Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 56

Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 56
 Sparisjóösvextir á tékKareikninaa . með hávaxtakjörum % SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHE MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Breytingar á toll- mati notaðra bif- reiða framundan Grunur um að núgildandi reglur séu misnotaðar í undirbúnmgi er að breyta tollmati á innfluttum notuðum bifreiðum í fyrra horf en matinu var breytt 1. september á síðasta ári. Þá var ákveðið að leggja til grundvallar tollafgreiðslu reikninga fyrir inn- kaupsverði ytra, en siðan hefur orðið verulegt verðfall á innkaups- verði þessara bifreiða, samkvæmt þessum reikningum. Því hefur verið ákveðið að miða aftur við grunnverð nýrra bifreiða og lækkar tollurinn um ákveðið hlutfall eftir aldri bifreiðanna. Bjöm Bjömsson aðstoðarmaður Qármálaráðherra sagði Morgun- blaðinu að í tollalögunum væri heimild fyrir ráðherra til að breyta . j^-ollmati og væri. það væntanlega gert nú vegna þess að menn teldu þá aðferð sem notuð hefur verið um sinn ófullnægjandi og hugsan- lega misnotaða. Sigurgeir A. Jónsson fulltrúi toll- stjóra sagði við Morgunblaðið að með þessum breytingum væri fyrst og fremst verið að gera ráðstafanir Yfir 300 umsóknir um 10 flug- freyjustörf ARNARFLUG auglýsti fyrir skömmu eftir um- sóknum um flugfreyju- störf. Um það bil 10 stöður voru lausar hjá félaginu. Umsóknarfrestur er nú nýlega útrunninn og hafa á milli 300 og 350 umsókn- ir borist. Að sögn Kristins Sigtryggs- sonar forstjóra Amarflugs verður gengið frá ráðningum um eða eftir næstu mánaða- mót. Hæfniskörfur til umsækj- enda voru að þeir hefðu stúd- entspróf eða sambærilega menntun og byggju yfir góðri kunnáttu í ensku og frönsku eða þýsku. til að tryggja að bifreiðar fái sam- bærilega tollmeðferð, án tillits til innkaupsverðs. Viðkomandi nytu góðs af því hvemig kjörum þeir ná við innkaupin en allir greiði sama toll af sambærilegum bifreiðum. Þegar Sigurgeir var spurður hvort grunur léki á að ekki hefðu verið lagðir fram réttir innkaups- verðsreikningar við tollmeðferð sagði hann ljóst að skyndilega hefði orðið verðfall á notuðum bílum er- lendis frá. Það væri raunar ákaflega breytilegt eftir hvaðan og af hveij- um bflar em keyptir. Hann sagði að þessi breyting tryggði sam- ræmda gjaldtöku af þessum vörum og kæmi í veg fyrir tortryggni jarð- andi vörureikninga, sem yrðú nú lagðir til hliðar og skiptu ekki máli við útreikning aðflutningsgjalda þó þeir gerðu það enn við gjaldeyris- yfirfærslur. Frá slysstað á Breiðholtsbrautinni í gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus Banaslys á Breiðholtsbraut BANASLYS varð i umferðinni i Reykjavík í gærkvöldi. 55 ára gamall karlmaður lést þegar hann varð fyrir bifreið á Breiðholtsbraut um kl. 21. Maðurinn var að ganga suður yfir Breiðholts- braut, neðan við gatnamótin við Norðurfell. Hann varð fyrir bifreið, sem ekið var austur brautina. Ekki er unnt að b'irta nafn hans að svo stöddu. Mjög slæmt skyggni var þegar slysið varð, rigning og myrkur. „Viðkvæmu málm“ rædd á samningafimdi í nótt TEKIST var á um starfsaldurs- hækkanir, grunnkaupshækkanir og verðlagsákvæði á samninga- fundi Verkamannasambands Is- lands og vinnuveitenda i gær- kveldi, „viðkvæmu málin", eins og einn viðmælanda Morgunblaðsins orðaði það. Að öðru leyti liggur þrettán blaðsíðna samningsupp- kast fyrir samningsaðilum. A mið- nætti var búist við að vinnuveit- endur myndu leggja fram tillögur um starfsaldurshækkanir, en alls óvíst um viðbrögð forystumanna VMSÍ og hve lengi samningafund- ur stæði. Á fundi stjómar Sambands físk- vinnslustöðvanna í gær var ákveðið nánast einróma að halda áfram samningaviðræðum við Verka- Kostnaðaráætlun ráðhússins lögð fram í borgarráði: Kostnaður nú áætlaður um 979 milljónir króna Tillaga minnihlutans um að fresta framkvæmdum felld Kostnaðaráætlun fyrir