Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Vetrarólympíuleikarnir Ánægju- augnablik lífs míns - sagði Bonnie Blair eftir sigurinn ~ í 500 m skauta- . hlaupi „ÉG táraðist þegar ég leit á úrslitatöfluna. Það var ánægju- legasta augnablik lífs míns. Næst ánægjulegast var þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn," sagði Bonnie Blair, ' sem setti heimsmet í 500 m skautahlaupi kvenna á vetra- rólympíuleikunum í Calgary í fyrrinótt og hlaut gullverðlaun- in. Blair hljóp á 39,10 sekúndum og var tveimur sekúndubrotum "'k undan Christa Rothenburger, Austur-Þýskalandi, en heimsmet hennar sett í desember á sama stað var 39,39. Félagi hennar, Karin Kania, hljóp á 39,24 og hlaut bron- sið. „Eg er mjög ánægð með árang- urinn og á eftir að gera betur,“ sagði Kania. „Ég varð fyrir von- brigðum, en svona eru íþróttimar. Sú besta sigrar og að þessu sinni var það Bonnie," sagði Rothen- burger. Ikvöld Einn leikur verður í 1. deild karla í handknattleik í kvöld — KA og Víkingur eigast við á Akureyri og hefst Jkl. 20.30. Leikurinn átti upphaflega að vera næstkomandi laugardag en var flýtt vegna ferðar Víkinga til Moskvu þar sem þeir mæta ZSKA öðru sinni í Evrópukeppninni. lVOTP Paraline ál og stál panell. Margar geröir. Uppsett sýn- ishorn í sýningasal okkar. Loftklæðningar frá okkur, prýða nú 19 verslanir í Kringl- unni. ÍSLEMZKA VERZLUMARFÉLAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILOVERZLUN Bfldshöfða 16, sími 687550. Bonnle Blalr fagnar sigri í 500 metra skautahlaupi. NBA-DEILDIN Reuter Danny Alnge, Boston, hefur verið í miklum ham í vetur. Ekki er öllum spáð frama... KARFA EINS og þeir vita sem fylgjast með NBA-deildinni þá eru nýjir leikmenn valdir á hverju ári úr háskólunum eftir ákveðnum reglum, sem eiga að tryggja lakari liðum betri leikmenn. Flestir af bestu leikmönnum deildarinnar voru valdir í 1. umferð valsins en þó ekki allir. jr Idag ætla ég að líta aðeins á nokkra sem ekki var spáð mikl- um frama og þeir hafa eitt sameig- inlegt, þ.e. enginn þeirra var valinn ren í 3. umferð. BILL Laim- ber, Detroit, var valinn af Cleveland í 3. umferð 1979 en lék síðan eitt ár í Evrópu áður en hann fór til Detroit. Allir vita að hann getur hvorki hlaupið hratt né stokkið hátt en þrátt fyrir það hef- ur hann alltaf verið meðal frákasta- hæstu leikmann NBA og hefur leik- ið í þremur atjömuleikjum. ■ MICHAEL Cooper, Lakers, var valinn í 3. umferð, en hann var svo horaður að menn hlógu að hon- um. En það hlær enginn í dag að Mic- hal Cooper sem undanfarin ár hef- ur verið einn besti „6. maður" deild- Einar Bollason skrifar arinnar, þ.e. besti varamaðurinn, og í fyrra var hann valinn besti vamarmaðurinn. Ekki svo slæmt af „horgrindinni" sem kom frá New Mexikó háskólanum 1978!! ■ MARK Eaton, Utah sem lék með hinum fræga UCLA háskóla var síðasta árið sitt þar varamaður og lék aðeins 41 mínútu allan vetur- inn!! Hann var byijaður að starfa á bfla- verkstæði þegar Utah gaf honum tækifæri og á miðjjum vetri var hann kominn í byijunarliðið og hef- ur verið þar síðan. ■ JAMES Donaldsson, Dallas var klunnalegur miðherji frá Was- hington State háskólanum í Se- attle og var vaiinn í 3. umferð af Seattle Super Sonics 1979. Hann var þó látinn fara og lék eitt ár í Evrópu áður en hann fékk tækifæri hjá Dallas. Hann notaði það tæki- færi vel og er nú einn af burðarás- um hins skemmtilega Dallas-liðs og var um daginn valinn í sinn fyrsta stjömuleik. Aðrir þekktir leikmenn sem valdir vom seint en hafa haft allar hrak- spár að engu em: Spud Webb, Atlanta (4. umferð), Jim Petersen, Houston (3. umferð) og Jerry Sicliting, Boston (3. umferð). í Calgary 1988 Sovétmenn taldir sigur- stranglegastir í ísknattleiknum Úrslitakeppnin hefst í kvöld og lýkur á laugardag URSLITAKEPPNIN í ísknatt- leiknum hefst íkvöld með þremur ieikjum. Á föstudags- kvöldið verða einnig þrír leikir, einn á laugardag, en keppninni lýkur á laugardagskvöld. Sov- étmenn eru meö fjögur stig fyrir keppnina og eru taldir sig- urstranglegastir. Kanadamenn og Svíar gerðu 2:2 jafntefli í a-riðli í fyrrakvöld, fengu því sjö stig og tryggðu sér rétt til að leika í úrslitakeppninni ásamt Finnum, sem sigmðu í