknuði. t Eiginmaður minn VALGEIR JÓNSSON, rafvirkjameistari frá Patreksfirði, Asparfelli 2, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum aðfararnótt 23. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristfn Gunnlaugsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, GUÐJÓNS BENEDIKTSSONAR vélstjóra. Steinunn Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Hera Guðjónsdóttir, Elsa Guðjónsdóttir, Haukur Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Böðvar Eggertsson, Haukur Sveinsson, Oddur Ingvarsson, Helgi S. Guðmundsson, Laila Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Hjartans þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, RAGNHEIÐAR EYGLÓAR EYJÓLFSDÓTTUR, Álfaskeiði 59, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaðaspítala. Jóhannes Sævar Magnússon, Kristinn Arnar Jóhannesson, Björg Leifsdóttir, Ármann Jóhannesson, Gunnvör Karlsdóttir, Anna Kristfn Jóhannesdóttir, Þórður Helgason og barnabörn. Ég sendi Emiiíu, öldmðum föður hennar og allri hennar stóm fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson Þann 15. febrúar sl. andaðist á Borgarspítalanum Garðar Sigfús- son, húsvörður, Espigerði 2. Hann hafði um nokkurt skeið kennt þess sjúkdóms er varð honum að aldur- tila. Garðar fæddist að Stóm-Hvalsá í Hrútafírði 6. aprfl 1924. Með þess- um kveðjuorðum verður eícki rakinn æviferill hans. Fyrir nokkram ámm var stofnað- ur blandaður kór innan Kvöidvöku- félagsins Ljóðs og sögu og nefnist hann Kvöldvökukórinn. í honum tók Garðar virkan þátt ásamt fjóram systkinum sínum, enda raddmaður góður og unnandi þjóðiegrar tónlist- ar. Hann bar hag kórsins mjög fyr- ir bijósti og var formaður kómefnd- ar þegar kallið kom. Vð félagar Garðars minnumst margra ánægjustunda sem við átt- um sameiginlega og þökkum sam- fylgdina að leiðarlokum. Grandvar maður, hlýr og traust- ur er genginn til feðra sinna. Konu hans, Emilíu Böðvarsdótt- ur, bömum, systkinum og öðmm vandamönnum, sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Ólafur Jónsson Elsku bróðir minn, hann Garðar, er farinn til æðri heima. Snögg urðu þessi umskipti fyrir fjölskyldu hans, ættingja og vini. Þó vitum við öll að ekki er nema eitt lítið fótspor milli þessa heims og ann- ars, eða eitt lítið andartak, sem við skynjum en skiljum ekki, en trúum samt að sé leiðin til ijóssins og betri heima og að þar sé tekið á móti okkur, af þeim sem á undan okkur em famir. En söknuður og hryggð ríkir nú meðal fjölskyldu hans, og bið ég góðan Guð að styrkja þau og styðja, í þeirra miklu sorg og eins alla ættingja og vini. Ég ætia ekki að fara að rekja æviferil Garðars, það gera aðrir mér færari, heldur ætla ég aðeins að þakka honum sam- fylgdina sem hafði mátt vera meiri og lengri, þakka honum allt sem hann var mér, sem góður bróðir og félagi. Sjá, hve færist yfir húmsins hönd svo að hljóðna fer um sæ og lönd meðan sól til viðar sígur hljótt Sofðu rótt. Standi allir góðir vættir vörð færi veikum styrk og frið á jörð. Megi guð á himnum gefa drótt góða nótt. (J.B.) Hvfli hann í friði. Gógó Blóma- og skreytingaþjónusta ® hvert sem tilefnid er. ^ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Áltheimum 74. sími 84200 Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.