ráðhús Reykjavíkur var lögð fram á fundi borgarráðs í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu kjallara og yfirbyggingar nemi samtals um 979 milljón- um króna. í þeirri fjárhæð er ekki reiknað með frágangi á 760 fer- metra tjöm norðvestan hússins, snyrtingu á Tjamarbökkum næst ráðhúsinu og göngubrú frá Iðnó út í ráðhúsið. I greinargerð sem Verkefnisstjórn " tagði fram með kostnaðaráætluninni kemur fram að frumhönnun hússins er nú lokið og fyrir liggja hugmynd- ir um gerð, efnisval og frágang húss- ins. Heildarflatarmál bygginganna er 5.422 fermetrar auk kjallara, sém er 3.786 fermetrar. Þetta er nokkuð stærri bygging en gert var ráð fyrir í upphafi og er nú reiknað með '^R.ækkun á borgarsljómarbygging- íinni, stærra súlubili í kjallara til að fullnægja staðli um stærð bílastæða og þykkari súlum en í verðlaunatil- lögunni í sámkeppninni um bygg- ingu ráðhússins. Auk þess bætast við tæknirými undir þaki, 290 fer- metrar. Kostnaðaráætlun Verkefnis- stjómar er sundurliðuð sem hér seg- ir: Stálþil 20 milljónir, gmnnur og kjallari 178 milljónir, frágangur kjallara með hönnun og eftirliti 121 milljón, yfírbygging ásamt hönnun og eftirliti 660 milljónir, samtals 979 milljónir. Tillaga frá fulltrúum Alþýðu- flokks, Kvennalista og Alþýðu- bandalags um að fresta byggingu ráðhússins og efna til almennrar atkvæðagreiðslu um málið samhliða næstu sveitarstjómarkosningum 1990 var vfsað frá. Tillaga minni-v hlutans varðandi 8 vikna kynningu á skipulagi ráðhússreits var felld með þremur atkvæðum gegn tveim- ur. Hins vegar var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna þess efnis að aug- lýsing á skipulagi ráðhússreits skyldi hefjast 26. febrúar og standa til 25. mars næstkomandi. mannasambandið á þeim grunni sem rætt hefur verið á að undanfömu. „Það var ákveðið að halda áfram viðræðum og þrýsta á stjómvöld um svör um aðgerðir vegna stöðu vinnsl- unnar þegar og ef samningar kom- ast á lokastig," sagði Amar Sigur- mundsson, formaður sijómar Sam- bands fiskvinnslustöðvanna í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúar fisk- vinnslustöðva innan Sambands íslenskra samvinnufélaga sátu fund- inn og verður flallað um málið á fundi þeirra í dag. Verkamenn á hafnarsvæði Eim- skipafélags íslands lögðu niður vinnu á hádegi í gær. Að sögn aðaltrúnað- armanns verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Sundahöfn tóku hafn- arverkamenn þessa ákvörðun upp á eigin spýtur vegna þess að Eimskip hefði ráðið til sín verktaka til að losa gáma og vegna stöðunnar í samn- ingamálum þeirra. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Islands, segir að- gerðir hafnarverkamannanna ólög- legar og rangt að Eimskip hafi ráðið verktaka til hafnarvinnu. Hann segir þessar aðgerðir hafa verið ákveðnar með þátttöku Dagsbrúnar og með aðild stjómarmanna í Dagsbrún. Hins vegar hafi Eimskip rétt til þess að taka verktaka í sína þjónustu, hvort sem yfirvinnubann sé við höfn- ina eða ekki. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og VMSÍ, seg- ir að Dagsbrún hafi ekki átt neinn þátt í aðgerðum hafnarverkamanna og hann hafi ítrekað bent skipafélög- unum og Vinnuveitendasambandinu á að þama væri allt á suðupunkti. Hann sagðist hafa sagt vinnuveit- endum að hann myndi beita sér fyr- ir því, eins og í hans valdi stæði, að ekki yrði framhald á ólöglegum að- gerðum. Sjá ennfremur bls. 38. Morgunblaðið/Sverrir Við Sundahöfn síðdegis í gær. Sprengja í aflanum ANDEY SH 242 kom til hafn- ar í Stykkishólmi í gærmorg- un með sprengju á dekki. Sprengjan er talin virk. Hún kom upp með línu um það bil 40 mílur út af Jökli. Að sögn lögreglu í Stykkis- hólmi er sprengjan frekar lítil ummáls og ekki er talið að um sé að ræða venjulegt tundurdufl veða djúpsprengju. I dag er von á sprengjusérfræðingi frá Land- helgisgæslunni til að gera sprengjuna óvirka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.