Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 51

Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Athyg’lisverð grein MOBCUKBLADIP. SUWKUPAGUR 14. FEBKOaR l«M Blóðbaðið í Nanking FyrrverandiJapanskirhermenrU^firbótarfei^ Kæri Velvakaridi. Mig langar að nota þetta tæki- færi til þess að óska Morgunblaðinu til hamingju með greinina „Blóð- baðið í Nanking" sem birtist í sunnudagsblaði þann 14. febrúar. Eg tek það skýrt fram að það er ekki mín ætlun að vekja andúð á japönsku þjóðinni en mér finnst mikið óréttlæti á ferðinni þegar Hirohito keisari er hvítþveginn af öllum þeim glæpum sem japanski herinn framdi, en Kurt Waldheim forseti er hvað eftir annað ofsóttur vegna vitneskju hans um glæpi Þjóðveija. Enn fremur þessi eilífa þvæla um Hírósíma og Nagasaki. Það voru fleiri þúsund borgir og bæir lagðir í rúst í seinni heimsstyrj- öld. Hvað um þau? Það skiptir engu máli hvaða vopnategund er notuð og því fyrr sem mannkyn skilur það, því betra. Og að bandarísk yfirvöld skuli meina forseta Aust- urríkis að koma til Bandaríkjanna og einnig saka forseta Panama um eiturlyfjasmygl en samt loka augum sínum varðandi ýmsa leiðtoga sem hafa mjög óhreinar hendur. Ef mannkyn kallar yfir sig ragnarök verður það eingöngu vegna argasta aumingjaskapar. Vilhjálmur Alfreðsson I I t I I Ij Þessir hringdu .. Góð morgunleikfimi Elín Friðríksdóttir hringdi:' „Ég vil þakka fyrir morgunleik- fimi Halldóru Björnsdóttur á rás eitt. Ég held að þetta séu góðar og heppilegar æfíngar fyrir alla, ekki síst fyrir þá sem eru lasburða og aldraðir. Vonandi verður áframhald á svona leikfimi fram- vegis.“ Skíðaskór Skíðaskór fannst á Miklubraut fyrir nokkru. Eigandi hans getur hringt í síma 685014 eftir hádegi. Gleraugu Nýleg karlmanns gleraugu töp- uðust í janúar. Pinnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 36217. Fundarlaun. Lionair — hæpinn ávinningur Ó.G. hringdi: „Ég tel saming þann sem gerð- ur hefur verið milli V.R. og Liona- ir hæpinn ávinning fyrir félags- menn V.R. Samkvæmt honum verður aðeins um einn áfangastað að ræða og brotfarardagar verða aðeins fjórir. Enginn þessara brot- farardaga hentar mér og veit ég um fleiri sem þannig er ástatt um. Fólk hefði gjaman viljað borga nokkur þúsund í viðbót til að geta valið um áfangastaði og haft um fleiri brotfarardaga að velja. Páfagaukur Lltill grænn páfagaukur fannst hjá Kennaraháskólanum sl. föstu- dag. Eigandi hans er beðinn um að hringja í síma 20579 eftir kl. 18. Hefur stofnandinn gleymst? S.E. hringdi: „Afmæli Þjóðminjasafnsins verður hinn 26. febrúar. Mér fínnst safnið ekki hafa gert nógu vel við stofnanda sinn, Sigurð Guðmundsson. Teikningar eftir hann, sem áður voru til sýnis í safninu, hafa verið teknar niður og sjálfsmynd Sigurðar, sem þar er til sýnis, er farin að skemmast og þyrfti að gera við hana. Mér er kunnugt um að til eru eftir Sigurð fjöldi teikninga. Hvar eru þær niður komnar? Væri ekki tímabært að halda sýningu á þeim.“ Miljarðar og bfljónir Skúli Helgason hringdi: „Fyrir skömmu varð fétta- manni Ríkisútvarpsins á sú skyssa að tala um fjörutíu biljónir doll- ara. Þama var greinilega átt við fjörutíu miljarða en Bandaríkja- menn nota biljón fyrir miljarð. Biljón táknar hins vegar miljón miljónir. Þetta bendir til þekking- arleysis hjá fréttamanninum sem hefði átt að vita betur. Þá finnst mér til skammar þegar talað er um að klukkan sé t.d. tíu mínútur í eitthvað í útvarpi. Þetta er auð- velt að orða á góðri íslensku og ekki til of mikils mælst að það sé gert.“ Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. SKRIFSTOFU- STJÓRNUN - Nýtt nómskeið SKRIFSTOFAN’88 Námskeiðið Skrifstofustjómun er sérstaklega fengið til landsins í tilefni sýningarinnarSkrifstofan ’88, sem Kaupstefnan hf. stendur fyrir í Laug- ardalshöll dagana 2.-6. mars n.k. Námskeiði er haldið samhliða sýning- unni og stendur í tvo daga. Námskeiðið: Skrifstofustjórnun getur verið allt frá stjómun lítillar og fámennrar skrif- stofu til stjómunar stórrar og háþróaðrar skrifstofu, því sömu grundvallar- atriði gilda í báðum tilfellum. Námskeiðið Skrifstofustjómun hjálpar þeim, sem vinna við skrif- stofustjómun til að gera starfið ánægjuríkara og árangursmeira og til að ná hámarksárangri með samhæft og jákvætt starfsfólk, einkum átímum tæknibreytinga. Fyrirhverja? Námskeiðið Skrifstofustjómun er sérstaklega sniðið fyrir fólk sem hef- ur með mannaforráð að gera á skrifstofum, litlum sem stórum, jafnt þar sem nýir og eldri starfsmenn eru. Markmið: Markmiðið er að þátttakendur öðlist mikilvæga þekkingu og efii hæfileika sína til að stjóma skrifstofufólki eins og best verður á kosið. Efni: Fyrri dagur: Hlutverk skrifstofunnar innan fyrirtækisins - Hlutverk yfir- manns á skrif stofunni - Ráðning og val á starfsfólki - Aðferðir til að bæta samskiptin - Hvemig fylgst er með í starfsgreininni -Tímastjómun. Seinni dagur: Meðhöndlun algengra vandamála á skrifstofu - Hvemig skrifstofufólk er hvatt og þróað í starfi - Heilbrigði og öryggi - Vinnulag - Framkvæmdaáætlun fyrir betri framtíð. Leiðbeinandi: Námskeiðið er eitt af vinsælustu námskeiðum BIM - British Institute of Management, en það er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Bretlandi. Leið- beinandi er Shelagh Robinson, CIPM, FBIM, einn helsti og reyndasti leiðbeinandi BIM. Allt árið um kring ferðast hún um Bretland og megin- landið og heldur stjómunamámskeið á vegum BIM og hefur gert í 15 ár. Þá er hún einnig þekktur rekstrarráðgj afi. Hvernig? Námskeiðið Skrifstofustjómun fer fram á ensku og notast leiðbeinend- ur við myndvarpa og myndbandstæki sér til aðstoðar. Hvar/hvenær? | Námskeiðið verður haldið dagana 3. og 4. mars n.k. að Hótel Holiday Inn | frá kl. 9:30-17:00 báða dagana. AllarupplýsingarveitirKaupstefnanhf.fsfma 11517. i Takmörkuð þátttaka. „CC KAUPSIEFNAN Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.