riðlin- um. Sviss vann Frakkland 9:0, fékk sex stig og situr eftir með sárt ennið. Úr b-riðli komust Sovét- menn, Tékkar og Vestur-Þjóðveij- ar. Leikur heimamanna og Svía var mjög skemmtilegur og spennandi þar sem markverðimir fóm á kost- um. Svíar náðu forystunni á þriðju mínútu þegar Anders Eldebrink skoraði, en Merlin Malinowski jafn- aði þremur mínútum síðar. Hraðinn var mikill og Kanadamenn komust yfir með marki frá Serge Boisvert, þegar 30 sekúndur vom eftir af miðhlutanum, en Mikael Johansson jafnaði á níundu mínútu í síðasta leikhluta. Svisslendingar höfðu mikla yfir- burði gegn Frökkum. Joerg Eberle skoraði tvívegis, en sjö aðrir settu sitt markið hver. í kvöld leika Svíar og Tékkar, Finnar og Vestur-Þjóðveijar og Sovétmenn og Kanadamenn. A föstudag leika heimamenn við Vest- ur-Þjóðveija, Tékkar við Finna og Sovétmenn við Svía. Á laugardag leika Kanadamenn við Tékka, en keppninni lýkur á sunnudag með leik Sovétmanna og Finna og viður- eign Vestur-Þjóðverja og Svía. Staðan fyrir úrslitaleikina er þessi: Sovétríkin...2 2 0 0 12: 4 4 Finnland....2 1 1 0 6: 4 3 ■V-Þýskal....2 1 0 1 5: 7 2 Svíþjóð.....2 0 2 0 5: 5 2 Kanada..,....2 0 1 1 3: 5 1 Tékkoslóv...2 0 0 2 2: 8 0 Michael Jordan stigahæstur að meðaltali í leik Hér koma ýmsar tölulegar upp- lýsingar um leikmenn NBA deildarinnar í vetur: Stigahæstir í deildinni: pr. leik. Michael Jordan, Chicago .... 33,6 Dominique Wilkens, Atlanta . 28,8 Larry Bird, Boston ......... 28,6 Charles Barkley, Philad..... 28,3 Mark Aguirre, Dallas ....... 27,2 Flest fráköst: Charles Oakley, Chicago .... 12,7 Michael Cage, LA Clippers ... 12,4 Buck Williams, NewJersey .. 12,1 Akeem Olajuwon, Houston ... 11,3 Charles Barkley, Philad..... 11,3 Besta hittni: Kevin McHale, Boston ...... 60,5% Rick Mahom, Detroit ....... 58,2% RobertParish, Boston ...... 57,8% Charles Barkley, Philad... 56,7% Cliff Levingstone, Atlanta . 56,6% Besta vítahittni: Jack Sikma, Milwaukee ..... 95,1% Larry Bird, Boston ........ 91,3% Bill Laimbeer, Detroit .... 91,3% Rolando Blackman, Dallas . 90,3% Allan Leaveli, Houston .... 88,6% Besta hittni í 3-stiga skotum: Mark Price, Cleveland ..... 53,5% Brad Davis, Dallas ........ 51,5% Gerald Henderson, Philad. . 47,8% Kiki Vandeweghe, Portl.... 47,1% Graig Hodges, Milwaukee .. 46,8% Flestar stoðsendingar: „Magic" Johnson, Los Ang. .. 11,6 John Stockton, Utah ........ 11,4 Terry Porter, Portland ..... 10,8 Mark Jackson, New York ..... 10,0 Doc Rivers, Atlanta ......... 8,9 Flestir „stolnir" boltar: Michael Jordan, Chicago ..... 3,5 Alvin Roberts., San Antonio ... 3,2 Fat Lever, Denver ........... 2,9 John Stockton, Utah ......... 2,6 Mark Jackson, NewTork ....... 2,6 Flest varin skot: Mark Eaton, Utah ............ 3,8 Patrick Ewing, New York .... 3,2 Benoit Benjamin, LA Clippers 3,2 Manute Bol, Washington ..... 3,2 Akeem Olajuwon, Houston .... 3,0 Alnge í mlklu stuöi Danny Ainge, Boston, hefur verið í miklu stuði í 3-stiga skotum í vetur. Hann hefur nú skorað 82 slíkar körfur (úr 194 tilraunum) sem er meira en 20 NBA-lið hafa gert til samans!! Með þessu áframhaldi stefnir hann í að slá met Darrel Griffíth frá 1985 þegar hann skoraði 92 3-stiga körfur úr 257 tilraunum. Larry Bird segir um félaga sinn að hann sé svo góður 3-stiga skotmaður að hann sé næstum því jafngóður og Bird sjálfur!!! Buck Williams New Jersey hefur oft verið kallaður Jámkarlinn" vegna þess hve fáa leiki hann hefur misst úr á ferli sínum. Svo dæmi sé tekið þá missti hann aðeins úr 1 leik af sínum fyrstu 492 í deiid- inni á 6 árum. Einstakt afrek og til gamans má geta þess að þennan eina leik sem hann missti var hann í banni vegna slagsmála!! Það hefur verið sagt um hann að ef hann væri klukka þá væri hann örugglega „Big Ben“! Hann hefur alla sína tíð í NBA skorað 17—18 stig að meðaltali í leik og ávallt tekið um eða yfír 1000 fráköst á tímabilinu. Sannar- lega sorglegt að hann skuli ekki leika með betra liði. Töluvert hefur verið um sölur og skipti á leikmönnum í vetur en nú verða liðin sem áhuga hafa á að versla, að fara að flýta sér því eng- in kaup á leikmönnum mega fara fram eftir 25. febrúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.